Morgunblaðið - 13.07.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 21
Vegurinn til
Mandalay
ÞEGAR ég fletti
gömlum Mogga eftir
langa fjarvist rekst ég
á auglýsingar og grein-
ar frá Ingólfi Guð-
brandssyni um ferðir
sem hann hefur skipu-
lagt til Búrma (Myanm-
ar). Ingólfur lýsir þar
ágæti landsins, hinu
„óræða undurfagra
BURMA“ þar sem dval-
ist er á „nýju stórglæsi-
legu“ hóteli og minnist
söngsins góða „On the
Road to Mandalay".
Síðan segir hann (Mbl.
17. maí sl.):
„En hver veit nokkuð
um Mandalay eða land-
ið Burma, nema þá óljósu, brengluðu
mynd, sem ijölmiðlar bregða upp í
fréttum, þar sem landkostirnir og
bjartari hliðar lífsins falla í skuggann
fyrir æsiefni um ofbeldi og mannrétt-
indabrot. Vissulega eiga stjórnvöld
með einangrunarstefnu sinni þátt í
þessu, en keppast nú við að opna
landið bæði fyrir ferðamenn og er-
lent fjármagn...."
Hér skýtur skökku við.
Vestrænir fjölmiðlar hafa ekki
brugðið upp „brenglaðri mynd“ af
Búrma vegna þess að þeir séu sólgn-
ir í „æsiefni“, þvert á móti má halda
því fram að þeir hafi ekki sagt nægj-
anlega mikið frá þeirri ógn og kúgun
sem alþýða manna í Búrma hefur
búið við í hálfan fjórða áratug. Upp-
reisnaralda almennings gegn harð-
stjórunum í Rangoon síðla sumars
1988 fékk t.d. ekki alheimsathygli
einmitt sökum þess að vestrænir Qöl-
miðlar voru ekki á vettvangi, eins
og á Torgi hins himneska friðar ári
síðar, og gátu ekki sýnt í beinni út-
sendingu hvernig lífið var murkað
úr mótmælendum.
Búrma er stundum lýst sem fang-
elsi með fjörtíu milljón föngum, rek-
ið af gerspilltri herfor-
ingjaklíku sem safnar
auði meðan landið sekk-
ur í botnlausar skuldir
og alþýða manna hefur
varla í sig og á.
Ingólfur minnist á
einum stað á „harðræði
og óstjóm, sem vonandi
linnir senn“, en hann
segir að ferðamaðurinn
fái „litlu um það breytt“.
Þetta er ekki rétt. Ein
af aðferðum herforingja-
stjómarinnar til að við-
halda völdum sínum og
auði var nefnilega að
„opna“ landið fyrir
ferðamönnum, en í þijá-
Búrmabúar hafa löng-
um mátt þola ógn og
kúgun. Jakob F. As-
geirsson gerir athuga-
semd við skrif Ingólfs
Guðbrandssonar um
Búrma og hvetur ís-
lenska ferðamenn til að
sniðganga landið.
tíu ár hafði Búrma búið við sósíalskt
einræði og smám saman orðið eitt
einangraðasta og frumstæðasta land
heims. Þeir sem ferðast til Búrma eru
því með óbeinum hætti að styrkja
núverandi valdhafa í sessi.
Af þeim sökum hafa sumir helstu
fjölmiðlar á Vesturlöndum tekið
harða afstöðu gegn hinum skipu-
lagða ferðamannastraumi til Búrma.
Breska blaðið The Times hvatti
nýverið í ritstjórnargrein eindregið
^Jakob' F.
Ásgeirsson
Landmælingar Is-
lands til Akraness
SÚ ákvörðun Guð-
mundar Bjarnasonar
umhverfisráðherra að
starfsemi Landmæl-
inga íslands skuli flutt
frá Reykjavík til Akra-
ness hefur mætt mikilli
andstöðu og gagnrýni
ýmissa aðila en aðrir
hafa fagnað henni,
sem lið í því að dreifa
starfsemi stofnana rík-
isins um landið í stað
þess að safna henni
saman á höfuðborgar-
svæðinu. Ákvörðun
umhverfisráðherra um
flutning Landmælinga
íslands frá höfuðborg-
arsvæðinu á sér nokkra forsögu,
en stjórnvöld hafa um nokkurra ára
skeið haft uppi áform um að færa
starfsemi ríkisstofnana frá Reykja-
vík og út á landsbyggðina og eru
Landmælingar ein þeirra ríkisstofn-
ana sem bent hefur verið á í þessu
sambandi. í tíð síðustu ríkisstjórnar
voru gefín fyrirheit um að Land-
mælingar íslands yrðu fluttar til
Akraness, bæjaryfirvöld höfðu unn-
ið að því að taka við stofnuninni
og tryggt starfseminni aðstöðu í
stjórnsýsluhúsinu í bænum. Það
urðu því vonbrigði fyrir Akurnes-
inga þegar horfið var frá flutningi
stofnunarinnar og má segja að þá-
verandi umhverfisráðherra hafi
snúið við með stofnunina á miðri
leið yfir flóann og aftur
til Reykjavíkur.
Þá hefur lengi verið
baráttumál fyrir lands-
byggðina að hluti af
starfsemi og þjónustu
ríkisstofnana væri
staðsett utan höfuð-
borgarsvæðinsins. Nú
blasir við að uppgangur
í atvinnu- og efnahags-
málum mun styrkja
stöðu höfuðborgar-
svæðisins og hafa þeg-
ar komið fram skýr
merki um að þessi
landshluti hafi dregið
til sin fólk og umsvif
frá landsbyggðinni.
Þetta er mikið áhyggjuefni og það
blasir við að ef stjórnvöld gera ekk-
ert til þess að bregðast við þessari
þróun, þá mun staða landsbyggðar-
innar veikjast enn meira en orðið
er. Slík byggðaröskun umfram það
sem þegar er orðið mun ekki verða
okkar þjóðfélagi til góðs og það
hlýtur að vera almennur vilji lands-
manna að halda landinu sem mest
í byggð og nýta þær margvíslegu
fjárfestingar sem fyrir eru víða um
iand. Það er því ánægjulegt og já-
kvætt að Guðmundur Bjarnason
umhverfisráðherra hefur sýnt frum-
kvæði og viðleitni til þess að bregð-
ast við þessu með því að ákveða
að flytja starfsemi ríkisstofnana út
á landsbyggðina.
Magnús
Stefánsson
HLEKKJAÐIR fangar við vegagerð. Herforingjastjórnin í Búrma kallar þessa menn „glæpamenn“ —
í landi þar sem það er „glæpur“ að segja brandara um sljórnvöld. Þegar fangelsin eru ekki nægjan-
lega fjölmenn af stjórnmálaandstæðingum er fólk til sveita iðulega numið brott að næturlagi, jafnt
karlar sem konur og börn, og skikkað til að vinna ólaunaða „sjálfboðavinnu" í þágu landsins. Sjónar-
vottar hafa séð vinnubúðafanga þvingaða til að vinna uns þeir duttu niður dauðir eða skotna til
bana þegar þeir voru of aðframkomnir til að halda áfram vinnunni.
til þess að ferðamenn
sniðgengju ferðalög tii
Búrma. Blaðið skýrði frá
því að Bandaríkjastjórn
íhugaði að setja á alls-
heijar ferðabann til
Búrma, en taldi slíkt
opinbert bann aðför að
einum grundvallarrétti
manna, ferðafrelsinu.
Öðru máli myndi hins
vegar gegna ef ferða-
menn hefðu frumkvæði
að því sjálfir að snið-
ganga Búrma, slíkt gæti
verið áhrifarík aðferð til
að einangra herforingja-
stjórnina. Og blaðið lauk
umflöllun sinni á þessum
orðum:
„Ferðamenn sem
freistast af því sem Búrma hefur
óumdeilanlega uppá að bjóða, mega
ekki gleyma því að þetta er ríki sem
er byggt á sérstaklega hrottafenginni
kúgun. Þeir eiga að forðast landið
uns lýðræði hefur komist þar á á ný.“
Guardian tekur í sama streng og
segir nýverið í leiðara:
„Engin ferðaskrifstofa sem er
virðingu sinni vaxin getur auglýst
ferðir til Búrma við ríkjandi aðstæð-
ur og enginn ferðamaður á eigin
vegum ætti að láta sjá sig í landinu."
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna lýsti því í febrúar si., eins
og hún hefur gert mörg undanfarin
Guðmundur Bjarnason,
segir Magnús Stefáns-
son, hefur sýnt frum-
kvæði í flutningi ríkis-
stofnana út á land.
Þessi ákvörðun er mjög mikilvæg
og hún sýnir að stjórnvöld hafa vilja
til þess að styrkja stöðu lands-
byggðarinnar. Með flutningi Land-
mælinga íslands til Akraness sýna
stjórnvöld þennan vilja í verki og
það ber að þakka. Flutningur Land-
mælinga til Akraness mun hafa
ýmis mjög jákvæð áhrif á bæjarfé-
lagið og skjóta fleiri stoðum undir
athafna- og mannlíf í bænum. Þetta
er af hinu góða og starfsmenn
Landmælinga Islands sem munu
fylgja stofnuninni til Akraness
munu án efa falla vel að bæjarlífinu
þar, enda hefur Akranes upp á
margt gott að bjóða og þar er nánst
allt fyrir hendi sem fólk hefur þörf
fyrir í einu byggðarlagi.
Það er hins vegar svo að slíkar
ákvarðanir sem þessar snerta óneit-
anlega einkahagsmuni viðkomandi
starfsmanna og það er út af fyrir
sig skiljanlegt að starfsmenn bregð-
ist neikvætt við. Hins vegar hefur
það legið í ioftinu um nokkurt skeið
að þessi ákvörðun um flutning
Landmælinga Islands yrði tekin og
það er mikilvægt að allir aðilar
málsins sameinist um að leiða það
til farsælla lykta og framfylgja
þeirri ákvörðun sem umhverfisráð-
herra hefur tekið.
Höfundur er 3. þingmaður
Vesturlandskjördæmis.
ár, hvaða mannrétt-
indabrot eru að stað-
aldri framin í Búrma:
„Pyntingar, umsvifa-
lausar og tilviljana-
kenndar aftökur,
vinnubúðaþrælkun,
misþyrming kvenna,
pólitískar handtökur og
fangelsanir, þvingaðir
búferlaflutningar, kúg-
un þjóðernis- og trúar-
minnihlutahópa, og
allsheijar takmarkanir
á málfrelsi og funda-
frelsi...“
En Ingólfur Guð-
brandsson kemur til
Búrma eins og fugl
himinsins — og skrifar:
„Landið er gætt sér-
kennilegum, óræðum töfrum, sem
alls staðar liggja í loftinu eins og
ósýnilegur hjúpur, einhver andblær
engu líkur, sem þú hefur áður
kynnst, í ætt við dularsýn og krydd-
blandinn ilm, einhver ný blanda af
skýnjun þinni og andlegu ástandi í
veröld, sem þú vissir ekki að væri til.“
Ingólfur lýsir í sama anda hinni
„frægu musterisborg" Pagan. En
hann segir ekki frá því að fyrir sex
árum bjuggu þar á fimmta þúsund
manns. Dag einn var þeim fyrirskip-
að að yfirgefa borgina, það átti að
gera hana að ferðamannastað og
aðeins leiðsögumenn og þeir sem
myndu vinna á væntanlegum glæsi-
hótelum skyldu fá aðsetur í borg-
inni. íbúarnir fengu fáeina daga til
að hafa sig á brott og heimili þeirra
voru síðan lögð í rúst með stórvirkum
vinnutækjum. Fólkið var rekið eins
og fé til slátrunar þangað sem það
vrði ekki í augsýn væntanlegra
ferðalanga og þar fékk það að reisa
sér fátækleg strá- og bambushús.
Þeir sem mölduðu í móinn voru ýmist
barðir til hlýðni eða hraktir út á
eyðilega Pagan-sléttuna eða numdir
á brott að næturlagi.
Ingólfi þykir höfuðborgin Rangoon
„vistvæn"; „byggðin er dreifð," segir
hann, „götur breiðar og alls staðar
tré og blóm.“ Það er talið að um ein
milljón manna hafi verið flæmd burt
frá Rangoon til að búa í haginn fyr-
ir væntanlegan ferðamannastraum
og erlenda fjárfestingu, eða um fjórði
hluti íbúanna. Alls er áætlað að um
þrjár milljónir manna hafi verið
hraktar með harðræði frá heimilum
sínum til að undirbúa erlenda fjár-
festingu og gera ferðamannastaði í
landinu „vistvæna'*.
í heilsíðu grein sinni um Búrma
nefnir Ingólfur ekki einu orði Aung
San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa
Nóbels 1991, og þá lýðræðisbaráttu
sem háð er í landinu undir hennar
forystu. Lýðræðishreyfing Aung San
Suu Kyi er réttkjörið stjórnarvald
landsins, en hún vann yfir 80% þing-
sæta í kosningunum 1989 sem her-
foringjaklíkan hefur hunsað.
Herforingjastjórnin hefur reynt að
uppræta Lýðræðishreyflnguna með
því að pynta foyrstumenn hennar og
dæma þá til langrar fangavistar, en
sá mannfjöldi sem safnaðist saman
við heimili Aung San Suu Kyi í maí
sl. sýnir svo ekki verður um villst
hver vilji almennings er.
Ingólfur Guðbrandsson sér hins
vegar ekkert nema ævintýraljómann
í Búrma. Hann segir að landið sé
ferðamönnum „fundinn fjársjóður11
og getur ekki stillt sig um að vitna
BÖRN í þrælabúðavinnu fyrir
stjórnvöld. Ur nýrri sjón-
varpsmynd sem breska sjón-
varpsstöðin Carlton hefur
gert og sýnd var á ITV-
rásinni í Bretlandi í maí sl.
Myndirnar tók David Munro.
Umsjónarmaður myndarinn-
ar var ástralski blaðamaður-
inn John Pilger, en hann fór
í dulargervi „ferðaráðgjafa"
til Búrma og tókst að komast
á ýmsa forboðna staði.
í Kipling: „Komdu aftur, komdu aft-
ur/ til Mandalay."
Vegurinn til Mandalay hefur ný-
lega verið gerður að hraðbraut fyrir
ferðamenn og Amnesty International
hefur vitneskju um að a.m.k. tveir
verkamenn hafi verið skotnir til bana
við þá vinnu, einn hjakkaður til dauða
með hlúajárni og aðrir átta barðir
til óbóta.
Þannig hefur aiþýðu þessa lands
árum saman verið misþyrmt til að
búa í haginn fyrir ferðamannaárið
1996. Og Ingólfur Guðbrandsson lýs-
ir því með velþóknun hvernig landið
sé „nú í stakk búið til að taka á
móti gestum, sem eru góðu vanir og
gera kröfur.“
Einmitt þeim sem eru „góðu vanir
og gera kröfur" ætti að vera ljóst
hvílíkar fómir landsmenn hafa fært.
undir harðstjórn í hálfan fjórða ára-
tug.
Þær fómir em ekki óþægilegt
aukaatriði, eins og Ingólfur vill vera
láta, heldur daglegt brauð alþýðu
manna í þessu fagra en marghijáða
landi.
Réttkjörin ríkisstjórn Búrma,
Aung San Suu Kyi og Lýðræðis-
hreyfing hennar, hefur eindregið
hvatt ferðamenn um heim allan til
að sniðganga landið meðan hin spillta
herforingjaklíka drottnar yfir lands-
lýð. Ber okkur ekki skylda til að hlýða
því kalli?
Höfundur erfulltrúi íslnnds í
norrænu Búrmanefndinni.
Aung San Suu Kyi,
foringi Lýðræðis-
hreyfingarinnar.