Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FAÐIR FJALLAHJOLSINS I ELLIÐAARDAL m |M EL- Iliðaár- ^LbJdalinn þaut hópur hjól- reiðamanna skrýdd- ur öllum tilheyrandi búnaði: litskrúðug- um hjálmum, skræp- óttum hjólagöllum auk þess að vera á nýtískulegum, en skítugum fjallahjól- um. Sum þeirra eru svo voldug á að líta að þau líkjast nettum skellinöðrum. Það var greinilegt að mikið var um að vera og í fararbroddi var grannvaxinn rauð- hærður maður með hökutopp. Eftir nán- ari grennslan komst ég að því að hér var á ferð e.k. „gúrú" fjallahjólamanna. Um hann höfðu hóp- ast helstu hjólreiða- fíklar landsins, sem notuðu tækifæríð til að þjóta um hlykkj- ótta moldarstígana í Elliðaárdalnum. „Gúrúinn" heitir Gary Fisher og hjól- reiðamenn kalla hann gjarnan fóður fjallahjólsins, en hann á heiðurinn af því að hafa smíðað fyrsta fjallahjólið. Fisher er frá Mar- in County í Kaliforn- íu, en þar er landslag kjörið til fjallahjól- reiða. Hann byrjaði að keppa í hjólreið- um 12 ára og hefur æ síðan verið haldinn ólæknandi hjólabakteríu. Hann vildi helst hjóla utan vega, yfir stokka og steina, en hjólin voru of viðkvæm fyr- ir slíka meðferð og biluðu oft. Hann segir að varla hafi verið hægt að fara í spennandi fjallaferð án þess að eiga á hættu að þurfa að bera hjólið heim. Einnig leiddist honum hversu erfitt var að hjóla upp brekkur. Hann lagði því höfuðið í bleyti og reyndi að láta sér hugkvæmast hvaða lagfæringar yrði að gera til að bæta úr þessum þáttum. Hann þurfti sterkara hjól sem þyldi átökin í ófærunum og hægt væri að hjóla á upp brattar brekkur án teljandi vandræða. Út- koman, Klunkerhjólið, leit dagsins Gary Fisher er eins konar átrúnaðargoð fjallahjólamanna, en hann smíðaði fyrsta fjallahjólið fyrir tuttugu og tveimur árum. Hann staldraði við á landinu í vikunni og rakst Þórdís Hadda Yngvadóttir á hann í Elliðaárdal í fríð- um hópi hjólreiða- garpa. Hún spjall- aði við hann um hjólreiðarnar sem eiga hug hans allan. ljós árið 1974, þegar hann var 24 ára. Nokkru síðar fór hann að smíða sams- konar hjól fyrir vini og ættingja og smám saman jókst framleiðslan. Síðan hefur fyrirtæki hans vaxið og dafhað og enn er hann sífellt að endurhanna og þróa hjólið. Fjallahjál í tísku Fjallahjólið hefur rutt sér til rúms í heiminum á ótrú- lega stuttum tíma og líkir Gary Fisher þessum vinsældum við fatatísku ung- linga sem er víðast hvar svipuð. „Hjólin henta jafnt innan bæjar sem utan vega eru því fjöl- hæfari en hefðbund- in reiðhjól. Þau eru sterkari, stellið er hærra þannig að þau komast yfir meiri torfærur en götuhjólin og gírar eru fleiri og ná- kvæmari," segir hann. Gary Fisher rek- ur fyrirtæki sitt undir eigin nafni og framleiðir allt sem viðkemur hjólum. Hann á tvær hjóla- verksmiðjur í Bandaríkjunum og tvær í Tævan. Enn- fremur er hann í samstarfi við Trek hjólafyrirtækið, sem er mun stærri framleiðandi en fyrirtækið hans. Fisher segir að hentugt sé að dreifa kröftunum á milli svo óiíkra fyrirtækja. Ahersla sé lögð á fjöldaframleiðslu í stærra fyrirtækinu og þar sé mikið fjár- streymi, en aftur á móti sé hægt að leyfa sér djarfari hönnun í því minna. Nú hugar hann að því að ráða fleiri verkfræðinga og iðnhönnuði til að þróa hjólabúnaðinn. En hvernig er hið fullkomm reið- hjól? „Hið fullkomna hjól er það hjól sem kemst yfir allt. Það bilar aldrei og sér nánast um sig sjálft og er Morgunblaðið/Árni Sæberg GARY Fisher í hópi nokkurra fjallahjólafikla úr Islenska fjallahjólahópnum, en þeir siógust í för með honuin í Elliðaárdal fyrir skðmmu. FAÐIR fjallahjólsins með afkvæmið, Klunker fjallahjólið, sem hann smíðaði fyrir 22 árum. Græna hjólið er nýjasta hönnun hans og er það helmingi léttara. alltaf eins og splunkunýtt. Það á að gera lífið einfaldara og vega þannig á móti þeim flókna heimi sem við lif- um í," segir Fisher. Bíllinn á sök á ýmsum velmegun- arsjúkdómum______ Hjólreiðamönnum er oft í nöp við búa af ýmsum ástæðum. Hvert er þittáUtábHum? „Bílar eru þarfaþing. Okkar kyn- slóð er alin upp við bíla og við erum eiginlega fórnarlömb þessa þægilega lífsmáta. Bíllinn kemur í veg fyrir að fólk hreyfi sig nægilega og á líklega sök á mörgum velmegunarsjúkdóm- um og jafnvel dauðsföllum. Að því leyti er hann stórhættulegur. Svo má ekki gleyma því hversu mikill mengunarvaldur hann er. Vesturlandabúar nota bílinn alltof miMð. Mjög sterk bílamenning er í Bandaríkjunum og það kæmi aldrei til álita að loka fyrir bflaumferð í stórborgum Bandaríkjanna eins og gert er sums staðar í Evrópu. En þetta tengist einnig stjórnmálum og hagsmunum, t.d. bflaiðnaði og olíu- framleiðslu sem yrði í hættu ef fólk drægi úr bílanotkun. Annars hefur hjólanotkun stór- aukist í Bandaríkjunum. I nýlegri könnun kom í Ijós að um 60 milljónir Bandaríkjamanna hjóluðu einu sinni eða oftar á ári. Ef hjólanotkun í Bandaríkjunum væri sambærileg við notkunina í sumum Evrópulöndum væri þessi tala a.m.k. þrefalt hærri." Fisher staldraði aðeins við í þrjá daga á íslandi og stefndi svo á Sví- þjóð og Noreg. Hann fer um heiminn og heimsækir hjólaklúbba og fylgist Á FYRSTA fjallahjólinu í heiminum, árið 1974. með hvað er að gerast. Að eigin sögn finnst honum spennandi að kynnast mismunandi viðhorfum og menningu á ferðalögum sínum, ekki síst hjóla- menningu. Hann heimsækir einnig þau umboð sem selja hjólin hans en þau eru orðin fimmtíu út um allan heim. Honum líst vel á ísland sem fjalla- hjólaland og segist vilja koma hingað og dvelja í nokkrar vikur og hjóla um hálendið. Landið eigi vissulega framtið fyrir sér fyrir þá íþrótt, en það sé enn óuppgötvað og ósnortið og því verulega spennandi. „Kapp- arnir í íslenska fjallahjólahópnum hafa verið óþreytandi að sýna mér ferðamyndir og möguleika á fjalla- ferðum. Þeir hafa sannfært mig um að ég verði að koma hingað aftur fljótlega og fara í langa og stranga fjallaferð." VIÐ MALUMINOTT! Gallerí Fold verður opið í nótt frá kl. 22.00 til 05.00 í baksal gallerísins er sýningin Landið og þjóðin Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist ÞESSIR AGÆTU LISTAMENN VERÐA VIÐ STORFI GALLERIINU ARTGALLERY RAUÐARARSTtO SlMl: S51 0400 Soffía Sæmundsdóttir Gunnlaugur Stefán Ingibjörg Styrgerður Sossa Daði Guðbjömsson Kristín Geirsdóttir Myndir, sem þeir gera í nótt, verða færðar Rauða krossi íslands að gjöf. Sigrún Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.