Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 28
"> 28 IAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELIN GUÐMUNDSSON HANSEN + E1ÍM Guðmunds- son Hansen, sem jafiiun var köll- uð Mússí, var fædd í Kaupmannahöfn 20. nóvember 1916. Hún lést 27. júní síð- astliðinn. Elín var dóttir Elínar Steph- ensen og Júlíusar Guðmundssonar stórkaupmanns og útgerðarmanns. Elín var dóttir Elín- ar Thorstensen og Magnúsar Stephen- sen landshöfðingja en Júlíus var sonur Andreu H. B. Weywadt og Stefáns Guð- mundssonar verslunarsljóra á Djúpavogi. Systkini Mússíar voru: Agn- ar, f. 6. mars 1914, kvæntur Birnu Petersen, f. 2. des. 1917, d. 27. nóv. 1969, þau áttu fimm börn, Eva, f. 4. ágúst 1915, d. 25. okt. 1984, gift Hans Erik Kokansky Vogler, f. 30. okt. 1915, d. 31. okt. 1982, þau áttu tvö börn, Valborg (Lillen), f. 30. des. 1918, d. 31. júlí 1987, gift Agli Egilsyni, f. 13. febr. 1917, d. 13. sept. 1967, þau áttu þrjú börn en skildu, Ása, f. 19. júlí 1919, gift Ólafi M. Einarssyni, f. 25. mars 1919, þau áttu eina dóttur en skildu, seinni maður hennar er Gregers Hansen, f. 20. ág. 1918, þau áttu fjögur börn og Stefán, f. 13. maí 1925, d. 19. febr. 1994, kvæntur Þur- íði Guðmundsdóttur, þau áttu þrjú börn. Mússí fór til Kaupmanna- hafnar nítján ára gömul og kynntist þar Hans Jörgen Han- sen f. 22. mars 1916, sem var í verkfræðinámi og þau giftu sig 1. nóv. 1937. Foreldrar hans voru Valdemar Hansen, f. 13. maí 1874, d. 4. júní 1952, og k.h. Amalie Hansen, f. 12. apr. 1877, d. 12. ág. 1945. Bróðir Hans Jörgens, Gre- gers, kvæntist síðar systur Mússíar, Ásu. Mússí og Hans Jörg- en eignuðust þrjú börn: Else Birgitte, f. 7. júní 1938, sem er lögfræðingur og sérfræðingur í endurtryggingu. Hún starfar hjá danska skipamáln- ingarfyrirtækinu Hempel í Kaup- mannahöfn og lífsförunautur hennar er Alexandre Christian Laurent f. 16. des. 1923, nú kominn á eftirlaun, en var for- stjóri í franska tryggingafyrir- tækinu Assurances Générales de France Réassurances, Gre- gers, f. 23. júlí 1946, sem er kennari og starfar i grunnskóla í Kaupmannahöfn. Hann var kvæntur Ullu Alsly og eiga þau tvær dætur, Louise, f. 24. sept. 1978, og Kristine, f. 15. mars 1982. Þau skildu. Sambýliskona hans er Annette Kruhöffer framhaldsskólakennari og eiga þau dótturina Petru, f. 3. apr. 1988, Eva Lotta, f. 19. febr. 1955, hagfræðingur og starfaði við banka bæði í Danmörku og Austurlöndum fjær þar sem hún hefur verið búsett víða um margra ára skeið, einnig hjá olíuþjónustufyrirtæki í Kína. Eiginmaður hennar er Thomas Thune Andersen, f. 4. mars 1955, forstjóri skipa- og gáma- flutningafyrirtækisins A. P. Möller í Englandi. Börn þeirra eru Andreas, f. 2. mars 1988, og Amalie, f. 22. júní 1991. Þau búa í London. Útför Elínar fór fram í kyrr- þey í Danmörku. Elskuleg föðursystir mín, Elín Guðmundsson Hansen sem jafnan var kölluð Mússí, lést á heimili sínu í Danmörku 27. júní s.l. Hún var fædd í Kaupmannahöfn. Foreldrar Elínar dvöldu í Kaup- mannahöfn fyrstu hjúskaparár sín þar sem Júlíus vann við verslanir Örum og Wulffs og þar fæddust börn þeirra, öll nema það yngsta. Þau fluttu síðan heim til íslands aftur 1921 þar sem Júlíus gerðist stórkaupmaður og útgerðarmaður. Mússí ólst upp ásamt systkinum sínum, fyrst á heimili foreldra sinna í Kaupmannahöfn en síðan í Reykja- vík. Þar sótti hún barnaskóla og gagnfræðaskóla og átti auðvelt með nám. Hún lauk gagnfræðaprófi 1932 og fór svo að vinna á skrifstofu föð- ur síns sem var í Eimskipafélagshús- inu. Eldri systir hennar, Eva, hafði farið til Kaupmannahafnar 1933, átján ára gömul, í verslunarskóla og Mússí fór þangað 1936, nítján ára, og fór að vinna á skrifstofu þar, sem tengdist starfi föður henn- ar. Síðar fór hún í húsmæðraskóla í Sorö. í Kaupmannahöfn kynntist hún ungum bóndasyni frá Lange- land, Hans Jörgen Hansen sem var þar í verkfræðinámi og þau giftu sig 1. nóv. 1937 þegar hann hafði lokið námi. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Kaupmannahöfn og þar hóf Hans Jörgen störf hjá Kampsax, stóru verkfræðifyrirtæki í Dan- mörku. Hans Jörgen var mjög virkur í dönsku andspyrnuhreyfingunni á stríðsárunum og hjálpaði mörgum, bæði gyðingum og öðrum, að flýja yfír sundið til Svíþjóðar. Sú þátttaka leiddi til þess að hann varð sjálfur að flýja með fjölskyldu sína til Sví- þjóðar 1943 og bjuggu þau fyrst í Stokkhólmi til 1948 þar sem Hans Jörgen vann áfram hjá Kampsax. Hann hafði einnig samvinnu við önnur dönsk verkfræðifyrirtæki varðandi ýmsar framkvæmdir en síð- an fluttu þau til Gautaborgar þegaj hann varð forstjóri Kampsax þar. Á árunum 1954-56 dvöldu þau Mússí í ístanbúl ásamt börnum sínum þar sem Hans Jörgen var forstjóri fyrir- tækisins í Austurlöndum nær en síð- an fluttu þau aftur til Kaupmanna- hafnar þegar hann tók við stöðu yfirverkfræðings við Grænlensku Tæknistofnunina. Hans Jörgen var í orlofi frá stofnuninni 1969-1972 en þá fóru þau til Manila á Filipps- eyjum þar sem hann vann á vegum Sameinuðu þjóðanna sem tæknileg- ur ráðgjafi Þróunarbanka Asíu varð- andi val á verkefnum til fram- kvæmda í Suð-austur Asíu og Ástr- alíu. Árið 1972 fluttu þau svo aftur til Kaupmannahafnar þar sem Hans Jörgen tók við fyrri störfum við Grænlensku Tæknistofnunina þar til hann hætti störfum 1981 og þau bjuggu þar bæði til dauðadags. Mússí og Hans Jörgen eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Mússí var strax á unglingsárum mjög lagleg og aðlaðandi stúlka. Hún var meðalmanneskja á hæð, dökkhærð og grannvaxin, sviphrein með hátt enni og fallegt bros. Hún var alltaf glæsileg, gat verið leiftr- andi og hafði mjög sterka persónu- töfra. Skemmtileg var hún, hafði mikla kímnigáfu og var áræðin. Hún fór um tvítugt til Kaupmannahafn- ar, giftist þar fljótt og hlutverk henn- ar varð eins og flestra kvenna á þeim árum að sinna móður- og hús- móðurstarfinu. Hún bjó erlendis langstærstan hluta ævi sinnar eða í sextíu ár. Á þeim tíma kom hún aðeins einu sinni í heimsókn til ís- lands 1965 og þá með eiginmanni sínum þegar hann fór um ísland í eina af sínum mörgu ferðum til Grænlands. Þau hjón bjuggu um tíma í fjarlægum löndum og annarri heimsálfu og ferðuðust mjög víða. Lengst af bjuggu þau í Kaupmanna- höfn og þar var Mússí ætíð í ná- grenni við systur sína Evu sem líka var gift dönskum manni og átti þar fjölskyldu og síðar kom Asa systir hennar einnig út og giftist mági hennar Gregers, þannig að þær syst- ur voru giftar bræðrum. Ása og Gregers ráku bóndabýli á Sjálandi en fluttu síðar til Kanada þar sem þau hafa búið ásamt fjölskyldu sinni undanfarin rúmlega 30 ár. Einnig bjó frænka þeirra og jafnaldra, Bergljót, í Kaupmannahöfn og tvær föðursystur þeirra systra ásamt fjöl- skyldum sínum, Valborg og Jó- hanna, sem báðar voru giftar dönsk- um mönnum. Þegar Mússí bjó í Gautaborg hafði hún mikil sam- skipti við vinkonu sína Sigríði Blönd- al sem þar bjó og var gift sænskum manni. Þær systur töluðu því saman nærri daglega lengst af og sam- skipti systra, frænkna og íslenskra vinkvenna voru þeim öllum mikill stuðningur og hjálpaði þeim til að varðveita mál og menningu uppruna síns og skila þeim til barna sinna. Börn þeirra vöndust þannig á það að hlusta á íslensku og skilja hana og geta talað málið að einhverju marki. Sjálf talaði Mússí ágæta ís- lensku þrátt fyrir langa veru erlend- is. _ Ég hitti Mússí fyrst þegar ég fór til útlanda með fjölskyldu minni í fyrsta sinn 1957, þá sextán ára göm- ul. Næstu tvö sumur vann ég um borð í farþegaskipinu Gullfossi og kom því hálfsmánaðarlega til Kaup- mannahafnar og átti jafnan frí þeg- ar skipið var í höfn. Þá voru aðrir tímar, utanferðir almennt óalgeng- ari, samskipti íslendinga við um- heiminn minni en nú, hvorki sjón- varp né veraldarvefur, símtöl milli landa einungis ef mikið lá við, ein- angrun því meiri og vöruval hér tak- markaðra. Útlöndin voru því fjarlæg ævintýraveröld, framandi og spenn- andi fyrir ungling sem kynntist öðr- um menningarheimi og lífsháttum. Ég var svo heppin að vera velkomin á heimilum föðursystra minna Evu og Mússíar og bjó því hjá þeim til skiptis eins og á mínu eigin heimili, kynntist þeim og fjölskyldum þeirra og jók það mjög á lífsreynslu mína og víðsýni. Þær systur voru ólíkar en mikill fengur að kynnast þeim báðum. Mússí var umfram allt þægi- leg og skemmtileg manneskja, hún gerði sér ekki fyrirhöfn en leyfði aðgang að daglegu lífi sínu eins og það var. Hún var mér góð og indæl frænka, á vissan hátt þjóðsagnaper- sóna í huga mínum, og ég naut þess mjög að vera í skjóli hennar og Evu systur hennar á unglingsárum og er þeim báðum ævinlega þakklát fyrir að sýna mér umhyggju og og hlýju eins og ég væri þeirra eigin dóttir. Hans Jörgen, eiginmaður Múss- íar, var hávaxinn og stæðilegur, ljós yfirlitum, hæglátur og yfirvegaður, kurteis og velviljaður. Þau hjón voru í raun mjög ólík bæði í útliti og persónugerð en tengdust traustum böndum sem dugðu tæp sextíu ár, en þau áttu gullbrúðkaup 1987. Þau bjuggu lengst af í Hellerup í Kaupmannahöfn en eftir að Hans Jörgen hætti störfum fluttu þau fyrst til Kokkedal og síðan á vist- heimili aldraðra í Hörsholm. Þau undu vel sínum hag og höfðu ánægju af sameiginlegum áhugamálum eins og því að spila brids og golf. Mússí fékk heilablóðfall 1989 og missti við það nokkra hreyfigetu en fór þó allra sinna ferða og Hans Jörgen annaðist hana af natni. Hann veiktist svo og dó af illkynja mein- semd 6. ág. 1995. Mússí náði sér aldrei fyllilega eftir lát hans og lést eftir stutta sjúkrahúslegu 27. júní sl. þá nýkomin heim. Útför hennar fór fram í kyrrþey í Danmörku. Fyrir. hönd föður míns, systkina og fjölskyldna okkar flyt ég börnum hennar og öðrum ástvinum samúð- arkveðjur og minnist hennar með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Agnarsdóttir. Glæsileg kristallsglös í miklu, úrvali SILFlTRBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina • Serfræðingar í blómaskreytiiigiim við öll tækifæri J1 blómaverkstæði WNNrW Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ¦ kjarni málsin v! SESSELJA ANDRÉSDÓTTIR + Sesseh'a Andr- ésdóttir var fædd að Bæ í Kjós 21. maí 1911. Hún Iést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 5. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Andr- és Ólafsson bóndi, Neðra Hálsi í Kjós, f. 1868, d. 1931, og Ólöf Gestsdóttir, f. 1883, d. 1966. Ses- seh'a fluttist með foreldrum sínum að Neðra Hálsi í Kjós 1922 og bjó þar fram til 1953 er hún fluttist að Öxnafelli í Einn er sá staður á landi hér sem skipar sérstakan sess í huga mér, það er Öxnafell í Eyjafirði. Sú sem þar hefur mest um valdið er föður- systir mín Sesselja Andrésdóttir, Ella. Til hennar var ég sendur 7 ára patti í sveit á sumrin og svo vel líkaði mér dvölin að komið var að framhaldsskólanámi þegar ég lét af þeim sið að fara í sveitina á sumrin. Ella fæddist að Bæ í Kjós, sjö- unda í röð fjórtán systkina. Oft mun hafa verið þröngt í búi á mann- mörgu æskuheimili Ellu en þó tókst svo vel til með ráðdeildarsemi og Eyjafirði er hún giftist Hallgrími Thorlacius bónda, f. 1905, en hann lést árið 1992. Sonur þeirra er Ólafur A. Thorlacius bóndi, f. 1954, kvæntur Fjólu H. Aðalsteins- dóttur, f. 1952, syn- ir þeirra eru Andri, f. 1989, og Sindri, f. 1991. Sesselja bjó að Öxnafelli til ævi- loka og sinnti bú- störfum. Útför Sesselju fer fram frá Grund í Eyjafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. forsjálni að öll komust börnin á legg utan eitt er lést í vöggu. Að Bæ bjó hún ásamt foreldrum, systkin- um og öðrum skyldmennum, að þess tíma sið, fram til 1922 er fj'öl- skyldan flutti að Neðra Hálsi í Kjós. Þar rýmkaðist heldur hagur fjöl- skyldunnar enda bújörðin stærri og gjöfulli að gæðum. Snemma tók Ella til hendinni við bústörfin svo sem tíðkanlegt var og lagði drjúgt af mörkum til að vel mætti takast til við búrekstur og heimilishald á svo fjölmennu heimili. Segja má að straumhvörf hafi orðið í lífi Ellu árið 1953 er hún kynntist Hallgrími Thorlacius bónda á Öxnafelli í Eyjafirði og fluttist alfarin norður. Þau giftust og ári síðar, 1954, eignuðust þau einkason sinn Ólaf Andra. Þau hjón- in bjuggu miklu rausnarbúi þar sem góð gildi voru í hávegum höfð og virðing borin bæði fyrir landsins gæðum og skepnum. Samhent lögð- ust þau á eitt, með fulltingi Þor- steins bróður Hallgríms sem þar bjó einnig, við að byggja upp bújörð- ina bæði með jarðarbótum og bætt- um húsakosti. Tókst svo vel til að margur bóndinn hefði mátt taka sér til fyrirmyndar. Á sumrin var ætið gestkvæmt að Öxnafelli enda frændgarður Ellu stór og aldrei var nokkrum vísað á dyr þótt þéttsetinn væri bekkurinn. A móti öllum var tekið opnum örmum af stakri gest- risni. í barnsminni mínu skín sífellt sól í heiði yfir Eyjafirðinum og fyrir mér var Ella frænka eina óskeikula manneskjan sem ég þekkti. Glað- sinna sá hún til þess, með óruggri stjórn, að frændsystkinin öll, sem send voru henni til sumardvalar, yrðu til einhvers gagns og færu sér ekki að voða. I eigingirni minni vildi ég geta haldið því fram að ég hafi einn verið um það að njóta góðs atlætis að Öxnafelli en það er fjarri sanni. Þau eru orðin býsna mörg systkinabörnin og barnabörn systk- inanna sem dvalið hafa þar sumar- langt. Ég hygg að láti nærri að öll séu þau mér sammála um að Ella eigi hvað stærstan þátt í að gera þeim dvölina ljúfa, að öðrum heimil- ismönnum ólöstuðum. Alltént hefur mér, líkt og þessum ættingjum mín- um, orðið tíðförult að Öxnafelli síð- an. Ella var hinn mesti dugnaðar- forkur til allra verka og féll raunar aldrei verk úr hendi hvorki við úti- verkin né inni. Við húsverkin stóð henni engin á sporði í matseld og bakstur hennar var í raun list. Uppskriftirnar að sætabrauðinu hennar og kökunum fundust hvergi á bók og mælieiningarnar svo sér- stæðar að þrátt fyrir að margar konurnar fengju hjá henni upp- skriftir þá tókst engri að ná sama árangri; kökurnar voru einhvern veginn öðruvísi hjá Ellu, betri. Úti- verkunum sinnti hún af sömu kost- gæfni. Hana vantaði raunar fáa daga upp á 85. afmælið þegar hún gekk síðast til mjalta en því verki hafði hún sinnt ævina alla, bæði kvölds og morgna. Heldur hafði hún hægt á er aldurinn færðist yfir auk þess sem heimilishaldið var orðið umfangs- minna þegar heimiliskettirnir tveir voru orðnir einu kostgangararnir; stríðaldir. Einmanalegt held ég þó tæpast að hafí verið þar sem stutt er milli húsa á Öxnafelli og gerðu sonarsynirnir tveir, Andri og Sindri sér tíðförult til ömmu sinnar og glöddu. Hve klén virðast þessi fáu orð sem hér standa þegar minnast skal Ellu, föðursystur minnar, fóstru minnar. Svo margar eru minning- arnar að nægja myndi í bók. Eg held þó að Ella kynni mér litla þökk fyrir slíkt lof og raunar held ég að nærri liggi að ég hafi þegar ofboð- ið hógværð hennar. Björn L. Bergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.