Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju? SKOÐANAKANN- ANIR hafa sýnt að mikill meirihluti þjóð- arinnar er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Og sá meirihluti fer stækkandi frekar en hitt. Síðastliðinn vetur sýndi könnun að um 67 prósent lands- mánna eru fylgjandi aðskilnaði. Þessar töl- ur sýna að aðskilnað- urinn hefur að öllum líkindum meirihluta- fylgi innan þjóðkirkj- unnar sjálfrar. Að rúmlega 60 prósent þeirra sem innan kirkj- unnar eru styðji aðskilnað! Umreikningur af þessu tagi er alltaf varhugaverður en þó eru yfir- gnæfandi líkur á að mikill meiri- hluti þeirra sem skráðir eru í þjóð- kirkjuna séu fylgjandi því að skilið sé á milli ríkisins og kirkjunnar. Hvað breytist? I grundvallaratriðum snýst að- skilnaður kirkju og ríkis um brott- fellingu 62. greinar stjórnarskrár- innar, en hún er á þessa leið: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda." Ef þessi grein yrði felld niður hefði það sjálfkrafa í för með sér nokkrar breytingar á grundvallar- skipulagi kirkjunnar. Guðmundur Kr. Oddsson - Sérstökum fjár- stuðningi við þjóðkirkj- una umfram aðra trúf- lokka yrði hætt. Árlega eru um 500 milljónum króna veitt til kirkj- unnar í formi launa auk annars og því er um talsverðar upphæð- ir að ræða. - Kirkjumálaráðu- neytið sem slíkt væri lagt niður og völd þess færð algerlega til bisk- upsembættisins. - Kirkjan setti sjálf sín eigin lög og starfs- reglur sem ekki þyrfti að bera undir Alþingi. - Prestar yrðu ekki lengur emb- ættismenn ríkisins heldur þjónar kirkjunnar eingöngu. - Auk þessa yrðu sérréttindi kirkjunnar á öðrum sviðum afnum- in, trúarleg innræting færi ekki fram í skólum landsins, setning Alþingis færi ekki fram að undan- genginni messu í Dómkirkjunni og ýmislegt annað smálegt tæki breyt- ingum. Fjárhagur kirkjunnar Þeim sem eru á móti aðskilnaði hrýs hugur við þessum breytingum og telja margir hverjir að kirkjan gæti vart lifað af slíkar „hamfarir". Sérstaklega hafa menn áhyggjur af fjárhagslegum stoðum kirkjunn- ar og að þeim yrði kippt undan henni. Þetta kom fram í máli Bald- urs Kristjánssonar biskupsritara á fundi Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju um þessi mál sem haldinn var í Ráðhúsinu fyrir nokkru. En þetta þarf ekki að fæla fólk frá aðskilnaði. Tilhögun hans gæti orðið á þann hátt að kirkjan biði lítinn fjárhagslegan skaða af. Ef sóknargjöld yrðu áfram inn- heimt á sama hátt og áður eru kirkj- unni tryggð áframhaldandi fjár- framlög. Einnig er hugsanlegt að kirkjunni verði greitt fyrir þær jarð- ir sem afhentar voru ríkinu á sínum tíma. Þá stæði kirkjan styrkum fót- um. Þetta þarf því ekki að standa í vegi fyrir aðskilnaði. Stórgölluð stjórnskipan í ljósi undangenginna atburða hafa komið í ljós stórir gallar á stjórnskipun kirkjunnar. Þrátt fyrir það að kirkjumálaráðherra sé í orði kveðnu æðsti yfirmaður kirkjunnar hefur það embætti haft lítil afskipti af málum hennar og ekki tekið af- stöðu til þeirra mála sem hátt hafa farið á þeim vettvangi að undan- förnu. Hver hefur vísað á annan og mál hafa flækst á milli löngum og tíðum án þess að á þeim sé tekið. Ágreiningur er um hlutverk sóknarnefnda og presta svo ekki sé minnst á hvert form messunnar eigi að vera. Manni virðist sem svo að kirkju- málaráðuneytið taki ekki afstöðu til þessara mála. Það hefur komið fram í máli Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra að þetta séu innri málefni kirkjunnar sem henni beri sjálfri að leysa. Því eru af- skipti ríkisins af kirkjunni í lág- marki nú þegar að undanskildu fjár- framlaginu. En þessi mál hafa leitt vandann í ljós og gert það að verkum að á þessu er hægt að taka. Yfir biskups- embættinu þarf að vera stjórnvald sem getur tekið í taumana ef á þarf að halda. Skýrari reglur þurfa að gilda um starf sóknarnefnda og skilgreina þarf hlutverk prestsins á óyggjandi hátt. Einnig þarf að taka Rúmlega 60 prósent þeirra sem innan kirkjunnar eru, segir Guðmundur Kr. Odds- son, styðja aðskilnað hennar og ríkisins. á skipunum presta og prestkosning- um. Á þessum vanda þarf að taka hvort sem af aðskilnaði verður eður ei. Ríkiskirkja - þjóðkirkja Það að prestar yrðu ekki lengur embættismenn á vegum ríkisins breytir ásýnd þeirra embætta til muna. I stað þess að vera ríkis- starfsmenn yrðu prestar þjónar kirkjunnar sjálfrar. Of mikið hefur borið á stofnana- ásýnd kirkjunnar. Kirkjan má aldrei vera stofnun, hún á að vera lifandi afl. Um þetta geta flestir verið sam- mála. Hugmyndir séra Jakobs Hjálm- arssonar dómkirkjuprests eru at- hyglisverðar varðandi framtíðar- skipun kirkjumála, en hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að aðskiln- aður gerði kirkjunni gott. Starfið yrði meira lifandi, það snerist um boðskapinn og safnaðarstarfið í stað ytri umgjarðar. í þessu sambandi má benda á muninn á ríkiskirkju og þjóðkirkju. Ríkiskirkja er bákn, stofnun sem er hægfara og silaleg. Þjóðkirkja er lifandi afl, kirkja þjóðarinnar. Þetta liggur í orðanna hljóðan. Kirkjan verður áfram þjóðkirkja þrátt fyrir að ríkisafskiptum sé hætt enda eru um 90 prósent þjóð- arinnar í kirkjunni. VIlji þjóðarinnar 62. grein stjórnarskrárinnar má breyta með lögum. Því þarf aðeins meirihluta atkvæða á Alþingi til þess að breyta þessu fyrirkomu- lagi. Hins vegar þarf tillagan að fara fyrir þjóðaratkvæði og því er það þjóðin sem hefur síðasta orðið. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju skoruðu á alþingismenn að taka málið upp á þingi og skipuðu nefnd til þess að fjalla um málið og gera tillögur þar um. Við því urðu þingmenn Þjóðvaka en málið dagaði uppi á vorþinginu. Það er vonandi að þingmenn allra flokka taki málið upp og flytji sam- eiginlega tillögu um skipun nefndar sem fjalli um samband ríkis og kirkju. Ég hvet þingmenn og þjóðina alla til að íhuga þessi mál af fullri alvöru. Ég hef þá trú að af aðskiln- aði geti orðið með fullri sátt kirkj- unnar og þjóðarinnar allrar. Það er kominn tími til þess að vilji meirihluta þjóðarinnar í þessum efnum nái fram að ganga. Höfundur er ritari SARK, Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, ogmeðlimurí þjóðkirkjunni. Hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélagi lýðræðis og mannréttinda DAGANA 13. til 15. júní sl. stóð Mannrétt- indaskrifstofa íslands ásamt aðildarfélögum fyrir ráðstefnu um hlut- verk frjálsra félaga- samtaka í samfélaginu. Birgit Lindsnæs, að- svoðarframkvæmda- stióri dönsku Mannrétt- indaskrifstofunnar flutti þar erindi þar sem hún fjallað um hugtakið frjáls félagasamtök, eða NGOá í borgara- legu samfélagi, þróun þeirra í velferðarsamfé- lagi Norðurlanda, hlut- verk frjálsra félaga- samtaka m.t.t. þróunar lýðræðis og mannréttinda, hlutverk og sam- skipti ríkis og frjálsra félagasam- taka og að lokum fór hún nokkrum orðum um uppbyggingu frjálsra félagasamtaka í Mið- og Austur- Evrópu. Birgit Lindsnæs er mennt- aður þjóð- og mannfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur um áratugaskeið starfað að mann- Elsa S. Þorkelsdóttir réttindamálum, eink- um málefnum flótta- manna í Austuriöndum nær og Afríku og við uppbyggingu frjálsra félagasamtaka í Aust- ur-Evrópu. Erindi hennar var mjög áhugavert. Mig langar því að gera stutta grein fyrir því helsta sem kom fram hjá henni á ráðstefnunni. Mun ég einskorða mig við þrjá þætti erindis hennar, þ.e. skilgreiningu á frjálsum félagasam- tökum í borgaralegu samfélagi, hlutverki frjálsra félagasamtaka m.t.t. þró- unar lýðræðis og mannréttinda og samskipti ríkis og frjálsra félaga- samtaka. Borgaralegt samfélag (Civil soci- ety) byggir á því að einstaklingur- inn einn og sér eða í félagi með öðrum vinni að framgangi hugðar- efna sinna utan verksviðs ríkis- valdsins. Borgaralegt samfélag er DAEWOO LYFTARAR VERKVER Smiöjuvegi 4b • 200 Kópavogur • 7T 56/ 6620 Míkíá úrvfll tf fbllegum rúmfötnciái riði* SkóUvörfiusHg M Slmi 5514050 ReyMavlk. Tryggja ber sjálfstæði frjálsra félagasamtaka, segir Elsa B. Þorkels- dóttir, og ríkisvaldið þarf að styðja við _____starf þeirra._____ oft nefnt þriðja vídd þjóðfélagsins; sú fyrsta er þá ríkisvaldið en svið framleiðslu og verslunar önnur víddin. Undir þriðju víddina fellur margs konar starfsemi einstaklinga og hópa, s.s. grasrótarhópar, fag- hópar, verkalýðshreyfing, svæðis- bundin félagasamtök og einkarekin félög eins og Amnesty International og Rauði krossinn. Þessi þriðja vídd nefnist einu nafni frjáls félagasam- tök (FF) eða Non Governmental Organisations (NGOá). Að mati Birgit falla stjórnmálaflokkar ekki undir þessa þriðju vídd þar sem þeirra markmið er að ná völdum og sameinast ríkisvaldinu. Stjórn- málaflokka skilgreinir hún á gráu svæði milli fyrstu og þriðju víddar. Birgit Lindsnæs spurði hvert væri hlutverk FF með tilliti til þró- unar samfélags lýðræðis og mann- azuvi DíSEROBMŒRAMICA J j '.A\t » S lillli bcöí % Stí.rhofrtii 17 vlð C iillliibní, sími 567 4844 réttinda. Hún lagði áherslu á að lýðræði og mannréttindi færu ekki alltaf saman. Þess væru dæmi að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn virti öll grundvallarréttindi manna að vettugi og væri skemmst að minn- ast stjórnartíðar Hitlers og Nazis- mans í Þýskalandi. Mannréttindi sagði hún, grundvallast á margs konar alþjóðlegum samningum sem, hafi ríki á annað borð gerst aðili að þeim, eru bindandi fyrir ríkið að lögum og hægt láta reyna á fyrir dómstólum. Þessu væri hins vegar ekki til að dreifa varðandi lýðræðið. Það væri fullveldisréttur sérhvers ríkis að ákveða stjórnunar- form sitt. Enda þótt til væru margar og margs konar reglur um kosningar, væri fáum reglum til að dreifa um hvernig komið væri á fót lýðræðis- samfélagi, því viðhaldið og það þró- að. Sex atriði væru oft lögð til grundvallar mati á því hvort um raunverulegt lýðræðissamfélag væri að ræða, þ.e. hvort samfélagið tryggði sérhverjum einstaklingi réttarvernd; hvort tryggður væri réttur til stofnunar og þátttöku í félagasamtökum, fundafrelsi; tján- ingarfrelsi, ferðafrelsi og hvort frelsi fjölmiðla væri tryggt. 011 þessi atriði væru einnig mannréttindi. Því væri mikilvægt að gera sér grein fyrir því að forsenda þróunar lýð- ræðissamfélags væri að tryggja mannréttindi. En hvert er þá hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélagi lýðræðis og mannréttinda? Því svarar Birgit Lindsnæs í stuttu máli svo, að þau séu mikilvæg fjölræðissamfélagi (plural society) þar sem þau séu oft frumkvöðlar nýrra verkefna og veiti ríki og stjórnmálamönnum faglegt aðhald í umræðunni um forgangs- röðun verkefna samfélagsins. Á sama tíma væri nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að FF mættu aldrei taka yfir verkefni sem ríkinu væri ótvírætt ætlað að fram- kvæma. Þau gætu hvorki tekið yfir félagslega þjónustu né tryggt verndun mannréttinda. En þau gætu, og það væri þeirra hlutverk, tryggt að ríkið sinni þeirri þjónustu við borgarana sem því bæri og að ríkið virti og tryggði mannréttindi þegna sinni. Birgit Lindsnæs leggur áherslu á hagsmuni ríkisvaldsins af samvinnu við frjáls félagasamtök og þar með það hlutverk ríkisins að auðvelda starfsemi þeirra. Frjálsum félagasamtökum sé því að vissan hátt a.m.k. á Norðurlönd- um gert hærra undir höfði en at- vinnulífinu. Frjáls félagasamtök eru þar t.d. ekki skráningarskyld, þau sem flokkast undir góðgerðarstarf- semi eða sinna samfélagsþjónustu á einn eða annan hátt greiða ekki skatta til hins opinbera, og mörg félagasamtök njóta fjárstuðnings frá hinu opinbera. Að lokum er rétt að nefna í örfá- um orðum þá ályktun sem sam- þykkt var í lok ráðstefnu Mannrétt- indaskrifstofunnar. Þar segir m.a.: „Ýmislegt bendir til þess að skiln- ingur íslenskra stjórnvalda á eðli og mikilvægi frjálsra félagasam- taka sé ekki jafn mikill og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Fulltrúar á ráðstefnunni voru sammála um að brýnt væri að auka fræðslu um hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélag- inu og ræða frekar um samskipti þeirra og ríkisvaldsins. Markmið slíkrar umræðu væri að tryggja sjálfstæði frjálsra félagasamtaka jafnframt því sem viðurkennd væri nauðsyn þess að ríkisvaldið styðji við starf þeirra. Ennfremur væri nauðsynlegt að huga að því hlut- verki frjálsra félagasamtaka að þjálfa fólk í lýðræðislegum vinnu- brögðum. " Höfundur er fulltrúi Jafnréttisréðs ístjórn Mannréttindaskrifstofu íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.