Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 28

Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 28
f 28 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 J MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jónína Hjartar- dóttir fæddist á Flateyri 3. febrúar 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsi ísafjarðarbæj- ar 5. júlí siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðfínnur Hjörtur Hinriksson og Guð- riður Þorsteinsdótt- ^ ir er bjuggu á Flat- eyri. Faðir Jónínu drukknaði er hún var aðeins tveggja ára gömul og ólst hún síðan upp ásamt eldri systur sinni, Rögnu H. Hjartar, fæddri 3. júlí 1927, hjá móður sinni og föðurafa og ömmu, þeim Hin'rik B. Þorlákssyni og Kristrúnu Friðriksdóttur á Flateyri. Jónína stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugarvatni og síðar við Húsmæðraskólann á Akureyri. Hinn 29. júní 1955 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sinum, Kristjáni Hálfdanssyni, skrif- >- stofumanni, en þau höfðu þá búið saman um nokkurt skeið og bjuggu eftir það á Flateyri, að undanskildum átta árum, er Elskuleg systir mín er látin. Við vorum bara tvær og áttum því hvor aðra enn frekar en al- - mennt er. Líf okkar var alla tíð mjög samtvinnað þótt fjöll, dalir og firðir skildu að búsetu okkar síð- ustu 34 árin. Faðir okkar drukknaði á afmæl- -^Á’sdaginn sinn þegar hann varð 28 ára og móðir okkar varð bráðkvödd aðeins 47 ára gömul. Föðurforeldrar okkar ásamt mömmu gengu okkur í foreldrastað og áttum við þeim allt að þakka. Við systurnar vorum því þakklátar að geta haft afa og ömmu í nær- veru okkar síðustu æviár þeirra. Allt þetta hnýtti okkur frá bam- æsku, óijúfandi traustum vináttu- böndum. Við vorum meira en syst- ur, einnig vinir, trúnaðarvinir, sem gott var að eiga og leita til þegar næðingar lífsins ógnuðu. Þau koma í huga minn núna sannleiksorðin úr Orðskviðum Salómons „Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðs- _ ályktun Drottins stendur". Heimili Ninnu og Kristjáns eigin- þau störfuðu við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Þau hjón eignuðust sjö börn, en stúlku- barn dó við fæð- ingu. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guð- mundur Helgi, skip- sljóri, f. 20.10.1952, maki Bergþóra Kr. Ásgeirsdóttir, 2) Hinrik, fram- kvæmdastjóri, f. 18.3. 1954, maki Ingibjörg Krisljáns- dóttir, 3) Hálfdan, sjómaður, f. 6.2. 1956, maki Hugborg Linda Gunnarsdóttir, 4) Kristjana, húsmóðir, f. 14.1. 1958, maki Birgir Laxdal, 5) Ragnar Hjörtur, fisktæknir, f. 15.9. 1959, maki Þórunn ísfeld Jónsdóttir og 6) Guðrún Rúna, húsmóðir, f. 21.10. 1965, maki Matthías A. Matthíasson. Jón- ína eignaðist sautján barna- börn, sem öll eru við bestu heilsu, en sjálf hefur hún átt við langvarandi veikindi að stríða allt frá árinu 1978. Utför Jónínu verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. manns hennar ber vitni um frábæra smekkvísi og hvarvetna blasa við verkin hennar, listræn og vel unnin, því hún var mikil hannyrðakona. Stærsta gleðin hennar voru börnin þeirra sex og barnabörnin, öll myndarleg, mannvænleg og góð, enda bar hún mikla umhyggju fyrir þeim öllum. Ninna mín var búin að ganga í gegnum mikil veikindi og erfiðleika á undanförnum árum en alltaf sýndi hún sama kjarkinn, dugnaðinn og lífsviljann. Ég er Guði þakklát fyrir að ég skyldi komast vestur til henn- ar og fá að vera hjá henni síðustu stundimar ásamt ástvinum hennar. Einn sona hennar sagði við mig þegar hún var látin: „Það eru þrjú orð, sem lýsa henni mömmu best, þau eru trú, von og kærleikur." Undir þetta get ég tekið heilshug- ar. Trúin á Guðs handleiðslu var henni leiðarljós og bænin mátti aldr- ei bresta. Vonin var vinur hennar og vernd- arskjól og viljinn til að sjá allt í bjartara og betra ljósi. Kærleikur- inn var samt mestur. Hún átti svo mikinn kærleika, sem hún miðlaði óspart til ástvina sinna og reyndar til allra, sem hún umgekkst, því ekkert aumt mátti hún sjá. Hún vildi alls staðar rétta hjálparhönd og sætta og gleðja. Mér finnst því þetta litla ljóð lýsa lífsviðhorfi henn- ar vel. Eins og stjarnan lýsir í myrku himinhvolfinu lýsir trúin í myrkri angistar okkar. Eins og fræið liggur í moldinni og vaknar að vori Iifír vonin í djúpi sálar okkar. Eins og glóðin lifír í öskunni og kveikir bálið vermir kærleikurinn hjörtu okkar. Missum ekki trúna vonina og kærleikann leyfum þeim að lýsa upp líf okkar. (Kristjana E. Guðmundsdóttir.) Það síðasta, sem hún systir mín gaf mér og sonum mínum voru hlý og falleg minningarorð, sem þún skrifaði, en vildi ekki láta birta, um nýlátinn eiginmann minn Jón F. Hjartar, en þau voru góðir vinir. Það var góð gjöf, sem ég mun geyma og gæta vel. Guð blessi syst- ur mína. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja Kristján mág minn, börn hans og fjölskyldur þeirra. Ragna H. Hjartar. Hún Jónína amma okkar er dáin. Okkur bræðurna langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Það er svo stutt síðan amma var hjá okk- ur, og hálfskrítið að hugsa til þess að hún sé farin. Við viljum þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þær voru mjög mikilvægar, og minningin um ömmu lifir í hjörtum okkar. Takk fyrir sam- veruna, amma, þú verður alltaf hjá okkur. Guð geymi þig alla tíð. Þínir ömmustrákar, Kristján og Haukur. Elsku Jónína mín. Mig langar til að votta þér virð- ingu mína með þessum fátæklegu línum. Ég átti þess aðeins kost að þekkja þig tvö síðustu árin sem þú lifðir í hérvistinni, en þau voru á við margra ára kynni. Fyrir tveimur og hálfu ári eins og þú veist, varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Kristjönu dóttur þinni og mér er það alltaf minnisstætt þegar hún kynnti okkur. Þú varst á spítala í Reykjavík að ná þér eftir hjartauppskurð og þrátt fyrir veikindin og snöggan aðdrag- anda að sambúð okkar Kristjönu, faðmaðir þú mig hlýlega að þér og bauðst mig velkominn í fjölskylduna. Og seinna kynntist ég svo betur þeim góðu mannkostum sem þú varst gædd og þeirri miklu hlýju sem þú varst ávallt reiðubúin að miðla öðrum. Öll erum við mannanna börn á sömu leiðinni þótt sumum miði hæg- ar en öðrum eins og gengur. En þú varst greinilega komin lengra en flest okkar hinna. Það er svolítið einkennilegt að hugsa til þess að fyrir aðeins tveim- ur mánuðum varstu hjá okkur í viku- tíma svo sæl og geislandi af lífi að ég hafði á orði að þú litir betur út en við hin. En mánuði seinna er sjúk- dómurinn greindur og ekki varð við neitt ráðið. Almættið ætlaði þér greinilega að inna meira og vandasamara verk af höndum á öðrum sviðum. Ekkert er handahófskennt á þeim bænum. Á því er enginn vafi í mín- um huga. Þess vegna vil ég um leið og ég votta eftirlifandi eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Allt hefur sinn tíma, líka tími sorgar. Syrgið því ekki of lengi svo að andi hins burtfarna megi öðlast frelsi og halda áfram á sínum þroskabrautum. Jónína mín, um leið og ég kveð þig og þakka þér fyrir allt og allt, vil ég biðja Guð almáttugan að blessa þig og vernda sem og okkur öll sem syrgjum þig. Birgir Laxdal. Tengdamóðir mín, Jónína Hjart- ardóttir, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði 5. júlí, eftir erfið veik- indi. Það er erfitt að hugsa sér Flat- eyri án hennar og fylgjst með því hvað hún var að föndra og búa til handa börnunum sínum, tengda- börnum og ég tala nú ekki um barnabömin, því öllum stundum sat hún við að sauma út myndir til að prýða heimili þeirra. Allir þessir hlutir voru vel gerðir, því hún lét ekkert frá sér, nema vel frá geng- ið. Það lýsir Ninnu best hvaða hug hún bar til bamanna sinna og barnabarnanna að hún var alltaf að búa eitthað til handa þeim og gefa. Þau voru fá jólin þegar ekki JONINA HJARTARDÓTTIR t Bróðir minn og mágur, INGÓLFUR AÐALBJARNARSON, lést á Vistheimilinu Bjargi fimmtudaginn 11. júlí. Sigrún Aðalbjarnardóttir, Jón Pálmason. t Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIGURJÓN BJARNASON, Sólvöllum 2, Húsavík, lést á heimili dóttur sinnar fimmtudaginn 11. júlí. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR THORODDSEN, Tómasarhaga 32, Reykjavík, andaðist 11. júlí. Maria K. Tómasdóttir, Jón G. Tómasson, Sigurlaug E. Jóhannesdóttir, Sigurður Tómasson, Rannveig Gunnarsdóttir, Kristin Tómasdóttir, Jóhannes Sigvaldason, Herdis Tómasdóttir, Sigurður K. Oddsson. Börn, tengdabörn og barnabörn hins látna. + EINAR KRISTJÁNSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frá Hermundarfelli, HALLDÓRA S. BJARNADÓTTIR, Vesturgötu 7, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. júlí kl. 16.00. (áður Háagerði 55), andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, fimmtudaginn 11. júlí. Guðrún Kristjánsdóttir, Angantýr Einarsson, Auður Ásgrimsdóttir, Sigurður Ólafssson, Guðbjörg Þorleifsdóttir, Óttar Einarsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Hilmar Guðmundsson, Bergþóra Einarsdóttir, Eyjólfur Friðgeirsson, Einar Ólafsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Kristján Einarsson, Ólfna Þorsteinsdóttir, Steinar Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. barnabörn og barnabarnabörn. var eitthvað í pökkunum sem amma hafði búið til. Elsku Ninna mín, það er til orð- tæki sem segir: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Því þú vildir allt fyrir alla gera og áttir til svo mikla hjartahlýju. I bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævi stig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég kveð þig, Ninna mín, með harm í hjarta og veit að góður Guð tekur á móti þér opnum örmum. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Margar góðar minningar koma upp í huga minn þegar ég hugsa um ömmu. Ég minnist þess svo vel hvað það var spennandi að opna pakkana frá ömmu og afa því að í þeim var yfirleitt eitthvað sem amma hafði búið til. Og ég veit að á hvetju heimili barna henanr hanga fallegar myndir á veggjum sem hún hefur saumað. I fyrrasumar þegar ég og kær- asti minn sögðum ömmu að við ætluðum að leigja íbúð á meðan við værum í skóla á Akureyri náði hún í fullt af munstrum af eldhúsmynd- um og sagðist vilja sauma handa okkur mynd og bað okkur að velja eina. Þetta lýsir henni best, um- hyggjan og gjafmildin var í fyrir- rúmi. Hún amma mín var ekki bara dugleg við handavinnuna, heldur gerði hún líka heimsins bestu kryddkökur sem voru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það var svo gott að sitja og spjalla við afa og ömmu yfir nýrri kryddköku og kaldri mjólk. En nú er hún amma mín farin og á það eftir að vera mjög skrýtið að vera hér á Flateyri án hennar. En við eigum öll svo fallega hluti eftir hana sem eiga eftir að minna okkur á hana um ókomna tíð og allar minningarnar um þessa góðu konu sem hún amma var og mér þótti svo ákaflega vænt um. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði, en ég ætla að kveðja þig með kvöldbæn sem þú kenndir mér og fórst alltaf með þegar ég gisti hjá þér á Öldugöt- unni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Minningin lifir í hjarta mínu. Kristjana Hinriksdóttir. Skilafrest- ur minn- ingagreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér-segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveim- ur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.