Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ T FRETTIR Guðrún Agnarsdóttir íhugar framhald GUÐRÚN Agnarsdóttir, sem hlaut 26% atkvæða í forsetakosningun- um á laugardag, segist velta fyrir sér einhvers konar framhaldi á kosningabaráttu sinni. Hún segir þó óráðið með hvaða hætti það yrði. „Það fer ekki hjá því, þegar ég geri mér grein fyrir þessari miklu samstöðu og lífskrafti, sem rennur í sama farvegi hjá stuðningsmönn- um mínum og að þeir hafa verið reiðubúnir að standa þétt að baki þeim málefnum og lífsgildum, sem ég hef kynnt í kosningabarátt- unni, að ég velti fyrir mér hvernig sé hægt að nýta þennan jákvæða lífskraft til að bæta samfélagið, Umræður um að Guðrún Pétursdóttir fari í framboð fyrir Sjálfstæðisflokk því að það var einmitt ætlun okk- ar," segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvort hún hyggist nýta sér stuðning og tengsl úr kosningabaráttunni á vettvangi stjórnmála. Hún segir að fjölmenni hafí ver- ið á kosningavöku sinni og þar hafi hún rætt við margt ungt fólk, sem greinilega hafi gefíð til kynna að það vildi eitthvert framhald, hvert sem það yrði. „Við, sem unn- ið höfum mest að þessu framboði, eigum eftir að hittast og gera okk- ur glaðan dag og ráða jafnframt ráðum okkar," segir Guðrún. „Mér finnst staðan opin og full af mögu- leikum, hvað sem úr verður." Tek einar kosningar í einu Guðrún segir að hún og fylgis- menn hennar vilji ekki láta setja sig á flokkspólitískan bás. „Hvað sem úr verður, verður það eitthvað sem yrði nýtt og eitthvað, sem all- ir sem stóðu saman um mitt fram- boð gætu einnig sameinazt um," segir hún. Guðrún Pétursdóttir, sem dró framboð sitt til forseta til baka, hefur að undanförnu verið nefnd innan Sjálfstæðisflokksins sem hugsanlegur frambjóðandi flokks- ins, annaðhvort í Reykjaneskjör- dæmi fyrir næstu þingkosningar eða á lista fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík. Guðrún sagðist í samtali við Morgunblaðið kannast við þessar vangaveltur. „Ég tek einar kosn- ingar í einu. Það er ótímabært að tjá sig nokkuð um þetta á þessu stigi. Það þarf margt að skoða áður en að því kemur," segir hún. ¦ Persónulegur sigur/10 Ráðherra býst við hnökrum í byrjun NY LÖG um tóbaks varnir tóku gildi í gær, 1. júlí, og samkvæmt þeim er bannað að seh'a ungling- um yngri en 18 ára tóbak og eru viðurlög við því fjársektir. Þá banna lögin reykingar í grunnskólum, leikskólum, hvers konar dagvistun barna, í húsa- kynnum sem ætluð eru til fé- lags-, íþrótta- og tómstunda- starfa barna og unglinga og á samkomum innanhúss sem eink- um eru ætlaðar börnum og ung- lingum. Þá eru reykingar bann- aðar í framhaldsskólum, sér- skólum, heilsugæslustöðvum, á læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjón- usta, en sjúklingar á sjúkrahús- um geta þó fengið leyfi til að reykja í vissum tilvikum. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að búast mætti við því að einhverjir hnökrar yrðu á framkvæmd nýju tóbaks- varnalaganna til að byrja með, en í framtíðinni ættu lögin eftir að koma að góðu gagni. Vinnuveitandi verði ábyrgur Ingibjörg sagði að þótt það væri ekki afdráttarlaust þá væri andi laganna í þá átt að þeir sem Jafnt hjá Margeiri og Jóhanni ÁTTA umferðum er lokið á opna skákmótinu í Kaup- mannahöfn, sem er hið ann- að í röðinni í norrænu bikar- keppninni, Nordisk Visa Cup. Margeir Pétursson og Jó- hann Hjartarson tefldu sam- an í gær og gerðu jafntefli. Þeir hafa staðið sig bezt ís- lendinga og eru með 5,5 vinn- inga af 8 mögulegum. Héðinn Steingrímsson hefur 4 vinn- inga, Bragi og Björn Þor- finnssynir og Davíð Kjartans- son hafa 3 vinninga og Atli Hilmarsson 2 vinninga. Á mótinu tefla 30 stór- meistarar. Alls verða tefldar 11 umferðir. Morgunblaðið/J6n Svavarsson í LEIFSSTÖÐ var um helgina verið að koma fyrir skiltum sem segja að lágmarksaldur við kaup á tóbaki sé 18 ár. yngri væru en 18 ára mættu ekki sejja tóbak, en h'óst væri að slíkt þyrfti langa aðlögun. í lögunum væri ekkert kveðið á um þetta beint, en spurningin væri hvernig passa ætti upp á það að unglingar yngri en 18 tira keyptu ekki tóbak væri þeim heimilt að seh'a það. „Þetta er auðvitað atriði sem fleiri en við íslendingar hafa glímt við. Sumir hafa sett ákveðinn aldur í lögin, en aðrir hafa sett ábyrgðina á þá sem þessir unglingar vinna hjá. Það verðum við auðvitað að gera svona í upphafi. Við munum vinna að því í samvinnu við verslunarmenn að finna út hvernig við getum framfylgt þessu. Þetta er andi laganna en þarf sína aðlögun, og það eru tilmæli til verslunarmanna að beina þessari afgreiðslu til þeirra sem eldri eru. En það er ekki hægt að banna þetta," sagði Ingibjörg. Veruleg vandkvæði Sigurður Jónsson, fram- kvæmdasljóri Kaupmannasam- taka íslands, sagðist sjá veruleg vandkvæði á því að framfylgja ákvæði ef það yrði sett um að fólk yngra en 18 ára f engi ekki að selja tóbak. „Þetta myndi bókstaflega þýða það að námsfólk gæti ekki fengið vinnu jafn greiðlega og það hefur fengið, og það yrði að ég held erfitt að manna t.d. sjoppur þar sem gjarnan vinnur ungt l'ólk sem auðveldara á en aðrir sem eru eldri með að vinna á kvöldin," sagði Sigurð- ur, sem sagði þetta einnig vekja spurningar um hvernig háttað væri sölu áfengis ogtóbaks á veitingastöðum þar sem ungt f ólk ynni gjarnan við fram- reiðslustörf. Umfjöllun um Ástþór ekki lögbrot UTVARPSRÉTTARNEFND hefur komist að þeirri niðurstöðu að um- fjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um Astþór Magnússon forsetaframbjóð- anda hafi ekki brotið í' bága við út- varpslög. Ástþór kærði umfjöllunina til nefndarinnar, á þeim forsendum að þar hafí verið fjallað um meintar ávirðingar hans í opinni dagskrá en svör hans sýnd í læstri dagskrá. Porsendur úrskurðar Útvarpsrétt- arnefndar eru í þremur liðum, og er í fyrsta lagi bent á að Ástþór hafi verið boðaður til kynningarfundar vegna umfjöllunar um forsetafram- bjóðendur í lok maí, en ekki mætt. Þar hefði gefist kostur á að koma fram með athugasemdir, og/eða mótmæla fyrirkomulagi útsending- arinnar. Honum hafi einnig verið kynnt fyrirkomulag útsendingarinnar áður en útsending hófst, þannig að honum hafi átt að vera ljost hvaða háttur yrði hafður á útsendingunni, sem hann tók þátt í, að því loknu. í niður- stöðum nefndarinnar segir einnig að samkvæmt upplýsingum frá fréttastjóra Stöðvar 2 hafi Ástþóri verið boðið að koma í fréttaviðtal degi eftir að umfjöllunin birtist í opinni dagskrá um hann. Þessu hafi Ástþór hafnað. Fréttastofan hafí síðan unnið frétt upp úr umfjölluninni og viðtalinu við Ástþór sem var í læstri dagskrá og birt hana í opinni dagskrá 14. júní sl. Þar með hafí athugasemdum Ástþórs við umfjöllun þeirri sem birt- ist í opinni dagskrá, verið komið á framfæri í ólæstri dagskrá eins og óskað hafði verið eftir. Ástþór sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki alls kostar sáttur við niðurstöðu nefndarinnar, en hins vegar yrði ekki framhald á af hans hálfu. Hann kveðst aldrei hafa verið boðaður til fyrrnefnds kynningar- fundar í maílok, auk þess sem hann hafi mótmælt því fyrir útsendingu hvernig fyrirkomulagi umfjöllunar- innar yrði háttað. „Mér var sagt frá því að þetta yrði í læstri dagskrá og lýsti ég yfir óánægju minni, en mér var þá tjáð að þetta væri undir ströngum reglum frá útvarpsstjóra Stöðvar 2 og ekki næðist í hann og þessu yrði því ekki breytt. Ég hafði um það að velja að ganga út, en fannst það rangt gagn- vart áhorfendum og sat því þátt- inn," segir Ástþór. Hús Hæstarétt- ar undir áætlun STEFNT er að því að Hæsti- réttur, sem nú er í réttarhléi, flytjist inn í nýtt hús sitt um mánaðamótin ágúst og sept- ember þegar hann tekur til starfa að nýju. Gert er ráð fyrir að verklok standist og fullbúnu húsi verði skilað í lok ágúst. Framkvæmdir við nýtt hús Hæstaréttar hófust um miðj- an júlí 1994 og hefur miðað vel áfram að sögn Ágústs Þórs Gunnarssonar, bygg- ingastjóra hússins, að frátöld- um smávægilegum töfum sem munu ekki koma að sök. Björn H. Skúlason, deildar- stjóri hjá Framkvæmdasýsl- unni, segir að samkvæmt áætlunum muni bygginga- kostnaður á föstu verðlagi nema um 440 milljónum króna, sem er um 20 miltj- ónum króna lægri upphæð en áætlanir stofnunarinnar gerðu ráð fyrir í október 1993. Óvíst um nýtingu eldra húss Dagný Leifsdóttir deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu segir ákvörðun um nýtingu núverandi húss Hæstaréttar ekki liggja fyrir, en búast megi við að það ráðist síðari hluta sumars. Ýmsir kostir séu til athugunar, m.a. þeir að starfsemi nærliggjandi ráðu- neyta teygi sig þangað. „Hús- ið er í frekar slæmu ásigkomu- lagi, þannig að viðgerðar er þörf, en ekki er ljóst hvort og hversu mikið verður lagfært," segir hún. ¦ Flókið í einfaldleika/18 Verð á tóbaki hækkar VERÐ á tóbaki hækkaði frá og með gærdeginum og nemur meðalhækkunin 3,11% miðað við sölu síðustu 12 mánaða. Verðhækkun einstakra teg- unda er mismikil og verð á nokkrum tóbakstegundum stendur í stað, að sögn Bjarna Þorsteinssonar hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þannig hækkar verð á pakka af al- gengum bandarískum vindl- ingum úr 267 kr. í 272 kr., eða um 1,88%. Verð á pakka af svissneskum vindlingum hækkar um 15,53% og verð á dönskum smávindlum hækkar úr 21 kr. í 23 kr. eða um 9,5%. Samkvæmt lögum um tó- baksvarnir, sem gildi tóku í gær, hækka framlög til tó- baksvarna um fjárhæð sem nemur 0,5% af brúttósölu tó- baks og segir Bjarni þetta vera eina skýringuna á verð- breytingunum. Önnur skýring sé sú að tóbaksverð hafí verið óbreytt frá því í maí 1994, en frá þeim tíma hafí gengi er- lends gjaldeyris breyst nokkuð og með mjög mismunandi hætti sé litið til einstakra gjaldmiðla. Áætlað er að skil Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til ríkissjóðs að meðtöldum virðisaukaskatti aukist um 138 milljónir króna vegna hækkunarinnar á næstu 12 mánuðum að óbreyttu gengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.