Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 29
•«**mx*m MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 29 ERLENT Frjálslynd dagblöð segja Rússlandsforseta hafa misst frumkvæðið Jeltsín líkt við „lifandi lík" og „málaða múmíu" Moskvu. Reuter. FRJÁLSLYND dagblöð í Moskvu lýstu í gær yfir áhyggjum af því að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði með átakalítilli kosningabaráttu fyrir seinni umferðina í forsetakosning- unum í Rússlandi, sem fer fram á morgun, misst frumkvæðið til Gennadís Zjúganovs, mótframbjóð- anda hans og leiðtoga kommúnista. Einn andstæðinga Jeltsíns hélt í gær blaðamannafund og líkti forsetanum við „lifandi lík" og „málaða múmíu". Dagblöð, sem styðja kommúnista, birtu áskorun frá Zjúganov til kjós- enda. Rússnesk dagblöð komu flest út í gær, þótt mánudagsútgáfur tíðkist ekki. Lítið sem ekkert var minnst á heilsu Borís Jeltsíns, en leitt hefur verið getum að því að henni hafi hrakað á lokaspretti kosningabarátt- unnar eftir að forsetinn hvarf af sjón- arsviðinu í síðustu viku og birtist aftur í sjónvarpsávarpi í gær. „Samstarfsmenn forsetans ídái" Vítalí Tretjakov, ritstjóri dagblaðs- ins Nezavísímaja Gazeta, kvaðst hafa á tilfinningunni að „samstarfsmenn forsetans, sérfræðingar og kosninga- stjórar, séu í dái," og bætti við: „Allt þetta gefur til kynna að frumkvæðið sé ekki innan seilingar mannsins, sem vann fyrstu umferðina, hversu naum- ur sem sá sigur var." I dagblaðinu Pró'vdu, sem er á bandi kommúnista, var bent á að í Reuter BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, kom í gær fram í sjónvarpi eftir að hann hafði ekki sést í fimm daga. höfuðborg Rússlands hefði yfirgnæf- andi meirihluti Ibúa greitt atkvæði með Jeltsín og spurt: „Moskvubúar, eruð þið samstiga Rússlandi?" í viðtali við kvikmyndaleikstjór- ann, þingmanninn og þjóðernis- sinnann Staníslav Govorukhín í Sovj- etskaja Rossíja var gengið lengra og fylgi Jeltsíns í borgum tengt glæpum, sem þar eru miklir. „Allir glæpamenn um allt Rússland kusu Jeltsín," sagði Govorukhín. Govorukhín sagði eftir að Jeltsín hafði komið fram í sjónvarpi að for- setinn væri „lifandi lík" og stjórn Rússlands ætti að fresta kosningun- um til þess að hann mætti jafna sig. „Máluð múmía" „Við höfum ekki séð hann í nokkra daga og í dag sýndu þeir okkur málaða múmíu, sem þeir virtust hafa fengið beint úr grafhýsinu," sagði Govorukhín. „í dag leggja þeir til að við greiðum lifandi líki atkvæði." Govorukhín sakaði aðstoðarmenn Jeltsíns um yfirhylmingu og sagði: „Það má líkja þessu við dauða Stal- íns, sem þeir sögðu ekki frá fyrr en þremur dögum eftir að hann lést." Zjúganov gerði í gær út á heilsu Jeltsíns í kosningaræðum og krafðist þess að lögð yrði fram opinber skýrsla um heilsu forsetans. Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að ekkert alvarlegt væri að Jeltsín, „ástandið í landinu er eðlilegt og ekkert óvænt, ófyrirséð eða óvenju- legt er að gerast . . . allt mun verða í lagi". Tsjernomýrdín kvaðst hafa hitt Jeltsín í gær og svaraði þegar hann var spurður hvort forsetinn virtist hafa fengið hjartaáfall: „Ég sá engin merki um neins konar slag. Hann tók í hægri hönd mér og sleit hana næst- um af. Hafið ekki áhyggjur. Allt er í lagi." Jeltsín sigraði Zjúganov í fyrri umferðinni og munaði þremur pró- sentustigum á þeim. Skoðanakann- anir sýna að Jeltsín hafi nú drjúgt forskot á Zjúganov, en umdeilt er hversu marktækar þær séu. Aðstoð- armenn Jeltsíns segja að kosninga- þátttaka verði að ná minnst 60 af hundraði til að forsetinn nái endur- kjöri. „Þið megið ekki sitja heima 3. júlí," sagði Jeltsín í sjónvarpsávarpi sínu. „Ef þið kjósið ekki er það einn- ig ákvörðun, en það er ákvörðun gegn Rússlandi." Bannað er að vera með kosningaá- róður og halda kosningafundi í dag, daginn fyrir kosningarnar. Erbakan fordæmir árás Kúrda NECMETTIN Erbakan, forsæt- isráðherra Tyrklands, fordæmdi í gær árás sem skæruliðar Kúrda eru sagðir hafa gert á tyrkneska hermenn á sunnudag og fellt níu. Segja fréttaskýrendur þetta vera fyrsta prófsteinin á hvern- ig Erbakan, sem er fyrsti heit- trúaði músliminn sem gegnir embætti forsætisráðherra Tyrklands frá því veraldlegt stjórnskipulag komst á í landinu 1923, muni farnast í samskipt- um við Mið-Austurlönd. Tyrkir hafa löngum sakað Sýrlendinga um að vera helsta bakhjarl Verkamannaflokks Kúrda (PKK), og hafa skærulið- ar þeirra hvorki neitað því né játað að þeir hafi staðið að árá- sinni á sunnudag. Erbakan, hefur látið í ljósi að nauðsyn sé að eiga betri samskipti við stjórnvöld í Sýr- landi, ef Tyrkir ætli að auka tengsl sín við islömsk ríki. Erbakan segir að engin tengsl séu milli skæruliða Kúrda og stjórnarinnar í Sýrlandi. í fyrra lagði hann til, að landamæri ríkj- anna yrðu opnuð. íranir, og önnur arabaríki, hafa álasað Tyrkjum fyrir að rjúfa samstöðu meðal islamskra ríkja, með því að skrifa undir herþjálfunarsamning við ísra- ela í febrúar. Segja fréttaský- rendur að líklega muni Velferð- arflokkur Erbakans ekki láta verða af því að rifta samningn- um, vegna mikils þrýstings frá tyrkneska hernum, sem hefur mikil áhrif í landinu. Alexander Lebed reynir enn að treysta völd sín Vill endurreisa embætti varaforseta Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggisráðs Rússlands, hvetur til þess að á ný yrði stofn- að embætti varaforseta en það var afnumið eftir að varaforseti Borís Jeltsíns Rússlands- forseta, Alexander Rútskoj, tók þátt í upp- reisn gegn forsetanum 1993. Lebed hefur áður varpað fram sömu hugmynd en sam- kvæmt gildandi reglum er það nú forsætisráð- herra landsins sem tekur við til bráðabirgða ef forseti getur ekki gegnt starfi sínu eða fellur frá. „Það er þörf á embættinu," sagði Lebed við Merfax-fréttastofuna. „Við þurfum mann sem hefur mikil völd og gæti tekið ákvarðanir í stjórnmálum, jafnvel í varnarmálum". Lebed nýtur vaxandi vinsælda og keppast fjölmiðlar við að hafa eftir honum ummæli sem þykja harkaleg. Nýlega hvatti hann til þess að spornað yrði við starfsemi erlendra og þá einkum vestrænna trúarhópa í Rúss- landi og nefndi sérstaklega bandaríska mormóna. Olli þetta uppnámi í Bandaríkjun- um. Lebed sagðist ekki hafa áhuga á að verða forsætisráðherra. Hann hefur reynt að fá Jeltsín til að samþykkja hugmynd um sam- Reuter BRÚÐUSTJÓRINN Soskov Alexei stjórnar þeim Lebed (t.v.) og Jeltsín, þeir eru báðir klæddir einkennisbún- ingum járnbrautarstarfsmanna. steypustjórn að loknum kosningunum þar sem kommúnistar og þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí fengju ráðherraembætti. Lebed sagði að varaforsetinn ætti að hafa yfirumsjón með öryggis- og varnarmálum en þeir málaflokkar eru einmitt á hans könnu núna. Hann varð þriðji í fyrri umferð forseta- kosningana og ákvað að styðja Jeltsín í síð- ari umferð gegn því að fá umtalsverð völd. „Verðurðu áfram hérna?" Það þykir lýsa vel auknum áhrifum Lebeds að hann er nú orðinn ein af helstu stjörnunum í sjónvarpsbrúðuþættinum Kúklí. Þar er hann sýndur í líki ofurmennis sen sendur er úr fram- tíðinni til að bjarga Rússlandi; atgervið minnir mjög á Tortímanda Arnolds Schwarzeneg- gers. Lebed hjálpar Jeltsín forseta í barátt- unni við vélmenni er minnir á kommúnistann Gennadí Zjúganov og er útsendari Jósefs heitins Stalíns úr fortíðinni. Mjög hefur verið velt vöngum yfír því hver verði örlög Lebeds ef Jeltsín vinnur síðari umferð forsetakosninganna ogvar vikið að þeim í síðasta brúðuþætti. „Ég skil þetta ekki alveg," segir Jeltsín-brúðan. „Verður hægt að senda þig seinna aftur inn fjarlæga framtíð eða verðurðu áfram hérna?" FfcLAG LÖGGILTKA lillKI IBASAI W/L £Z o d' u MXJ&LLILD Funahöfða 1 ? Suni: 567-2277 • Rifandi sala • Fr Sölumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. birfsali Axei Bergmann Suzuki Sidekick Sport 1,0 árg. '96, hvítur, nýr bíll. Verð aðeins 2.140.000 stgr. Nýr bíll. VWGolfGL1,4 5d.árg.'95, ek. 34 þús. km., dökkgrænn, spoiler, þjófavörn. Verð 1.250.000. Vill skipta á Double Cap '93-95, Nissan patrol '90-'93. Hyundai Elantra GLSi árg. '95, ek. 15 þ. km., hvítur, sjálfsk. Verð 1.250.000. Ath. skipti. M. Benz 300E 4 Matic árg. '92, ek. 57 þ. km., grár, einn með öllu. Toppeintak. Grand Cherokee Ltd. árg ek. 34 þ. km., grár, leður, álflegur, upph., 31" dekk. Verð 3.950.000. Einnig árg. '96, nýr bíll dökkgrænn. V. 4,4 millj Nissan Patrol GR SLX árg. '95, ek. 27 þús. km., hvítur, upph. 32" dekk, álfelgur. Verð 3.490.000. Ath. skipti. Kláradu dæmid med 5P«Maiá« Með SP-bllalán innl myndinnl kaupir pú bíl sem hæfir greiðslutjetu þinni Toyota Touring XL árg.' ek. 120 þús. km., blár. Verð 900.000. Ath. skipti MMC L-300 2,41 árg. '91, ek. 95 þús. km., drapp. Verð 1.350.000. Ath. skipti. SP Sími 588-7200 FIÁRMÖGNUN HF P-BÍLALÁN TIL ALLT AÐ €0 MÁNAÐA SSHð&SSSSHBB '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.