Morgunblaðið - 14.08.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSENDAR GREIIMAR
Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir
LISTAKONURNAR tólf; f.v.: Valgerður Sigurðardóttir, Jóna Júlíusdóttir, Guðbjörg Alda Sigurðardótt-
ir, Hólmfríður Kristmannsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Edda Guðmunsdóttir, Aðalheiður Steingrímsdótt-
ir, Sigríður Róbertsdóttir, Þorgerður Karlsdóttir, Drífa Jónsdóttir, Marie Robin og Kristín Halldórsdóttir.
Myndlistarsýning á Vopnafirði
Vopnafirði. Morgunblaðið.
ÁHUGAHÓPUR 12 kvenna um
myndlist á Vopnafirði hélt myndlist-
arsýningu í íþróttahúsinu á Vopna-
firði nýlega. Hópurinn hefur komið
saman undanfarin 3 ár og iðkað
list sína.
Á sýningunni voru 222 mynd-
verk. Yngsti listamaðurinn, 16 ára
að aldri, seldi öll verkin sín 10 að
tölu. Sýningin var mjög vel sótt en
á sýninguna komu um 600 gestir.
Flest verkanna voru unnin með
vatnslitum, pastel, olíu, akríl og
blýanti. Konurnar hafa fengið lista-
menn til að koma á svæðið og leið-
beina þeim tíma og tíma, greinilega
með góðum árangri. Þær sögðust
þó eiga margt eftir ólært, þær
væru aðeins að byrja og myndu
halda ótrauðar áfram í listsköpun
sinni.
Lífið er keila
KVIKMYNPIR
RTóhöllin. Bíóborg-
in, Sagabíó, Nýja bíó
Ke Í1 a ví k
TVEIR SKRÝTNIR OG
EINN VERRI „KINGPIN“
★ ★Vi
Leikstjórar: Peter og Bobby
Farrelly. Handrit: Fanaro og Mort
Nathan. Aðalhlutverk: Woody
Harrelson, Randy Quaid, Vanessa
Angel og Bill Murray. Rysher
Entertainment. 1996.
ÞESSI önnur gamanmynd Farr-
ellybræða er ekki á nándar nærri því
eins lágu plani og fyrsta mynd þeirra,
Heimskur heimskari, þar sem kúk-
og pissbrandarar óðu uppi. Það er
meira að segja sæmilegur söguþráð-
ur í Tveimur skrýtnum og einum
verri um þá sem verða einhvern veg-
inn alltaf undir í lífinu. Hún er um
ungan mann sem gæddur er einstök-
um hæfileikum í keilu og stefnir á
heimsfrægð en glatar öllu saman
eftir ein mistök og í stað hinnar
dýrmætu keiluhandar kemur stál-
krókur. Sautján árum seinna finnur
hann gott efni í treggáfuðum Amis-
hmanni og saman stefna þeir á miilj-
ón dollara keilukeppni í Reno. Svo-
sem engin meistarasmíð þetta en
dugir í skemmtilega vegamynd með
Woody Harrelson í hlutverki kapteins
Króks og það sem er enn betra,
Randy Quaid í hlutverki undrabarns-
ins úr Amishhéruðunum. Enginn er
hressilegri ferðafélagi í vegamynd
en Quaid eins og þeir vita sem muna
eftjr „The Last Detail“.
I Tveimur skrýtnum og einum verri
er nóg af góðum bröndurum til að
endast út myndina og gera hana að
prýðisgóðri skemmtun. Þetta er hrein-
ræktuð gamanmynd án allra fínstill-
inga eða smekklegheita. Reyndar er
smekkleysa höfuðeinkenni Farelly-
bræðranna - þeir eru engir Coen-
bræður - og kemur hún berlega fram
þegar þeir lýsa lággróðri mannlífsins.
Klæðaburður og hárgreiðsla aðalper-
sónanna, séramerísku köflóttu og
röndóttu buxumar og skyrturnar og
óborganlegar skallagreiðslumar, em
með eindæmum hallærislegar í með-
förum þeirra. Hárgreiðsla Bill Murra-
ys ein er bíómiðans virði. Aðferð
bræðranna er að vaða áfram beint
af augum og oftar en ekki hitta þeir
naglann á höfðuðið. Heimskuhúm-
orinn úr Heimskur heimskari er nokk-
uð áberandi en hér er kannski meira
í hann spunnið. Þeir geta gert ákaf-
lega fyndið kynlífsatriði sem er eins
og samkmll úr „The Graduate" og
„Bad Boy Bubby“ og atriðin hjá
Amishbændunum em yfirleitt mjög
góð og eiga vel við. En einstaka sinn-
um fara þeir yfír strikið út í einhvem
absúrdhúmor sem virkar algerlega
óþarfur í þessu samhengi.
I leiðinni tekst þeim að búa til
skemmtilegt ferðalag og spennandi
lokakeppni í keilu þar sem Murray
er senuþjófurinn. Gott Ieikaralið á
ekki hvað sístan þátt í því að gera
myndina að ákjósanlegri skemmtun.
Harrelson með sína skallagreiðslu
og skelfilega fatasmekk lítur einmitt
út eins og maður sem lífið hefur sett
í gjaldþrot. Það er sífellt verið að
hamra á því í myndinni okkur til
gamans og Harrelson finnur sig vel
í þeirri rullu að vera sár og svekktur
og svikinn. Quaid gerir marga góða
hluti sem hinn heimski og lítt verald-
arvani sértrúarmaður tómur eins og
keila í framan. Vanessa Angel er ný
leikkona sem slæst í för með þeim
og Murray slær allt út með ótrúleg-
um stælum í lokakeppninni.
Arnaldur Indriðason
Kraftlitlir kuklarar
Af skáld-
konum
Islands
I OPNU húsi í Norræna húsinu á
fimmtudaginn kl. 20 verður dag-
skrá í Norræna húsinu í umsjá
Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu,
þar sem kynntur verður skáldskap-
ur eftir ungar íslenskar skáldkon-
ur.
Þetta er þriðja uppfærsla Þó-
reyjar á þessari dagskrá í Norræna
húsinu þetta sumarið, en alls verða
þær fjórar. Seinasta uppfærslan
er 22. ágúst.
Dagskráin hefst með einleiknum
„Skilaboð til Dimmu“ eftir Elísa-
betu Jökulsdóttur í þýðingu Ylvu
Hellerud. Einleikurinn verður flutt-
ur á sænsku.
Einnig verða flutt ljóð eftir El-
ísabetu Jökulsdóttur, Gerði
Kristnýju, Kristínu Ómarsdóttur,
Lindu Vilhjálmsdóttur. Ylva Hell-
erud þýddi.
Dagskráin verður flutt á ís-
lensku og sænsku. Allir eru vel-
komnir og aðgangur ókeypis.
KVIKMYNPIR
Stjörn ubíó
NORNAKLÍKAN („The
Craft") ★
Leikstjóri Andrew Fleming. Hand-
ritshöfundar Peter Falardi, Andrew
Fleming. Kvikmyndatökusljóri
Alexander Gruszynski. Tónlist Gra-
eme Revell. Aðalleikendur Robin
Tunney, Nancy Fairuza, Rachel
True, Neve Campbell. Bandarísk.
Columbia 1996.
GLANSPÍURNAR fjórar sem fara
með aðalhlutverkin í Nomaklíkunni
eru ekki pastursmiklar, minna frekar
á poppstjömur á tónlistarmyndbandi
á MTV en eitthvað nomakyns. Það
er þó enginn að biðja um vörtur á
nefin, barðamikla hatta, kústsköft
eða kartneglur heldur örlítinn trú-
verðugleika svo áhorfandinn komist
í einhvern takt við myndina. En því
er ekki að fagna. Ekki svo að skilja
að allt sé það leikkonunum að kenna,
þær eru ekki stóri gallinn við mynd-
ina heldur handritið og leikstjómin.
Nornaklíkan hefst er ung stúlka,
Sara (Robin Tunney), flyst til Los
Angeles og er uppgötvuð á fyrsta
skóladegi af „nornaklíkunni" („The
Bitches of Eastwich") sem hinn bráð-
nauðsynlegi fjórði meðlimur hennar.
Sara reynist búin yfirnáttúrlegum
hæfileikum og hefja nú stöllurnar
særingar og kukl, einkum til að ná
sér niðri á fjandsamlegu umhverfi.
En allt fer úr böndunum.
Söguþráðurinn er einkar ómerki-
legur og kastað til höndunum við
handritsgerðina. Reynt er að byggja
upp einhveija dramatík með því að
gera Söru manneskjulegri en aðra
meðlimi klíkunnar en ekki gengur
það upp heldur vafra þær á milli
þess að vera vinir og óvinir, særing-
arnar eru ómarkvissar og tilgangur-
inn loðinn. Leikstjórinn treystir um
of á brellumeistarana sem sýna fátt
nýtt. Þá ofnotar hann hægagang í
tökum, en sem flestir sómakærir
menn hafa blessunarlega snúið bak-
inu við slíku.
Nokkur atriði eiga illa heima í
heildarmyndinni, ein stúlknanna,
sem allar stunda nám við skóla sem
greinilega er ætlaður afkvæmum
auðkýfinga, býr í niðurníddum hús-
vagni ásamt ámóta fyrirgengilegri
móður og stjúpa. Svo mætti lengi
telja. Poppið dunar látlaust, ef eitt-
hvað heldur Nornaklíkuni saman, er
það hún. Undarlegt.
Sæbjörn Valdimarsson
Halló Akureyri
menningarbær
Það eru um 57 ár
frá því að ég kom í
fyrsta sinn til Akur-
eyrar og er mér jafnan
minnisstætt hve bær-
inn verkaði vel á mig.
Síðan hef ég marg-
sinnis komið til Akur-
eyrar, einkum á seinni
árum og í hvert skipti
glaðst yfir því hve
Akureyri hefur vaxið
ásmegin í kúltúr og
aldrei hefur bærinn
verið glæsilegiá en í
sumar.
Sérstaklega er
ánægjulegt að sjá, að
mörg eldri hús hafa á
glæsilegan hátt verið gerð upp og
sum fengið nýtt hlutverk sem frá-
bærir veitingastaðir. Reyndar hafa
allir kaupstaðir og kauptún lands-
ins tekið stakkaskiptum á síðustu
áratugum og á malbikun og vax-
andi skógrækt sinn mikla þátt í því.
Það, sem kemur mér til að skrifa
núna, er að þakka bæjarstjórn
Akureyrar þá framsýni og mann-
dóm, að vilja stuðla að því, að ung-
dómur íslands geti komið saman í
hjarta bæjarins á sem menningar-
legastan hátt og án aðgöngugjalds.
Átta barnabörn
Á verslunarmannahelgum halda
engin bönd ungu fólki til þess að
geta hist og verið frjálst i sínum
hópi, sem er eðlilegt og venjulega
skemmtilegt.
Eg var á Akureyri föstudags-
kvöldið fyrir hina rómuðu helgi og
aftur sunnudaginn eftir. Átta af
fjórtán barnabörnum mínum á aldr-
inum 15-21 árs voru þar í góðum
fagnaði og léku lausum hala án
þess að þurfa að þola dónaskap eða
annað verra að heitið gat. Auðvitað
sáu þau unglioga, sem ekki kunnu
að fara menningarlega með áfengi.
Eitt barnabarna minna, Ólafur
Egill og unnusta hans Esther Talía
Casey, höfðu tekið að sér ásamt
nokkrum jafnöldrum, að færa upp
götuleikrit á Ráðhústorginu, urðu
því miður fyrir aðkasti og barsmíð-
um meðan á sýningu þeirra stóð.
Það var fullorðið fólk sem sýndi
af sér þennan ruddaskap; vafalaust
aðkomufólk, sem hvorki kann
mannasiði né stígur í vitið. Slíkt
hefði ekki átt að geta átt sér stað.
Engin lögregla var til eftirlits.
Dýrmæt reynsla
Ein af ástæðunum fyrir þeim leið-
inda atvikum, sem áttu sér stað,
var hve lögreglan var fáliðuð. Ég
sá engan lögregluþjón, sem ég gat
tekið tali. Vegfarendur sögðu mér
að það væru aðeins 4 lögreglumenn
á vakt og það gat engan veginn
dugað til að halda röð og reglu á
tíu þúsund gestum, mest megnis
mismunandi góðglaðir unglingar.
Það var ógeðslegt og ólíkt Akur-
eyringum að horfa upp á ungmenni
óátalið brjóta flöskur með því að
slengja þeim í götuna. Það ætti að
leggja þungar sektir við slíku at-
þess, að ég held að
þeim sé annara um
uppeldi barna sinna en
flestum öðrum og er
það ómetanleg arfleifð,
sem á rætur sínar í
dönskum kúltúr einnar
mestu menningarþjóð-
ar heims. Akureyri
státar af næstelsta
menntaskóla landsins
og er háskólabær, en
það gefur bænum auk-
ið gildi sem uppeldi-
smiðstöð.
Aðstaða til að halda
slíka skemmtun og
Halló Akureyri, er líka
betri en flestir aðrir
staðir á landi hér. Vegna þéttbýlis-
ins þar er minni hætta en ella á
drykkjulátum og nauðgunum. Því
þar ætti með fjölmennu gæsluliði
að vera auðveldari varðstaða t.d.
ef einhver úrhrök í karlmannsmynd
sjást teyma drukkna stúlku í illum
tilgangi. Agaleysi íslensku þjóðar-
innar á sinn þátt í hömluleysi
margra ungmenna m.a. vegna þess
að unglingum er ekki kennt að
umgangast vín með viðeigandi virð-
ingu og án yfirborðsmennsku. Á
mínu heimili skáluðum við og böm
okkar fyrir nýju ári, þegar þau
voru á 14. ári, svo dæmi sé nefnt.
Um þær mundir átti ég sæti í
Barnaverndarráði íslands.
Af ýmsum tilefnum hef ég í
blaðagreinum bent á hve mikill
aflvaki kúltúrs áfengi er meðal
vestrænna þjóða og harma þá fírru,
sem hefur gripið suma ábyrgustu
Mér þykir, segir Gunn-
laugur Þórðarson,
framtak Akureyringa
lofsvert.
menn, að leyfa sér að kalla áfengi
fíkniefni eins og væri það kókaín
eða annað verra eiturlyf. Slíkt er
eingöngu til þess fallið að rugla
fólk og ekki síst ungmenni.
Áfengi blífur
Meðal margra heimsfrægra vís-
indamanna, sem ég hef vitnað til
í skrifum mínum, var dr. Morris
E. Chafetz, sem er höfundur
margra merkra bóka um áfengis-
mál t.d. „Liquor the servant of
man“ 1966 og „Why drinking can
be good to you“, 1976. Það er illt
að bækur þessar hafa ekki verið
þýddar á íslensku. Prófessor Cha-
fetz leggur t.d. áherslu á að vín
er mannasættir, ef vel er með það
farið.
Ekki verður litið fram hjá þeirri
staðreynd, að áfengi verður ekki
útrýmt úr þjóðfélögum vestrænnar
menningar og því er höfuðnauðsyn
að kunna að fara með það á mann-
sæmandi hátt.
Varhugavert fjölmiðlafólk
Gunnlaugur
Þórðarson.
hæfí. Greinilegt var að hrapalleg
mistök höfðu átt sér stað með snyrt-
iaðstöðu, en þó ekki líkt því og á
hinni frægu Þingvallaþjóðhátíð. Af
þessu sést sést að þessi fyrsta menn-
ingartilraun fór ekki sem skyldi, en
þeir sem stóðu í þessu framtaki
hafa fengið dýrmæta reynslu.
Vegna fámennis lögreglunnar,
dettur mér í hug að Akureyringar
væru ekki í vandræðum með að
leysa þann vanda t.d. með því að
komið yrði upp hópi ungra kvenna
og karla sem borgarvörðum við
fjölmennum útihátíðum, eins og lög
standa til.
Lofsverð framsýni
Hysterian í mörgu fjölmiðlafólki,
eins og hún hefur birst í sambandi
við Akureyrarhátíðina er slík að
eitt helsta atriðið sé að geta svert
unga fólkið sem mest með því birta
í fjölmiðlum sem flestar myndir af
þeim tiltölulega fáu skítbuxum og
vanmetagemsum sem koma óorði
á áfengi og í framhaldi af því orð-
ið til þess að svona ágætt framtak
eins og Halló Akureyri verði ekki
haldið oftar. Hvílík vinnubrögð.
Manni dettur í hug, að flest þessa
fjölmiðlafólks hafi gleymt því
hvernig það var sjálft á sama aldri
og unglingarnir á Akureyri, sem
fóru yfir strikið.
Mér þykir þetta framtak Akur-
eyringa lofsvert og ekki síst vegna
Hðfundur er
hæstaréttarlögmaður