Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hitaveita Akureyrar og samstarfsaðilar fá styrk frá Evrópusambandinu Matthías varð- Tilraun til niðurdælingar vatns á jarðhitasvæði á Laugalandi HITAVEITA Akureyrar, ásamt Orkustofnun, Háskólanum í Upp- sölum, Rarik og danska efnafram- leiðandanum Hoechst Danmark a/s, hefur hlotið 54 milljóna króna styrk úr rannsóknar- og þróunar- sjóði Evrópusambandsins til að hefja í stórum stíl niðurdælingu á vatni í jarðhitakerfið á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Sjóður þessi er hluti af fjórðu rammaáætlun Evr- ópusambandsins á sviði vísinda og tækni, sem ísland er aðili að gegn- um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Franz Arnason veitustjóri á Ak- ureyri og Ólafur Flóvenz deildar- stjóri hjá Orkustofnun kynntu verk- efnið á Laugalandi í gær. Styrkur- inn er með þeim hæstu sem veittir hafa verið til íslenskra rannsóknar- og þróunarverkefna. Kom fram í máli þeirra Franz Heildarkostnaður um 130 milljónir og Ólafs að tilgangurinn væri að sýna fram á að með niðurdælingu mætti auka orkuvinnslu og afl jarð- hitasvæðisins við Laugaland um- talsvert á mjög hagkvæman hátt. Nægur hiti væri í jörðu en vatn skorti í jarðlögum til að ná hitanum upp á yfirborðið. Orkustofnun og Hitaveita Akureyrar stóðu að til- raun til niðurdælingar árið 1991 og rannsóknum á viðbrögðum jarðhita- svæðisins við henni, en þær bentu til þess að niðurdæling gæti orðið hagkvæmur kostur til orkuvinnslu. Viðamikið verkefni Verkefnið sem nú hefur hlotið styrk Evrópubandalagsins felst í því að leggja plaströr í jörðu frá dælustöð hitaveitunnar í Þórunnar- Morgunblaðið/Kristján Laxa besti hundurinn ÍSLENSKI fjárhundurinn Laxa frá Laxamýri í Reykjahverfi var valinn besti hundurinn á árlegri hundasýningu sem haldin var í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Eigandi hans er Jón Helgi Vigfússon sem jafnframt er ræktandi. Annar besti hundur sýningar- innar var af tegundinni shetland sheepdog, Westpark Blue Dre- am, eigandi er Alma Róberts og í þriðja sæti var hundur af boxer kyni, Ambassador Þrastar Ólafs- sonar. Fjórði besti hundur sýn- ingarinnar var Cullerlie of Fin- grey í eigu Ragnars Sigurjóns- sonar og Sigríðar Oddnýjar Stef- ánsdóttir en hann er af tegund- inni gordon setter. Fimmti besti hundurinn var enskur springer spaniel, Limra, í eigu Guðríðar Valgeirsdóttur. Besti hvolpur sýningarinnar var íslenskur fjárhundur, Hörku- biskup í eigu Hrafnhildar Jóns- dóttur, en besti öldungurinn var golden retriever hundurinn Birta, í eigu Guðrúnar Hafberg. Besti ungi sýnandinn var valin Steinunn Þóra Sigurðardóttir sem sýndi tíbet spaniel hundinn Fjólu. stræti um 12 km leið að Lauga- landi. Eftir því verður dælt um 15C heitu bakrásarvatni frá Akureyri að Laugalandi, þar sem því verður dælt undir háum þrýstingi niður í djúpar holur á Laugalandi sem fram til þessa hafa ekki verið not- aðar vegna þess hve litið vatn þær gefa. Vatnið sem dælt verður nið- ur, dreifist um 90-100C heitt berg- ið á 500 til 2000 m dýpi, hitnar þar og síðan dælt upp á ný 90-95C heitu um vinnsluholur veitunnar til viðbótar því vatni sem þegar er dælt upp. Heildarkostnaður við þetta verk- efni er áætlaður um 130 milljónir króna. Hitaveita Akureyrar sér um framkvæmdir vegna tilraunarinn- ar, Orkustofnun annast yfirumsjón Essó-mót KA og Pollamót Þórs Reiknað með 2-3.000 manns HIÐ árlega Essó-mót KA í knattspymu 5. flokks drengja fer fram á félagssvæði KA dag- ana 3.-6. júlí nk. Mótið sem fram fer í tíunda sinn er lang stærstamót í 5. flokki á landinu og munu um 800 drengir mæta til leiks. Alls munu 80 lið frá 26 félögum víðs vegar um land- ið mæta til leiks en keppt er í a-b-c og d-liðum. Með foreldr- um og liðsstjórum má reikna með vel á annað þúsund manns á svæðið. Mótið verður sett með skrúð- göngu, hornablæstri og öðru tilheyrandi annað kvöld kl. 20.30. Leikið verður frá kl. 9-19.30 á fimmtudag og föstu- dag og frá kl. 9-18.30 á laugar- dag. Urslitaleikirnir hefjast kl. 17 á laugardag. Á fimmtudags- kvöld verður keppt í þrautum Frissa fríska kl. 20. Þar verða allir þátttakendur saman komn- ir á litlu svæði og reyna með sér í ýmsum þrautum. Á föstu- dagskvöld verður haldið skák- mót í KA-húsinu, með þátttöku eins skákmanns úr hveiju liði. Pollamót Þórs og Bautabúrs- ins fer fram á félagssvæði Þórs við Hamar föstudag og laugar- dag og mæta um 60 lið til leiks. Pollamótið er fyrir knattspyrnu- menn 30 ára og eldri og keppt í tveimur flokkum, 30-40 ára og 40 ára eldri. Um 600 knatt- spyrnumenn munu etja kappi á Pollamótinu en með mökum, börnum og öðrum áhangendum má búast við um og yfir 1.000 manns á svæðinu. rannsókna, miklar rannsóknir og mælingar verða gerðar til að fylgj- ast með viðbrögðum jarðhitasvæð- isins við niðurdælingunni, Háskól- inn í Uppsölum sér um jarðskjálfta- mælingar, Rarik mun leggja raf- orku til dælingar og sjá um teng- ingar vegna hennar og Hoechst Danmark leggur til efni í bakrásar- lagnir. Tilraunin stendur í tvö ár Gert er ráð fyrir að undirbún- ingsvinna hefjist síðla árs, bak- rásarlögnin verður væntanlega lögð fyrir næsta sumar og þá hefst niðurdælingartilraunin, en hún stendur í tvö ár. í lok árs 1999 er búist við endanlegum niðurstöðum, en gert er ráð fyrir að orkuvinnsla á Laugalandi geti aukist um allt að 25 gígavattstundir á ári við nið- urdælinguna. stjóri kvaddur MATTHÍAS Einarsson, lög- regluvarðstjóri á Akureyri, lét af störfum sl. föstudag eftir 41 árs starfsferil. Af því tilefni efndu vinnufélagar hans á stöð- inni og sýslumannsembættið til kaffisamsætis Matthíasi til heið- urs. Matthías, sem varð sjötugur þann 10. júní sl., var ráðinn til embættisins sem afleysingamað- ur 1. júní 1955. Hann var ráðinn aðstoðarvarðstjóri árið 1971 og varðstjóri árið 1977. Hann tók daginn snemma á föstudag, skellti sér í veiði í Fnjóská og kom heim í kaffisamsætið um miðjan daginn með nýgenginn 13 punda lax. Matthías hefur einnig starfað fyrir Rauða kross- inn, séð um viðgerðir og tæm- ingu á spilakössum félagsins á Akureyri og hann hyggst halda því starfi áfram um sinn. Á myndinni er Matthías að fá sér sneið af hátíðartertunni. Með honum á myndinni eru Elías I. Elíasson, fráfarandi sýslumað- ur, Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, og Erlingur Pálmason, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn. Morgunblaðið/Kristján Gunnar sýnir í Víðilundi GUNNAR S. Sigurjónsson frí- stundamálari opnar málverkasýn- ingu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 24 á Akureyri kl. 13 á fimmtudag, 4. júlí. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 að morgni til 21 að kvöldi, til mánudagsins 8. júlí næstkomandi. Allir eru velkomnir á sýninguna, en þar er að finna sterkar iandslags- myndir sem allar eru til sölu. Hnuplað úr bílum NOKKUÐ bar á hnupli úr bíl- um og af bílum um helgina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ákureyri. Meðal þess sem bíleigendur söknuðu voru farsími, radar- vari, hljómflutningstæki og ljóskastarar. í þeim tilfellum sem farið var inn í bílanna voru þeir skildir eftir ólæstir. Málið er óupplýst og er í rann- sókn Taktu júníbækurnar með í fríicT lAíMjgáfin Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 BatVuí ; MkVa i Vt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.