Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HERDIS KRISTIN FINNBOGADÓTTIR + Herdís Kristín Finnbogadóttir fæddist á Svínhóli í Miðdölum í Dala- sýslu 19. febrúar 1897. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Finnsson frá Háafelli í Miðdöl- um og kona hans Margrét Pálma- dóttir frá Sval- barða í sömu sveit. Æskuheimili Her- dísar var á Svínhóli, en áður bjuggu foreldrar hennar á Háafelli og síðar á Sauðafelli frá 1918. Herdís var fimmta af tólf börnum þeirra hjóna, en systkini Herdísar voru: Pálmi, f. 25.5. 1892, d. 17.7. 1970, Finnur f. 19.6. 1893, d. 9.12. 1897, Þórdís, f. 6.9. 1894, d. 8.1. 1898, Anna Oktavía, f. 1.10. 1895, d. 9.5. 1919, Bene- dikt, f. 11.11. 1898, d. 25.11. 1898, Albert, f. 28.8. 1900, bú- settur í Reykjavík, Unnur f. 8.12. 1901, d. 5.2. 1992, Yngvi f. 5.1. 1904, d. 8.6. 1989, Ólafur, f. 15.3. 1906, d. 7.2. 1991, Finndís, f. 23.9. 1909, d. 28.5. 1994, og Ellert, f. 31.12. 1911, d. 20.4. 1994. Albert er nú sá eini sem Iifir af Sauðafellssystkin- uiiuin, en þau hafa einatt verið kennd við þann bæ. Herdís fór ung að heiman til náms í Yfirsetu- kvennaskólanum í Reykjavík og út- þaðan í maí 1923. sett til ljósmóður- starfa í Álftaneshreppi á Mýr- um þá um sumarið og starfaði sem ljósmóir í nokkur ár. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og starfaði þar við saumaskap og fleiri störf meðan starfsaldur leyfði. Herdís var ógift og barnlaus, en bjó seinni árin með systur sinni Unni á Grett- isgötu 76 í Reykjavík. Útför Herdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. skrifaðist Hún var Hve sælt er að sofna að kveldi og sólfagran kveðja dag. Við bjarma af árdagsins eldi og yndislegt sólarlag. (SteingrímurArason) í dag kveðjum við Herdísi föður- systur mína. Það má segja að hún hafi svo sannarlega verið búin að skila vel sínu ævihlutverki, búin að lifa í nær heila öld. Samt sem áður er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur á meðal okkar, svo stóran sess skipaði hún hjá okkur ættingjum sínum. Herdís var lengi vel ern. Þó svo að hún hafí undir það síðasta verið orðin gleymin á atburði líðandi stundar, var hún mjög minnug á gamla tíð og kunni ógrynnin öll af vísum og fór með þær fram undir hið síðasta. Herdís Kristín var dóttir Mar- grétar Pálmadóttur frá Svalbarða í Miðdölum og Finnboga Finnsson- ar frá Háafelli í sömu sveit. Á Háafelli byrjuðu foreldrar hennar búskap og bjuggu þar í nokkur ár. Fluttust þaðan að Svínhóli. Árið 1918 keyptu þau Sauðafell í Miðdölum og bjuggu þar síðan. Alls eignuðust þau 12 börn og var Herdís fimmta í röðinni. Þrjú börn létust í frumbernsku. 011 hin kom- ust upp og náðu flest háum aldri nema Anna Oktavía sem lést í blóma lífsins aðeins 23 ára. Það var mikill harmur í fjölskyldunni og ekki síst hjá Herdísi sem var rúmu ári yngri en Anna. Hún sakn- aði systur sinnar sárt, þær voru mjög samrýmdar og áttu vel skap saman. Herdís minntist hennar oft, sérstaklega nú í seinni tíð. Herdís vildi snemma víkka sinn sjóndeildarhring, verða sjálfstæð. Hún fór ung að heiman, fór í Yfir- setukvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1923. Þá fór hún til starfa í Álftaneshreppi og gerðist þar ljósmóðir, vegnaði þar vel og var lánsöm í starfi. Hún dvaldi m.a. á Urriðaá og Leirulæk LEGSTEINAR A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðsluafsláttur. Stuttur afgreiðslufrestur og frágangur á legsteinum í kirkjugarð á vægu verði. Grcifiíl Helluhraun 14 Hafnarfj'örður Sími: 565 2707 Qpið mán-fimmtud. frá kl. 9-12 og 13-18 og föstud. frá kl. 9-12 og 13-16 um árabil. Á þeim tíma voru tak- mörkuð þægindi, húsakostur oft lélegur og sjálfsagt víða erfitt um vik. Stundum kom fyrir að hún þurfti að láta litlu börnin sofa hjá sér á nóttunni til að halda á þeim hita. Öllu þessu fólki á Mýrunum bar hún alltaf vel söguna. Herdís var nærgætin í öllum sín- um störfum og vildi öllum hjálpa. Það á vel við að víkja að vísu eftir móður hennar sem var vel hag- mælt og Herdís vitnaði oft í skáld- skap hennar. Hyggðu að því helga og háa það hjartanu veitir þér frið. En líttu á það lága og smáa og láttu það koma þér við. (M.P.) Eftir nokkur ár í Álftaneshreppi flutti Herdís til Reykjavíkur. Hún stundaði þar aðallega vinnu við sauma enda var hún mjög dugleg til allra verka. Þá voru kreppu- tímar og þurfti að halda vel á til að bjarga sér. Unnur systir hennar var þá komin til Reykjavíkur og nokkrir bræður þeirra. Varð sam- vinna þeirra systra samofin úr því. Þær gátu með mikilli elju og dugnaði keypt sér góða íbúð á Grettisgötu 76. Þar bjuggu þær upp frá þyí þar til Unnur lést árið 1992 þá orðin 90 ára og Herdís 95 ára svo það má segja að þar hafi verið staðið meðan stætt var. Á Grettisgötunni var miðstöð fyrir allan frændgarðinn. Ef einhver þurfti á hjálp að halda voru þær systur boðnar og búnar og tóku öllum vel sem til þeirra leituðu. Þær fylgdust vel með sínu fólki. Þær áttu hvorugar börn og systk- inabörnin og afkomendur þeirra voru eins og þeirra börn. Þær voru vel heima í ættfræði og sögðu okkur frá ættingjum okkar. Nú er skarð fyrir skyldi að geta ekki lengur spurt um liðna tíð því óðum hverfur aldamótakynslóðin. Albert faðir minn er nú orðinn einn eftir af þessum stóra systkinahópi og saknar nú systur sinnar. Milli þeirra var alltaf gott samband. Okkur var það öllum mikil ánægja að Herdís gat heimsótt bróður sinn á 95 ára afmæli hans í fyrrasum- ar. Þau höfðu bæði gleði af því þó trúlega hafi þau vitað að þetta væri þeirra síðasta samverustund. Síðustu árin bjó Herdís á Drop- laugarstöðum. Hún naut þar góðr- ar aðhlynningar og færum við frændfólk Herdísar starfsfólkinu bestu þakkir fyrir. Ég og fjölskylda mín þökkum Herdísi fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum með henni. Við þökkum alla þá umhyggju og þann mikla kærleika sem hún sýndi okk- ur alla tíð. Við munum alltaf minn- ast hennar með hlýhug, þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning Herdísar. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, yið herrans brjóst er hvildin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Anna Margrét. BJORN GUÐMUNDSSON Erfidrykkjur Glæsilegkaffi-hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEtÐIR HéTEL LOFTLEIBIR -I- Björn Guðmundsson fædd- I ist í Reykjavík 24. septem- ber 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. júní. Okkur setti hljóð, þegar við fréttum, að Bjössi lægi þungt hald- inn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem síðan leiddi til andláts hans. Þessi fastheldni, hugulsami maður, hrif- inn burt á besta aldri frá ástkærri eiginkonu, yndislegum börnum og barnabörnum. Með þessum fátæklegu orðum og þakklæti fyrir að fá að kynnast Bjössa viljum við biðja góðan Guð að styrkja Lollý, Ása, Ástu, Gumma, Gulla, Óla, barnabörn og aðra aðstandendur í þeirri miklu sorg, sem nú steðjar að þeim. Hvíl þú í friði, kæri vinur og félagi. Þín verður sárt saknað. Ásgeir og Linda. Einn af yelgjörðarmönnum sjúkra barna á íslandi hefur verið kallaður til starfa í öðrum heimi. Stórt skarð er höggvið í þann trausta hóp innan Lionsklúbbsins Þórs sem hefur um langt árabil komið færandi hendi á Barnaspít- ala Hringsins. Björn Guðmundsson forstjóri var óþreytandi í þeirri hugsjón sinni að styðja við alla þá starfsemi sem snýr að sjúkum börnum. Mörg undanfarin ár var hann formaður líknarsjóðs Lionsklúbbs- ins Þórs. Um langt árabil sendi klúbburinn börnunum jólagjafir og birtist Björn þá oftast á Þorláks- messu hlaðinn bögglum eins og sannur jólasveinn. Síðan breyttu þeir félagar tíma- setningunni, vildu halda íslenskri hefð og gefa sumargjafir og því gerðu þeir sumarkomuna að sínum tíma með veglegum leikfangagjöf- um. Þegar líða fór á vetur hringdi Björn og tilkynnti af sinni alþekktu hæversku og kurteisi að nú væri von á pöntunarlistanum sem starfsfólk Ieikmeðferðardeildar væri beðið að skoða og velja úr það sem mest vanhagaði um fyrir yngstu sjúklingana. „Veljið það sem þið teljið að þurfi og við skoð- um svo hvað við getum." Og alltaf voru allar óskir uppfylltar. Ekkert var of mikið fyrir börnin þannig að nú eru leikstofur barnadeilda vel búnar leikföngum. Síðan kom annað símtal rétt fyrir sumarmál og tilkynnt að nú væri sumargjöfin tilbúin. Mér var mjög vel kunnugt um, að þessi tímasetning var Birni mjög mikilvæg og allt kapp lagt á það að börnin fengju sumargjöfina á réttum tíma fyrir sumardaginn fyrsta. Vehjulega voru þeir félag- arnir á hraðferð því fleiri nutu góðs af gjöfum þeirra en börnin á Barnaspítala Hringsins. Hlýtt og fast handtak og ljúft bros að skilnaði og setningin „Sjáumst að ári" hljómaði ljúflega í eyrum og svo var hann þotinn með félögum sínum. Nú hefur hann kvatt okkur hinsta sinni og verður hans sárt saknað. Honum eru færðar bestu þakkir fyrir hlýhug og ötult starf fyrir sjúk börn. Ættingjum hans eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessun Guðs fylgi Birni Guð- mundssyni. Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins. Angan vorsins, er horfin. Björt júnínóttín líður hægt í þöglum draumi. Fræ sársaukans hvíla óviss í moldinni en litfagurt blómið biður næturnar að sýna sér mildi. Angan vorsins er horfin. I staðinn leikur sunnangola um brothætt hjörtun. (Anna S. Björnsdóttir) Elsku Ásta mín, sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari miklu sorgarstund, við frá- fall pabba þíns. Ég veit hversu náin þið voruð, hann var ekki bara pabbi, hann var líka þinn trúnaðar- vinur, stoð og stytta, kletturinn í lífi þínu. Mín kæra vinkona Ásta, Unnur Gréta, Lollý og fjölskyldan í Lálandinu, megi allar þær yndis- legu minningar sem þið eigið um Björn, og algóður Guð gefa ykkur styrk í framtíðinni. Hafdís. Það var hinn 28. júní 1949 eftir snjóþungan vetur og mikla ófærð að Vestfjarðaleiðarrútan komst í fyrsta sinn alla leið í Króksfjarðar- nes það vorið. Með henni kom ell- efu ára drengur til foreldra minna til sumardvalar, þetta var Björn Guðmundsson, eða eins og hann yar ávallt kallaður, Bjössi frændi. I farteskinu hafði hann stóran blá- an bangsa, sem hann færði mér í tilefni eins árs afmælis míns, sem var daginn eftir. Þetta var einkenn- andi fyrir Bjössa, ávallt vildi hann vera að gleðja aðra. Bjössi dvaldist næstu fimm sumrin í Króksfjarðarnesi. Þar tók hann þátt í þeim störfum sem til féllu. Þar fékk hann sína fyrstu reynslu í sölumennsku í kaupfélag- inu hjá föður mínum, og ólatur var hann að vinna þau störf sem hon- um voru falin. Snemma vaknaði áhugi hans á ökutækjum og ekki þótti það tiltökumál þótt drengir á hans aldri fengju að spreyta sig á því að aka kaupfélagsbílnum við uppskipun, enda þótt ökuskírteinið væri ekki komið. Árin liðu og Bjössi gerðist sölu- maður hjá Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar og ferðaðist víða í því starfi. Reglulegar heimsóknir í Króksfjarðarnes tilheyrðu þessum söluferðum og man ég sérstaklega eftir einni slíkri. Hann var þá í seinna lagi á ferðinni, vegurinn um Gilsfjörð var lokaður, en í Króks- fjarðarnes ætlaði hann sér að kom- ast. Mér var mikið í mun að fá frænda minn í heimsókn, hann kom alltaf með hlýju og gleði með sér. Ég vann því hörðum höndum allan daginn við að búa bíl föður míns sem best út til aksturs í ófærðinni um Gilsfjörð til að fara til móts við hann. Það voru ánægð- ir heimamenn sem sneru heim löngu eftir miðnætti í kjötsúpu til móður minnar ásamt kærkomnum gesti, sem lífgaði ávallt uppá tilver- una í vetrareinangruninni. Þrátt fyrir erilsamt starf hefur alltaf haldist mikil tryggð milli Bjössa og foreldra minna. Sérstak- lega voru þeim kærkomnar árviss- ar heimsóknir hans á Þorláks- messu, en þá gafst helst tími til að staldra við og rifja upp minning- ar frá liðinni tíð. Með þessum línum langar mig, fyrir hönd móður minnar og okkar systkina, að þakka Bjössa fyrir alla þá tryggð og vináttu, sem hann hefur sýnt okkur í gegnum árin. Eiginkonu hans, börnum og öðr- um vandamönum sendum við inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Megi minningin um Björn Guð- mundsson lifa í hugum pkkar allra. Bjarni Ölafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.