Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 15

Morgunblaðið - 14.08.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 15 ERLEIMT Rafmagnaðri ræðu Colin Powells vel fagnað á flokksþingi repúblikana í San Diego Óður til hinna amerísku lífsgilda Afturhaldssöm stefnuskrá en umburðarlyndir ræðumenn San Diego. Reuter. KVEÐJA og hvatningarorð frá Ronald Reagan og rafmögnuð ræða Colins Powells voru stóru stundirnar á fyrsta degi flokks- þings Repúblikanaflokksins, sem haldið er í San Diego í Bandaríkj- unum. Föðurlandást var sú tilfinn- ing, sem virtist einkenna samko- muna í fyrradag, og Bob Dole von- ast til að geta hleypt nýju lífi í kosningabaráttuna með því að sýna, að flokkurinn standi heill og óskiptur að baki honum. Verður áherslan út á við á umburðarlyndi þótt stefnuskrá flokksins, sem samþykkt var í fyrradag, gefi mörgum dálítið aðra mynd af hon- um. Margir grétu þegar Reagan bar flokksþinginu kveðju sína á mynd- bandi en hann er illa haldinn af Alzheimerssjúkdómnum. Flutti Nancy, eiginkona hans, ræðu þar sem hún sagði frá baráttunni við þennan erfiða sjúkdóm og sagði, að hver nýr dagur væri eins og óendanlega löng kveðjustund. Sagði hún, að þrátt fyrir það hefði maður sinn ekki tapað sinni léttu lund og væri trúr hugsjónum sínum og flokksins. Colin Powell hershöfðingi og fyrsti blökkumaðurinn, sem verið hefur yfirmaður bandaríska her- ráðsins, tók því næst til máls en varð oft að gera hlé á ræðu sinni vegna fagnaðarláta áheyrenda. Var ræða hans einn óður til hinna amerísku lífsgilda, iðjusemi, drengskapar og réttlætis, sem hann kvað hafa lyft sér upp úr fátækrahverfum New York til æðstu metorða í hernum. Ekki afhuga opinberu embætti Powell vék ekki að stefnuskrá flokksins, sem hafði verið sam- þykkt nokkrum klukkustundum áður, en lagði áherslu á, að hann styddi rétt kvenna til að ákveða fóstureyðingu og aðgerðir til að ívilna minnihlutahópum og konum. „Repúblikanaflokkurinn verður að vera öllum opinn,“ sagði hann. Powell, sem hugsanlega hefði getað orðið forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefði hann viljað, sagði i viðtali við bandaríska fréttastofur í gær, að hann útilok- aði ekki, að hann tæki aftur við opinberu embætti. Kvaðst hann viss um, að Dole yrði næsti forseti Bandaríkjanna og ef hann leitaði til hans, myndi hann taka það til athugunar. Dole útnefndur í dag Flokksþing repúblikana er skipulagt út í ystu æsar með sjón- varpið í huga. Ræður eiga að vera stuttar og kraftmiklar og inn á milli eru sýndar myndir af vand- lega völdu „venjulegu fólki“, sem segir frá lífi sínu og draumum. Meginstefið er eins og áður segir umburðarlyndi hvað sem líður stefnuskránni. Á það lagði Gerald Ford, fyrrverandi forseti, áherslu í ræðu sinni en George Bush, sem tapaði fyrir Bill Clinton í kosning- unum 1992, sagði, að vegur for- setaembættisins hefði minnkað Reuter COLIN Powell í ræðustóli á flokksþinginu í fyrradag. Varð hann oft að gera hlé á máli sínu vegna mikils lófataks þingfulltrúa sem þótti ræða hans rafmögnuð. NANCY Reagan á flokksþinginu. Margir grétu þegar hún sagði frá baráttu manns síns við Alzheimerssjúkdóminn. mikið á síðustu árum og Dole einn gæti aukið hann á ný. Bob Dole kemur ekki á flokks- þingið fyrr en í dag þegar hann verður formlega útnefndur forseta- frambjóðandi flokksins en kona hans, Elizabeth, situr það allt. Fyrsta verkið, sem beið þingfull- trúa í fyrradag, var að samþykkja stefnuskrá flokksins, sem einkenn- ist fremur af afturhaldssemi en umburðarlyndi og er í mörgum greinum þvert á skoðanir Doles og varaforsetaefnis hans, Jack Kemps. Meðal annars er hvatt til, að fóstureyðingar verði bannaðar skilyrðislaust en Dole vill gera undantekningu á þegar um líf eða dauða konu er að tefla og þegar nauðgun eða sifjaspell koma við sögu. Fréttaskýrendur segja, að skipu- leggjendur flokksþingsins voni, að stefnuskráin hafi fallið í skuggann fyrir ræðu Powells og Nancy Reag- ans. „Uppsetning á þinginu er þessi: Afturhaldssöm stefnuskrá og umburðarlyndir ræðumenn," sagði Allan Lichtman, stjórnmála- fræðingur við American-háskól- ann. Friðsamar göng- ur vekja upp vonir um frið Bellaghy. Reuter, The Daily Telegraph. NORÐUR-írskir mótmælendur gengu um götur í þrjá daga og kaþólikkar efndu til fjöldasam- komna um helgina án þess að til átaka kæmi. Göngur félaga í Óraníureglunni byggjast á göml- um hefðum og eru tákn um sigur mótmælenda á kaþólikkum í átök- um fyrr á öldum. Til uppþota kom í síðasta mánuði í bænum Drumcree vegna gangna Óraníu- manna og töluverð spenna ríkti því er göngurnar áttu að hefjast á ný. Kaþólikkar í bænum Bellaghy mótmæltu harðlega áformum um göngu í bænum án samþykkis þeirra en 85% íbúa eru kaþólskrar trúar. Sögðust kaþólikkar hafa fengið nóg af „trúalegri kúgun“ en mótmælendur sögðust hafa „sögulegan rétt“ til að ganga um götur. Þegar upp var staðið og gangan hófst á mánudag fór allt hins veg- ar friðsamlega fram. Óeirðarlög- regla hafði haft mikinn viðbúnað allt frá því á sunnudag en á síð- ustu stundu náðist málamiðlun er kom í veg fyrir átök. Prestar og lögreglumenn höfðu gengið á milli hópanna með tillögur um lausn á deilunni. Klukkan níu á mánu- dagsmorgun lá fyrir samkomulag um að mótmælendur myndu ein- ungis ganga hluta hinnar hefð- bundnu leiðar. Hvorugir ánægðir Hvorki kaþólikkar né mótmæl- endur voru ánægðir með niður- stöðuna en að mati margra er hún góðs vísir varðandi þróunina á Norður-írlandi. „Þetta var sögu- legur viðburður,“ sagði Conor Fol- ey, frá Solidar, samtökum evr- ópskra hjálparstofnana, er fylgdist með atburðum helgarinnar. „Nefndir á vegum íbúanna sjálfra voru reiðubúnar til samninga. Til þess hefur hnefarétturinn frekar verið látinn ráða.“ Paul Smith sem átti aðild að samninganefnd mótmælenda sagði: „Þetta er sigur hinnar al- mennu skynsemi“. □FNAR: HELLUBORÐ: 16 geröir, með háhitahellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði. Blomberri Hefur réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestveit & Go. hf. Borgartúni 28-S!mi 562 2901 og 562 2900 15 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegilálferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pyrolyse eða Katalyse hreinsikerfum. Toppuninn í eldunartækjum Blomberci

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.