Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 'ír AKUREYRI Hitaveita Akureyrar og samstarfsaðilar fá styrk frá Evrópusambandinu Tilraun til niðurdælingar vatns á jarðhitasvæði á Laugalandi HITAVEITA Akureyrar, ásamt Orkustofnun, Háskólanum í Upp- sölum, Rarik og danska efnafram- leiðandanum Hoechst Danmark a/s, hefur hlotið 54 milljóna króna styrk úr rannsóknar- og þróunar- sjóði Evrópusambandsins til að hefja í stórum stíl niðurdælingu á vatni í jarðhitakerfið á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Sjóður þessi er hluti af fjórðu rammaáætlun Evr- ópusambandsins á sviði vísinda og tækni, sem ísland er aðili að gegn- um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Franz Árnason veitustjóri á Ak- ureyri og Ólafur Flóvenz deildar- stjóri hjá Orkustofnun kynntu verk- efnið á Laugalandi í gær. Styrkur- inn er með þeim hæstu sem veittir hafa verið til íslenskra rannsóknar- og þróunarverkefna. Kom fram í máli þeirra Franz Heildarkostnaður um 130 milljónir og Ólafs að tilgangurinn væri að sýna fram á að með niðurdælingu mætti auka orkuvinnslu og afl jarð- hitasvæðisins við Laugaland um- talsvert á mjög hagkvæman hátt. Nægur hiti væri í jörðu en vatn skorti í jarðlögum til að ná hitanum upp á yfirborðið. Orkustofnun og Hitaveita Akureyrar stóðu að til- raun til niðurdælingar árið 1991 og rannsóknum á viðbrögðum jarðhita- svæðisins við henni, en þær bentu til þess að niðurdæling gæti orðið hagkvæmur kostur til orkuvinnslu. Viðamikið verkefni Verkefnið sem nú hefur hlotið styrk Evrópubandalagsins felst í því að leggja plaströr í jörðu frá dælustöð hitaveitunnar í Þórunnar- Morgunblaðið/Kristján Laxa besti hundurinn ÍSLENSKI fjárhundurinn Laxa frá Laxamýri í Reykjahverfi var valinn besti hundurinn á árlegri hundasýningu sem haldin var í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Eigandi hans er Jón Helgi Vigfússon sem jafnframt er ræktandi. Annar besti hundur sýningar- innar var af tegundinni shetland sheepdog, Westpark Blue Dre- am, eigandi er Alma Róberts og í þriðja sæti var hundur af boxer kyni, Ambassador Þrastar Ólaf s- sonar. Fjórði besti hundur sýn- ingarinnar var Cullerlie of Fin- grey í eigu Ragnars Sigurjóns- sonar og Sigríðar Oddnýjar Stef- ánsdóttir en hann er af tegund- inni gordon setter. Fimmti besti hundurinn var enskur springer spaniel, Limra, í eigu Guðríðar Valgeirsdóttur. Besti hvolpur sýningarinnar var íslenskur fjárhundur, Hörku- biskup í eigu Hrafnhildar Jóns- dóttur, en besti öldungurinn var golden retriever hundurinn Birta, í eigu Guðrúnar Hafberg. Besti ungi sýnandinn var valin Steinunn Þóra Sigurðardóttir sem sýndi tíbet spaniel hundinn Fjólu. stræti um 12 km leið að Lauga- landi. Eftir því verður dælt um 15C heitu bakrásarvatni frá Akureyri að Laugalandi, þar sem því verður dælt undir háum þrýstingi niður í djúpar holur á Laugalandi sem fram til þessa hafa ekki verið not- aðar vegna þess hve lítið vatn þær gefa. Vatnið sem dælt verður nið- ur, dreifist um 90-100C heitt berg- ið á 500 til 2000 m dýpi, hitnar þar og síðan dælt upp á ný 90-95C heitu um vinnsluholur veitunnar til viðbótar því vatni sem þegar er dælt upp. Heildarkostnaður við þetta verk- efni er áætlaður um 130 milljónir króna. Hitaveita Akureyrar sér um framkvæmdir vegna tilraunarinn- ar, Orkustofnun annast yfirumsjón Essó-mót KA og Pollamót Þórs Reiknað með 2-3.000 manns HIÐ árlega Essó-mót KA í knattspyrnu 5. flokks drengja fer fram á félagssvæði KA dag- ana 3.-6. júlí nk. Mótið sem fram fer í tíunda sinn er lang stærstamót í 5. flokki á landinu og munu um 800 drengir mæta til leiks. Alls munu 80 lið frá 26 félögum víðs vegar um land- ið mæta til leiks en keppt er í a-b-c og d-liðum. Með foreldr- um og liðsstjórum má reikna með vel á annað þúsund manns á svæðið. Mótið verður sett með skrúð- göngu, hornablæstri og öðru tilheyrandi annað kvöld kl. 20.30. Leikið verður frá kl. 9-19.30 á fimmtudag og föstu- dag og frá kl. 9-18.30 á laugar- dag. Urslitaleikirnir hefjast kl. 17 á laugardag. Á fimmtudags- kvöld verður keppt í þrautum Frissa fríska kl. 20. Þar verða allir þátttakendur saman komn- ir á litlu svæði og reyna með sér í ýmsum þrautum. Á föstu- dagskvöld verður haldið skák- mót í KA-húsinu, með þátttöku eins skákmanns úr hverju liði. Pollamót Þórs og Bautabúrs- ins fer fram á félagssvæði Þórs við Hamar föstudag og laugar- dag og mæta um 60 lið til leiks. Pollamótið er fyrir knattspyrnu- menn 30 ára og eldri og keppt í tveimur flokkum, 30-40 ára og 40 ára eldri. Um 600 knatt- spyrnumenn munu etja kappi á Pollamótinu en með mökum, bðrnum og öðrum áhangendum má búast við um og yfir 1.000 manns á svæðinu. rannsókna, miklar rannsóknir og mælingar verða gerðar til að fylgj- ast með viðbrögðum jarðhitasvæð- isins við niðurdælingunni, Háskól- inn í Uppsölum sér um jarðskjálfta- mælingar, Rarik mun leggja raf- orku til dælingar og sjá um teng- ingar vegna hennar og Hoechst Danmark leggur til efni í bakrásar- lagnir. Tilraunin stendur í tvö ár Gert er ráð fyrir að undirbún- ingsvinna hefjist síðla árs, bak- rásarlögnin verður væntanlega lögð fyrir næsta sumar og þá hefst niðurdælingartilraunin, en hún stendur í tvö ár. í lok árs 1999 er búist við endanlegum niðurstöðum, en gert er ráð fyrir að orkuvinnsla á Laugalandi geti aukist um allt að 25 gígavattstundir á ári við nið- urdælinguna. Matthías varð- stjóri kvaddur MATTHÍAS Einarsson, lög- regluvarðstjóri á Akureyri, lét af störfum sl. föstudag eftir 41 árs starfsferil. Af því tilefni efndu vinnufélagar hans á stöð- inni og sýslumannsembættið til kaffisamsætis Matthíasi til heið- urs. Matthías, sem varð sjötugur þann 10. júní sl., var ráðinn til embættisins sem afleysingamað- ur 1. júní 1955. Hann var ráðinn aðstoðarvarðstjóri árið 1971 og varðstjóri árið 1977. Hann tók daginn snemma á föstudag, skellti sér í veiði í Fnjóská og kom heim í kaffisamsætið um miðjan daginn með nýgenginn 13 punda lax. Matthías hefur einnig starfað fyrir Rauða kross- inn, séð um viðgerðir og tæm- ingu á spilakössum félagsins á Akureyri og hann hyggst halda því starfi áfram um sinn. Á myndinni er Matthías að fá sér sneið af hátíðartertunni. Með honum á myndinni eru Elías I. Elíassop, fráfarandi sýslumað- ur, Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, og Erlingur Pálmason, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn. Morgunblaðið/Kristján Gunnar sýnir í Víðilundi GUNNAR S. Sigurjónsson frí- stundamálari opnar málverkasýn- ingu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 24 á Akureyri kl. 13 á fimmtudag, 4. júlí. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 að morgni til 21 að kvöldi, til mánudagsins 8. júlí næstkomandi. Allir eru velkomnir á sýninguna, en þar er að finna sterkar landslags- myndir sem allar eru til sölu. Hnuplað úr bílum NOKKUÐ bar á hnupli úr bíl- um og af bílum um helgina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meðal þess sem bíleigendur söknuðu voru farsími, radar- vari, hljómflutningstæki og ljóskastarar. í þeim tilfellum sem farið var inn í bílanna voru þeir skildir eftir ólæstir. Málið er óupplýst og er í rann- sókn t : AKTU JÚNÍBÆKURNAR MEt) í FRÍIÐ .v-íg^^ 1M0 SS PuHWi Iwl C Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.