Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 41

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Talsímaskrá 1996 SKRÁIN er eins og þjóð veit komin út í nærri 200 þús. eintök- um - mesta útgáfa landsins. Hún vekur deilur og ánægju, ekki vegna bókmenntagild- is. Okkur er stefnt í pósthús og burðumst heim með 350 tonn. Umhverfissinnar skila henni til endurvinnslu. Allt kostar það sitt, eins og Hannes Hólm- steinn segir: Flutning, bensín, sorpvinnslu, tíma og heil ósköp í viðbót. Menntaþjóðin sinnir skránni illa. Hef ég hvergi séð dóm um hana. Þó heldur hún við lestri og er ómissandi þótt úrelt virðist á tölvuöld. Safnarar og fræðingar sanka henni að sér. Auglýsingarnar taka plássið sitt og gera leit erfiða! Brautryðjendur auglýsingatækni myndu bylta sér í gröfínni ef þeir sæju þær. Gott að einhver kaupi auglýsingar á muskulegan pappír. Allir lesa símaskrána er skráð um allt ritið án fyrirvara. Ekki skal því mælt gegn. Einu sinni þekkti ég embættis- mann sem lokaði sig inni á kontór með skrána til að sjá hveijir hefðu tekið við embættum, flutt og feng- ið síma. Hann yrði fyrir vonbrigð- um þar sem fræðsla minnkar, embættismannanöfn hverfa. Enda vonlaust, alltaf verið að reka menn og lítið gert með ráðningar! Um skeið var skránni skipt í almúga og fyrirtæki. Þjóðin komst í upp- nám. Póstur og sími viðurkenndu smá mistök. Fjölga þurfti fólki við upplýsingar. Þá var tekið upp gjald. Gott að einhver græðir. Eg hrósa starfsmönnum í nr. 118 sem taka mér hlýlega og þekkja meira en númer, fyrir 28,25 kr. á mín. Ekki að furða þótt hvergi sé getið ritstjóra eða ábyrgðarmanns. Á síðu 1 sést að P&S ber enga ábyrgð. Upplýsingar um neyðarlínu inn- an á kápusíðu stangast á við upp- lýsingarnar hinum megin á opn- unni. Þar er mönnum þó ráðlagt: að halda ró sinni og hlusta eftir ráðleggingum vakthafandi starfs- manns. Þetta er góð sálfræði. En þá er að vera viss um hvað sé vakthafandi. Ekki er það í orða- bókum - væntanlega skylt að vera barnshafandi. í bókinni er efnisyf- irlit á tveim stöðum á sömu opnu, annað fyrir þá sem sjá vel og hitt fyrir mig. Þar er líka leiðbeining um stafrófsröð! Skráin er skemmtileg fyrir fjöl- fræðinga og góð sálfræði. Taka mætti víðar fram að talsímanot- endur eigi að halda ró sinni. Ég var feginn að sjá að 33 póstkassar eru tæmdir kl. 6 á kvöldin í Reykjavík. Minni hlaup og tauga- veiklun. Góð eru kortin af borg og leiða- kerfi strætó. Reyndar er það síð- ara senn úrelt. Þau má leggja sam- an og létta skrána um tvö prómill- stig! Auglýsingar runnar undan rifj- um P&S eru sumar torskildar - aðrar skemmtilegar. Segir svo í klassískum stíl Eiríks frá Brúnum: „Það er leikur einn að hringja til útlanda. Með einu símtali er hægt að komast í beint samband við ættingja og vini hvar sem er í heiminum, stunda verslun og viðskipti, fá allar helstu fréttir og miðia uppiýsingum og fróðieik. Þetta ailt er hægt að gera á augnabliki og einfald- ara getur það vart ver- ið. Símtal tii útlanda færir okkur nær hvert öðru. “ Erfitt er að finna númer á landsbyggð- inni. Bæjartal er horf- ið úr skránni. Nesjavallavirkjun er á Selfossi. Hafsteinn bóndi í Flatey? Hvar væri nær að fletta Flateying upp en á Króksfjarðar- nesi eða Patreksfirði? Ónei! Flatey er í Stykkishólmi, hinum megin flóa, í öðru kjördæmi og sýslu. Ég gekk með arkitekt um stór- markað og sagði erfitt að rata. Hann sagði úrelt að greiða mönn- um leið. Menn ættu að lenda í ógöngum, freistast til að kaupa þar sitthvað fallegt. Sama er með skrána. Þegar við höfum villst sjáum við óvænt nafn fornvinar sem hægt er að hringja í og taka upp kunningsskap við. Einn af sonum þessarar þjóðar, Hulduritstjórn þakka ég rit sem veitir þjóð færi á að jagast á vordægr- um, segir Eggert —3-------------------------- Asgeirsson, sem ijall- ar hér um nýútkomna símaskrá. þekktur í útlöndum, er dr. Gunn- laugur SE Briem. Hann flytur leturfræðifyrirlestra um veröld víða, kennir í háskólum og gefur stórvesírum tölvuheimsins ráð um letur í tölvunum þeirra; teiknar það fyrir stórblöð svo spara megi rými og koma efninu vel til skila. Símaskráin vakti athygli hans. Lagði hann til letur sem er á mörgum símaskrám, tekur minna pláss, er samt læsilegra og það svo að minnka má símaskrána mikið, kannski um tugi tonna af pappír og sparar skóglendi; Ekki var þessu vel tekið af P&S. Um síðir var tekið upp illskárra letur. Valið var Beil GothieAetm-, senn 60 ára gamalt, en gefur ekki sömu möguleika og Bell Centennial sem er talið best í símaskrám. Með letrinu leysti höfundur þess vanda sem fylgir hraðri prentun og lé- legri blekgjöf. Um símaskrárletur má lesa í grein Þorsteins Þorsteinssonar (DV-15.7.95). Hann hefur einnig ritað um letursögu í ritið Prent er mennt (Rvk ’94). Því miður hefur P&S ekki auðnast að nýta ráð fyrrnefndra tveggja ágætis- manna. Skráin heldur áfram að stækka og fleiri upplýsinga þörf. Verður að kosta kapps um að búa hana sem best úr garði og auðvelda til uppsláttar. Ég nefndi sálfræði! P&S er einkaréttarfyrirtæki. Slík fyrir- bæri eiga til að bregðast við áreiti eins og óargadýr sem hótað er, þjappa sér saman eða bregðast við sem óvandir krakkar. Hugmynd- um Gunnlaugs var illa tekið og sagt að P&S ætti sér betri prentr- áðgjafa, gefíð í skyn að Gunnlaug- ur væri að leita sér að vinnu. Fleiri stofnanir eiga í sams konar kreppu. Hollendingar neituðu lengi að nota stóra stafi en hafa nú gefið sig eins og P&S. Samn- ingur við prentsmiðjuna, sem gert hefur símaskrána lengur en muna má, er að renna út; líklegt að breytingar verði á skránni í fram- tíðinni - sennilega útboð sam- kvæmt ESB. Þá mun stofnuninni verða breytt í hlutafélag. Varnar- viðbrögð gegn breytingum eru þekkt þar sem samkeppnis- og einkaréttarstarf mætist. Eins og víðar kemur Evrópusamstarf til bjargar. Stofnunin mun þráast við meðan hlutabréfið eina er geymt í skúffunni hans Halldórs. Tillögur: • Við heimilisföng verði póst- númer. Eykur það gildi skrár- innar, augljóst þar eð P&S er heild. Þannig léttir sími undir með pósti og notendum, sem einnig eru eigendur, þótt ríkið ráðskist með fyrirtækið. Ég hef rekist á þann hátt í útlöndum. Leit að póstnúmerum er tímasóun. • Netföng verði skráð með nöfn- um þeirra er óska til að auð- velda tölvusamskipti og gera tölvu- og símanötkun mark- vissa. Það bætir hag P&S í fyll- ingu tímans. Dæmi þekkist um ókeypis aukalínu fyrir netfang fyrsta kastið - þekkt markaðs- bragð. • Hönnun og prentun símaskrár verði boðin út. Sé framleiðsla skrár slitin úr tengslum við stofnunina verður hún notenda- væn og hagkvæm; skilar vænt- anlega auknum tekjum og minnkar þar með símakostnað. • Hugsið til sjóndapurra, veljið skárri pappír, bætið prenttækni & umfram allt letur! • Skráið ábyrgðarmann! • Endurskipuleggið upplýsingar um neyðarnúmer, mikilvæg númer og þjónustunúmer. Reyndar allar auglýsingar P&S. • Bætið uppsetningu þannig að auðvelt verði að finna deildir, skrifstofur og númer. Gefið út leiðbeiningar um hveiju fólk megi ráða um uppsetningu texta. Bell Centennial letur gefur mikla möguleika á letur- breytingum sem auðvelda fólki að finna það sem leitað er að, í hlutfalli við mikilvægi. Ekki vil ég atast lengur í P&S sem ég hef yfirleitt gott eitt um að segja. Til er nokkuð sem heitir stofnanasálfræði - skylt hópsál- fræði! Hulduritstjórn símaskrár þakka ég rit sem veitir þjóð færi á að jagast á vordægrum. Höfundur er verkefnisstjóri. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Miki& úrvai af allskonar buxum Opið á laugardögum Bruðhjón Alliii hoiöbiínaóur GUrsilerj gjaíavara Brúóarlijóna lislar ^v)r/M\\v\V VERSLUNIN Lrtugnvegi 52, s. 562 4244. Eggert Ásgeirsson ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 41 - Sérverslun ...rétti liturinn, rétta veréié, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 Góð vörn er besta sóknin! WOODEX Ultra - viðarvörn gagnsæ, olíublendin vörn sem dregur fram kosti viðarins. WOODEX Træolie - viðarolia Grunnviðarvörn sem hentar sérlega vel þrýstifúavörðu timbri. Jurtaolía með alkyd/Harpix bindiefni. verðið ríkjum og allir dagar eru tilboðsdagar. Liiurínn er sérverslun með allar málningarvörur og þér er þjónað af fólki sem kann sitt fag. 4 KÍiNAöfr R Ð " i.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.