Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 9
P'
BOKASUMAR
Afifékk
engan
VEIÐI hefur verið að glæðast í
Ytri Rangá að undanförnu og
fyrstu smálaxagöngurnar hafa
verið að sýna sig.
Rafn Hafnfjörð, prentsmiðju-
stjóri og ljósmyndari var nýverið
í ánni með stórfjölskylduna, börn
og barnabörn, og gekk veiði-
skapur afar vel, 13 laxar veidd-
ust á einum og hálfum degi og
annað eins magn slapp.
„Þetta var ljómandi skemmti-
leg veiðiferð og hápunkturinn
var er 13 ára barnabarn mitt,
Kristín Hjartardóttir, veiddi
Maríulaxinn sinn, 11 punda
hrygnu á spón. Skömmu seinna
fékk hún annan 11 punda á sama
tíma og afi gamli með alla
reynsluna fékk engan,“ sagði
Rafn. Auk umræddra laxa voru
þrír til viðbótar yfir 10 pund og
nokkrir hinna 7-8 punda, þannig
að meðalþyngd var í góðu lagi.
FRÉTTIR
ATH: Nýjar vörur á góðu tilboðsverði
Ókeypis bílastæði
SISSA-tískuhús
Hverfisgötu 52, Reykjavík. S: 562 5110
Ath. Sendum í póstkröfu.
RANNÍS
Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð
KRISTÍN Hjartardóttir með fyrstu laxana sína,
tvo 11 punda úr Ytri Rangá.
LOFTPRESSAN sem numin
var á brott er auðþekkt af
gulum lit sínum og fyrirferð.
Vitna leitað að bí-
ræfnum þjófnaði
800 kg
loftpressa
numin á
brott
BÍRÆFNIR þjófar námu í fyrrinótt
á brott loftpressu sem vegur um 800
kg við vinnusvæði verktakafyrirtæk-
isins Suðurtækni á mótum Reykja-
hlíðar og Eskihlíðar en þar er unnið
að hitaveituframkvæmdum.
Steinunn Gunnarsdóttir hjá Suð-
urtækni segir að loftpressan hafi
verið skilin eftir að loknum vinnu-
degi í fyrradag og horfið einhvern
I tímann á tímabilinu frá níu í fyrra-
I kvöld til tvö í fyrrinótt.
Steinunn kveðst ekki skilja hvað
vakað hafi fyrir þjófunum. Loftpress-
an gagnist eingöngu verktökum við
jarðvinnuframkvæmdir og auk þess
sé mjög erfitt að losa sig við tækið.
Hún segir tjón fyrirtækisins mikið,
ný loftpressa kosti um eina milljón
króna og til að halda verkefnum
gangandi þurfi að leigja aðra vél.
Aðspurð segir hún að fyrirtækið hafi
j tækjatryggingu.
Steinunn hvetur alla þá sem kunna
að hafa orðið vitni að mannaferðum
í Hlíðunum á umræddum tíma að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík. Hún kveðst þó fyrst og
fremst vona að þjófarnir sjái að sér
og annað tveggja skili tækinu aftur
á sama stað eða gefi vísbendingu
um hvar pressuna megi finna.
Að mati Steinunnar er það orðið
mikið vandamál hjá verktökum að
ekki sé lengur hægt að skilja eftir
laus tæki eða verkfæri á verksvæð-
um. Öllu sé stolið en greinilega ekki
lengur aðeins steini léttara.
0
Skrifstofa Rannsóknarráðs
íslands verður lokuð
vegna sumarleyfa frá
15. júlítil 6. ágústnk.
Sýning í dag á sumarhúsi
Sýningarhús okkar sem er 52 fm og alveg fullbúið með
útigeymslu og 3 svefnherb,
Er til sölu með verulegum sýningarafslætti.
Verður til sýnis frá kl. 10 - 18 við verslun Húsamiðjunnar,
Skútuvogi 16, Reykjavík.
Hamraverk ehf., sími 555 3755.
A VIFILSSTAEAVELLI
A morgun, 14. júlí verður haldið glæsilegt
18 holu opnunarmót á nýjum og endurbættum
golfvelli Golfklúbbs Kópavogs
og Garðabæjar, Vífilsstaðavelli.
Leikinn verður höggleikur
Vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin,
með og án forgjafar.
O Nándarverðlaun á öllum par 3
brautum: Braut 2, 4, 8, 11 og 16
Utanlandsferð með SAS fyrir I
í höggi á braut 2 og 11 og leng
teighögg á braut 3 og 17.
|| Keppnisgjald: 1.800,- t- -
P Skráning í síma 565 7373 til kl. 18:00, 13. júli.
£ Styrktaraðili: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf
m
mam*
VAKA-HELGAFELL
* Lifandi útgáfa - í 15 ár ♦
Lesum í sttmar
Hollustuvernd
skoðar hunda-
hald að nýju
MÁL sem snertir hundahald í fjöl-
býlishúsi í Neðstaleiti hefur komið
aftur til kasta stjórnar Hollustu-
verndar ríkisins, þar sem ekki voru
allar upplýsingar fyrirliggjandi
þegar kveðinn var upp úrskurður
í málinu.
Málavextir eru þeir að mæðgur
í umræddu fjölbýlishúsi hafa átt
hund um nokkurt skeið, en fyrir
skömmu kærði nágranni þeirra
hundahaldið á þeim forsendum að
dóttir hans hefði ofnæmi fyrir
dýrinu.
Óvíst að úrskurður breytist
Eftir að Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur hafði tekið málið til
skoðunar, var ákveðið að óska eft-
ir því að hundurinn færi á brott,
en mæðgurnar hafa síðan fengið
að hafa dýrið örfáa daga í mánuði.
Jón Gíslason hjá Hollustuvernd
ríkisins segir að málið komi aftur
til kasta stjórnar stofnunarinnar
þar sem í ljós hafi komið að um-
sögn frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur hafði ekki verið kynnt
fyrir málsaðilum.
„Það var búið að fella úrskurð
með þeim galla að eitt málskjal
hafði ekki komið fyrir sjónir máls-
aðila, þannig að ekki voru öll kurl
komin til grafar, þótt svo að fátt
nýtt sé í málinu. Samkvæmt
stjórnsýslulögum var talið rétt að
kynna umsögnina fyrir aðilum
málum áður en endanlegur úr-
skurður fellur, þannig að þeir fái
tækifæri til að gera athugasemdir
ef svo ber undir,“ segir Jón.
Hann segir með öllu óvíst að
umsögnin breyti fyrri úrskurði á
nokkurn hátt, en búast megi við
að stjórnarfundur hjá Hollustu-
vernd sem haldinn er á þriðjudag
fjalli um málið.
BIODROGAj
LíTrænar I
jurtasnyrtivönir I
Engin auka ilmefni.
I BIODROGA
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
fiiaifiiaiiiiiiuiiK