Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens tta eeu vepUfiL-) F/tEGMIK.NA£. / 7 1 T _ 1 I1 00 Ljóska Ferdinand 'WHY AREN'tYiP I STANP YOU OUT IN RI6HT FIELD? MERE, I CAN BE CLOSER TO VOUR CATCHER.. WHY D0NTY0U 6ET BACK OUT TMERE IN RI6MT FIELD WMERE YOU'LL BE CLOSER TO TME ED6E OF TME WORLD? ~zr Hvers vegna ertu ekki á Hvers vegna ferðu ekki aftur hægri vallarhelmingi? Ef ég út á hægri vallarhelming þar stend hér get ég verið nær sem þú verður nær endimörk- gríparanum þínum... um jarðar .. ? ^IF I FALL OFF. TELL YOUR CATCHER I WA5 THINKIN6 Ef ég dett út af, segðu þá gríparanum að ég hafi verið að hugsa um hann! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylyavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Athugasemd frá Sverri Olafssyni Frá Sverri Ólafssyni: í MORGUNBLAÐINU miðvikudag- inn 28. ágúst birtist lesendabréf, undirritað af Birni V. Ólasyni. Þar eignar hann undirrituðum grein sem birtist undir Björns nafni í Mbl. 21. ágúst sl. Ég sé ekki ástæðu til að tjá mig um þessi furðuskrif Björns að öðru leyti en því að mér eru greinarskrif þessa manns, sem ég er varla málkunnugur, með öllu óviðkomandi. Bréf þetta sem Björn undirritar er þess eðlis að flestum viti bornum mönnum hlýtur af of- bjóða. Vitaskuld hlýt ég að álykta sem svo að þessi undarlegu skrif hljóti með einhveijum hætti að tengjast gagnrýni minni á meiri- hlutasamstarf Alþýðuflokksins í Hafnarfirði við dæmdan fjársvika- mann. En í þeirri gagnrýni er ég örugglega ekki einn enda stendur þjóðin agndofa frammi fyrir því sið- leysi sem þar viðgengst í skjóli venzla og viðskiptahagsmuna. Um leið er bréfíð einhvers konar undar- leg viðleitni, til að hreinsa Jóhann G. Bergþórsson og meðreiðarsvein hans, Ellert Borgar Þorvaldsson, af ásökunum sem Björn viðhafði í grein sinni og eru reyndar á vitorði flestra landsmanna. Ekki hef ég mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af skoðunum Jóhanns og Ellerts á minni persónu enda tel ég þeirra fjandskap við mig frekar lof en last. Hygg ég að flestir landsmenn úr öllum stjórnmálaflokkum séu mér þar sammála. Hitt þykir mér verra að svo virðist sem ritstjórar Mbl. hafi séð ástæðu til að taka orð Björns V. Ólasonar fullgild, án þess að hafa fyrir því að leita eftir við- horfi mínu til málsins eða rökum fyrir fullyrðingum sínum. Ég ber miklu meiri virðingu fyrir ritstjórn Mbl. en svo að ég láti mér í léttu rúmi liggja þá sleggjudóma sem fram koma í athugasemd ritstjóra sem fylgir bréfi Björns. Ritstjórum Mbl. má vel vera kunnugt að ég Vöggusængur, vöggusett, SkúlnMkatlgU Stmissi 4050 Reyki«vtk hef um áraraðir verið óhræddur við að skrifa greinar um stjórnmál, menningarmál o.fl. undir mínu nafni, ekki síst á síðum Morgun- blaðsins. Ég hef aldrei ætlast til þess að öllum líki viðhorf mín til þess sem ég hef séð ástæðu til að fjalla um enda varla raunhæf krafa. Það sama má vitaskuld segja um ritstjóra Mbl. og aðra þá sem fjalla um þjóðmál. Við fullyrðingar rit- stjóra vil ég hins vegar gera alvar- legar athugasemdir. Eg er að ósekju s_pyrtur við umræddan Björn V. Ólason. Hann er kallaður „félagi minn“, en ekkert er íjær sanni. Fullyrt er að hann og undirritaður, „hafi notað aðferðir við greinar- skrif hér í blaðinu sem telja megi til nýmæla og séu í raun sið- lausar“. Ég get verið sammála rit- stjórum um eðli aðferðarinnar og siðleysið, en það samræmist hins vegar vart siðareglum blaðamanna, að eigna blásaklausu fólki verk sem það hefur ekki unnið og leita ekki með neinum hætti eftir staðfestingu á sakargiftum. Þá er fullyrt að undirritaður skrifi umrædda grein undir „dulnefni" og að „blaðið hafi ekki varað sig á rangfærslum í grein Sverris". Þetta eru órökstudd- ar fullyrðingar og ærumeiðandi dylgjur, úr lausu lofti gripnar, sem sæma ekki ritstjórum Mbl. né nokkrum öðrum blaðamanni með óbrenglaða sjálfsvirðingu þar sem ég hafði ekkert með greinarskrif Björns að gera. Ég hef efnislega ekkert sérstakt við grein Björns eða innihald hennar að athuga enda vart hægt að ganga of langt í lýs- ingum á verkum Ellerts Borgars Þorvaldssonar og Jóhanns G. Berg- þórssonar í Hafnarfirði. Ég hlýt hins vegar að krefja ritstjóra Mbl. um sannanir fyrir fullyrðingum þeirra í minn garð eða að þeir biðj- ist ella afsökunar á síðum Morgun- blaðsins, á ummælum sínum um mig í tengslum við þetta mál. Eg vona að ritstjórar Mbl. geti verið mér sammála um að slíkur málflutningur og órökstutt bull er engum til framdráttar eða sóma. Björn V. Ólason hefur afrekað það eitt að gera sjálfan sig að fífli og teyma ritstjóra Mbl. út í vafasamar fullyrðingar um saklausan aðila. Jóhann Bergþórsson og Ellert Borg- ar Þorvaldsson eru hins vegar ein- færir um það verk að gera sig að ómerkingum og þurfa ekki hjálpar Bjöms, Morgunblaðsins eða ann- arra við. Orðsporið eitt dugar. Með bestu kveðju. SVERRIR ÓLAFSSON, stjórnarmaður í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar. AUur boróbiínaður Glæsileij gjafavara Briiðarhjdna listar 9VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.