Morgunblaðið - 14.08.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Stórbætt afkoma hjá íslandsbanka
fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaður
jókst um 123%
ÍSLANDSBANKI hf. skilaði 252
milljóna króna hagnaði fyrstu sex
mánuði ársins samanborið við 113
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Nemur aukningin 123% og er helsta
skýringin aukin umsvif bankans og
dótturfélaga hans. Framlag á af-
skriftareikning útlána nam 364
milljónum króna og er það um 11%
lækkun frá sama tímabili í fyrra.
Helstu lykiltölur úr rekstri bankans
eru birtar á meðfylgjandi töflu.
Innlán og útlán íslandsbanka juk-
ust um 9% frá ársbyijun til loka
júnímánaðar. Á sama tíma námu
hreinar vaxtatekjur 1.444 milljónum
króna og er það 8% aukning frá
sama tímabili á síðasta ári. Vaxta-
munur, þ.e. vaxtatekjur að frá-
dregnum vaxtagjöldum í hlutfalli
af meðalstöðu heildarfjármagns
lækkaði hins vegar úr 4,3% í 4,2%
milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu
884 milljónum og jukust um 4%
miili ára eða um 32 milljónir. Geng-
ishagnaður, aðallega af veltuverð-
bréfum í eigu bankans, nam 156
milljónum króna og var 69 milljón-
um meiri en á sama tíma í fyrra.
Gætir þar áhrifa af vaxtalækkun á
verðbréfamarkaði á fyrri hluta árs-
ins.
Onnur rekstrargjöld lækkuðu um
9 milljónir króna eða 1% frá sama
tíma í fyrra. Launakostnaður hækk-
ar þó um 47 milljónir eða 6% sam-
kvæmt kjarasamningum. Afskriftir
rekstrarfjármuna halda áfram að
lækka og nema nú 134 milljónum
króna samanborið við 188 milljónir
í fyrra. Nemur lækkunin 29% og
hefur fjárfesting vegna stofnunar
VIÐSKIPTI
ÍSLANDSBANKI
iwr inumi^ppgian irmxo Rekstrarreikningur *Kir Jan.-júní 1996 Jan.-júní 1995 Breyting 1995-96
Vaxtatekjur 3.467 2.993 +16%
Vaxtagjöld 2.023 1.654 +22%
Hreinar vaxtatekjur 1.444 1.339 +8%
Aðrar rekstrartekjur 884 852 +4%
Hreinar rekstrartekjur 2.328 2.191 +6%
Önnur rekstrargjöld 1.693 1.702 -1%
Framlag í afskriftareikning -364 -411 -11%
Skattar -19 35
Hagnaður tímabilsins 252 113 +123%
Efnahagsreikningur 30/61996 Skuldir Milljc Snir króna
Eignir: Milljónir króna Skuldir við lánastofn. 8.265
Innlán 37.924
Sjóður, innistæður og verðbréf 6.094 Lántaka 21.731
Útlán 57.672 Aðrar skuldir 939
Markaðsverðbr. og eignarhlutir 6.870 Víkjandi skuldir 552
Aðrar eignir 3.741 Eigiðfé 4.966
SAMTALS 74.377 SAMTALS 74.377
bankans nú verið afskrifuð að fullu.
Björn Björnsson, framkvæmdastjóri
íslandsbanka, segir að mikil aukn-
ing í viðskiptum bankans sé ánægju-
leg og endurspegli batnandi hag
þjóðarbúsins. „Afkoma íslands-
banka og dótturfyrirtækja hans er
nú betri en verið hefur um langa
hríð. Við erum ekki svartsýnir á
síðari hluta ársins og verði ekki
breyting á ytri aðstæðum lítur út
fyrir að arðsemi bankans verði ekki
lakari á árinu í heild en fyrstu sex
mánuðina."
364 milljónir á
afskriftareikning
Há framlög í afskriftareikning
útlána hafa verið til umræðu á aðal-
fundum íslandsbanka á undanförn-
um árum. Framlagið minnkar um
11%, í 364 milljónir úr 411 á sama
tíma í fyrra. Björn segir að afskrift-
ir hafi farið stiglækkandi síðustu
misseri og stefnt verði að því að þær
lækki enn frekar.
Fyrstu sex mánuði ársins var
ávöxtun eigin fjár 10,4% á árs-
grundveili miðað við 5,1% á sama
tímabili í fyrra. Verð hlutabréfa í
bankanum hefur haldið áfram að
hækka. í ársbyrjun var gengið skráð
1,39 á Verðbréfaþingi en í gær urðu
viðskipti á genginu 1,93. Nemur
hækkunin frá áramótum því 39%.
Blað um
viðskipti á
sunnudegi
til sölu
London. Reuter.
BREZKT sunnudagsblað um við-
skipti, Sunday Business hefur vakið
áhuga nokkurra hugsanlegra bjóð-
enda síðan það var auglýst til sölu
að sögn aðstandenda blaðsins.
Blaðið hefur meðal annars vakið
áhuga annarra íjölmiðla að sögn
Phils Hopkinsons, fjármálastjóra
Group 2000, fjölþætta fyrirtækis í
Leeds, sem útvegaði Sunday Busi-
ness rekstrarfé í apríl, skömmu eftir
að blaðið hóf göngu sína.
Gordon Brown, forstjóri Group
2000, stjórnar fyrirtækjasamtökum
sem íhuga tilboð í blaðið að sögn
Hopkinsons og er ákvörðunar bráð-
lega að vænta.
Sunday Business er fyrsta brezka
sunnudagsblaðið sem íjallar ein-
göngu um viðskipti. Blaðinu var
hleypt af stokkunum með miklum
fyrirgangi, en skorti rekstrarfé
nokkrum dögnm eftir að útgáfa þess
hófst.
CTE' Úr milliuppgjöri 1996
^ÆT A Jan.-júní Jan.-júní
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 2.955 1.482 +99%
Rekstrargjöld 2.910 1.425 +104%
Rekstrarhagnaður / (- tap) Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Reiknaðir skattar 45 30 (181 57 24 (191 -27% +25% -5%
Hagnaður tímabilsins 57 63 -10%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting
ÍÆimtiGÁ
Veltufjármunir 3.042 2.385 +28%
Fastafjármunir 681 619 +10%
Eignir samtals 3.723 3.005 +24%
I SkuhHr og eigið lé: I Skammtímaskuldir 2.690 2.132 +26%
Langtímaskuldir 174 157 +11%
Eigið fé 859 715 +20%
Skuldír og eigið fé samtals 3.723 3.005 +24%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfall 23% 24%
Veltufjárhlutfail 1,13 1,12
Veltufé frá rekstri Miitjónir króna 79 72 +10%
Rekstrartekjur SÍF tvöfaldast
Hagnaður 57
milljónir króna
HAGNAÐUR SÍF hf. fyrstu 6 mán-
uði ársins varð alls 57 milljónir
króna. Það er um 6 milljónum króna
minni hagnaður en á sama tímabili
á síðasta ári. Rekstrartekjur fyrir-
tækisins eru nú tvöfalt meiri en á
sama tíma á síðasta ári, tæplega 3
milljarðar króna. Rekstrargjöld hafa
aukizt mikið, eða rúmlega tvöfaldazt
milli tímabila og eru nú 2,9 milljarð-
ar króna. Rekstur dótturfyrirtækja
SIF er ekki inni í þessum tölum.
Gunnar Örn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF, segir að það sé
aðallega tvennt, sem ráði því að
hagnaður af rekstri SIF sé_ nú minni
en á sama tíma í fyrra. „Utborgun-
arhlutfall til framleiðenda er nú
89,6% af endanlegu söluverði og
hefur það aldrei verið hærra. Á sama
tímabili í fyrra var þetta hlutfall
88,7%, en hvert eitt prósent svarar
til um 44 milljóna króna. Þá fellur
á þennan hluta ársins töluverður
kpstnaður vegna flutninga skrifstofu
SÍF frá Reykjavík til Hafnarflarðar
og loks eru mun meiri umsvif í
kæligeymslum og fleiri þáttum en í
fyrra,“ segir Gunnar Örn.
Gunnar Örn segir að þrátt fyrir
þetta _sé afkoman fyllilega viðun-
andi. í lok ársins megi reyndar gera
ráð fyrir að afkoma samstæðunnar
verði ekki eins góð og á síðasta ári
vegna kaupanna á saltfiskverksmiðj-
unni La Bacladera á Spáni, en það
hafi ekki áhrif á afkomu móðurfyrir-
tækisins.
„Hlutfall framleiðenda innan SÍF
af endanlegu söluverði afurðanna
hefur stöðugt farið hækkandi. Það
er eðlileg afleiðing vaxandi sam-
keppni en einnig markmið okkar hjá
SÍF. Við erum því nokkuð sáttir við
útkomuna á fyrri helmingi ársins,“
segir Gunnar Örn Kristjánsson.
Hagnaður Jarðborana 7 milljónir fyrstu sex mánuði ársins
Mikil umskipti í rekstri
HAGNAÐUR Jarðborana hf. nam
rúmum sjö milljónum á fyrstu sex
mánuðum ársins. Á sama tímabili
í fyrra var tap á rekstrinum tæp-
lega sjö milljónir króna. Sam-
kvæmt milliuppgjöri var velta fyr-
irtækisins 118 milljónir og er um
að ræða 37% aukningu. Allar
helstu lykiltölur úr milliuppgjöri
Jarðborana koma fram á meðfylgj-
andi korti.
Bjartsýni um afkomu ársins
Bent S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Jarðborana, segir
að jafnan sé tap á rekstri fyrtækis-
ins fram eftir ári þar sem lítið er
um boranir hér á landi um hávet-
ur. „Megnið af rekstartekjum fé-
lagsins næst á sumrin og fram til
áramóta. Hagnaður ársins 1995
var tæplega 31 milljón þrátt fyrir
tap fyrstu sex mánuði ársins. Við
höfum því fulla ástæðu til bjart-
sýni um ársafkomuna 1996.
Nýlega var undirritaður samn-
ingur að upphæð 120 milljónir við
Landsvirkjun um boranir fyrir
Kröfluvirkjun. Samningurinn fylg-
ir í kjölfar ákvörðunar stjórnar
Landsvirkjunar um stækkun
Kröfluvirkjunar.
Að sögn Bents er það félaginu
mjög mikilvægt að boranir eftir
háhita eru hafnar á ný eftir nokk-
urt hlé. „Vaxandi raforkuþörf
krefst frekari framkvæmda á jarð-
hitasviðinu því jarðgufuvirkjanir
eru hagstæður virkjunarkostur ef
raforkuþörfin fer hægt vaxandi.
Þess er því að vænta að töluverðar
háhitaboranir eigi sér stað hér á
landi á næstu árum.“
Verkefni á Azoreyjum
Jarðboranir hafa unnið að verk-
efnum á Azoreyjum sem nemur
liðlega 20% af veltu tímabilsins.
Bent segir að alls hafi verið borað-
ar 14 holur eftir fersku vatni fyrir
bæjarfélög á eyjunum. „Við höfum
átt i viðræðum um frekari boranir
á Azoreyjum, bæði eftir heitu og
köldu vatni, og vonumst eftir því
að samningar náist innan tíðar.
Það er félaginu afar mikilvægt að
ná samfelldum verkefnum, sem
þessi erlendu verkefni eru, ekki
síst yfir vetrarmánuðina þegar
erfitt er að halda borverkum í
gangi hér heima,“ segir Bent.
Ýmis sóknarfæri
„Erlendu verkefnin hafa bæði
styrkt fjárhagslega stöðu félagsins
og aflað því nýrrar þekkingar.
Mikil áhersla verður lögð á þátt
erlendrar starfsemi á næstu miss-
erum og eru ýmis sóknarfæri,
ekki síst vegna mikillar íslenskrar
jarðhitaþekkingar,“ sagði Bent að
lokum.
Hlutafé í Jarðborunum er sam-
kvæmt milliuppgjöri 236 milljónir
og var greiddur 8% arður til hlut-
hafa. Gengi hlutabréfa Jarðborana
var skráð 2,52 um síðustu áramót
en 3,05 í gær sem er 21% hækkun.
Jarðboranir hf ■
Úr miliiuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní
fíekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 117,8 86,4 +31%
Rekstrarqjöld 1Q7.0 89.6 +19%
Rekstrarhagnaður / (- tap) 10,8 (3,2) -
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (2,2) (2,3) . -3%
Eiunarskattur (1.41 (1.1) +28%
Hagnaöur (tap)tímabilsins 7,2 (6,6) HHRn
Efnahagsreikningur Miiiiónir króna 30/6 '96 30/6 ‘95 Breyting
| Eignir: |
Veltufjármunir 228,2 188,5 +21%
Fastafjármunir 330,0 308,3 +7%
Eignir samtafs 558ji2 496,8 +12%
I Skuldir og einid té: I
Skammtímaskuldir 61,1 44,7 +37%
Langtímaskuldir 16,6 10,7 +55%
Eigið fé 480.5 441,4 +9%
Skuldir og eigið té samtals 558,2 496,8 +12%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfali 86%
Veltuf járhlutfall 3,73
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 23,9 9,2 +160%