Morgunblaðið - 26.07.1996, Side 20

Morgunblaðið - 26.07.1996, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR f Um greinargerð Kosningamiðstöðvar Olafs Ragnars Grímssonar VARLA hefur farið fram hjá mörgum að á undanförnum vikum og mánuðum hafa fjölmargir einstakl- ingar haldið því fram opinberlega, að vegna starfa sinna og starfs- aðferða í áranna rás, sé dr. Ólafur Ragnar Grímsson ekki hæfur til að verða forseti ís- lensku þjóðarinnar allrar. Hafa mörg dæmi verið tekin af ferli Ólafs til marks um að þar fari maður sem stór hluti lands- manna geti aldrei sætt sig við sem þjóðhöfðingja. Sjónarmið þessi voru sett fram í blaðagreinum og síðan í nokkrum blaðaauglýsingum. Virtust ótrúlega margir láta sér í léttu rúmi liggja hvað bent var á í blaðagreinunum en þegar mörg sömu atriða komu fram í auglýsingum hófst töluverð umræða. Það var hins vegar ekki rætt um efni auglýsinganna heldur eitthvað allt annað. Þannig höfðu menn mun meiri áhuga á því að vita hverjir auglýstu en hvað var auglýst. Fréttamenn vildu vita hvort auglýsendur væru að reyna að „hefna sín á Ólafi Ragnari" en ekki hvort rétt væri frá störfum Ólafs sagt. Markvisst var reynt að gera auglýsendur tortryggilega, ekki með því að rengja nokkuð sem þeir héldu fram, heldur gagnrýna að- ferðina sem þeir notuðu. Frétta- menn tóku vegfarendur tali og spurðu þá hvað þeim fyndist um „svona auglýsingar" en ekki hvort þeir teldu mann með feril Ólafs Ragnars Grímssonar æskilegt for- setaefni. Ólafur var sjálfur spurður hver „hans viðbrögð væru“ en ekki um efnislegar staðhæfmgar auglýs- enda. Ólafur gerði mikið úr því að auglýsendur væru fyrrverandi for- stjórar og sjálfsagt efnaðir, og sagði auglýsingamar „aðför að lýðræð- inu“ og meira fannst fréttamönnum þeir ekki þurfa að vita. Þó var sú undantekning á að í sjónvarpsþætti að kvöldi 28. júní minntist Bogi Ágústsson á að í einni auglýsing- unni voru rakin nokkur ummæli Ólafs um trúmál sem stönguðust á, svo ekki sé meira sagt. Bogi spurði Ólaf um þessi ummæli og fékk það einstæða svar eitt að aug- lýsingarnar væru ekki svaraverðar. Þarna spurði Bogi um tiltekin um- mæli, sem nákvæmlega var vitnað til og enginn getur rengt að hafi fallið eins og rakið var, og Ólafur komst upp með að telja fréttastjóra Ríkissjónvarpsins ekki svaraverðan. Greinargerð Kosninga- miðstöðvar Ólafs Morguninn eftir Jjennan sjón- varpsþátt þar sem Ólafur Ragnar taldi auglýsingamar „ekki svara- verðar" birtist í Morgunblaðinu „greinargerð frá Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar“ þar sem leitast var við að svara nokkru af því sem auglýst var. Var það gert með þeim hætti að ekki verður unað við. Greinargerðin hefst á því að af Ólafs hálfu hafi verið lögð „áhersla á að stuðningsmenn héldu uppi drengilegri og heiðarlegri um- ræðu“, það hefði „verið kappkostað að koma á framfæri viðhorfum frambjóðandans og verðleikum án þess að rýra hlut meðframbjóð- enda.“ - Það hefur sjálfsagt verið þess vegna sem kosningaskrifstofa Ólafs dreifði með símbréfi á fjöl- miðla, texta þar sem reynt var að gera „meðframbjóðanda" hans, Pét- ur Kr. Hafstein og fjármál framboðs hans tortryggileg. - Er svo vikið að þeirri gagnrýni sem framboð Ólafs hafði orðið fyrir. Er sérstaklega vakin athygli á því að það fólk sem mælti gegn framboði Ólafs hafi „ekki komið fram með neitt nýtt í þessum skrifum né annað en það sem hefur verið rætt í þaula áður“! Rétt eins og það séu aðeins síðustu vikurnar fyrir forsetakjör sem skipti máli þegar kjósendur velja milli for- setaefna og að þar komi þau ein mál til álita sem enginn hefur nefnt áður. Ólafur skrökvaði um trúmálin ... í greinargerðinni segir að ein undantekning sé á hinum vítaverða skorti á frumleika gagnrýnenda ÓI- afs, og sé hún ,umræðan um trú- arviðhorf frambjóðandans og dreng- skaparheit hans þegar hann sem ráðherra bar vitni fyrir rétti". Segir að þar hafí verið „framið nokkurs konar landhelgisbrot" þar sem trú- málum hefði „ekki verið flíkað í þjóðmálaumræðu á íslandi". Hér er með mjög áberandi hætti reynt að leiða lesendur afvega. Vissulega urðu frásagnir af framburði Ólafs um trú sína fyrir rétti annars vegar og í fjölmiðlum fyrir forsetakjör hins vegar ekki til að auka trúverðug- leika hans. Það sem hins vegar vek- ur mestar efasemdir um heilindi Ólafs eru hans eigin orð í viðtölum. í þau var vitnað í blaðagreinum sem og í hinum umtöluðu auglýsingum. Á þau er hins vegar ekki minnst í greinargerð Ólafs. Um þau spurði Umræðan snýst um það, segja Haraldur Johannessen og Þórð- ur Pálsson í þessari fyrri grein af tveimur, hvort frambjóðandinn sagði ósatt. fréttastjóri Ríkissjónvarpsins árang- urslaust og þau hefur Ólafur Ragn- ar Grímsson (ÓRG) ekki getað skýrt. í viðtali á Rás 2 15. október síðastliðinn var ÓRG spurður hvort hann væri enn þeirrar skoðunar sem fram hafí komið í viðtali í Helgar- póstinum fímmtán árum áður að hann væri „nokkuð sannfærður um að guð væri ekki til“. Hann stað- festi þessa skoðun sína og kom fram hjá honum að „voðalega erfitt" væri að sannfæra hann um að einn af þeim guðum sem trúað er á, það er sá sem ríki í kirkjunum heima, sé hinn eini rétti. Aðspurður hvað hann trúi á, sagðist hann eiginlega ekki vita það, en hann héldi að hann tryði „svona einna helst á mann- inn“. Þama er óumdeilanlegt að Ólafur trúir ekki á guð. Hinn 11. júní, hálfu ári síðar, er ÓRG hins vegar kominn í forsetaframboð og farinn að sækja kirkjur. Þá er hann spurður á Stöð 2 um trú sína og svarar: „Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann guð sem sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“ Hann fer mörgum orðum um mikla trúarlega reynslu sína í æsku og þeir sem á þetta svar hans hlýða geta ekki verið í neinum vafa um að hann vill með því taka af allan vafa að hann sé og hafí alla tíð verið afar trúaður maður. Það sér hins vegar hver heilbrigður maður að þessi tvenn svör ÓRG, sem hvor um sig eru mjög skýr og afger- andi, fara engan veginn saman. Nú er rétt að leggja á það áherslu að þessi umræða snýst ekki um það hvort ÓRG trúir á guð eða ekki, heldur það hvort hann hafí sagt ósatt. Og staðreyndin er sú, að hann hlýtur a.m.k. í öðru viðtalinu að hafa farið með ósannindi. ... og mat Ceaucescu mikils Þá er í greinargerðinni reynt að gera sem minnst úr þeim ummælum Ölafs Ragnars að Nikolai Ceaucescu væri „heiðursmaður", en vitnað var í þau í einni auglýsingunni. í greinar- gerðinni segir: „Reynt er að gera það tortryggilegt að Ólafur Ragnar hafí sagt Ceausescu, einræðisherra í Rúmeníu, vera heiðursmann. Hið rétta í málinu er að hann talaði í viðtali við Helgarpóstinn 24. maí 1984 um „báða þessa heiðursmenn Ceausescu og Trudeau" og hafði um Rúmeníuleiðtogann og kanadíska forsætisráðherrann íslenskt orðatil- tæki sem oftar en ekki er notað í kaldhæðnum tón.“ Hér er greinilega látið að því liggja að Ólafur hafí ekki talið Ceaucescu merkilegan pappír. En í viðtalinu í Helgarpóstin- um kemur hins vegar skýrt fram að Ólafur Ragnar lagði mikið á sig til að fá Ceaucescu til liðs við samtök sín. Um þá viðleitni sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu: „fórum við nokkr- ir í undirbúningshópnum í persónu- lega heimsókn til hans og fengum þar góðar og virðulegar viðtökur. Hann sýndi þessu máli gríðarlegan áhuga og embættismenn hans hafa fylgst náið með þessu og tekið þátt í mótun þessa frumkvæðis. Þeir sátu meðal annars undirbúningsfundina í London í febrúar/mars síðastliðnum sem við víkjum kannski að síðar. En hvað sem þessum fundum okkar Rúmeníuforseta leið, þá tók hann þá ákvörðun að athuguðu máli, að betur færi á því að hann styddi þetta frumkvæði á sínum vettvangi í stað þess að vera í innsta hring og kvaðst myndu beita sér ákveðið í málinu gagnvart þeim ríkjum sem honum standa næst“. Þátttaka Ceaucescus strandar sem sagt á honum sjálfum en ekki Ólafí. Það er Ceaucescu sjálf- ur sem ákveður að vera ekki „í innsta hring". En Ólafur herðir upp hugann og segir í viðtalinu: „það er í raun mjög mikill sigur fyrir okkur að þetta hafi þó náð svona langt með Rúme- níuforseta". Ekkert í þessu viðtali gefur ástæðu til að ætla að Ólafur hafí ekki álitið Ceaucescu heiðurs- mann, eða að þama hafí hann beitt fyrir sig „kaldhæðni". Enda leggur hann Ceaucescu og Trudeau að jöfnu, og tæplega hefur hann með þessu verið í kaldhæðni að skjóta að Trudeau. Haraldur er háskólanemi en Þórður er B.A. í heimspeki og M.B.A. Hornsteinn borgarsamfélags EITT af stærstu viðfangsefnum nútímaborga eru umferð og sam- göngur. Greiðar almenningssam- göngur eru meðal hornsteina þróaðs borgarsamfélags. Reykjavík er þar engin undantekning. Borgaryfir- völd leggja nú mikla áherslu á að bæta umhverfi og umferð og leggja í því skyni meðal annars áherslu á bættar almenningssamgöngur. Það er hlutverk Strætisvagna Reykjavíkur að veita þjónustu á sviði fólksflutninga í borginni. Hlut- verkið rækir SVR með því að skipu- leggja leiðakerfí og gera út strætis- vagna sem aka samkvæmt því. Umferð og umhverfi Ferðamáti fólks hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Lengi vel treystu íbúar og gestir aðallega á strætisvagna sem ferða- máta innan borgarinnar. Með bætt- um efnahag varð bílaeign lands- manna með því mesta sem gerist í heiminum og nú er svo komið að umferð á götum Reykjavíkur sam- svarar akstri í 300 þúsund manna borg eða um þrefalt því sem gera mætti ráð fyrir. Þessu fylgir há slysatíðni, hávaði og önnur mengun. Nútímamenn leggja áherslu á heilsusamlegt líferni með hreyfingu og útiveru. Bætt umhverfí er í brennidepli. íslendingar eru að verða meðvitaðri um meðferð fjár- muna en áður og famir að líta á kostnað í víð- ara samhengi. í sam- ræmi við þá þróun hef- ur farþegum SVR fjölgað árlega frá árinu 1992. Um 25 þúsund ferðir era nú farnar með vögnum SVR á virkum dögum. Nýjungar í þjónustu SVR Þann 15. ágúst næstkomandi taka gildi umtalsverðar breyting- ar á leiðakerfi SVR. Gildandi leiðakerfí er að stofni til frá 1970. Þær breytingar sem síðan hafa ver- ið gerðar hafa fyrst og fremst ver- ið viðbætur vegna byggingar nýrra borgarhverfa. Nú hefur leiðakerfíð verið endurskoðað í heild með tilliti til breyttrar búsetu og ferðaþarfa í borginni. Árangurinn er þær breytingar á þjónustunni sem ganga munu í gildi þann 15. ágúst. Ýmsar fleiri breytingar hafa orð- ið á þjónustu SVR að undanförnu. Liður í breyttu skipulagi á síð- asta ári var að stofna sérstaka far- þegaþjónustudeild. Með því vill fyr- irtækið efla þjónustuna við farþega. Starfsvið deildarinnar er að fylgjast með þjónustunni, selja farmiða, veita upplýsingar um þjónustuna og ráðgjöf um ferðir. Á skiptistöðinni á Hlemmi hefur verið opnuð afgreiðsla og þangað er mikið sótt af viðskiptavinum. Þjónustusimi SVR hefur verið efldur. Þar era gefnar upplýs- ingar í síma allan þann tíma sem vagnar era í akstri. Sú þjónusta er mikið notuð af við- skiptavinum og er vel þegin. Leiðakort og tíma- töflur SVR era nú í fyrsta sinn birtar í símaskránni. Með þeirri nýbreytni er tryggt að upplýs- ingar um ferðir SVR séu alltaf við hendina. Upplýsingar um leiðakerfi SVR eru einnig aðgengilegar á Int- ernetinu á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Akstur næturvagna um helgar hófst í byrjun árs 1994. Næturþjón- ustan hefur verið aukin veralega á síðustu mánuðum og nýtur sívax- andi vinsælda. Ekið er á tveim leið- um á hálftíma fresti, aðfaranótt laugardags og sunnudags. Vorið 1995 hófst tilraun með flutning reiðhjóla í vögnunum. í byijun náði tilraunin aðeins til tveggja Ieiða en í sumar hefur til- raunin verið útvíkkuð og eru nú Það er von okkar hjá SVR, segir Lilja Ólafs- dóttir, að breyttu leiða- kerfi verði vel tekið. tekin reiðhjól í vagnana á öllum leiðum sem aka í Grafarvogs-, Ár- bæjar- og Breiðholtshverfin. I þessum mánuði hófst rekstur svonefndrar safnarútu. Það er strætisvagn sem er ekið fasta leið milli helstu safna í borginni. Þetta er samvinnuverkefni SVR, safn- anna og Atvinnu- og ferðamála- stofu. Þjónustan verður veitt yfír sumartímann þegar ferðamenn eru flestir. Lengi vel hafa vagnar SVR verið með svipuðu sniði og allir af sömu stærð. Nú hefur það breyst því lið- vagn er að bætast í flotann og verð- ur hann notaður á fjölmennustu leiðum. Einnig er kominn minni vagn sem verður ekið um Þingholt- in þar sem götur eru þröngar. Ný- lega skipaði stjórn SVR starfshóp til að kanna hagkvæmni rafdrifíns vagns. Stefna SVR Við stefnumótun í fyrirtækinu er lögð áhersla á að þjónustan miði að því að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Þjónustan skal þróuð þannig að strætó sé ákjósanlegur ferðamáti fyrir flesta sem leið eiga um þjónustusvæðið. Með því að fleiri noti strætó í stað einkabílsins fáum við betri borg með færri slys- um og heilsusamlegra umhverfi. SVR vill að ímynd fyrirtækisins einkennist af virðingu fyrir farþeg- um og fyrirtækinu sjálfu. Farþegar eiga að vera í fyrirrúmi og mark- miðið er að uppfylla ferðaþarfír þeirra. Vingjarnleiki í viðmóti og þjónustulund starfsmanna ættu að vera aðalsmerki fyrirtækisins. Með það í huga Ieggur SVR áherslu á að hafa í þjónustu sinni starfsfólk sem vinnur samtaka og af ánægju að því að uppfylla hlutverk fyrir- tækisins. Leiðakerfínu er ætlað að þjóna skipulagðri byggð í Reykjavík. Það skal vera einfalt, skilvirkt og virka hvetjandi til almennrar notkunar. Kerfíð skal taka mið af almennum ferðaþörfum í borginni. Leggja skal áherslu á að leiðakerfið tengist hjóla- og gönguleiðum. Stuðla skal að því að ný hverfi verði skipulögð fyrir almennings- samgöngur, m.a. með stuttum gönguleiðum og með sérstökum götum, akreinum eða hliðum fyrir strætisvagna. Leggja skal áherslu á forgang strætisvagna í umferð- inni. Velkomin í strætó! Það er von okkar hjá SVR að breyttu leiðakerfi verði vel tekið af viðskiptavinum og einnig að sem flestir þeirra sem ekki hafa notað strætó að staðaldri kynni sér þjón- ustuna í nýjum búningi. Höfundur er forstjóri S VK. Strætó stendur þér nær Lilja Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.