Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMTAK afhenti nýlega þennan Víking 800 til kaupanda á
Grundarfirði.
Samtak smíðar
báta og ferjur
BÁTAGERÐIN Samtak hf. afhenti
nýlega þriðja krókaleyfisbátinn á
þessu ári. Báturinn, sem heitir
Fanney og er af gerðinni Víkingur
800, verður gerður út frá Grundar-
firði og fer fyrst um sinn á hand-
færi.
í smíðum hjá Samtak er nú ferja,
en feijur Samtaks ná allt að 20
metrum. Fyrir utan krókabáta,
framleiðir Samtak hf. 15 tonna
fiskibáta, en fjórir slíkir hafa verið
framleiddir hjá fyrirtækinu.
Nýi báturinn, sem hér þeytist af
stað í reynslutúr, kostar með haf-
færiskírteini um átta milljónir
króna, en áætla má að báturinn
með veiðileyfi og vel búinn tækjum
geti kostað allt að fimmtán milljón-
ir króna, skv. upplýsingum frá for-
svarsmönnum Samtaks.
BÁTURINN er búinn mjög fullkomnum siglingatækjabúnaði,
meðal annars eins konar siglingatölvu.
Husavik
Sameining Höfða og1
Fiskiðjusamlag’sins
er vel á veg komin
FYRIRHUGUÐ sameining Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur hf. og Höfða
hf. er nú vel á veg komin er gert
ráð fyrir að hún verði endanlega
samþykkt á hluthafafundi í október
nk. Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavík og stjórnarformaður Fisk-
iðjusamlagsins, segir að með sam-
einingunni verði til öflugt fyrirtæki
auk þess sem sameiningin leiði til
hagræðingar í rekstri.
Samþykkt var á aðalfundi í des-
ember sl. að fela stjórn félagsins
að undirbúa sameininguna og hefur
hún unnið að því síðan. Gert hefur
verið átta mánaða uppgjör miðað
við 30. apríl síðastliðinn og sam-
kvæmt því var Höfði hf. rekinn með
um 34 milljóna króna hagnaði og
veltu upp á rúmlega 450 milljónir
króna. Höfði hf. gerir í dag út tvo
frystitogara, Kolbeinsey ÞH og Júl-
íus Havsteen ÞH, auk þess að gera
út inníjarðarrækjubátinn Kristey
ÞH.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur var
hinsvegar rekið með um 50 milljóna
króna halla á sama tímabili og var
velta þess um einn milljarður króna.
Heildarþorskkvóti Fiskiðjusam-
lagsins og Höfða hf. er um 1.248
tonn og heildarúthafsrækjukvótinn
um 1.257 tonn. Heildarkvóti sam-
einaðra fyrirtækja er um 3.978
þorskígildistonn.
Á almennan hlutaréfamarkað
Einar segir að með sameining-
unni stækki heildin og til verði fyrir-
tæki sem nái yfir bæði vinnslu og
útgerð. Það muni ótvírætt leiða til
hagræðingar í rekstri. Þannig séu
möguleikar á að koma fyrirtækinu
út á almennan hlutabréfamarkað.
Fram að þessu hefur Fiskiðjusam-
lag Húsavíkur verið skráð á al-
mennum hutabréfamarkaði og segir
Einar að þar hafi átt sér stað smá-
vægileg viðskipti með hlutabréf fyr-
irtækisins.
Kaupþing Norðurlands og Lands-
bréf hafa metið hlutbréf í hvoru
fyrirtæki fyrir sig og segir Einar
að fljótlega muni liggja fyrir tillög-
ur um hvað stjórin geri varðandi
sameininguna. Hann segir að í októ-
ber sé fyrirhugaður hluthafafundur
þar sem endanleg ákvörðun verði
tekin. Fyrir liggi samrunaáætlun
þannig að aðeins eigi eftir að ganga
frá tillögum um skiptiverð á hluta-
bréfum og halda hluthafafundinn.
Reuter
PALESTÍNSKIR verslanaeigendur fyrir utan lokaðar verslanir sínar í Austur-Jerúsalem i gær. ísra-
elskir landamæraverðir fóru um helstu verslanagötu borgarinnar á meðan fjögurra klukkustunda
verkfalli Palestínumanna stóð.
Flestir Palestínumenn hlýddu verkfallsboði Arafats
Segja verkfallið viðvörun
Ramallah á Vesturbakkanum. Reuter.
PALESTINUMENN á Vesturbakk-
anum, Gazaströndinni og í Austur-
Jerúsalem lögðu flestir niður vinnu
í fjórar klukkustundir í gær. Urðu
þeir við boði Yassers Arafats, for-
seta heimastjórnar þeirra, um verk-
fall til þess að mótmæla aðgerðum
ísraelsstjórnar í .Jerúsalem. og á
herteknu svæðunum. Þetta er
fyrsta verkfall sem efnt er til í tvö
ár á þessum svæðum.
Flestar verslanir og fyrirtæki
Palestínumanna voru lokuð í gær-
morgun, en ljósmyndari Reuters í
borginni Hebron á Vesturbakkan-
um greindi þó frá því að þar væru
flestar verslanir opnar.
„Við erum að gefa út viðvörun,
og hana verður að taka alyarlega
vegna þess að um leið og ísraelar
láta í orði líta svo út sem þeir vilji
frið hafa þeir á borði aukið fram-
kvæmdir og hvað eftir annað brotið
samninga,“ sagði Hanan Ashrawi,
menntamálaráðherra í stjórn Pal-
estínumanna, við fréttamenn.
ísraelar greindu frá því í gær að
þeir myndu byggja fieiri hús í land-
námi gyðinga á Vesturbakkanum,
og telja fréttaskýrendur líklegt að
þessi ákvörðun muni enn frekar
ergja Palestínumenn.
Jafnast á við stríðsyfirlýsingu
Það hleypti illu blóði í Palestínu-
menn á þriðjudag að ísraelar jöfn-
uðu við jörðu samkomuhús þeirra
í Austur-Jerúsalem á þeim forsend-
um að húsið hefði verið byggt í leyf-
isleysi. Þá tilkynntu ísraelar að
frekari húsbyggingar væru áform-
aðar í landnámi þeirra á Vestur-
bakkanum. Forsætisráðherra ísra-
els, Benjamin Netanyahu, hefur
sagt að ekki komi til greina að ísra-
el afsali sér yfirráðum í austurhluta
Jerúsalem, sem þeir hertóku í sex-
dagastríðinu 1967, því_ borgin sé
að eilífu höfuðborg Ísraelsríkis.
Palestínumenn krefjast þess að
Austur-Jerúsalem verði höfuðborg
framtíðarrikis þeirra.
Þetta er í fyrsta sinn sem efnt
er til verkfalls á Vesturbakkanum
og Gaza frá því Palestínumenn
fengu heimastjórn sumstaðar á
þessum svæðum 1994. Arafat lýsti
því yfir á löggjafarsamkomu Palest-
ínumanna á miðvikudag að stefna
ísraelsstjórnar jafnaðist á við stríðs-
yfirlýsingu á hendur Palestínu-
mönnum og boðaði til verkfallsins
í mótmælaskyni.
Byggingaframkvæmdum
haldið áfram
Talsmaður ísraelska varnar-
málaráðnunejdisins sagði í gær að
stjórnin hefði veitt samþykki við
byggingu íbúðahúsa í núverandi
landnámi á Vesturbakkanum, en
vildi ekki nefna hve mikið yrði
byggt. Fjölmiðlar segja að alls
verði byggðar 3.550 íbúðir á svæð-
um í grennd við Jerúsalem.
Aðspurð um byggingafram-
kvæmdirnar sagði Ashrawi að þetta
væru „hinar raunverulegu aðgerðir.
Við höfum engan áhuga á innan-
tómum orðum. Hin raunverulega
sönnun er sú ákvörðun [ísraels-
stjórnar] að halda áfram bygginga-
framkvæmdum og leggja hald á
land.“
Utanríkisráðherra ísraels, David
Levy, ræddi við Arafat á miðviku-
dag og sagði í útvarpsviðtali í gær
að hann hefði gert Arafat grein
fyrir að ástandið gæti farið úr bönd-
unum. Arafat hefði lofað að gera
það sem í hans valdi stæði til þess
að forða því.
Framkvæmda-
nefnd fundar
Formenn sameiginlegrar fram-
kvæmdanefndar ísraela og Palest-
ínumanna hittust á fundi í Jerúsal-
em í gær og að honum loknum
sagði samningamaður ísraela, og
formaður nefndarinnar, San
Shomron, að nefndin myndi hefja
fundi í næstu viku.
Þetta verður í fyrsta skipti sem
framkvæmdanefndin, sem hefur
umsjón með því að samningum um
heimastjórn Palestínumanna verði
hrint í framkvæmd, kemur saman
eftir að Benjamin Netanyahu tók
við embætti forsætisráðherra ísra-
els.
Prodi vill EMU
-undanþágur
Róm. Reuter.
ROMANO Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, lýsti því yfir í gær að hann
legði ríka áherslu á að ítalir stæðu
við hinn ströngu markmið Maastric-
ht-sáttmálans í tengslum við pen-
ingalegan samruna Evrópuríkja.
Hann tók þó fram að önnur Evrópu-
ríki kynnu að þurfa að gefa ítölum
örlítið svigrúm.
„Hinn peningalegi samruni verður
að eiga sér stað og það eins fljótt
og auðið er,“ sagði Prodi í viðtali við
tímaritið Panorama.
Hann sagði að Frakkar og Þjóð-
veijar hefðu aldrei verið sannfærð-
ari um það en nú að ekki væri æski-
legt að framkvæmda peningalega
samrunann án þátttöku ítala. Það
gæti þó reynst nauðsynlegt að
Itölum yrðu veittar sérstakar, tíma-
bundnar undanþágur frá skilyrðum
Maastricht.
Flest Evrópuríki eiga í erfiðleikum
með að uppfylta Maastricht-skilyrðin
^★★★jL.
EVRÓPA^
og eiga ítalir langt í land með að
standa við flest þeirra. Er til dæmis
talið útilokað að þeir nái að draga
skuldir opinberra aðila nægilega
mikið saman í tæka tíð.
Tilraunir til að nálgast markmiðin
hafa reynst sársaukafullar og gerast
þær raddir háværari á Italíu sem
vilja fresta þátttöku.
Cesare Romiti, aðalstjórnandi
Fiat-samsteypunnar, sagði í síðustu
viku að hugsanlega kynni að vera
skynsamlegt fyrir ítali að leggja
áform um EMU-aðild á hilluna í bili
ef það kynni að verða til að skapa
fleiri atvinnutækifæri á Ítalíu.
Fara ekki að
dæmi Finna
Brussel. Reuter.
SÆNSKIR hagfræðingar sögðu í
gær ólíklegt að Svíar myndu gerast
aðilar að Gengissamstarfi Evrópu
(ERM) jafnvel þótt Finnar tækju
ákvörðum um það í haust.
„Það er engin ástæða fyrir Svía
að gerast aðilar að ERM fyrr en við
höfum ákveðið að eiga aðild að hin-
um peningalega samruna Evrópu-
ríkja (EMU),“ sagði sænskur efna-
hagsmálasérfræðingur.
Verulega hefur dregið úr vanga-
veltum um ERM-aðild Svía á síðustu
mánuðum þrátt fyrir að allt bendi
til að Finnar muni innan skamms
ákveða þátttöku.
„Ég held að hið rétta stöðumat
sé að þessi áform hafi verið söltuð,"
sagði Thomas Poussette, yfirmaður
efnahagsrannsókna hjá Nordban-
ken.
í yfirlýsingu frá Erik Ásbrink fjár-
málaráðherra á miðvikudag segir að
aðild Svía að EMU kunni að dragast
fram yfir árið 1999. Hefur þetta ýtt
undir vangaveltur um að krónan
verði áfram látin fljóta á gjaldeyris-
mörkuðum.