Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Talsímaskrá 1996 SKRÁIN er eins og þjóð veit komin út í nærri 200 þús. eintök- um - mesta útgáfa landsins. Hún vekur deilur og ánægju, ekki vegna bókmenntagild- is. Okkur er stefnt í pósthús og burðumst heim með 350 tonn. Umhverfissinnar skila henni til endurvinnslu. Allt kostar það sitt, eins og Hannes Hólm- steinn segir: Flutning, bensín, sorpvinnslu, tíma og heil ósköp í viðbót. Menntaþjóðin sinnir skránni illa. Hef ég hvergi séð dóm um hana. Þó heldur hún við lestri og er ómissandi þótt úrelt virðist á tölvuöld. Safnarar og fræðingar sanka henni að sér. Auglýsingarnar taka plássið sitt og gera leit erfiða! Brautryðjendur auglýsingatækni myndu bylta sér í gröfínni ef þeir sæju þær. Gott að einhver kaupi auglýsingar á muskulegan pappír. Allir lesa símaskrána er skráð um allt ritið án fyrirvara. Ekki skal því mælt gegn. Einu sinni þekkti ég embættis- mann sem lokaði sig inni á kontór með skrána til að sjá hveijir hefðu tekið við embættum, flutt og feng- ið síma. Hann yrði fyrir vonbrigð- um þar sem fræðsla minnkar, embættismannanöfn hverfa. Enda vonlaust, alltaf verið að reka menn og lítið gert með ráðningar! Um skeið var skránni skipt í almúga og fyrirtæki. Þjóðin komst í upp- nám. Póstur og sími viðurkenndu smá mistök. Fjölga þurfti fólki við upplýsingar. Þá var tekið upp gjald. Gott að einhver græðir. Eg hrósa starfsmönnum í nr. 118 sem taka mér hlýlega og þekkja meira en númer, fyrir 28,25 kr. á mín. Ekki að furða þótt hvergi sé getið ritstjóra eða ábyrgðarmanns. Á síðu 1 sést að P&S ber enga ábyrgð. Upplýsingar um neyðarlínu inn- an á kápusíðu stangast á við upp- lýsingarnar hinum megin á opn- unni. Þar er mönnum þó ráðlagt: að halda ró sinni og hlusta eftir ráðleggingum vakthafandi starfs- manns. Þetta er góð sálfræði. En þá er að vera viss um hvað sé vakthafandi. Ekki er það í orða- bókum - væntanlega skylt að vera barnshafandi. í bókinni er efnisyf- irlit á tveim stöðum á sömu opnu, annað fyrir þá sem sjá vel og hitt fyrir mig. Þar er líka leiðbeining um stafrófsröð! Skráin er skemmtileg fyrir fjöl- fræðinga og góð sálfræði. Taka mætti víðar fram að talsímanot- endur eigi að halda ró sinni. Ég var feginn að sjá að 33 póstkassar eru tæmdir kl. 6 á kvöldin í Reykjavík. Minni hlaup og tauga- veiklun. Góð eru kortin af borg og leiða- kerfi strætó. Reyndar er það síð- ara senn úrelt. Þau má leggja sam- an og létta skrána um tvö prómill- stig! Auglýsingar runnar undan rifj- um P&S eru sumar torskildar - aðrar skemmtilegar. Segir svo í klassískum stíl Eiríks frá Brúnum: „Það er leikur einn að hringja til útlanda. Með einu símtali er hægt að komast í beint samband við ættingja og vini hvar sem er í heiminum, stunda verslun og viðskipti, fá allar helstu fréttir og miðia uppiýsingum og fróðieik. Þetta ailt er hægt að gera á augnabliki og einfald- ara getur það vart ver- ið. Símtal tii útlanda færir okkur nær hvert öðru. “ Erfitt er að finna númer á landsbyggð- inni. Bæjartal er horf- ið úr skránni. Nesjavallavirkjun er á Selfossi. Hafsteinn bóndi í Flatey? Hvar væri nær að fletta Flateying upp en á Króksfjarðar- nesi eða Patreksfirði? Ónei! Flatey er í Stykkishólmi, hinum megin flóa, í öðru kjördæmi og sýslu. Ég gekk með arkitekt um stór- markað og sagði erfitt að rata. Hann sagði úrelt að greiða mönn- um leið. Menn ættu að lenda í ógöngum, freistast til að kaupa þar sitthvað fallegt. Sama er með skrána. Þegar við höfum villst sjáum við óvænt nafn fornvinar sem hægt er að hringja í og taka upp kunningsskap við. Einn af sonum þessarar þjóðar, Hulduritstjórn þakka ég rit sem veitir þjóð færi á að jagast á vordægr- um, segir Eggert —3-------------------------- Asgeirsson, sem ijall- ar hér um nýútkomna símaskrá. þekktur í útlöndum, er dr. Gunn- laugur SE Briem. Hann flytur leturfræðifyrirlestra um veröld víða, kennir í háskólum og gefur stórvesírum tölvuheimsins ráð um letur í tölvunum þeirra; teiknar það fyrir stórblöð svo spara megi rými og koma efninu vel til skila. Símaskráin vakti athygli hans. Lagði hann til letur sem er á mörgum símaskrám, tekur minna pláss, er samt læsilegra og það svo að minnka má símaskrána mikið, kannski um tugi tonna af pappír og sparar skóglendi; Ekki var þessu vel tekið af P&S. Um síðir var tekið upp illskárra letur. Valið var Beil GothieAetm-, senn 60 ára gamalt, en gefur ekki sömu möguleika og Bell Centennial sem er talið best í símaskrám. Með letrinu leysti höfundur þess vanda sem fylgir hraðri prentun og lé- legri blekgjöf. Um símaskrárletur má lesa í grein Þorsteins Þorsteinssonar (DV-15.7.95). Hann hefur einnig ritað um letursögu í ritið Prent er mennt (Rvk ’94). Því miður hefur P&S ekki auðnast að nýta ráð fyrrnefndra tveggja ágætis- manna. Skráin heldur áfram að stækka og fleiri upplýsinga þörf. Verður að kosta kapps um að búa hana sem best úr garði og auðvelda til uppsláttar. Ég nefndi sálfræði! P&S er einkaréttarfyrirtæki. Slík fyrir- bæri eiga til að bregðast við áreiti eins og óargadýr sem hótað er, þjappa sér saman eða bregðast við sem óvandir krakkar. Hugmynd- um Gunnlaugs var illa tekið og sagt að P&S ætti sér betri prentr- áðgjafa, gefíð í skyn að Gunnlaug- ur væri að leita sér að vinnu. Fleiri stofnanir eiga í sams konar kreppu. Hollendingar neituðu lengi að nota stóra stafi en hafa nú gefið sig eins og P&S. Samn- ingur við prentsmiðjuna, sem gert hefur símaskrána lengur en muna má, er að renna út; líklegt að breytingar verði á skránni í fram- tíðinni - sennilega útboð sam- kvæmt ESB. Þá mun stofnuninni verða breytt í hlutafélag. Varnar- viðbrögð gegn breytingum eru þekkt þar sem samkeppnis- og einkaréttarstarf mætist. Eins og víðar kemur Evrópusamstarf til bjargar. Stofnunin mun þráast við meðan hlutabréfið eina er geymt í skúffunni hans Halldórs. Tillögur: • Við heimilisföng verði póst- númer. Eykur það gildi skrár- innar, augljóst þar eð P&S er heild. Þannig léttir sími undir með pósti og notendum, sem einnig eru eigendur, þótt ríkið ráðskist með fyrirtækið. Ég hef rekist á þann hátt í útlöndum. Leit að póstnúmerum er tímasóun. • Netföng verði skráð með nöfn- um þeirra er óska til að auð- velda tölvusamskipti og gera tölvu- og símanötkun mark- vissa. Það bætir hag P&S í fyll- ingu tímans. Dæmi þekkist um ókeypis aukalínu fyrir netfang fyrsta kastið - þekkt markaðs- bragð. • Hönnun og prentun símaskrár verði boðin út. Sé framleiðsla skrár slitin úr tengslum við stofnunina verður hún notenda- væn og hagkvæm; skilar vænt- anlega auknum tekjum og minnkar þar með símakostnað. • Hugsið til sjóndapurra, veljið skárri pappír, bætið prenttækni & umfram allt letur! • Skráið ábyrgðarmann! • Endurskipuleggið upplýsingar um neyðarnúmer, mikilvæg númer og þjónustunúmer. Reyndar allar auglýsingar P&S. • Bætið uppsetningu þannig að auðvelt verði að finna deildir, skrifstofur og númer. Gefið út leiðbeiningar um hveiju fólk megi ráða um uppsetningu texta. Bell Centennial letur gefur mikla möguleika á letur- breytingum sem auðvelda fólki að finna það sem leitað er að, í hlutfalli við mikilvægi. Ekki vil ég atast lengur í P&S sem ég hef yfirleitt gott eitt um að segja. Til er nokkuð sem heitir stofnanasálfræði - skylt hópsál- fræði! Hulduritstjórn símaskrár þakka ég rit sem veitir þjóð færi á að jagast á vordægrum. Höfundur er verkefnisstjóri. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Miki& úrvai af allskonar buxum Opið á laugardögum Bruðhjón Alliii hoiöbiínaóur GUrsilerj gjaíavara Brúóarlijóna lislar ^v)r/M\\v\V VERSLUNIN Lrtugnvegi 52, s. 562 4244. Eggert Ásgeirsson ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 41 - Sérverslun ...rétti liturinn, rétta veréié, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 Góð vörn er besta sóknin! WOODEX Ultra - viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie - viðarolia Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu timbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liiurínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. 4 KÍiNAöfr R Ð " i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.