Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ < i í i 4 í i i i < I < < < < < < l < < < l < i < < < < < FÓLK í FRÉTTUM þeirra í Leikhúskjallaranum ki. 21. Það getur reynst þrautin þyngri að lýsa tónlist Anne Dorthe Mic- helsen og sjálf segist hún litla að- stoð geta veitt. Segist leggja mikið upp úr sjálfri laglínunni, að tónlist- in sé melódísk og taktviss. Og þrátt fyrir að margir myndu án efa segja tónlistina afar danska, hefur hún- engu að síður náð eyrum fólks víð- ar, svo sem á hinum Norðurlöndun- um og í Japan, þar sem Michelsen nýtur geysilegra vinsælda. Astæða þess er líkust lygasögu. „Háttsettur starfsmaður í japönsku fyrirtæki starfaði um tíma í Bruss- el og átti í ástarsambandi við danska konu. Hún átti nokkrar plöt- ur með tónlist minni og ein þeirra varð „platan þeirra“, tónlistin sem þau spiluðu þegar þau hittust. Mað- urinn sneri síðar heim til Japan og kynnti plötuna fyrir Sony-útgáfunni og þar með var boltinn farinn að rúlla. Síðar var lag af einni plöt- unni notað sem kynningarstef í sjónvarpsþátt og það varð ekki til að draga úr vinsældunum.“ Hafa plötur Anne Dorthe Michelsen selst í yfir 100.000 eintökum í Japan, og það þó að að sungið sé á dönsku. Anne Dorthe hefur sagt að það sem Danir forðist og óttist mest, sé að taka sjálfa sig of hátíðlega og að þeir brynji sig með hæðni. Textar hennar bera þess hins vegar merki að hún er afar meðvituð um umhverfi sitt og hæðni er ekki það vopn sem er henni tamast. „Það er næstum því ómögulegt að orða þetta svo eitthvert vit sé í,“ segir hún. „Þegar ég sem texta, reyni ég að fanga stemmningu, þá stemmningu sem liggur að baki, oft löngu gleymdum tilfinningum. Dæmi um það er þegar maður verð- ur ástfanginn, þá upplifir maður tilfinningar sem maður var búinn að gleyma að maður ætti til. Karen Blixen sagði eitt sinn að list væri eins og sandkorn í skel, sem yrði að perlu við stöðugan núning. Sárs- aukinn er mér mun frekar yrkisefni en það þegar allt leikur í lyndi, þá finn ég ekki til sömu knýjandi þarf- ar til að semja. Og ég er þannig gerð að mér finnst ég eiga sérlega auðvelt með að ná tökum á tilver- unni.“ Tónlistin og textarnir verða yfir- leitt til samtímis í kolli Anne Dort- he, sem segist helst ekki vilja greina þetta tvennt að. Hún hefur samið texta við tónlist annarra en er ekki sérlega ánægð með þá. „Textinn verður að spretta af þörf. Dæmi um það er lag og texti sem ég samdi þegar Bjarne Riis sigraði í Tour de France hjólreiðakeppninni í sumar. Frammistaða hans var frábær, öll þjóðin fylgdist af áhuga með gengi hans og ég hreifst með. Lagið var flutt í Tívolí þegar Riis kom heim frá Frakklandi, og vakti ótrúlega mikla athygli.“ Ástæða þess að Anne Dorthe heiliaðist svo mjög af frammistöðu Riis, var ekki síst sú að hún fylgd- ist með Tour de France-keppninni fyrir Berlinske Tidende en hún lærði blaðamennsku og hefur annað slag- ið gripið í skriftir. Hún hefur einnig leikið í kabarett-sýningu sem nefndist „Venter pá far“ og nú legg- ur hún stund á nám í kvikmynda- skóla, þar sem hún lærir að semja kvikmyndahandrit. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að það sé bara flótti? Lengi vel snerist allt um tónlistina en nú verð ég að prófa eitthvað annað. Ég er hrædd við að einangrast. Ég hef verið atvinnutónlistarmaður í fimmtán ár og með tímanum finnst mér hættan aukast á því að tengsl- in rofni við aðra. Ég tek sjálfa mig ekki svo hátíðlega að kalla mig listamann, ég er miklu frekar þjóð- lagasöngvari. Sú tónlist sem höfðar mest til mín er írsk þjóðlagatónlist, sem hefur heillað mig upp úr skón- um.“ Anne Dorthe segist vera ein þeirra sem þjáist af sviðshræðslu. Hún kvíði alltaf fyrir tónleikum og að henni sé ekki sama við hvaða aðstæður hún spili. Hún hafi lítinn áhuga á því að leika fyrir fólk sem sýni tónlistinni takmarkaðan áhuga og tali án afláts. Á tónleikunum hér á landi flytur hún fímm ný lög, segist frekar vilja kynna þau á tón- leikum og leyfa þeim að taka breyt- ingum á þann hátt, í stað þess að vera sífellt að endurflytja efni af plötum á tóhleikum. Ekkert liggur fyrir með næstu plötu. En þrátt fyrir að sviðhræðslan sé fyrir hendi, segir Anne Dorthe það ánægjulegt, að leika fyrir áhorfendur erlendis, því þeir nálg- ist tónlistina á allt annan hátt en Danir, sem hafi gert sér mun ákveðnari skoðanir um lög og texta. „Þá vekja allt önnur lög hrifningu, t.d. í Danmörku og Jap- an. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist hér.“ fritt tiiii ttll kvöld Opið þriðjud,—sunnud. frókl. 20-01, föstud. og laugard. kl. 20-03. Munið Sportbarinn, Grensósvegi 7. ^^^Pool dort og Br spilakassor. mBfflS Bcinar llUWf útsendingar Upplýsinqor i sima 553 3311 eðo 553 3322. Grensásvegi 7,108 Reykjavik « Slmar: 553 3311 * 896 - 3662 SíóaSta Sveitaball SumarSinS +Botnleója ♦Koirassa krðkrídandí P6iPSl! NJÁLSBÚÐ ” “t Laugardagskvöld 31. ágúst FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 45 STÓRUTSALA Reiðhjól aitt að 40% afsláttur 21 gíra Bronco Pro-Track með Shimano gírum, Grip-Shift, álgjörðum, átaks- bremsum, brúsa, standara, gír og keðju- hlíf. Gott hjól á frábæru tilboði. Kr. 20.950, stgr. kr. 19.903 (áður kr. 25.900). Frábært verð á vönduðum 21 gíra fjalla- hjólum m/Alivio frá kr. 29.900, stgr. kr. 28.405, m/STX frá kr. 38.900, stgr. kr. 36.955. Þríhjól, verð frá kr. 3.450. 20" BMX, verð aðeins kr. 13.900, stgr. kr. 12.205. Barnahjól með fótbremsu og hjálpardekkjum, verð frá kr. 8.600, stgr. kr. 8.170. 24" fjallahjói, 18 gíra, með bögglabera, brettum og Ijósum kr. 23.900, stgr. kr. 22.705. íþróttagallar Allt að 35% afsláttur Barnagallar, verð frá kr. 2.990, stgr. kr. 2.840. Fullorðins, verð frá kr. 3.990, stgr. kr. 3.790. Bómullarpeysur frá kr. 1.990, stgr. kr. 1.890. Bómullarbuxur frá kr. 2.300, stgr. kr. 2.185. T-bolir, verð frá kr. 990, stgr. kr. 940. kr.1^Q0, Jj || - M lll Iþróttaskór — gönguskór Allt að 35% afsláttur af íþróttaskóm og 50% afsláttur af gönguskóm. Gönguskór, verð frá kr. 2.900, stgr. 2.755. Regngallar 20% afsláttur Regngalli, vinyl, gegnsær, nu kr. 632. Regngalli, blár, nylon, kr. 2.320, stgr. kr. 2.204. Regngalli, tvílitur, nylon, kr. 2.800, stgr. kr. 2.660 Skólabakpokar 30% afsláttur Lange kr. 1.995, stgr. kr. 1.895. Big-Foot kr. 1.490, stgr. kf. 1.415 Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum sem ekki eru á útsölu Verslunin Ein stærsta sDortvöruverslun landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.