Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 23

Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 23
22 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 J®Jí>r0iimMi^i$> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RAFRÆN ÚTGÁFA ÍSLENDINGA SAGNA GEISLADISKUR með texta allra íslendinga sagna og orðstöðulykli er kominn út hjá bókaforlagi Máls og menningar. Diskurinn er einkum ætlaður fræðimönnum, skólum, bókasöfnum og stofnunum. Hann auðveldar mjög rannsóknir á orðaforða, stíl, málfræði og bókmenntalegum einkennum íslendinga sagna. Umfang útgáfunnar má ráða af því að ef efni disksins væri á bók fyllti það tuttugu til þrjátíu þúsund prentaðar síður. Orðstöðulykillinn geymir öll orð íslendinga sagna, að frátöldum sérnöfnum, og hafa þau verið greind í orð- flokka. Auk þess hafa allar beygingarmyndir hvers orðs verið færðar undir eina uppflettimynd. Á disknum er einn- ig merkingarflokkuð skrá yfir öll nafnorð sagnanna og skrár með upplýsingum um orðaforða einstakra sagna. Með þessari merku útgáfu er fræðimönnum á sviði ís- lenzkrar menningar og á sviði íslenzks þjóðfélags til forna búið umtalsvert betra aðgengi að nauðsynlegum upplýsing- um, er varða þessi fræðasvið. Fjölmargar fræðigreinar eiga hér hlut að máli, svo sem bókmenntafræði, félags- fræði, lögfræði, mannfræði, málfræði, sagnfræði og þjóð- fræði. Auk þess gagnast útgáfan öllum þeim sem sinna ritstörfum og textagerð. Sem dæmi má nefna að einstak- lingur, sem grípa vill til orðasambands til að skreyta mál sitt, getur á augabragði kallað það fram á tölvuskjá, þó hann muni ekki nema eitt eða tvö orð úr þessu tiltekna orðasambandi. Geisladiskurinn er handhægt vinnutæki sem kemur mjög miklu efni á framfæri á aðgengilegan hátt. Hann gefur og yfirsýn sem ekki var möguleg áður. Þeir, sem að honum standa, hafa unnið gott og þarft verk sem fagna ber. Það á eftir að gagnast bæði .almenningi og fræðimönnum um langa tíð. Vonandi verða innan tíðar sem flest eintök þessa fræðabrunns í höndum áhuga- og fagfólks um móðurmálið og íslands sögu. MEIRITEKJUR AF SKOÐUN EN VEIÐUM? HVALASKOÐUN hefur verið að ryðja sér til rúms sem vaxandi þáttur í ferðaþjónustu víða um heim á undan- förnum árum og þ.á m. hér. Eftir að Jöklaferðir á Höfn í Hornafirði hófu fyrir nokkrum árum útsýnissiglingar með ferðamenn til að skoða hvali, fyrst fyrirtækja, hafa mörg ferðaþjónustufyrirtæki bætzt við. Nú er farið í hvalaskoð- unarferðir með ferðamenn frá Grindavík, Reykjavík, Arnar- stapa, Árskógsströnd, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Djúpa- vogi, svo nokkrir aðrir staðir séu nefndir. Frá ýmsum þess- um stöðum hafa áður verið stundaðar hvalveiðar. Dæmi eru um að sjómenn noti báta sína til hvalaskoðun- arferða að sumarlagi, en einnig eru dæmi um að fyrirtæki hafi sérstaka báta til þessara nota. Mikill vöxtur hefur verið í starfseminni og má nefna sem dæmi að 1.500 manns keyptu hvalaskoðunarferðir frá Húsavík í fyrra. í ár stefnir í mun hærri tölu. Hvalir eru tignarlegar skepnur og þykir mörgum það hreint ævintýri að skoða þá innan um önnur stórbrotin undur íslenzkrar náttúru. Undanfarin ár hafa hvalirnir verið notaðir til að laða ferðamenn til landsins og er skemmst að minnast stórbrotinnar ljósmyndar af stökkv- andi hnúfubaki, sem dreift var víða um heim til landkynn- ingar. Erlendir sérfræðingar telja að aðstæður til hvala- skoðunar séu einkar hagstæðar hér á landi. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að hópar brezkra ferðamanna hafi komið hingað eingöngu til þess að líta hvali augum. Talið er að á árinu 1994 hafi um 4,6 milljónir manna farið í hvalaskoðun víða um heim. Áætlað er að fyrir- tæki, sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir, hafi á því ári velt um 300 milljónum Bandaríkjadala, eða um 20 milljörð- um íslenzkra króna. Sé rétt haldið á spöðunum, ættu ís- lenzk ferðaþjónustufyrirtæki að geta náð talsverðum hluta þess markaðar, sem greinilega er fyrir ferðir af þessu tagi. Ekki er víst að þess verði langt að bíða að tekjur af hvalaskoðun verði meiri en þær tekjur, sem hugsanlega gætu orðið af hvalveiðum, yrðu þær teknar upp að nýju, að minnsta kosti ef tekið er mið af þeirri áhættu sem hvalveiðar hefðu í för með sér á útflutningsmörkuðum íslands. Breytingar í matvælafram- leiðslu á mann 1961-1995 Asía70,6% S- & M-Ameríka 31,4% Atríka Heimiid: FAÖ -11,6% a: 1960 1960 = Landsframleiðsla þróunarríkja 1960-1993 Vísitala 700 600 500 400 300 200 100 0 ’65 1970 75 1980 ’85 1990 ’93 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 23 Hvað veldur hægum hagvexti í Afríku? EINIDURGERÐ HÓLASKÓLA Mikilvægast að sitja staðinn vel Við þá endurgerð skóla- hússins á Hólum í sögufræga stað. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason BARNAHÓPUR frá Sauðárkróki í heimsókn á Hólum. Verkpallar eru enn á skólahúsinu þótt fram- kvæmdir við endurgerð hússins séu langt komnar. SKÓLAHÚSIÐ á Hólum er byggt í tvennu lagi. Eldri helmingurinn var byggður 1910 eftir uppdrætti Rögn- valdar Ólafssonar húsameistara og yngri hlutinn, sem er jafnbreiður eldra húsinu og jafnhár, var byggð- ur 1927 eftir uppdrætti Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Áður en eldri hlutinn var byggður var ráð fyrir því gert að húsið yrði úr timbri. Alþingi hafði veitt 18.500 kr. til byggingarinnar. Rögnvaldur Ólafs- son og Sigurður Sigurðsson skóla- stjóri fengu því ráðið að húsið yrði steinsteypt þótt stjórnarráðið hikaði við vegna þess að það óttaðist að húsið yrði þá miklu dýrara en fjár- veitingunni nam. Jón Bjarnason skólastjóri segir að húsið hafi verið vel byggt og af myndugleika. Þótt útveggir hafí ver- ið steyptir og einn milliveggur eru aðrir veggir og öll milligólf úr timbri. Nýrri hlutinn er hins vegar allur steinsteyptur. Hann segir að húsið hafi ekki fengið mikið viðhald og verið illa farið. Eldri hlutinn var óein- angraður og lak inn um sprungur og glugga. Húsnæðið hefur verið tekið til mismunandi nota í gegnum tíðina, eftir því sem aðstæður hafa krafíst. Þar hafa verið kennslustofur, heimavist nemenda og mötuneyti og þar hefur fjöldi starfsmanna skólans búið. Þessar breytingar skildu eftir sig ljót sár á byggingunni. Mikill undirbúningur Ákveðið var að taka eldri hlutann algerlega í gegn og hluta þess nýrri. Hófust framkvæmdir seint á síðasta sumri og er áætlað að þeim ljúki um mitt þetta sumar. Bjöm Kristleifsson arkitekt hannaði endurgerð hússins og Trésmiðjan Borg hf. á Sauðár- króki annast yfírstjóm verksins. Húsið hefur verið einangrað, klætt að innan, skipt um burðarbita eftir þörfum, gólf og loft styrkt og tekinn út fúi. Allar lagnir hafa verið endurnýjaðar. Húsið er fjögurra hæða og mikil lofthæð á miðhæðun- um en stigar þröngir. Var því sett lyfta í húsið. „Auk þess sem við gerum húsið upp miðað við kröfur nútímans og þarfir skólans hefur það verið fært nær sínu upprunalega útliti og feng- ið fyrri reisn,“ segir Jón. í þessum tilgangi var skipt um glugga á öllu SKIPT hefur verið um glugga og allt húsið fengið samræmt út- lit. Hér er verið að mála þak hússins og kvisti. húsinu, gert við sprungur og húsið málað að utan. Þótt framkvæmdir hafí aðeins staðið yfir í tæpt ár má rekja aðdrag- anda breytinganna til ársins 1980 þegar ákveðið var að endurreisa Ilólaskóla. Þá voru gerðar nokkrar endurbætur á skólahúsinu og segir Jón Bjarnason að jafnframt hafi verið mörkuð sú stefna að húsið skyldi halda sínu upprunalega útliti, þótt það yrði lagað að nútíma þörf- um skólans. Til þess að unnt yrði að ráðast í framkvæmdirnar án þess að loka skólanum í vetur þurfti að undirbúa breytingarnar vel og hag- ræða námsskipulagi með tilliti til þeirra. Jón segir að það hafi tekist þótt þessi mikla framkvæmd hafi vissulega haft mikil áhrif á starf- semina. Kostnaður 72 milljónir í upphafí var áætlað að kostnaður við endurbætur á skólahúsinu yrði 72 milljónir kr. og miðast fjárveiting við það. Jón segir að skólinn muni halda sig innan þess ramma. Hins vegar hafi verið gerðar nokkrar breytingar á verkinu á fram- kvæmdatímanum. „Þegar farið var að gera upp húsið fóru menn að skoða betur heildarsýn verksins og forgangsröðun var breytt. Upphaf- lega var áætlað að fresta því að skipta um hluta glugganna i nýrri hlutanum en alltaf var ljóst að það JÓN Bjarnason skólastjóri í stiga skólahússins. yrði að gera innan fárra ára. Við ákváðum hins vegar að laga allt húsið að utan og skipta um alla glugga, úr því búið var að setja upp verkpalla á allt húsið. Með þessu móti fær húsið alll samræmt útlit. Þetta þýddi að til þess að geta hald- ið okkur innan fjárhagsrammans urðum við að fresta endurgerð kennslustofa og skrifstofa á hálfri hæð í nýrri hlutanum,“ segir Jón. Ekki hefur verið ákveðið um fram- hald viðgerðanna en skólastjórinn telur skynsamlegt að Ijúka þeim í samfelldum áfanga. Segir hann mik- ið unnið með því átaki sem nú stend- ur yfír. Búið sé að taka allt húsið í gegn að utan og endurgerð eldri hluta þess alveg lokið. Þá sé lyfta komin í húsið en dtjúgur hiuti heildarkostn- aðarins er við hana og framkvæmdir henni tengdar, eða um 15 milljónir kr. Jón segir að vissulega megi segja að ódýrara hefði verið að byggja nýtt hús, ef aðeins væri litið á fer- metra til skólahalds. „Það kom aldr- ei til greina. Þetta hús er hluti þess sem gefur Hólastað gildi og staður- inn á sér sérstakan sess í huga þjóð- arinnar. Maður rífur ekki niður menningarminj ar. “ Heim að Hólum Er þá komið að hinni ástæðunni fyrir endurgerð skólahússins og legg- ur Jón ríka áherslu á hana, það er að sitja þurfi staðinn með reisn. „Hólastaður er kominn á traustan grunn. Skólanum hafa verið falin afmörkuð verkefni í búnaðarfræðslu og rannsóknum. Við helgum okkur fyrst og fremst íslenska hestinum, fiskrækt og ferðamálum til sveita. Forsendan fyrir þessu öllu er þó að staðurinn sé vel setinn. Sé það ekki gert gengur ekkert annað upp,“ seg- ir Jón. Hann segist vissulega finna til mikillar ábyrgðar í því hlutverki að stjórna þessum sögufræga stað. „Það er ákaflega viðkvæmt að sitja staðinn og ekki þykir öllum það sjálf- sagt. Ekki eru nema 15-16 ár liðin síðan starfið lá að mestu niðri og sterkar voru raddir uppi um að leggja Hóla í eyði. Þótt sumum fínnist það hégóma- girni er það mikilvægt í mínum huga að landsmenn allir geti sagt „heim að Hólum“. í þessum orðum felst einn af hornsteinum íslenskrar þjóð- menningar. Og sem dæmi um þann sess sem staðurinn hefur í huga Skagfirðinga má geta þess að þeir segja ekki „heim að Hólum“ heldur aðeins „heimeftir". Til þessa verður að taka tillit. Staðurinn verður að hafa eitthvað að bjóða svo fólk geti litið hingað með virðingu og starfs fólk og nemendur þurfa að geta feng- ið lífsfyllingu með veru sinni hér,“ ■ segir Jón. HAGUR Afríku hefur verið erfiður. Öll 53 lönd heims- álfunnar teljast til þróun- arríkja. Hagvöxtur í þess- um löndum hefur á undanförnum ára- tugum verið í lágmarki; á sama tíma og þróunariönd Suðaustur-Asíu hafa náð allt að 7% árlegum vexti hefur meðalhagvöxtur Afríkuríkja á mann ekki einu sinni náð yfir núllið. Þannig hafa þessi fátæku lönd dregizt enn meir afturúr hagþróun heimsins. Þessar staðreyndir eru áhugamönn- um um þróunarmál verðugt umhugs- unarefni. Jeffrey Sachs er einn þeirra sérfræðinga, sem hafa helgað sig þessu vandamáli. Hann stýrir rann- sóknarstofnun um alþjóðlega þróun við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum (The Harvard Institute for Internati- onal Development). Nýlega birtist eft- ir hann í vikuritinu The Economist ritgerð um þetta efni. Hér skal stiklað á stóru yfir efni hennar. ALLT frá því ríki Afríku öðluðust sjáifstæði hafa þau litið til lána- drottna sinna - annars vegar landa sem í velfiestum tilfellum eru fyrrum nýlenduherrar viðkomandi Afríku- ríkja, hins vegar hinna alþjóðlegu lánastofnana sem veita fé til þróunar- aðstoðar. Þessi þróunaraðstoð hefur frá því þessi ríki steyptust í stöðuga skuldakreppu á níunda áratugnum breytzt í eins konar sjálfvirka skipta- meðferð og á sama tíma hafa stjórn- arstefnur margra Afríkuríkja tak- markazt við að því er virðist enda- laust fundahald með hinum alþjóð- legu lánastofnunum eins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Alþjóðabankan- um og tengdum stofnunum sem og öðrum lánadrottnum. Á tímabilinu 1978-1987 var hag- vöxtur Afríkuríkja neikvæður um sem nemur 0,7 af hundraði og 1987-1994 var hann -0,6%. Gert er ráð fyrir um 0,6% jákvæðum hagvexti á árinu 1995, en á sama tíma náðu þróunar- lönd Suðaustur-Asíu metvexti, allt að 7%. Það er því eigi að undra, að hlut- ur Afríku í flæði erlendra fjárfestinga er aðeins um 3% af heimsmarkaðnum, á meðan hlutur þróunarlanda Asíu og í Kyrrahafi er um 40%. Þessar tölur sýna, að þær stefnur sem fylgt hefur verið í þróunaraðstoð við Afríku hafa ekki skilað árangri. Sachs bendir á að á áttunda áratugn- um var fylgt stefnu sem studdist við vonlausar sósíalískar hagstjórnar- stefnur í löndum eins og Tanzaníu, sem leiddi ekki til neins annars en enn verri skuldastöðu. Leiðandi markmið hinnar vestrænu þróunaraðstoðar á níunda áratugnum var svokölluð „skipulagsaðlögun" (structural adjust- ment), sem tók betra tillit til markað- arins, en vantaði forgangsröðun að- gerða til umbóta. Þetta leiddi til þess að á tíunda áratugnum er sjónum beint að „góðri stjórnun" þróunarland- anna, þ.e.a.s. meiri áherzla er lögð á að afrískar ríkisstjórnir fylgi skilvirk- um stjórnunaraðferðum. Áætlanir alþjóðastofnananna gallaðar Þrátt fyrir að „skipulagsaðlögun“ hafi skilað nokkrum árangri, þ.e.a.s. leitt til aukins vaxtar í nokkrum Afríku- löndum, segir Sachs þær áætlanir Aþjóða Gjaldeyrissjóðsins (IMF) og Alþjóðabankans vera alvarlega gall- aðar. IMF hugsi ekki um annað en verðlagsstöðugleika og Alþjóðabank- anum sé fyrirmunað að fínna rétta forgangsröðun. Reglan hjá bankanum sé sú að hlaða þróunaraðstoðarlán sín slíkum fjölda skilyrða, að veikar, skuldum hlaðnar ríkisstjórnir neyðist til að setja á virðisaukaskatt, nýjar tollaregiur, framkvæma umbætur á ríkisstarfsmannakerfinu, einkavæð- ingu og fleira - og þetta allt innan strangra tímamarka, vanalega aðeins nokkurra mánaða. Stærsti gallinn við þessar áætlanir eru þó, að dómi Sachs, að þær stefndu ekki að meiri hagvaxtaraukningu en 1-2 af hundraði, á meðan reynslan frá þróunarlönd- um Suðaustur-Asíu sýndi að hægt væri að ná 5% hagvexti þar sem þróunaraðstoð við fátæk lönd skilaði árangri. Hinn við- varandi lági hagvöxtur í Afríku sé ekkert lögmál, það sé hægt að ná asískum vexti í Áfríku. Af 53 ríkjum Afríku hafa 3 náð vexti sem kemur „Nýr Afríkusáttmáli“ Þróunarað- stoð hefur ekki skilað árangri nærri þeim asíska: Botsvana, Máritíus og nú síðast Úganda. Að sögn Sachs hafa rannsóknir sýnt, að hagvöxtur á mann stjórnast af eftirfarandi fjórum meginatriðum. • Upprunalegu tekjustigi landsins, þar sem fátækari lönd hafa tilhneigingu til hraðari vaxtar en ríkari; • að hve miklu leyti við- ________ komandi land tekur mið af markaðsiögmálum, sem fel- ur í sér hve opið það er fyrir viðskipt- um, hversu frjáls heimamarkaðurinn er, að framleiðslan sé frekar í höndum einkaaðila en opinberra, vernd eignar- réttarins og lága jaðarskatta; • sparnaðarstig landsins, sem er ná- tengt sparnaðarstigi ríkisins sjálfs; og síðast en ekki sízt • þættir tengdir landfræðilegri legu og auðlindum viðkomandi lands. Lönd sem ekki hafa aðgang að sjó og lönd sem hafa ofgnótt einstakra auðlinda hafa tilhneigingu til að dragast aftur úr strandríkjum og löndum sem ekki búa yfir miklum náttúruauðlindum. Að teknu tilliti til þessara fjögurra atriða má skýra að mestu hví Afríkuríki hafa ekki náð meiri vexti en raun ber vitni. Háir tollmúrar og aðrar viðskiptahindranir, of háir skattar, mjög lágt sparnaðarstig og erfiðar landfræðilegar aðstæður, með- „Dögun hraðs vaxtar um gervalia Afriku" Lokatillaga Sachs, sú sem hann nefnir „stærstu uppsprettu stuðnings" frá ríku löndunum, er jafnframt sú sem hann segir hina ódýrustu. Hin ríku lönd Evrópu, Ameríku og Japan ættu að hleypa „Nýjum Afríkusátt- mála“ af stokkunum, sem tryggði opinn aðgang afrískra framleiðsluvara á markaðina, og þar sem þaú skuld- byndu sig til að veita Afríku raunverulega aðstoð við að fella álfuna inn í efnahags- kerfí heimsins. Þessi skujd,- binding myndi hjálpa til að sanna fyrir báðum aðilum að hið langa tímabil efna- hagslegrar jaðartilvistar Afríku væri lokið; slíkt myndi hleypa krafti í af- rískar sem og vestrænar þjóðir til að yfirstíga allar hindranir á veginum til „nýrrar dögunar hraðs vaxtar um gervalla Afríku“. Hjaltadal, sem nú er á lokastigi, er hugað að halds en jafnframt reynt að gefa húsinu fyrri reisn með því að færa það nær upprunalegu útliti. í samtaii við Helga Bjarnason kemur fram að Jón Bjarnason skóla- stjóri telur síðarnefnda þáttinn afar mikilvægan í því að sitja vel þennan VAXTARHRAÐI flestra Afríkuríkja hefur ekki getað haldið í við hraða fólksfjölgunar og hefur því t.d. matvælaframleiðsla á mann í álfunni minnkað á undanförnum áratugum. Þróunar- aðstoð við Afríku end- urskoðuð Hagþróun í Afríkuríkjum hefur verið mjög hæg á undanfömum áratugum, þrátt fyrir alla veitta þróunaraðstoð. Sérfræðingar hafa ekki verið á einu máli um ástæður þessa. Auðunn Arnórsson kynnti sér kenningar eins bandarísks sérfræðings um hagvöxt í Afríku. al annars hátt hlutfall aðgangsleysis að sjó (15 af 53 löndum eru umkringd landi) og það hve háð mörg lönd eru útflutningi náttúrulegra hráefna eru allt atriði sem dæmigerð eru fyrir hagkerfi Afríkuríkja. Lega og auðlindir landa munu þó ekki vera það sem gerir útslagið með að hagvöxtur Afríkuríkja sé svo lág- ur, að dómi Sachs, heldur fyrst og fremst skortur á fijálsum viðskiptum, skortur á hvatningu fijáls markaðar og skortur á almennum sparnaði. Eftir að hafa brotizt undan valdi nýlenduveldanna féllu flest Afríkuríki í þá gryfju að loka hagkerfum sínum og treysta á sjálfsþurftabúskap í nafni sjálfstæðis. Oft nýttust stofnanir frá nýlendutímanum eins og stjórnarráð landbúnaðarins hinum nýju ríkisstjórn* um sem tæki tii að efla tök sín á hög- um viðkomandi landa, sem þýddi aukna miðstýringu og útilokun markaðsafl- anna. Lengi leiddu tilraunir Vesturlanda til þróunaraðstoðar við þessi ríki að- eins til þess að hrun miðstýringarkerf- anna frestaðist um hríð. Erlendar skuldir þróunarlandanna hrönnuðust upp. Nú eru það einmitt hinar himin- háu erlendu skuldir sem eru mörgum Afríkulöndum mestur fjötur um fót á leið þeirra til umbóta. Skuldaeftirgjöf nauðsynleg Sachs ieggur til, eins og reyndar margir aðrir, að veita skuldugustu þró- unarlöndum Afríku rausnarlega eftirg-<; jöf skulda til að gera þeim mögulegt að „byija upp á nýtt“. Hægt er að tína til fjölda dæma um að skuldaeftirgjöf hafi leitt til nýs hagvaxtarskeiðs: Þýzkaland 1953, Indónesía 1969 og nú síðast Pólland, Egyptaland og fleiri. Eftir stendur spurningin, hvort þró- unaraðstoð (hinna velmegandi landa) geti stutt hagvöxt í Afríku. Niðurstaða Sachs er sú, að þróun- araðstoð grípi þá aðeins, að hún sé takmörkuð í tíma (og verki þar með ekki ánetjandi) og sé hluti heildará.; ætlunar sem byggir á markaðsmíð- aðri vaxtarstefnu. Vandamálið hing- að til hefur verið að bæði þessi skil- yrði hefur vantað: að þiggja aðstoð hefur orðið eins konar lífsstíll margra ríkja og áætlanir IMF og Alþjóða- bankans hafa sjaldan tekið mið af vaxtarstefnu. Áður en erlend þróunarhjálp missir allt traust fyrir kaldhæðni og þreytu, verður að enduruppbyggja hana á grundvelli framkvæmanlegra mark- miða. í fyrsta lagi ætti þróunaraðstoð að grundvallast á mun meira vali; hún ætti aðeins að vera veitt iöndum sem grípa til skilvirkra ráðstafana til að koma á markaðs- og útflutnings- stýrðum hagvexti. í öðru lagi ætti hver aðstoðaráætlun að vera tak- mörkuð í tíma. Það myndi hjálpa umhótasinnuðum ríkisstjórnum að standa við sínar skuldbindingar á fyrstu stigum. Aðstoðaráætlanir, sem fjöruðu út eftir fyrirfram tilkynntum kvarða - rausnarlegar í upphafi, minnkandi síðar - myndu krefjast hæfilegrar einbeitingar af afrískum stjórnendum. Það færi hinum velmegandi löndum heims vel að stýra meira fjármagni til hjálpar svæðisbundnum aðstoðará- ætlunum, svo sem til að opna landlukt- um löndum aðgang að höfnum. Auk- inn (fjárhagslegur) stuðningur við friðargæzlu á ólgusvæðum er jafn- framt þarfur. þörfum nútíma skóla-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.