Morgunblaðið - 26.07.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.07.1996, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B/C 168. TBL. 84.ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rannsókn á orsökum þess að þota TWA fórst Torkennilegt hljóð greinist á hljóðrita New York. Reuter. ROBERT Francis, varaformaður bandarísku öryggis- og samgöngu- nefndarinnar, sagði í gær að á hljóð- ritanum úr þotu flugfélagsins TWA, sem fórst skömmu eftir flugtak í New York fyrir rúmri viku, heyrðist fjórð- ung úr sekúndu óútskýrt hljóð, sem rannsóknarmenn væru að reyna að átta sig á til að komast að því hvað grandaði vélinni. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti tilkynnti í gær að tafar- laust yrði gripið til aðgerða til að auka öryggi í farþegaflugi banda- rískra flugfélaga. Francis sagði að allt virtist með felldu á upptökunum að öðru leyti. Hann vildi ekkert segja um mikil- vægi þessa hljóðs eða merkingu og Clinton boðar hert öryggis- eftirlit bætti við að það væri sérfræðing- anna að skera úr um það. „Allar fjórar rásir upptökutækis- ins í flugklefanum námu [óvenju- legt] hljóð í sekúndubrot rétt áður en bandinu lýkur," sagði Francis. Hann sagði að fram að því hefði allt virst eðliiegt á upptökunum. Áhöfnin hefði aðeins rætt hefð- bundin mál og ekki minnst á bilun. í fréttum bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CBS í gærkvöldi sagði að upptakan bæri því vitni að sprengja hefði sprungið í vélinni. Francis kvað kafara nú hafa náð líkum 126 manna af þeim 230, sem fórust, af hafsbotni. Clinton var að koma ásamt Hill- ary, konu sinni, af þriggja klukku- stunda fundi með aðstandendum nokkurra af þeim 230 sem fórust með flugi 800 frá New York til Parísar 17. júlí. Clinton kvaðst vona að brátt mætti taka í notkun háþróuð tæki til að leita að sprengjum á öllum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þennan búnað væri nú verið að prófa. Einnig fyrirskipaði hann nánari IVCUUCI ROBERT Francis, varaformaður bandarísku öryggis- og sam- göngunefndarinnar, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti á blaða- mannafundi í gær. leit og gegnumlýsingu farangurs. Auk þess yrði skylda að skoða hverja flugvél, sem fljúga ætti til eða frá Bandaríkjunum. Clinton skipaði A1 Gore varafor- seta til að endurskoða öryggi í far- þegaflugi og einnig hversu hratt ætti að endurbæta ieitartækni. Gore á að skila áliti um fullkomnari leitar- tæki innan 45 daga. Clinton sagði að þessar aðgerðir gætu leitt til þess að kostnaður og óþægindi af því að ferðast með flugi í Bandaríkjunum myndu aukast. ■ Svörtu kassarnir/16 Reuter HOPUR ungmenna, mörg vopnuð kylfum og öðrum bareflum, sést hér hlaupa um götur Bujumb- ura, höfuðborgar Búrúndí, í gær. Að baki sjást hermenn standa á bilpalli. Herinn hrifsar öll völd í Búrúndí Arafat hitt- ir Assad Damaskus. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, kvaðst í gær hafa átt „mik- ilvægar" viðræður við Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, um að taka sameiginlega afstöðu í friðarviðræð- unum við nýja stjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísra- els. Sýrlendingar hafa verið meðal hörðustu gagnrýnenda Netanyahus og hafa líkt honum við Adolf Hitl- er. Nú virðast þeir hins vegar vera að draga úr, að sögn Dennis Ross, friðarerindreka Bandaríkjamanna. Ross átti fund með Assad í gær og sagði að honum loknum að for- seti Sýrlands virtist reiðubúinn að gefa Netanyahu kost á því að sýna að hann vildi frið fyrir botni Mið- jarðarhafs eins og Egyptar og Palestínumenn. Irak Hussein sýnt til- ræði? Jerúsalem. Reuter. RÍKISSJÓNVARPIÐ í ísrael greindi frá því í gær að Saddam Hussein, forset.i íraks, hefði sloppið naumlega þegar sprengja sprakk í einni af höll- um hans fyrir nokkrum dögum. Rás eitt í ísrael greindi ekki frá heimildum, en kvað herinn í írak hafa handtekið flölda manns eftir tilræðið. Sagt var að „sum- ir“ héldu fram að allt að 300 manns hefðu verið tekin af lífi. Samkvæmt fréttinni yfirgaf Hussein höllina fimm mínútum áður en sprengjan sprakk. Þetta væri alvarlegasta banatilræðið, sem Hussein hefði verið sýnt, en reynt hefði verið að myrða hann í sex eða sjö skipti. Bujumbura, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. STJÓRNARHER Búrúndí tók í gær völdin í landinu, bannaði alla póli- tíska starfsemi og lokaði landamær- um. Tútsar eru í meirihluta í stjórnar- hernum sem átt hefur í baráttu við skæruliða af þjóðflokki hútúa, sem eru í meirihluta íbúa landsins. Herinn gerði Pierre Buyoya að leiðtoga herrráðsins. Hann hefur áður verið í forystu herforingja- stjórnar. Buyoya sagði í útvarps- ávarpi í gærkvöldi að helsta mark- mið hans væri að afstýra blóðbaði. Utvarpið sagði að þing landsins hefði verið leyst upp og forseti lands- ins, Sylvestre Ntibantunganya, leyst- ur frá völdum. Bandaríkjamenn kváðust áfram Iíta á Ntibantunganya sem lögmætan leiðtoga Búrúndí. Hann leitaði skjóls á heimili bandaríska sendiherrans í Bujumbura í fyrradag. Utanríkisráð- herra Búrúndí, þingforseti og nokkr- ir háttsettir embættismenn hafa leit- að skjóls í þýska sendiráðinu. Að sögn vitna mátti heyra skot- bardaga víða í höfuðborginni eftir tilkynninguna um valdaránið. Óttast blóðbað Starfsmenn hjálparstofnana lýstu áhyggjum yfir því að yfir vofði blóð- bað líkt og í nágrannaríkinu Rúanda á síðasta ári. Fulltrúar uppreisnarsveita hútúa segjast staðráðnir í að vinna sigur í baráttunni gegn stjórn tútsa. Samtök Afríkuríkja lýstu því yfir í gær, áður en tilkynningin barst um valdaránið, að til greina kæmi að Afríkuríki, með stuðningi Vest- urlanda, myndu hnekkja valdaráns- tilraun og senda her til Búrúndí. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að umheimurinn myndi ekki sætta sig við valdaránið. Herstjórnin kvaðst ekki ætla að láta undan alþjóðlegum þrýstingi. ■ Enn einn kaflinn/17 Tyrkir gagnrýndir Sex látnir í hungnr- verkfalli Ankara. Reuter. ÞRÍR fangar til viðbót.ar létust í fangelsi í Tyrklandi í gær og hafa þá alls sex af þeim rúmlega 300 sem verið hafa í hungurverkfalli frá því í maí, látist af þeim sökum. Þetta mál er farið að beina athygli um- heimsins að stöðu mannréttinda- mála í Tyrklandi og víða á megin- landi Evrópu eru tyrknesk stjórn- völd nú harðlega gagnrýnd. Fangarnir eru félagar í samtök- um vinstri manna í Tyrklandi. Með hungurverkfallinu hafa þeir viljað mótmæla slæmum aðbúnaði í fang- elsum í landinu og krafist þess að einu þeirra, sem þeir kalla „kist- una“, verði lokað. Fangarnir eru í um 30 fangelsum víðsvegar í Tyrklandi, og hefur fréttastofa Reuters eftir lögfræðingi að í öllum fangelsunum séu fangar í lífshættu vegna sveltis. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Sevket Kazan, sagði á miðvikudag, að hann hefði ekki í hyggju að verða við kröfu fanganna um að loka „kistunni", en í gærkvöldi virtust stjórnvöld vera að gefa sig. Örygg- isráð landsins kom saman og lýsti yfir því að gripið yrði til aðgerða „hið fyrsta“. Fangarnir eru einnig að mótmæla því, að lögregla hafi dreift róttækum föngum milli fangelsa og leyfi ekki að þeir fái heimsóknir skyldmenna og lögfræðinga. Gagnrýni í Evrópu Ríkisstjórnir í Evrópu hafa farið sér hægt, en fjölmiðlar og stjórnar- andstöðuflokkar hafa lýst yfir stuðningi við fangana. Hörðust hafa viðbrögðin verið í Þýskalandi. Sósíalistar á Evrópuþinginu sögðu að Evrópusambandið ætti að hóta að stöðva fjárframlög til Tyrkja í Qárlagagerð síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.