Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur o g Ríkisspítalanna Merkur áfangí en margt athugavert Jóhannes Þorvaldur Veigar Sigríður Gunnarsson Guðmundsson Snæbjörnsdóttir Bergdís Kristjánsdóttir Magnús Páll Albertsson Valgerður Hildibrandsdóttir LÆKNINGAFORSTJORAR og hjúkrunarforstjórar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölunum eru sammála um að samkomulag fjár- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspít- alanna sé tímabært. Þeir telja margt í samkomulaginu skref í rétta átt til að rétta við rekstrarhalla sjúkrahús- anna. Formenn starfsmannaráða sjúkrahúsanna segjast munu fylgjast með framvindu mála og gæta þess að réttindi starfsmanna verði tryggð við framkvæmd samkomulagsins. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, kveðst feginn því að loks hafi feng- ist lausn á málum sjúkrahúsanna. „Starfshópurinn hefur unnið furðu gott starf miðað við þær forsendur sem gengið var út frá. Ef maður ber þetta saman við það sem við stóðum frammi fyrir að öðrum kosti er þetta allt annað og miklu betra,“ segir hann. Hann segist þó ekki geta séð að í samkomulaginu felist úrlausnir á öllum vandræðum í starfsemi sjúkra- húsanna. „Það er gert ráð fyrir sparnaði upp á tæpar 400 milljónir í heild og hann verður auðvitað ekki galdraður fram. Sparnaðurinn felst í því að fækka starfsfólki, sem hlýtur að leiða til minni eða verri þjónustu. Mestu vandræðin verða í skurð- starfseminni, en þar er verið að tala um fækkun um 15 rúin til viðbótar fækkun síðustu ára, en það eru um 50-60 rúm,“ segir Jóhannes. Hvað öldrunarþjónustu varðar tel- ur Jóhannes mjög góða lausn að samræma hana og sameina á Landa- koti. Segist hann eiga von á að það mælist almennt vel fyrir. Hann minnir á að með viðbótar- rekstrarfjárveitingu sé ekki verið að auka fé til sjúkrahúsanna, hún sé aðeins eingreiðsla. Hallað á Ríkisspítalana Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri Ríkisspítala, telur hallað á Ríkisspítalana í samkomu- laginu. „Við áttum engan pólitískan talsmann í nefndinni til að gæta hagsmuna okkar eins og Sjúkrahús Reykjavíkur. Þeir hafa kvartað meira en við ætluðum að reyna að þrauka þetta árið. Hjá Ríkisspítölunum er mun meiri kostnaður vegna reksturs og þess vegna hefðum við kannski átt að fá meira ef öllum hefði verið gert jafn hátt undir höfði,“ segir Þorvaldur. Hann segir samkomulagið þó langt frá því að vera alvont. Til dæmis sé hann ánægður með sam- ræmingu öldrunarþjónustunnar. Hann segir enn marga lausa enda vegna útfærslu sameiningarinnar sem eftir eigi að skýra. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að það eigi að ganga alla leið í samein- ingu spítalanna. „Skoðun mín er sú að það ætti að sameina þá alveg og setja undir eina stjórn og fram- kvæmdastjórn. Með því næðist mest hagræðing. En það er ekki endiiega skoðun allra hérna innanhúss," segir hann. Skýrarí verkaskipting Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, segist fagna samkomulaginu. „Mér finnst þetta vera ákveðin tíma- mót í skipulagi heilbrigðisþjón- ustunnar og tel að hér sé verið að taka ákvörðun sem eigi eftir að gagn- ast okkur mjög vel í framtíðinni. Það Lækningaforstjóri Rík- isspítalanna telur hallað á Landspítalann í sam- komulaginu um stóru sjúkrahúsin, en hvetur til sameiningar. Lækn- ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur segir 400 milljóna sparnað leiða til fækkunar starfsfólks, sem aftur hafi í för með sér verri þjónustu. Mar- grét Sveinbjörnsdóttir og Þórmundur Jóna- tansson leituðu við- bragða við samkomu- laginu. er verið að viðurkenna að skýrari verkaskipting muni skila hagkvæm- ari þjónustu. Meiri samvinna hlýtur að vera betri en minni samvinna. Þetta er líka viðurkenning á því sem við komumst að fyrr á árinu að það er ekki hægt að skerða meira rekstr- arfé innan sjúkrahúsanna," segir hún. Sigríður leggur áherslu á að mikil vinna sé framundan. „Ég hef ákveðn- ar áhyggjur af því að tímaáætlanir séu reistar á fullmikilli bjartsýni. En ég held líka að fólk í stjórnun og rekstri sjúkrahúsa verði að fara að venjast því að það verður ekkert ör- uggt eða ábyggilegt framar. Við verðum að búa okkur undir að vinna við stöðugar breytingar, kröfur um aukna hagræðingu, meiri framleiðni og aukin afköst,“ segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir að uppsögnum verði haldið í lágmarki, en frekar boðið upp á tilfærslur. Markar viss tímamót Hjúkrunarstjórn Landspítalans fór yfir samkomulagið í gær. „Við erum að mörgu leyti ánægð með sam- komulagið. Það markar viss tímamót í sjúkrahúsþjónustunni en í því eru auðvitað ýmis atriði sem þarf að skoða betur og gera athugasemdir við. En þegar á heildina er litið erum við nokkuð sátt,“ segir Bergdís Kristjánsdóttir, starfandi hjúkrunar- forstjóri Ríkisspítala. „Áðaláhyggjur okkar varða það hvemig Ríkisspítalar koma að öldr- unarþjónustunni á Landakoti. Okkur er tryggður aðgangur að þjónustu þar en ekki er talað um að við höfum neitt eftirlit þar. Það vakna náttúru- lega spurningar um hvemig staðið verður að þeim rnálurn," segir Berg- dís. Hún segist fagna því að efla eigi endurhæfingu á Grensásdeildinni, þar sem aðgengi að endurhæfingu hafi hingað til ekki verið gott við Ríkisspítalana. Bergdís kveðst vona að framhald verði á aðgerðum, skýrari verka- skipting mótuð og meiri samvinnu komið á milli stóru sjúkrahúsanna A HÓTEL Sögu í Reykjavík hófst í gær þing Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum, sem er samband norrænna landssamtaka hreyfihamlaðra. Þetta er í fjórtánda sinn sem slík ráðstefna er haldin og sækja hana 85 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum auk ge- stafyrirlesara frá fleiri löndum. Þing- inu lýkur á morgun, laugardag. Bandalagið stendur á töluverðum tímamótum. Það fagnar nú 50 ára afmæli sínu, en það var stofnað árið 1946, sex árum fyrr en Norðurland- aráð sjálft. Á hálfrar aldar afmæli bandalagsins stendur endurskoðun starfsskipulagningar þess fyrir dyr- um, sem felst meðal annars í því að tíðni formennskuskipta breytist úr fjórum árum í tvö, og núverandi fyr- irkomulag þinghalds verður lagt af. Auk þessarar innri endurskipulagn- ingar á að nota afmælið sem tilefni til að vekja athygli á hagsmunabar- áttu fatlaðra. Á dagskrá fyrsta þingdagsins var Evrópusamstarf um málefni fatlaðra efst á baugi, en þingið nýtur stuðn- ings frá Evrópusambandinu (ESB). Öll Norðurlöndin eru þátttakendur í samstarfi á þessu sviði á vettvangi Evrópusambandsins, Svíþjóð, Dan- mörk og Finnland sem fullir ESB- aðilar og Noregur og Island í gegn um EES-samninginn. Þetta samstarf er margþætt. Fé- lagsmál eru einn þeirra málaflokka tveggja. „Ég er mjög hlynnt algerri sameiningu en tek skýrt fram að ég tala ekki fyrir munn allra hér á sjúkrahúsinu," segir Bergdís. Framtíð starfsmanna í óvissu Magnúsi Albertssyni, formanni starfsmannaráðs Sjúkrahúss Reykja- víkur, og Valgerði Hildibrandsdóttur, sem enn heyra eingöngu undir ríkis- stjórnír aðiidarlanda ESB en eru ekki á könnu hinna sam- eða yfir- þjóðlegu stofnana ESB. En ESB- löndin hafa með sér samstarfsáætlun um málefni fatlaðra sem nefnist HELIOS og eru EES-þjóðirnar Nor- egur og ísland jafnframt þátttakend- ur í henni. En þótt hagsmunamál fatlaðra séu flokkuð undir félagsmál hafa ýmsir aðrir málaflokkar bein eða óbein áhrif á þau. Þess vegna þurfa nú hagsmunasamtök fatlaðra að hafa vakandi auga með þróun annarra formanni starfsmannaráðs Ríkisspít- alanna, líst báðum nokkuð vel á sam- komulag ráðherra og borgarstjóra við fyrstu sýn en Valgerður bendir þó á að starfsmannaráðinu hafi ekki verið kynnt samkomulagið. „Að sjálfsögðu líst mér vel á allt sem kemur til með að gera hlutina betri, svo framarlega að hagsmunir starfsmanna og sjúklinga verði ekki skertir," segir Valgerður. Hún segir miður að til fækkunar starfsmanna þurfi að koma og segir ummæli um að starfsmönnum verði fækkað nokkuð séu loðin. Framtíð margra starfsmanna sé í fullkominni óvissu og segist Valgerður munu leita eftir skýringum á þessu. Óánægja með skerðingu á leikskólaþjónustu Valgerður og Magnús telja ákvörðun um að leggja niður leik- skóla Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna þýða skerðingu á þjónustu við starfsmenn. Þau eru þó vongóð um að sveitarfélög á Stór- Reykjavíkursvæðinu veiti sömu þjón- ustu í staðinn. í samkomulaginu er ákvæði um að sjúkrahúsin skuli hætta rekstri leikskóla í áföngum á árunum 1996- 1999. í greinargerð segir að á sama tíma og sjúkrahúsin hafi dregið nokkuð saman í rekstri leikskóla hafi sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu aukið framboð leikskólarýma. Þar segir ennfremur: „Rekstur leik- skóla sjúkrahúsanna verður því ekki ekki eins nauðsynlegur á næstu árum og verið hefur.“ Magnús segir starfsfólk mjög óánægt með skerðingu í rekstri leik- skóla enda hafi þeir þótt mjög góðir. Valgerður segir forsendu þess að hægt sé að leggja niður leikskóla vera þá að sveitarfélög veiti sömu þjónustu og leikskólar spítalanna. Hún bendir á að opnunartími leik- skóla sjúkrahúsanna sé allt annar en á öðrum leikskólum vegna vakta- vinnu starfsmanna. Magnús segir að fylgst verði íneð umræðum og viðbrögðum við fram- kvæmd tillagnanna til að standa vörð um réttindi starfsmanna. M.a. þurfi að gæta þess að starfsmenn, sem skipta munu um vinnuveitendur vegna flutninga deilda milli sjúkra- stofnananna, haldi öllum áunnum réttindum sínum. mála sem unnið er að á vettvangi ESB. Til þess að ræða þessi mál tóku til máls á þinginu í gær fulltrú- ar frá framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu en auk þeirra upp- lýstu fulltrúar úr stjórnkerfum Norð- urlandanna um stöðu þessara mála frá sínu sjónarhomi að ógleymdum fulltrúum samtaka fatlaðra sjálfra að sjálfsögðu. Á dagskrá þingsins í dag, föstu- dag, er Norðurlandasamstarfið í brennidepli. Þinginu lýkur á morgun með hátíðarkvöldverði í boði félags- málaráðherra. EIGNAMIÐUJMN -m- ✓ Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Einbýli á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi hefur beöiö okkur að útvega 150-300 fm einbýli á Seltjarnarnesi gjarnan, á einni hæö. Mjög góöar greiðslur í boði og rúmur afhendingartími. Norrænt þing fatlaðra í Reykjavík Hagsmunastarf á Evrópu vettvangi efst á baugi FRÁ setningu þings Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum á Hótel Sögu í gær. y í t \ i í i I i i t i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.