Morgunblaðið - 13.07.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.07.1996, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ J + Bergsteinn Jón- asson var fædd- ur að Múla, Vest- mannaeyjum, 17. desember 1912. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir húsmóðir og Jónas Jónsson út- .'*» gerðarmaður og síðar fiskimats- maður í Vest- mannaeyjum. Hann var tvíburi, en bróðir hans, Kjartan, lést úr spönsku veikinni 1918. Berg- steinn átti 3 hálfbræður sam- feðra, Jón, Kristján og Karl. Hann var hafnarvörður frá 1938 til 1975. Síðar vann hann hjá Skeljungi sem lagermaður í Skerjafirði til 1. mars 1987. Bergsteinn kvæntist Sveu Mar- íu Norman 1938. Þau bjuggu að Múla í Vestmannaeyjum og síðustu 20 árin í Reynigrund v 57 í Kópavogi. Þeirra börn eru: 1) Kjartan Þór, fæddur 1938, var kvæntur Ingibjörgu Vinur okkar í áratugi er jarðsett- ur í dag. Steini á Múla var hann ætíð kallaður, kenndur við Múla í Vestmannaeyjum. Þegar við hjónin fluttum ung til Eyja tók hann á móti okkur og hjálpaði að flytja búslóðina í hús. Hann var heljarmenni og lét sig ekki muna um að bera ísskápinn á fyikinu upp 20 tröppur. í honum og konu hans Sveu áttum við góða vini. Að Múla var gott að koma, þar var alltaf afar gestkvæmt í öllum kaffitímum, þar sem húsmóð- irin smurði og bakaði pönnukökur í mannskapinn. Þar voru heimsmál- in, bæjar- og íþróttapólitíkin rædd. Hann sá um að við urðum Þórarar, því það skipti miklu máli að vera í réttu íþróttafélagi. Ungur að árum gekk hann í íþróttafélagið Þór og vann glæsta sigra á fótboltavellinum. Honum var lýst svo: Bergsteinn Jónasson lék yfirleitt hægri bakvörð. Hann var einn af þeim varnarmönnum sem ákaflega erfitt var að komast fram hjá. Hann var í hveijum leik ein aðal driffjöðurin, fullur af áhuga og dugnaði. Bergsteinn var vinsæll knattspyrnumaður, það var alltaf líf í kringum hann. Steini var í tuga ára í forystu- sveit íþróttafélagsins Þórs og heið- ursfélagi þess. Dugnaður hans og forystuhæfileikar voru annálaðir. Hann var drifkraftur Þjóðhátíðar í mörg, mörg ár. Steini var Akógesi bestu ár ævi Andersen, þau skildu. Þeirra börn eru Kristín og Knútur. Síðari kona Arndís Egils- son, þeirra börn Arndís, Kjartan og kjördóttir, Kol- brún. Dætur Arnd- ísar, uppaldar hjá þeim, Helena og Valborg. 2) Mar- grét Halla, fædd 1941. Hennar maki Sigurgeir Sigur- jónsson, dáinn 28. september 1993. Þeirra dóttir Svea Soffía. 3) Jónas Kristinn, fæddur 1948. Hans maki Þórhildur Oskars- dóttir. Þeirra börn Bergsteinn, Örlygur Þór og Hildur. 4) Vil- borg Betty, fædd 1950. Auk þess ólu þau upp sonardóttur, Kristínu Kjartansdóttur, fædda 1957, hennar maki Guð- mundur Elmar Guðmundsson, þeirra börn Friðrik, Hafþór og Inga Ósk. Útför Bergsteins verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sinnar, eða þar til hann flutti í Kópavoginn, nauðugur, í gosinu. I forystusveit sjálfstæðismanna var hann til fjölda ára og stóð þétt- ur við hlið vinar síns Guðlaugs Gíslasonar þegar vegur flokksins var sem mestur en meirihluta hélt flokkurinn samfellt í 16 ár. Hann stofnaði Starfsmannafélag Vest- mannaeyja og var heiðursfélagi þess. Einnig var hann heiðursfélagi í Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Steini var giæsimenni, stór og myndarlegur. Þegar hann var ung- ur, var gerður um hann bragur: Elsku besti Múli minn / vinnu- konuvinurinn. Sveu sinni kynntist hann í Eyj- um, en hún kom einmitt sem vinnu- kona að norðan frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Steini gerðist hafnarvörður. Með einn mann til tvo oftast sér við hlið, gættu þeir hafnarinnar. Þá var maður hafnarvörður, en ekki stjóri. Þó var umfang hafnarinnar miklu meira og erfiðara en í dag. Þegar verið var að þilja bryggjurn- ar var unnið myrkranna á milli. Þá var bátaflotinn miklu stærri en í dag og oft púsluspil að koma bátunum fyrir í höfninni. Þá var heldur enginn kvóti. Hafnarverðir voru ræstir út á öllum tímum sólar- hrings. Fór Svea ekki varhluta af næturbröltinu og var hún oft illa sofín, engu síður en hann. Þetta voru erfíð en ánægjuleg ár. Bömin Kjartan, Halla, Jónas, Vilborg og MINNINGAR sonardóttirin Kristín, uxu úr grasi, öll mannvænleg, fóru að búa eins og gengur nema Vilborg, sem bjó með þeim alla tíð. Steini var vinmargur, stjórnsam- ur, ljúfur og greiðvikinn eins og vinsældir hans sýndu. Hann skaff- aði vel, eins og sagt var í þá daga. Vildi hafa góðan og kjarnmikinn mat, ekkert gras eins og nú tíðkast. Svo fór að gjósa í Vestmannaeyj- um og allir flúðu upp á land. Steini og Svea komu sér fyrir á Reyni- grund í Kópavogi ásamt Vilborgu dóttur sinni. Hann vann þó í gosinu við sitt starf og alveg til ársins 1975, en þannig æxlaðist þó að þau fluttu ekki aftur heim. Fjöldi fólks 50 ára og eldra treystu sér ekki til að endurreisa húsin sem annað- hvort voru horfín eða full af vikri, lái þeim hver sem vill, en þeirra var sárt saknað. Bærinn varð ekki samur aftur. Þar vantaði alltof mikið af máttarstólpum bæjarins. Um langan tíma vantaði heila kyn- slóð í bæjarlíf Vestmannaeyja. í Kópavoginum undu þau sér vel, Steini vann hjá Skeljungi, lag- ermaður í Skeijafírði til 1987. Vil- borg var þeim stoð og stytta alla tíð. Á hún miklar þakkir skildar fyrir alla umhyggjuna. Þegar Svea var orðin mikið veik, lagðist hún á Sjúkrahús Vestmannaeyja og and- aðist þar í júní 1994. Þau voru gift í 56 ár. Eftir dauða hennar hvarf Steina öll lífslöngun. Varð hann ekki sam- ur eftir það. í vetur veiktist hann og dró smám saman af honum uns hann lést 2. júlí, saddur lífdaga. Við þökkum honum áratuga vin- áttu og kveðjum hann með virðingu og þökk. Sigurbjörg Axelsdóttir, Axel O. Lárusson. í dag kveðjum við elskulegan afa minn. Það koma fram í hugann ýmsar ljúfar minningar bæði frá því er ég var barn i Eyjum og fór með afa niður á bryggju þar sem hann í mínum augum réði öllu og gat allt því hann var svo stór og sterkur. Og samverustundum í Reyni- grundinni þegar ég var að fara út á lífið, og varð að fá álit afa á því hvernig ég liti út, þá hafði hann alltaf skoðun á því hvort honum fannst ég fín eða ekki, stundum hleypti hann í brýrnar, hló, og spurði hvort þetta væri virkilega í móð! Og oft gátum við afi platað ömmu eða Villu til að laga handa okkur heitt súkkulaði með ijóma, sem okkur fannst báðum algjört sælgæti. Villa mín, söknuður þinn er sárastur og þú gerðir allt það fyrir þau sem þú gast. Minningar um góðan mann lifa, og minningar getur enginn frá manni tekið. Og nú ert þú, afi minn, kominn við hlið ömmu þar sem þér leið alltaf best. Afi minn. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Svea. Oft leitar á hugann, er ég hafði á orði eftir náttúruhamfarir jarð- eldanna á Heimaey, að mesti skað- inn fyrir okkur yrði, hve margt af því ágæta fólki, sem hér bjó, kæmi ekki til baka. En segja má, að hér sannaðist, sem viðurkennt er á al- þjóðavísu, að hvarvetna, þar sem sambærilegt gerist að aðeins tveir þriðju fólks skilar sér til baka. Víð- ast eru hörmulegustu afleiðingarn- ar mannskaðinn er verður. Hjá okkur var öllu lífi þyrmt, og öllum bjargað. Guði sé lof. í hópi þeirra, sem ekki áttu afturkvæmt, voru þau mætu hjón á Múla, Svea Normann og Berg- steinn Jónasson, er nú eru bæði látin, og í dag kveðjum við hann hinstu kveðju. Minningamar rifjast upp. Mín kynslóð minnist Steina á Múla fyrst sem fótboltahetjunnar á blárönd- ótta Þórsbolnum, er stóð eins og klettur í vörninni, og átti stærstan þátt í ófáum sigrum. Öll hans vinna fyrir Þór, utan vallar og innan, var þökkuð verðskuldað, og Steini marg heiðraður fyrir. Það fer minna fyrir heiðri af afrekum dag- lega lífsins. Enn það var næstum ótrúlegt hveiju Steini gat afkastað er hann í áratugi starfaði sem yfir- hafnarvörður og yfírverkstjóri, m.a. við byggingu Friðarhafnar og Nausthamarsbryggjunnar, auk ótal margs annars til heilla fyrir höfn- ina, lífæðar byggðarlagsins. Þegar báta- og skipakomur voru taldar í tugum og jafnvel á annað hundrað- ið á degi hveijum, eins og oft var á þessum árum, er erfítt að skýra út, hvernig 2-3 menn gátu komið öllu til góðra skila, en því stjórnaði Steini lengst allra ásamt Jóni lóðs. Við Steini störfuðum mikið sam- an fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eru honum nú sérstaklega þökkuð holl ráð og vinna í stjórnum flokksins, Samkomuhússins og sem varabæj- arfulltrúa, svo nokkuð sé nefnt. Að leiðarlokum óska ég ástvin- um öllum, sem svo mikið hafa mátt reyna á undanförnum misser- um, blessunar Guðs og styrks um ókomin ár. Jóhann Friðfinnsson. Við dánarfregn Bergsteins Jón- assonar, eða Steina á múla eins og hann var almennt kallaður af Eyjamönnum, kom upp í hugann minning um mann sem ég tel í röðum bestu sona Vestmannaeyja. Eg var ungur er ég kynntist honum. Hafði séð hann á knatt- spyrnuvellinum í keppnisliði Þórs og var afar hrifinn af honum sem knattspyrnumanni. Dag einn bank- aði ég upp á að Múia og bað hann að innrita mig sem félaga í Þór og var það auðsótt mál. Á þeirri stundu grunaði mig ekki allt það ánægjulega samstarf, sem við átt- um eftir að eiga í margháttuðum störfum fyrir félagið. Bergsteinn var kjörinn gjaldkeri Þórs 1933 og gegndi hann því embætti til aðalfundar 29. nóvem- ber 1942. í gjaldkerastarfinu sýndi hann mikinn dugnað við að afla félaginu Qár. Hann skilaði fjárreið- um félagsins þannig að þær sýndu að íþróttafélagið Þór var fjárhags- lega eitt best stæða íþróttafélag landsins. Bergsteinn var mikill áhugamaður um bætta aðstöðu til íþróttaiðkana í Eyjum. Þegar ákveðið var árið 1946 að byggja íþróttavöll í Löngulág, sunnan Landakirkju, var hann kjörinn for- maður bygginganefndar vallarins og var hann það að mestu meðan á verkinu stóð. í upphafi fram- kvæmdanna kom í ljós að verkið yrði afar erfitt vegna vlðáttumikill- ar klappar, sem yrði að sprengja meira og minna. Upp komu raddir sem töldu réttast að hætta við verkið, þessi klöpp yrði ofviða með tilliti til þess tækjabúnaðar, sem til staðar var. En Bergsteinn var á öðru máli og með harðfylgni, útsjónarsemi og samstarfí hans við dugnaðarmenn tókst verkið giftu- samlega. Árið 1942 var Bergsteinn ráðinn hafnarvörður og jafnframt yfir- verkstjóri hafnarframkvæmda í Eyjum. í fyrstu reyndi mjög á starfshæfni hans í hafnarvarðar- starfinu. Bryggjupláss var lítið en skipakomur tíðar vegna mikils út- flutnings á fiski til Bretlands og auk þess varð að sinna hinum stóra bátaflota Eyjamanna. Kappsamir bátaformenn voru oft all ýtnir eft- ir hentugum plássum fyrir báta sína, en öllu slíku mætti Bergsteinn með skipulagi er gaf sem jafnasta aðstöðu. Það kom fljótt í ljós að verkstjórnarhæfileikar hans við hinar margvíslegu hafnarfram- kvæmdir voru miklir og ennfremur að hann var einkar laginn að fá til liðs við sig trausta og vinnufúsa menn. Það kom vel fram við bygg- ingu Nausthamarsbryggju, sem byggð var við mjög erfiðar aðstæð- ur, en þrátt fyrir það verulega undir kostnaðaráætlun, eins og raunar átti sér stað um allar fram- Minningargreinar og aðrar greinar Eins og kunnugt er birtist jafnan mikill fjöldi minningargreina í Morgunblaðinu. Á einum og hálfum mánuði í byijun árs birti blaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þess- um tíma. Vegna mikillar fjölgunar að- sendra greina og minningar- - greina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minn- ingargreinum og almennum aðs- endum greinum. Ritstjórn Morg- unblaðsins væntir þess, að les- endur sýni þessu skilning enda . er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. BERGS TEINN JÓNASSON kvæmdir sem Bergsteinn stjórn- aði. Enginn vafi er á því að bygg- ing Nausthamarsbrggju var mikið happaverk, en upphafsmaður að þessari bryggjugerð var hinn far- sæli hafnsögumaður Jón I. Sig- urðsson og var samstarf þeirra Bergsteins heilladijúgt hafnarmál- um Vestmannaeyinga. Þá ber þess að geta að samstarfsmaður Berg- steins í hafnarvörslunni, Sigurður Kristinsson frá Löndum, reyndist hinn traustasti og samvinnan þeirra hin ágætasta. Starfsferli sínum hjá Vest- mannaeyjahöfn lauk Bergsteinn á hinu örlagaríka ári 1973 og var þá að mestu lokið endurbyggingu Básaskersbryggju sem hófst 1972 undir stjórn hans. Frá byijun hafn- argerðar í Vestmannaeyjum er um að ræða stórbrotið þrekvirki þar sem margir heiðursmenn koma við sögu, en sú saga verður ekki sögð nema nafn Bergsteins Jónassonar skarti þar hátt. Ég er þakklátur fyrir kynni mín við Steina á Múla og flyt öllum aðstandendum samúðarkveðjur við andlát hans. Ingólfur Arnarson. Elsku afí, í dag kveð ég þig í hinsta sinn, en þú munt ávallt lifa í hjarta mínu því ég á svo margar dýrmætar og yndislegar minningar um þig. Helstu minningarnar eru bundnar við æskuár mín í Eyjum, þar sem þú og amma skipuðuð bæði mikilvægan sess. Það var allt- af svo gott að vera hjá ykkur á Múla, amma stjanaði við mig eins og henni einni var lagið og þú tókst mig með þér á bryggjurnar þar sem þú varst hafnarvörður. Alltaf þótti mér jafn gaman að fara með þér í þessar bryggjuferðir og í dag veit ég að það var vegna þess að ég var svo stoltur af afa mínum. Hvar sem þú komst var þér sýnd svo mikil virðing og það skynjaði ég þótt ungur væri. Eftir gosið settust þið amma að í Kópavogi og sem krakki átti ég erfitt með að sætta mig við þá stað- reynd að amma og afí kæmu ekki aftur til Eyja, að ég gæti ekki far- ið niður á Múla og hitt ykkur hve- nær sem mig langaði til. En þið voruð dugleg að auðvelda mér þetta. Þið komuð oft til Eyja og þegar ég vissi að ykkar var von var tilhlökkunin mikil. Ég fékk líka að koma til ykkar og þá brölluðum við ýmislegt saman. Eru þar efst í huga mér tvær ferðir sem ég fékk að fara með ykkur norður til Bald- urshaga. Þar átti ég góðar stundir með ykkur í sveitasælunni og ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar við vorum að keyra norður. Ég varð fljótt leiður á keyrslunni en myndi sjálfsagt ekki svona vel eftir henni ef þið hefðuð ekki tekið upp á því að fá mig til að telja þá bíla sem við mættum á leiðinni. Alla bíla á leiðinni norður taldi ég og var hinn ánægðasti. Hin síðari ár rifjuðum við þetta oft upp, þú, ég og amma, og hlógum þá mikið. Þið kunnuð alltaf lagið á mér og voruð alltaf svo blíð og góð. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum ásamt unnustu minni var gott að eiga þig og ömmu að í Reynigrundinni. Ósjaldan kom- um við til ykkar um helgar og ávallt var tekið vel á móti okkur. Eftir að amma dó sumarið 1994, var alltaf skrýtið að koma í Reyni- grundina þar sem hún var ekki lengur, en þú tókst vel á móti okk- ur og við skynjuðum gleði þína yfir að sjá okkur. Það gladdi okkur líka svo mikið hve vænt þér þótti um Jónas litla og ekki er laust við að ég hafí séð gamalkunn blik í augum þínum þegar hann kom til þín, enda hélt hann mikið upp á þig og var alltaf spenntur þegar hann vissi að hann væri að fara að heimsækja langafa. En ég veit að eftir að amma dó varðstu aldrei samur. Ég skynjaði söknuð þinn og því hugga ég mig við það að nú sértu búinn að hitta hana aftur og þér líður vel. Bergsteinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.