Morgunblaðið - 26.07.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.07.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 27 DANIEL GUÐNI GUÐMUNDSSON + Daníel Guðni Guðmundsson var fæddur í Hafn- arfirði 14. nóvember 1925 og ólst þar upp fyrstu árin. Hann lést á Borgarspíta- lanum 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Daníels voru: Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1.7. 1894 að Skarði í Lundarreykjadal, d. 17.9. 1992, og Guð- mundur Einarsson, f. 4.8. 1883 að Ný- lendu í Garði, d. 22.10. 1952. Systkini hans eru: Elsa, f. 29.8. 1914, Guðbjartiu-, f. 26.10. 1915, d. 12.5. 1931, Katrín Guðdís, f. 29.3. 1917, Ingibergur, f. 20.10.1918, d. 26.10.1918, Inga, f. 17.12. 1919, Lillý, f. 4.8. 1921, Tómas, f. 17.8. 1923, Fanný, f. 12.10. 1924, Kristrún, f. 3.9.1927, Smári, f. 4.11. 1928, d. 13.1.1995. Þegar Daníel yfirgaf foreldra- hús fór hann til Vestmannaeyja þar sem hann kynntist konu sinni Mörtu Hjartardóttur frá Hellis- holti. Þau giftu sig í desember 1946 og bjuggu í Vestmannaeyj- um þar til gaus á Heimaey 1973 að undanskildu fyrsta búskap- arárinu er þau bjuggu í Kópa- vogi. Eftir gos settust þau að í Þorlákshöfn en fluttu til Reykja- víkur 1980 þar sem þau hafa búið síðan. Daníel og Marta eignuðust fimm börn: 1) Haf- dís, f. 15.4. 1947, gift Yngva Ögmunds- syni. Þau búa í Vest- mannaeyjum og eiga tvo syni og eitt barnabarn. 2) Guð- bjartur, f. 18.11. 1950, kvæntur Láru Guðmundsdóttur. Þau búa í Njarðvík og eiga þijá syni og eitt barnabarn. 3) Guðmundur Bjarni, f. 12.2. 1955, kvænt- ur Jóhönnu Kristins- dóttur. Þau búa í Njarðvík og eiga þijú börn og tvö barnaböm. 4) Daníel Guðni, f. 6.4.1957, kvænt- ur Petrínu Sigurðardóttur. Þau búa í Njarðvík og eiga tvö böra. 5) Hjörtur Krislján, f. 17.5. 1964, kvæntur Kristínu Guidice. Þau búa í Njarðvík og eiga þijá syni. Daníel starfaði sem vörubíl- stjóri í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn. Asamt því að starfa á Vörubílastöð Vestmannaeyja stundaði hann búskap, sem var alla tíð aðaláhugamál hans. Hann rak meðal annars stórt kúabú, Dalabúið, um tíma með vini sín- um Magnúsi Magnússyni, þá rak hann hænsnabú og kindur átti hann alla tíð. í Reykjavík starf- aði Daníel við innheimtustörf hjá tryggingafélaginu Abyrgð. Utför Daníels fer fram frá Aðventkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn er dáinn aðeins 70 ára að aldri sem er ekki hár ald- ur. IJann var alltaf svo sterkur og hraustur þrátt fyrir hjartveiki sína en það aftraði honum ekki frá að gera og fara það sem hann ætlaði sér. Síðustu 5-6 mánuðir eru búnir að vera erfiðir, oft mikið lasinn, en hann kvartaði ekki. Pabbi byijaði ungur að keyra vörubíl í Vestmanna- eyjum og alla tíð var hann með bú- skap, kindur og hænsni, svo það var alltaf mikið að gera á stóru heimili. Pabbi og mamma voru búin að vera gift í tæp 50 ár og eignuðust 5 börn. Mamma var alla tíð hægri hönd pabba og þau mjög samrýnd. Þau byggðu sér hús á Bröttugötu 10 og síðan 12 árum seinna á Höfðavegi 25 og man ég að við hjálpuðumst að við að grafa fyrir grunninum, stórt og myndarlegt hús reis upp á fáein- um mánuðum. Það var alltaf mikið að gera hjá pabba í keyrslunni, var algjör vinnuþjarkur, hann var sérlega handiaginn, smíðaði marga vörubíls- pallana og eitt og annað fyrir vini og kunningja, vildi gera allt fyrir alla, trúr og tryggur vinur og hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig. Hann hafði gaman af að keyra austur fyrir fjall í sveitina í kring og spjalla við kunningja og vini og veit ég að það eru margir sem sjá á eftir góðum vini. Ég man fyrst eftir mér 4 ára gam- alli I vörubílnum með pabba og þá helst þegar hann var að keyra vatn í húsin, við sungum oft mikið og hann kenndi mér ýmislegt fallegt. Það var alltaf gaman og mikið sport að fara með pabba I vatnið eins og við sögðum og ég á margar skemmti- legar minningar frá þeim tíma. Pabbi var vörubifreiðastjóri frá unga aldri, allt til ársins 1973 þegar eldar brutust út á Heimaey. Þau mamma fluttu þá til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu til 1980, þá hætti pabbi að keyra sökum heilsu- brests og fluttu þau þá til Reykjavík- ur í Furugerðið og hafa búið þar síð- an. Síðasta heimsókn til Eyja var um hvítasunnuna sl. Þá var pabbi sárlasinn og þjáður og stoppið var stutt. Eftir 2 daga fór hann á sjúkra- hús. Minningarnar eru margar, sem væri efni í heila bók, en ég geymi þær í hjarta mínu og ég finn að hann er hjá mér. Mamma mín, þú átt svo erfitt núna, varst alltaf hans stoð og stytta og erfitt að sjá á eftir góðum manni en við stöndum öll saman í erfiðleikum og styðjum hvert annað. Ég þakka pabba mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð varðveiti minningu þína. Þín dóttir, Hafdís Daníelsdóttir og fjölskylda. í dag kveð ég þig, elskulegi tengdafaðir minn. I rúma tvo mán- uði höfum við fjölskyldan fylgst með veikindum þínum, beðið og vonað að þú myndir yfirstíga veikindin og allt yrði sem fyrr þegar þið Marta komuð að heimsækja okkur, fjölskyldur sona ykkar í Njarðvík, fóruð til Vest- mannaeyja til Hafdísar og heimsótt- uð gamla vini og heimaslóðir eða voruð á leið í sumarbústaðinn, alltaf saman á ferðinni. En sá sem öllu ræður ætlaði þér nú annað ferðalag. Elsku Marta mín og fjölskylda, miss- ir okkar er mikill, biðjum góðan Guð um styrk í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt peria að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Elsku Dalli minn, þín minning er ljós í lífi okkar. Jóhanna Kristinsdóttir. í dag kveðjum við þig, elsku afi okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað okkur þykir sárt að horfa á eftir þér og hvað við sökn- um þín mikið. Þú varst einstakur maður, elsku afi, og það var alltaf svo gaman að hitta þig og ömmu og ræða við ykkur um daginn og veginn og alltaf varst þú svo léttur og kátur. Núna hugsum við til baka og ti! allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi varst þú, elsku afi okk- ar, alltaf svo sterkur og lést aldrei bugast. Þú átt mjög sérstakt pláss í hjarta okkar, elsku afi, sem enginn getur fyllt. Elsku amma, megi Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg en minn- ingin um hann afa okkar er góð og dýrmæt og verður aldrei tekin frá okkur. Fái ég ekki að faðma þig fópuð þann ég missi frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og megi Guð geyma þig. Marta, Kristinn og Daníel Guðni. Elsku Dalli afi er dáinn, eftir erfið veikindi. Afi var ekki nema rétt lið- lega sjötugur er hann lést. Afi var dálítið sérstakur karl, hann var ákveðinn á sinn hátt, og vildi hafa alla hluti á hreinu, þá sérstaklega hjá sinni fjölskyldu. Alltaf var hann tilbúinn að gefa góð ráð ef þess þyrfti, ef einhveijum gekk illa þá hafði hann miklar áhyggjur. Afi gat verið mjög stríðinn, það var ekki svo sjaldan sem við sátum inni í borð- krók hjá afa og ömmu í Furugerðinu að raddir voru orðnar ansi háar hjá þeim sem sátu á móti afa, en innst inni var þetta bara stríðni, og svo hló hann á eftir. En Dalli afi var mikill fjölskyldumaður eins og getið er um áður, hann unni öllum sínum barnabörnum og barnabarnabörnum mjög heitt og þær voru ófáar ferðirn- ar sem hann og amma fóru með þau út í kindakofa og sumarbústað sem þau eiga. Þegar við hjónin eignuð- umst dóttur okkar Sólveigu Maríu varð mikil gleði, ég hafði aldrei séð afa láta svona eins og hann gerði þá, það var eins og hann ætti hana, það var yndisleg sjón. En það sem við komum til með að sakna mest er þegar afi og amma komu síðast í heimsókn til Eyja, við buðum þeim I mat en þau urðu frá að hverfa til Reykjavíkur vegna veikinda afa. Elsku afi, við þökkum þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman, við munum sakna þeirra sárt, og elsku Marta amma, mamma, Bjart- ur, Bjarni, Guðni, Kristján og mak- ar, guð veri með ykkur og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Birkir, Sonja og Sólveig María í Eyjum. Við fráfall góðvinar míns Daníels Guðmundssonar er mér eiginlegt að minnast hans nokkrum orðum. Á tiltölulega ungum aldri lágu leiðir okkar fyrst saman, frá þeim tíma hefur aldrei brugðið skugga á vinsemd okkar og kynni, sem urðu ASTA HELGA- DÓTTIR KOLBEINS + Ásta Helga- dóttir Kolbeins var fædd 9. októ- ber 1902. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 18. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Helgi Guðbrands- son og Guðrún 111- ugadóttir frá Lykkju á Akra- nesi. Ásta var ein af 13 systkinum og þar af eru 4 á lífi. Maki Ástu var Eyjólfur Kolbeins, f. 24. janúar 1894, d. ll.janúar 1947. Ásta og Eyjólfur eignuð- ust 5 börn, þau eru: 1) Þórey, f. 5. febr. 1927, maki Ólafur Einar Ólafsson, f. 21. nóv. 1928, d. 16. sept. 1974. Börn þeirra: Sigrún, Ásta og Haraldur. 2) Lilja Kristín, f. 10. apríl 1928. 3) Eyjólfur, f. 31. maí 1929, maki Erna Kristinsdóttir, f. 25. nóv. 1934. Börn þeirra: Eyjólf- ur, Elín og Árni. 4) Andrea Halla, f. 2. júlí 1930, maki Pét- ur Jóhann Péturs- son, f. 5. maí 1918. 5) Ásta, f. 25. jan. 1933, maki Andrés Pétursson, f. 12. maí 1931. Börn þeirra: Ásta, Pétur og Andrés. Barnabarnabörnin eru nú 17. Útför Ástu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við frændsystkinin eigum marg- ar góðar minningar um ömmu Ástu og hjá henni áttum við alltaf at- hvarf. Á æskuárum vorum við oft mörg saman komin hjá ömmu á Kolbó og var þá gjarnan margt brallað. Amma sagði oft ekki margt, en söng því meira. I minningunni er hún oftast raulandi eitthvað fyrir munni sér og oftar en ekki úörlega söngva eins og þennan: Meðan ég enn er frá á fæti fer ég í dans því ég elska rall. Heila nótt ég hoppa af kæti, húrra nú ætti að vera ball. Þegar við gistum hjá ömmu feng- um við oft að vaka frameftir á löng- um sumarkvöldum. Okkur eru í fersku minni danslögin í útvarpinu og kom þá jafnvel fyrir að við feng- um okkur snúning. Amma kunni vel að njóta og hún kenndi okkur hvað það var gott að fara í fótabað fyrir svefninn því þá svæfum við svo vel. Og mikið var alltaf gott að setjast á eldhúsbekkinn hjá ömmu og drekka heitt vatns- bland og dýfa kringlu í. Amma spilaði oft við okkur Ólsen Ólsen og rússa og kenndi okkur að leggja kapal. Hjá ömmu borðuðum við líka appelsínur á sérstakan hátt. Þá gerðum við lítið gat efst á appels- ínuna og tróðum sykurmolum of- aní... því fleirum því betra. Þá var líka gott að dýfa rabarbara í sykur en af honum var nóg á Kolbeinsstöð- um. Amma hafði alltaf svo heitar hend- ur og hún tók iðulega hendur okkar í sínar til að hlýja okkur. Þetta gerði amma líka við langömmubömin sín. Kompan hjá ömmu var heillandi staður. Þangað hvarf amma stund- um inn og kom að vörmu spori með eitthvað góðgæti handa okkur. í huga okkar var kompan ævintýra- staður sem bjó yfir einhveiju dular- fullu aðráttarafli. Þar kenndi margra grasa og þar var m.a. að finna göm- ul föt og skó sem við máttum drusl- ast í og leika fullorðna. Amma hafði græna fingur og í stofunni hjá henni var alltaf fullt af fallegum blómum og þar voru „fljúgandi diskar“ í mestu uppáhaldi hjá okkur. Amma var frekar hlédræg en hafði gaman af meinlausu grini og glettum. Hún gat auðveldlega gert góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðr- um og þá blikkaði hún gjarnan aug- um, varð sposk á svip og hló við. Hún var næm á tilfinningar fólks, ekki síst barna og unglinga, og tók vel á móti þeim sem komu á Kolbó með blíðu brosi, Bjössakökum og pönnsum. Það var alltaf gott að vera heima hjá ömmu. Þar var alltaf svo mikil kyrrð og friður og margt að skoða. Heimilið bar merki þess að þar bjó Lilja frænka en hún var í siglingum og átti margt fallegt sem hún hafði keypt í fjarlægum löndum. Við bárum virðingu fyrir ömmu ekki aðeins fyrir það hvað hún var okkur góð, heldur ekki síst fyrir það hvað hún sýndi okkur mikla virð- ingu. Hún leyfði okkur að hafa allar þær tilfinningar sem komu upp og hún virti þarfir okkar og langanir. Við þökkum ömmu fyrir allt. Sigrún, Ásta, Haraldur, Eyjólfur, Elín, Árni, Ásta, Pét- ur, Andri. mjög náin síðari árin. Dalli, eins og við kölluðum hann jafnan, var ímynd karlmennskunnar, riðvaxinn, hraustur og vænn að vall- arsýn. Sama traustleikann bar hann í hugarheim sínum. Hann var yfir- vegaður, gætinn og flanaði hvorki að mönnum né málum. Með því hann var hlédrægur að eðlisfari var hann ekki allra, en óhagganlega traustur, heiðvirður og áreiðanlegur í öllum skiptum. Vel kunni hann að gleðjast í góðvinahóp og naut sín þá hið bezta, gamansamur og hótfyndinn. Hag- leiksmaður var hann og vel verki farinn í hvívetna. Dalli var sanntrúaður og skipaði meginreglum kristindómsins í önd- vegi allra gerða sinna. Mikill og ótímabær er sjónarsvipt- ir að þessum ágætismanni. Um leið og ég þakka fölskvalausan bróðurhug og vináttuna vottum við hjónin þér, kæra Marta, allri fjöl- skyldunni, öðrum ættingjum og vin- um innilega samúð. Guð veiti ykkur styrk til að afbera harminn í ljósi vissunnar um eilífa endurfundi á landi lifenda. Hér er góður drengur genginn, blessuð sé minning hans. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson og fjölskylda. Með örfáum orðum langar okkur systkinin að kveðja frænda okkar Dalla eins og hann var alltaf kallað- ur. Við þekktum Dalla frá barnæsku enda var hann bróðir hans pabba. Það var gott samband á milli fjöl- skyldnanna og alltaf jafn hressandi að fá hann og konuna hans í heim- sókn og ýmis mál rædd, þó allir hafi ekki alltaf verið sammála. Dalli var ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd ef eitthvað var að og sýndi það sig þegar yngsti bróðir hans dó, fyrir einu og hálfu ári, að hann og þau hjónin reyndust mömmu mjög vel. Hún vill þakka fyrir það og allar góðar minningar. Það eru mikil von- brigði og erfitt að trúa því, að hann eigi ekki eftir að koma í heimsókn á Rein aftur. Hafi hann þakklæti fyrir allt. Elsku Marta, Hafdís, ■ Bjartur, Bjarni, Guðni og Kristján. Það eru erfiðir tímar framundan og við viljum biðja góðan Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á þessum miklu sorgarstundum. Ég heyri undraóma, sem aldrei greindi fyrr af hæstu hæðum berast um himins opnar dyr, því líkt sem allir englar í óteljandi þröng þar fylli himna hallir við hástól Guðs með söng. Nú stillt með fró og friði þeir fylla mína sál sem þaggi himna Herrann öll heimsins vandamál, þá sterkt sem stormur geysi við stórbrims þrumugný þeir fylla hæstu himna við hástól Guðs á ný. Þeir ómar fast mér fylgja um furðu draumasæ. Mér virðist helst sem hafi þeir himin tónrofsblæ. í hjarta viðkvæmt vaknar sú vonarríka þrá: Ég sjálfur fái’ að syngja þá söngva himnum á. Ó, unaðsfögru ómar, sem æðri vekir þrá. Þú, söngur lífsins landa og ljóssins Guði frá. (Jón Hj. Jónsson.) Smárabörn. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVI'KUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 -é- Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.