Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR : Ur Sljórnar- ráðinu á Sól- ejjargötu Akveðið hefur veríð að skrífstofa forseta íslands flytji á næstunni úr Stjórnarráðinu í Lækjargötu í Sóleyjargötu 1. Krístín Gunnarsdóttir kynnti sér aðdraganda kaup- anna og húsaskipan og leitaði álits þing- flokksformanna á kaupunum. ÞAÐ er ríkisstjórnin sem kaupir hús- ið og er kaupverðið 36 milljónir króna. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyt- inu, hefur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávallt verið með í ráðum þegar húsnæðismál skrifstof- unnar hafa verið rædd og svo hafí einnig verið nú þegar þessi ákvörðun var tekin. Sagði hann að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvenær flutt yrði í húsið en að það yrði fljótlega. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði Sóleyjargötu 1 fyrir Björn Jónsson, ritstjóra og ráðherra, og var húsið reist árið 1912. Sveinn, sonur Björns og síðar forseti íslands, bjó í húsinu um skeið en um tíma átti Magnús Guðmundsson ráðherra hús- ið og síðar Þorsteinn Scheving Thor- steinsson lyfsali. Seinna eignaðist Kristján Eldjárn, forseti íslands, hús- ið. Hugmyndir um önnur hús Ólafur sagði að á undanförnum árum hafi komið upp hugmyndir um kaup á öðrum húsum fyrir skrifstofu forseta en engin hafí verið skoðuð nákvæmlega. Um tíma hafí verið talað um Landsbókasafnið við Hverf- isgötu og Borgarbókasafnið við Þing- holtsstræti auk annarra húsa en ekk- ert hafi verið skoðað af nákvæmni. „Sóleyjargata 1 er afskaplega fallega staðsett hús á fallegum stað í bænum og eins hentar það mjög vel," sagði hann. Sagði hann að stærð hússins væri mátuleg en samkvæmt upp- drætti eru aðalhæðirnartvær um 250 fermetrar. Ólafur sagði að allt innra skipulag hentaði vel fyrir skrifstofu forseta íslands en þar vinna fjórir til fímm starfsmenn. Húsið er nánast í sinni uppruna- legu mynd en byggður var inngangur við húsið í tíð Þorsteins Scheving Thorsteinssonar árið 1938. Að sögn Ólafs munu minniháttar lagfæringar fara fram áður en skrifstofa forseta flytur inn og komið upp nauðsynleg- um viðvörunar- og öryggiskerfum. Síðar þyrfti að breyta aðkomu að húsinu við Skothúsveg og Fjólugötu sem væri þröng en mætti lagfæra og gera aðgengilegri. „Ýmislegt fleira þarf að skoða en það er ekk- ert sem er aðkallandi og þarf að gera strax," sagði Olafur. Sérkennileg tímasetning Svavar Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, segir eðlilegt að fundið hafi verið húsnæði fyrir forseta íslands. „En mér finnst það sérkennilegt að tilkynna það daginn sem nýr forseti er kjörinn," sagði hann. „Það hefði verið skyn- samlegra að hinkra með það fram yfír helgi." Svavar sagðist ekki vera viss um að staðsetning hússins hent- aði embættinu. Aðkoman væri þröng og efaðist hann um að nægilega rúmt væri um þennan stað miðað við þarf- ir embættisins. „Það er þrengri að- koma að þessu húsi frá götunni en er við stjórnarráðið," sagði hann. Svavar sagði að skrifstofa forseta hafi verið flutt úr Alþingishúsinu í stjórnarráðið til bráðabirgða í tíð Kristjáns Eldjárns. í stjórnarráðinu hafi verið þröngt um embættið og ekki óeðlilegt að leitað væri eftir öðru húsnæði. Það hafi hins vegar haft vissa kosti bæði fyrir forsetann og forsætisráðherra að vera í sama húsi og gert samskipti embættanna auðveldari. Þröngt í stjórnarráðinu Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Alþýðuflokksins, sagðist hafa kynnst því að hluta til í gegnum sitt starf að gífurleg þrengsli væru í stjórnarráðshúsinu. „Ég hafði ekki gert það upp við mig hvort mér fyndist að forsætisráðu- neytið ætti að vera þar eða forseti íslands," sagði hún. „Ég varð fyrst og fremst undrandi að heyra að þetta væri allt frágengið og að búið væri 1 i *____________\ ' i____________11.1, i r Stjórnarráð Islands v. Lækjargotu td hd bzf l.hæð FORSETI Islands og forsætisráðherra hafa skipt með sér neðri hæðinni í stjórnarráðinu. Á annari hæð er skrifstofa aðstoðanmanns ráðherra, ráðuneytisstjóra, fulltrúa og ritara. 5 m a a JtcBtp&éa^cc £artfaÓoJc& =l ir tl Sóleyjargata 1 Framtíðarskrifstofa forseta íslands. Grunnflötur aðalhæðanna tveggja er um 250 fermetrar. Sidli 1 t=íl ____i y l. TTl v 7V Jl<£í^s 1-hæð að ganga frá þessum kaupum. En ef niðurstaðan er sú og um það er full sátt að embætti forseta flytji úr stjórnarráðshúsinu sýnist mér að þarna hafí verið valið ásættanlegt hús. Mér hefði fundist smekklegra að hafa nýkjörinn forseta með í ráð- um og þess vegna er ég mjög fegin að heyra að honum líst mjög vel á ráðstöfunina. Mér fínnst það skipta máli að hann er sáttur." Forseta samboðið Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalista, segir að það hafi verið þörf á að búa betur að forsetaemb- ættinu. Það hafi verið þröngt í stjórn- arráðinu og ekkert óeðlilegt við að forsetinn hafi sér skrifstofu og hús- næði fyrir sig. „Það er sérkennilegt að þetta skuli koma upp núna," sagði hún. „Ég tek undir það sjónarmið að það hefði verið eðlilegt að gefa Boðin velkomin á Bessastaði NÝKJÖRINN forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, gengu á fund Vigdísar Finnboga- dóttur, fráfarandi forseta á Bessa- stöðum síðdegis í gær. Eftir fund þeirra var Vigdís spurð hvaða heilræði hún hefði gefíð tilvonandi forsetahjónum. „Við ræddum í rauninni ekki um neina ráðgjöf. Við settumst niður og fengum okkur kaffibolla, síðan kynnti ég starfsfólkið fyrir þeim og sagði frá kostum þess - vegna þess að það hefur aðeins kosti," sagði Vigdís. En hvernig skyldi henni hafa lið- ið að standa í þessum sporum, nú sextán árum eftir að hún kom sjálf að Bessastöðum og Kristján Eld- járn tók á móti henni, þá nýkjörn- um forseta? „Mér fannst það mjög eðlilegt. Eg hef mikið hugsað til Kristjáns og Halldóru Eldjárn þessa daga. Þetta voru þau að upplifa fyrir sextán árum og ég vona að ég hafi komið til þeirra á þann veg þá sem ég óska að nú sé komið til mín. Ég skil auðvitað við staðinn með trega, ég er búin að vera hér það lengi og kann orðið öll smáat- riði á þessum stað. Ég er mjög vel kunnug jörðinni og náttúrunni hérna í kring, vegna þess að ég hef gengið svo mikið um nesið og notið Morgunblaðið/Sverrir VIGDÍS Finnbogadóttir býður Ólaf Ragnar Grímsson og Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur velkomin á Bessastaði. náttúrunnar. Ég er mjög vel kunn- ug fuglalífinu hér og auðvitað öllum staðarháttum. Ég hef lagt mig sér- staklega eftir sögu staðarins og allt þetta á ég auðvitað í farteski minninganna," segir Vigdís Finn- bogadóttir, sem enn á eftir mánuð í forsetaembætti. verðandi forseta tækifæri til að segja sitt álit, hver sem hann nú væri. Hins vegar er þetta glæsilegt hús og forsetanum fyllilega samboðið." Glæsilegt hús Valgerður Sverrisdóttir, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, sagðist engar athugasemdir gera við kaup á húsinu. Það væri glæsi- legt. „Ég hafði heyrt að þarna gætu orðið á breytingar en vissi ekki hversu langt það var komið," sagði hún. „Ég hef enga sérstakar athuga- semdir við þessa málalyktan. Það hefur verið talað um að þessi breyt- ing væri í aðsigi innan stjórnarflokk- anna en ég vissi ekki nánar um hvaða hús væri að ræða fyrr en núna." Kom á óvart Svanfríður Jónasdóttir, þingflokks- formaður Þjóðvaka, sagði að kaup ríkisins á Sóleyjargötu 1 hafi komið á óvart og að hún sé undrandi á með hvaða hætti greint var frá kaupunum. „Ég hafði ekki heyrt um þessar ráða- gerðir fyrr," sagði hún. „í gegnum tíðina hef ég vitað að þröngt er í stjórnarráðinu. En það kemur þannig fyrir sjónir að þessi ákvörðun hafi verið tekin nýverið. Mér finnst þetta hús vera vel við hæfí." Svanfríður sagðist ekki setja út á staðsetninguna og skiljanlegt væri að embættið þyrfti að flytja úr stjórnarráðinu. „Ég hef verið að fara á fundi hjá forsætisráð- herra og hitt á sama tíma og forseti íslands er með viðtalstíma. Það á ekki saman," sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.