Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Talsmenn stjórnmálaflokkanna um niðurstöðu forsetakosninga Mikilvægt að snúa bökum saman Morgunblaðið leitaði álits talsmanna stjórnmálaflokkanna á úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í gær._______ HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók fram að nýr forseti hefði hlotið glæsilega kosningu. „Ég tel mjög gott hvað úrslitin eru afgerandi. Ekki síst af því að hér á í hlut maður sem hef- ur verið allumdeildur í stjórnmálum. Við hljótum öll að óska honum vel- farnaðar í starfi," sagði Halldór. Hann sagðist hafa trú á því að Ólafi Ragnari tækist að vera sam- einingartákn þjóðarinnar. „Ólafur hefur mikla reynslu og hann virðist gera sér mjög góða grein fyrir því hvað það er mikilvægt á þessari stundUj" tók hann fram og minnti á að Ólafur hefði sagt skilið við stjórnmálin. „Maður með jafn mikla þekkingu og reynslu hefur alla burði til þess að söðla um með þeim hætti," bætti hann við. Hann sagðist telja að margir samverkandi þættir réðu því hversu kosning Ólafs Ragnars hefði verið afgerandi. „Hann kemur af vinstri miðju stjórnmálanna og það hefur nú verið líklegra til árangurs í for- setakosningum en þeir sem kenndir eru við hægri arm stjórnmálanna með réttu eða röngu. Nú, Ólafur er þekktur og hefur háð góða kosn- ingabaráttu án teljandi mistaka sem að skiptir að sjálfsögðu miklu máli." Halldór sagðist hafa starfað í ríkisstjórn með Ólafi Ragnari. „Þar tókst okkur að sta'rfa ágætlega saman. Eg hef enga ástæðu til þess að ætla annað en að það geti orðið í framtíðinni." Forseti fái tækifæri Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna, tók fram að úrslit forsetakosninganna væru afgerandi og skýr. „Núna er mikil- vægt að allir reyni að snúa bökum saman um nýkjörinn forseta og hann fái tækifæri til að vinna sín störf í þágu þjóðarinnar. Þrátt fyrir að Ólafur Ragnar hafi verið um- deildur stjórnmálamaður tel ég allar forsendur fyrir því ef hann vinnur í þeim anda sem hann hefur sjálfur lýst að hann nái að sameina þjóðina á bak við sig," sagði Geir. Hann tók fram að einstaklingar hefðu reynt að túlka úrslit kosning- anna sem pólitísk skilaboð. „Ég tel þess konar túlkun afar várhuga- verða. Á sama hátt er mjög var- hugavert ef nýi forsetinn reynir að túlka niðurstöðuna með þeim hætti. Ef farið verður út á einhverjar póli- tískar ævintýrabrautir sér maður ekki fyrir hvað gæti gerst. En ég vona í lengstu lög að það verði ekki," sagði hann. Að lokum óskaði Geir Ólafi Ragnari og eiginkonu hans til ham- ingju með glæsilega kosningu, gæfu og velgengni í embættinu. Nauðsynleg sátt náist Rannveig Guðmundsdóttir þing- flokksformaður Alþýðuflokks telur mikilvægt hversu úrslit kosning- anna voru ótvíræð. „Með hliðsjón af því hversu mikil áhersla var lögð á hvað Ólafur væri umdeildur er mikilvægt hversu kosning hans var góð. Þrátt fyrir að ég hafi sjálf lýst yfir stuðningi við annan frambjóð- anda, talið sterkt fyrir land og þjóð að velja aftur konu í embættið, tel ég að Ólafur Ragnar og Guðrún hafi staðið sig vel í kosningabarátt- unni og brugðist við úrslitunum með glæsibrag. Þeim á án efa eftir að takast að ná nauðsynlegri sátt um embættið. Ég er sannfærð um að Ólafur eigi eftir að reynast þjóð- inni vel og framlag Guðrúnar Þor- bergsdóttur eigi eftir að verða þjóð- inni til sóma," sagði Rannveig. Rannveig sagði að markaðssetn- ing kosningabaráttu Ólafs Ragnars hefði verið mjög sterk og hann hefði frá upphafi hagað sér eins og for- seti. Pétur hefði goldið fyrir að upp hefði komið umræða um að at- kvæði skyldi fremur nota til að af- stýra því að einn frambjóðandi kæmist að en að sannfæring kjós- enda réði ferðinni. Hann hefði vax- ið eftir því sem á hefði liðið kosn- ingabaráttuna og flestir myndu segja eftir kosningarnar að þar færi traustur maður. Rannveig sagðist telja að umræða um að kvóti kvenna væri búinn í bili og rýma þyrfti fyrir frambærilegum karli hefði skaðað Guðrúnu Agnars- dóttur í upphafi. Hins vegar hefði brotthvarf nöfnu hennar úr barátt- unni, kvennadaginn 19. júní, ýtt við almenningi og ótvírætt væri að stuðningur við málflutning hennar hefði vaxið dag frá degi. Væntan- lega hefðu úrslitin orðið tvísýnni ef lengra hefði verið til kosninga. Meta reynsluhæfni Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segist ánægð með úrslit kosninganna og að þau hafi ekki komið á óvart. „Skoðanak- annanir höfðu sýnt þessa niður- stöðu vikum saman og þetta er í raun í fyrsta sinn sem mér finnst ég skynja það sama úti í þjóðfélag- inu og kannanir sýna." Margrét segir jafnframt að úr- slitin beri það með sér að kjósendur meti reynslu, þekkingu og hæfni stjórnmálamanna þegarþeir hygg- ist velja sér forseta. „Ég held að staðreyndin sé sú að þegar almenn- ingur velur sér forseta er litið fram- hjá því hvar menn standa í stjórn- málum. Að vísu var pólitíkinni blandað í bráttuna síðustu dagana fyrir kosningu en ég tel að þeim mótleik hafi síðan verið svarað ótvi- rætt á kjördag af kjósendum sjálf- um," segir Margrét. Hún segir jafnframt að kjósendur ætlist til þess að sá sem kjöri nær vinni með ríkisstjórn, þingi og al- menningi og því sé ekki hægt að draga þá ályktun að kjör Ólafs Ragnars eigi að vera mótvægi við ríkjandi valdhafa. „Ég hef engar áhyggjur af því að þjóðin standi ekki sámeinuð að baki sínum for- seta. Reynslan hefur sýnt að það gerum við." Þá óskar Margrét væntanlegum forsetahjónum til hamingju og þakkar frambjóðendum öllum, að Guðrúnu Pétursdóttur meðtalinni, fyrir málefnalega og heiðarlega kosningabaráttu. Kosið eftir fjögur ár? Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, óskar nýkjörnum forseta og fjölskyldu hans velfarn- aðar í starfi. Hún segir að stuðning- ur kjósenda hafi verið mjög eindreg- inn en telur að margir hafi snúist á sveif með honum síðustu dagana fyrir kjördag vegna aukinnar hörku í kosningabaráttunni. „Um Ólaf Ragnar hefur staðið styr, sem magnaðist upp nokkrum dögum fyrir kjördag, og ég óttast að erfitt muni reynast að sameina fólk að baki honum, einkum ef marka má viðbrögð forystumanna í Sjálfstæð- isflokknum þegar úrslitin lágu fyrir. Ég er hrædd um að reynst geti Ólafí Ragnari um megn að lægja öldurnar, sem leiða muni til annarra kosninga að fj'órum árum liðnum, án þess að ég vilji vera með hrak- spár. Óeining um forsetann er mjög slæm og ég tel að Guðrún Agnars- dóttir hafí verið eina forsetaefnið sem hefði getað fylkt þjóðinni að baki sér." Ekki náðist í talsmenn Þjóðvaka í gær. Staðastaðarprestakall Guðjón Skarphéð- insson vígður GUÐJÓN Skarphéðinsson guðfræð- ingur hefur verið vígður til Staða- staðarprestakalls í Snæfellsnes- og Hnappadalsprófastsdæmi. Það var biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem vígði Guðjón í Dómkirkjunni í Reykjavík síðast- liðinn sunnudag. Meðfylgjandi mynd var tekin við vígsluna og má þar sjá vígsluvott- ana auk biskups og séra Guðjóns. Morgunblaðið/Sverrir SR. INGIBERG J. Hannesson prófastur, sr. Guðjón Skarphéðins- son, sóknarprestur á Staðastað, sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprest- ur, biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson dórakirkjuprestur, sr. Gísli Kolbeins, fyrrum sóknarprest- ur, og sr. Lárus P. Guðmundsson sendiráðsprestur. Morgunblaðið/Þorkell ENGILBERT Engilbertsson, skipstjóri á Brúarfossi. Nýr Brúarfoss kominn í höfn NÝTT skip Eimskips, Brúarfoss, lagði að bryggju í Sundahöfn í gærmorgun í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var mættur niður á höfn til að taka á móti skipinu og áhöfn þess. Skipstjóri á hinum nýja Brú- arfossi er Engilbert Engilberts- son, en hann hefur starfað hjá Eimskip í 39 ár. Við komuna var hann spurður hvernig siglingin heim hef ði gengið. „Hún gekk alveg ljómandi vel. Við lögðum af stað frá Immingham á fimmtu- dagskvöld og höfum tekið það rólega. Það tekur sinn tíma að kynnast skipinu og hreyfingum þess," segir skipstjórinn. Aðspurður hvort hann sé búinn að ná tökum á fleyinu segir EngiI- bert - og brosir út í annað: „Nei, það tekur langan tíma að læra á ný skip. Skip eru alveg eins og konur - duttlungafull." Stærsta gámaskip Eimskips Fyrst um sinn verður Brúarfoss í siglingum milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu, en frá og með ágústbyrjun mun hann sigla á nýrri siglingaleið frá Reykjavík til Skandinaviu með viðkomu í Færeyjum. Brúarfoss er stærsta gámaskip í eigu Eimskips og get- ur flutt allt að 1.012 gámaeining- ar. Um borð er auk þess farrými fyrir tólf farþega. í áhöfn eru 15 manns. Kaupverð skipsins var liðlega 1,5 miUjarður króna. Morgunblaðið/Golli BRÚARFOSS hinn nýi siglir inn Viðeyjarsund. Andlát SIGURÐUR R. BJARNASON SIGURÐUR Ragnar Bjarnason, /yrrver- andi hafnarstjóri, for- seti bæjarstjórnar í Sandgerði og frétta- ritari Morgunblaðsins, er látinn á 65. aldurs- ári. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 30. júní sl. Sigurður var fædd- ur 28. mars árið 1932 í Sandgerði. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Vest- mannaeyjum árið 1950 og fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann var sjó- maður og vélstjóri á ýmsum skip- um og skipstjóri hjá Guðmundi Jónssyni árið 1960 til 1963. Skip- stjóri á eigin bátum var Sigurður á árunum 1963 til 1977. Hann gerðist hafnarvörður í Miðneshreppi árið 1978 og varð hafnar- stjóri í Miðneshreppi árið 1988. Sigurður starfaði að félagsmálum sjómanna og fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann var varamaður í hrepps- nefnd Miðneshrepps á árunum 1982 til 1986 og hreppsnefndarfull- trúi D-listans á árunum 1986 til 1990. Hann var bæjarfull- trúi í Sandgerði og fyrsti forseti bæjarstjórnar er sveitarfélagið fékk kaupstaðarrétt- indi árið 1990. Hann var um nokk- urt skeið fréttaritari Morgunblaðs- ins í Sandgerði. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Rósa D. Björnsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.