Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 33 ¦¦ LISTIR Nýjar bækur PROXIMA THULE NYTT tímarit á frönsku um norræn fræði hefur hafið göngu sína. Að útgáfu tímaritsins stendur Félag norænna fræða í Frakklandi í París. Tímaritið nefnist Proxima Thule og kom annað bindi út nú í vor. Er hér um að ræða eina tíma- ritið á frönsku sem helgað er þessum fræðum. í Proxima Thule fer fram vís- indaleg umfjöllun um forna menningu og sögu, s.s. bókmenntir, rúnafræði, trú og goðafræði og alla aðra helstu þætti á sviði bókmenntafræði, texta- fræði, sagnfræði, og fornleifafræði er varða þetta efni. Ritstjóri tímaritsins er Francois- Xavier Dillmann en honum til ráð- gjafar er fjölmenn ritstjórn sérfræð- inga frá ýmsum löndum, m.a. Jónas Kristjánsson og Hörður Ágústsson. -----------» ? ?----------- Gerður og Hjálmar í Þrast- arlundi GERÐUR Berndsen og Hjálmar Hafliðason opnuðu sýningu á verk- um sínum í Þrastarlundi 30. júní síðastliðinn og verður hún opin alla daga til 15. júlí. Gerður sýnir vatns- lita- og akrýlmyndir en Hjálmar olíumálverk. Allar myndirnar eru til sölu. Samsýning- ar á Suður- nesjum TVÆR samsýningar listamanna í tengslum við sumar á Suðurnesj- um opnuðu í Kjarna (göngugötu og bókasafni) og á veitingahúsinu Ránni, Keflavík, síðastliðinn laug- ardag. Munu þær standa yfír í þrjár vikur. Á fyrrnefnda staðnum sýna Ásta Árna, Karl Olsen, Sigríður Rósinkars og Soffía Þorkels en á Ránni eru Fríða Rögnvalds, Ásta Árna og Sigríður Rósinkars á ferð. Sýningarnar eru opnar á opnun- artíma veitingahúsanna. Nýjar bækur , Ljóð á landi og sjó ÚT er komin bókin Ljóð á landi og sjó eftir álenska skáldið og sjó- manninn Karl-Erik Bergman. Ljóð á landi og sjó er úrval lj'óða úr sjö bókum sem út komu á tímabilinu 1957-1993. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi ljóðin og íslensk- aði þau. Karl-Erik Bergman er meðal þekktustu rithöfunda á Álandseyj- um. Auk ljóða hefur hann skrifað 'smásögur og frásagnir, efni fyrir útvarp og sjónvarp og er eftirsótt- ur upplesari. í skáldskap hans birt- ast hugleiðingar um lífið og tilver- una á sjó og landi - og margt á þar eflaust erindi við íslenska les- endur. Útgáfufélagið Dimma gefur bókina út. Bókin er 63 bls. og-, kostar 1.620 kr. Hlynur Helgason Hannaði kápu,., en bókin er prentuð i Prisma/ Prentbæ. Norræni þýðingasjóður-' inn styrkti útgáfuna. Karl-Erik Bergman Búðir á Snæfellsnesi BOKMENNTIR Sagnfræði SAGA BÚÐA OG HRAUNHAFNAR eftir Guðlaug Jónsson. Búðir hf. Bókaútgáfa Victors Sveinssonar 1995,162 bls. MARGIR sækja heim Búðir á Snæfellsnesi. Þar er góður og vin- sæll gisti- og dvalarstaður, umhverfi tilkomumikið og undrafagurt og býður því ferðamanni margt. Sé hann fróðleiksfús og söguhnýsinn mun hann skynja mikla sögu að baki nútímans. Hver er hún? Hvar er hennar að leita? Engan stað eign- ast maður án þess að vita eitthvað um sögu hans. Á sama hátt og varla er hægt að segja að maður þekki einhvern án þess að kunna einhver skil á fortíð hans. Þetta hefur hótelstjóri Búða og Búðabóndi, Victor Sveinsson, skilið mætavel. Hann byrjar formála þess- arar bókar svo: „Þegar ég hóf störf á Búðum, haustið 1993, vaknaði þegar áhugi minn á sögu staðarins. I raun varð ekki hjá því komist. Hvert sem litið er ber merki liðins tíma fyrir augu, bæði leynt og ljóst." Hann hóf því að tína saman þau sögubrot sem finnanleg voru, en fann enga samfellda sögu fyrr en í leitinar kom „handrit áð sögu Hraunhafnar og Búða" eftir Guð- laug Jónsson. Þetta handrit var skrifað fyrir mörgum árum, enda lést Guðlaugur fyrir fimmtán árum. Handrit þetta var Búðabónda „sann- kallaður hvalreki" og hófst hann nú handa um útgáfu þess. Við undir- búning til prentunar naut hann dyggilegrar aðstoðar Helga Gríms- sonar og Onnu Sigríðar Guðmunds- dóttur. Og nú kemur þessi saga fyrir sjón- ir lesenda, einstaklega smekkleg að öllum ytra búnaði. Ekki er hún stór. Texti Guðlaugs losar eitt hundrað blaðsíður, en við bætast myndir af gömlum kortum, loftmynd og fleiri fróðlegar myndir, skrár um heimild- ir, nöfn manna og staða. Textinn skiptist í átta kafla, en sumir þeirra eru mjög stuttir. Þeir bera heitin: Hraunhöfn-Búðir, Hraunhafnarós, Ættarbúsetunni lokið, Menn og málefni á 18. öld og síðar, Nokkur orð um Bentsbæ, Frá Hoffmannsætt, Einn Hraunhafnar- bóndi o.fl., Skipstapar á Búðum og fleiri slysfarir á 19. öld. Höfundur rekur í þessum köflum ýmsa þætti úr sögu Búða á liðnum öldum, skýrir frá staðháttum, ör- nefnum, búsetu manna og umsvifum til lands og sjávar, eignarhaldi jarða og ýmsu fleiru. Mikið hefur verið þar um að vera um alllangt skeið. Á tímabili hafa búið þarna á annað hundrað manns í um sextán kotum eða býlum. Verslun var mikil. Um skeið voru Búðir aðal kaupstaðurinn á Snæfellsnesi og náði Búðakaup- svið frá Hvítá í Borgarfirði og vest- ur að Búðahrauni. Margs er getið í þessari frásögn. Margir menn koma við sögu, mál- efni þeirra, umsvif og atburðir. Höf- undurinn hefur greinilega lagt mikla vinnu í öflun heimilda. Honum hefur tekist að raða þeim vel saman og gera úr því skilmerkilega sögu. Lík- legt er þó að ferðamanni sem vill fá fljótlegt yfirlit og auðlesið þyki hún stundum í þurrara lagi og ýmis- legt fljóti með sem hann hefur lítinn áhuga á. En auðvelt er að nota þessa bók sem uppistöðu að handhægum bæklingi. Þyrfti þá að fylgja honum þægilegt kort með örnefnum yfir suðurhluta Snæfellsness ásamt merktum göngu- og reiðleiðum. Þyk- ir mér ekki ósennilegt að hinn fram- takssami Búðabóndi láti af því verða. En hvað sem því líður ber að fagna þeirri bók sem nú er komin á prent svo smekkleg sem hún er og fallega útgefín. Sigurjón Björnsson BQMRG þjöppur og valtarar BROT AF ÞVI BESTA.. BOMAG BP15/45 plötuþjappa, 92 kg, bensín kr. 159.000 án vsk. BOMAG BPR30/38 plötuþjappa m/gír, 190 kg, bensín kr. 320.000 án vsk. BOMAG BPR30/38D plötuþjappa m/gír, 210 kg dísel kr. 380.000 án vsk. BOMAG BW 65S valtari m/glr 650 mm breidd, dísel kr- 799.000 án vsk. iISKfe Skútuvogi 12a, simi 581 2530. Power Macintosh 5200 600tökirá i 8 '! '/. 1 ú 4 V i ¦1 6 i Orgjörvi: PowerPC603RISC með það og setja eigin myndir í Tiftíðni: 75 megarið mismunandi skjöl. Vinnsluminni: 8 Mb Composite og S-VHS inngangar. Skjáminni: lMbDRAM Fjarstýring Harðdiskur: 800 Mb Mótald með faxi og símsvara Geisladrif. AppleCD600i(f)órhraða) Hnappaborð: Apple Design Kcyboard Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálisögðu Skjár: Sambyggður Apple 15" MultiScan er allt á íslensku Diskadrif: Lcs gögn af Pc disklingum llugbúnaður: Hió fjölhæfa Claris«farks 30 Fylgir meö: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift sem einnig er á íslensku. að horfa á siónvarpið í tölvunni I forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, auk þess scm hægt cr aö tcngja tvö tcikniforrit, gagnagrunnur við hana myndbandstæki eða og samskiptaforrit upptökuvél, taka upp efni, vinna -.Apple-umboðið Staögreitt Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.