Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 35 ÍDAG BRIDS Umsjón GuAmundur l'áll Arnarson Eftir fyrsta slaginn getur sagnhafii nánast teiknað upp skiptinguna á öll um höndum. En það er eitt að vita hvernig spilin liggja, og annað að finna leið að tólf slögum. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KG ¥ 2 ♦ ÁG987543 + Á5 Vestur Austur ♦ D106 ♦ 8542 ¥ 876543 llllll ¥ - ♦ KD102 111111 ♦ - ♦ - ♦ KG10987632 Suður ♦ Á973 ¥ ÁKDG109 ♦ 6 ♦ D4 Arnað heilla 60 ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, er sextug Gunnhild- ur Birna Þorsteinsdóttir. Eiginmaður hennar er Bergur Jónsson. Þau hjón- in taka á móti gestum í sumarbústað sínum í Grímsnesi, laugardaginn 17. ágúst frá kl. 15. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Lágafells- kirkju af sr. Valgeiri Ástr- áðssyni Eyrún Baldvins- dóttir og Stefán Jóhanns- son. Heimili þeirra er í Oð- insvéum. Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 5 lauf 5 hjörtu Dobl 6 tíglar Pass 6 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Útspil: Tígulkóngur. Þegar austur hendir laufi í tígulásinn, liggur ljóst fyr- ir að hann er svartur frá hvirfli til ylja. Sennilega er hann með 4-9 í svötu litun- um, því vestur hefði komið út með lauf ef hann ætti það til. Suður getur því spil- að sem á opnu borði. En hvernig? Hann byrjar á því að taka sex slagi á hjarta og gætir þess að losa sig við laufás- inn í borði í eitt trompið! Síðan svínar hann spaða- gosa, tekur spaðakóng og spilar laufi í þessari stöðu: Norður ♦ - ¥ - ♦ G98 ♦ 5 Vestur Austur ♦ 10 ♦ 85 ¥ - llll * - ♦ D102 11 1111 ♦ - ♦ - ♦ KG Suður ♦ Á9 ¥ - ♦ ♦ D4 Vestur reynir að villa um fyrir sagnhafa með því að henda spaðadrottningu und- ir kónginn og austur fylgir því eftir með því að spila spaða þegar hann er inni á laufkóng. En sagnhafi lætur ekki taka sig á svo einföldu bragði, heldur stingur upp ásnum og fellir tíuna. SKAK Umsjón Margeir Pítursson HVITUR leikur og vinnur SKÁK hafin með 1. b4 sást oft á mótum í kringum 1970, en nú sést leikurinn sífellt sjaldnar. Þessi skák, sem tveir Tékkar tefldu á opnu móti í Tumov í Tékklandi í sumar, gæti þó orðið til að endurvekja áhuga einhverra: Hvitt: Marek Vokac (2.470), svart: Petr Bazant (2.295) 1. b4 - d5 2. Bb2 - Rd7 3. Rf3 - Rgf6 4. e3 - g6 5. c4 - dxc4 6. Bxc4 - Bg7?? 7. Bxf7+! og svartur gafst upp. Hann tapar drottning- unni eða verður mát eftir 7. - Kxf7 8. Rg5+ Ljósm. Harpa, Ljósm.stofu Þóris BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní í Vídalíns- kirkju af Ásmundi Magnús- syni Ingibjörg María Hall- dórsdóttir og Ómar Línd- al Marteinsson. Heimili þeirra verður í Uppsölum, Svíþjóð. Ljósrayndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl sl. í Garða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni Ásthildur Magnús- dóttir og Jóhannes Stef- ánsson. Heimili þeirra er á Kaplaskjólsvegi 89, Reykja- vík. Ljósmyndastofan Nærraynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 13. apríl sl. í Landa- kotskirkju af sr. Patrick Breen Guðrún Mary Ólafs- dóttir og Leifur Grímsson. Heimili þeirra er á Klappar- stíg 1, Reykjavík. I^ósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní í Víðistaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Helena Björk Magnúsdóttir og Jason Kristinn Ólafsson. Þau em búsett erlendis. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Ægi Sigurgeirssyni Anna María Skúladóttir og Hálfdán Þorsteinsson. Heimili þeirra er í Lækjarhvammi 20. STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc LJON Afmælisbarn dagsins: Metnaður er þér í blóð borinn, og ekki skortirþig dugnaðinn. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Góð samskipti við aðra veita þér tækifæri til að bæta stöðu þína. Þú þarft að koma til móts við óskir ástvinar í kvöld. Naut (20. april - 20. mai) Það er engu að treysta í við- skiptum nema eigin hyggju- viti. Varastu tilhneigingu til að eyða of miklu í óþarfa við innkaupin. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Starfsfélagi er óvenju hör- undsár í dag, og þú þarft á þolinmæði að halda til að geta lokið áríðandi verkefni í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Með góðri samvinnu á vinnu- stað kemur þú miklu í verk, og í kvöld kanna ástvinir möguleika á að skreppa í ferðalag fljótlega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft tíma útaf fyrir þig í dag til að íhuga einkamál- in. Láttu það ekki valda deil- um þótt vinur sé afundinn í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur unnið vel að undan- förnu, og þér er óhætt að slaka örlítið á í dag. Láttu ekki smámál valda deilum heima í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að sýna sérstaka lipurð í samningum um við- skipti í dag ef þú ætlar að ná árangri. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ^§0 Þú ert eitthvað eirðarlaus fyrri hluta dags, en félagi er með hugmynd, sem vekur áhuga þinn. Ástin blómstrar í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Taktu ekki mark á öllu, sem þér er sagt í dag, því einhver er nokkuð ýkinn. Þér býðst tækifæri til að skreppa í ferðalag. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér verður boðið til mann- fagnaðar tengdum vinnunni, en fyrst þarft þú að sinna ættingja, sem þarfnast um- hyggju. Kvöldið verður ró- legt. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) í&L Þú ert eitthvað eirðarlaus og þarft að reyna að einbeita þér að því sem gera þarf. Svo slakar þú á í kvöld með ástvini. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Varastu tilhneigingu til óhóflegrar gagnrýni í garð þinna nánustu. Vingjarnleg orð skila betri árangri. Hvildu þig í kvöld. Hudosilkynning í Lyfju í dag miðvikud. 14/8 kl. 16—20 Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hlíiosif' húðvörurnar tryggja húðinni sigur GLÆSIMEYJAN ER FLUTT Nýjir eigendur íslenskir Artimes velúr gallar - sloppar - buxur - pils 30% afsláttur af öllum fatnaði. 'lœsimepiM - í leiðinni Glæsibæ ^Sími 553 3305 Sendum í póstkröfu Ath. við hliðina á Holts Apótek Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 19. útdráttur 16. útdráttur 15. útdráttur 14. útdráttur 10. útdráttur 8. útdráttur ■ 7. útdráttur 4. útdráttur ■ 1. útdráttur ■ 1. útdráttur - 1. útdráttur LEIÐRÉTTING Innlausnardagur er 15. október en ekki 15. ágúst eins og misritaðist í fyrri auglýsingu. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS f I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • Slttl 56? 6900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.