Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 27 JHtfVjgtmliIfiftifc STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TOMATAKAST GARÐYRKJUBÆNDUR birta auglýsingu í Morgun- blaðinu í gær, þar sem þeir svara þeirri gagnrýni, sem sett hefur verið fram í forystugreinum blaðsins á það að innlend grænmetisframleiðsla skuli njóta toll- verndar og að verðlag á grænmeti sé þar af leiðandi of hátt hér á landi. Bændur segjast „vinna með hag kröfu- harðra neytenda að leiðarljósi, með því að útvega þeim gæðavöru á góðu verði“. Garðyrkjubændur birta i auglýsingu sinni samanburð á verði tómata og agúrkna á Norðurlöndunum öllum í júní og júlí síðastliðnum. Samkvæmt honum voru agúrk- ur ódýrastar hér á landi í báðum mánuðunum og tómatar í júlí. Þessi samanburður gefur ekki rétta mynd af verði grænmetis hér á landi, samanborið við nágrannalöndin. I fyrsta lagi er verðlag á Norðurlöndum hærra en í öðr- um Evrópuríkjum. í öðru lagi eru valdir þeir mánuðir, sem þessar tvær vörutegundir eru ódýrastar á íslandi vegna offramboðs, en t.d. í Noregi eru þetta mánuðirn- ir, sem sömu grænmetistegundir eru langdýrastar. Ef menn vilja gera raunhæfan samanburð, er nær að líta á meðalverð þessara vara síðustu tólf mánuðina, samkvæmt upplýsingum frá sömu stofnunum og nefndar eru sem heimild fyrir tölum þeim, sem birtar eru í auglýs- ingu garðyrkjubænda. Á tímabilinu frá ágúst í fyrra til júlímánaðar í ár var meðalverð á agúrkum í verzlunum á íslandi 265 krónur á kílóið. Samsvarandi meðalverð í Noregi var 335,30 íslenzkar krónur miðað við núverandi gengi, í Danmörku 225,62 krónur, í Svíþjóð 185,30 krón- ur og í Finnlandi 181,54 krónur. Meðalverð á kílóinu af tómötum var á íslandi 289 krónur, í Noregi 298,70 krón- ur, í Danmörku 268 krónur, í Svíþjóð 195 krónur og í Finnlandi 187,28 krónur. Þótt meðalverð þessara tegunda sé hærra í Noregi en hér er það engin réttlæting fyrir næsthæsta grænmetis- verði í Evrópu. Landbúnaðarkerfið í Noregi er álíka fjand- samlegt neytendum og á íslandi (raunar fyrirmynd ís- lenzka kerfisins að mörgu leyti) og Norðmenn beita einn- ig tollvernd í ríkum mæli gagnvart erlendum landbúnað- arvörum. Meðaltalið segir auðvitað heldur ekki alla söguna. Stundum rýkur verð grænmetis upp úr öllu valdi hér á landi, einkum við upphaf og lok uppskerutímabils inn- lendu framleiðslunnar, vegna þess að framboð á íslenzku framleiðslunni er litið en ofurtollar settir á innflutning. Þannig var verð á kílói af tómötum 499 krónur í maí síðastliðnum. Gúrkur kostuðu 369 krónur kílóið í sama mánuði og í október í fyrra fór gúrkuverðið upp í 386 krónur. Lægsta verðið á tómötum og agúrkum hér á landi er hins vegar ekki í júní eða júlí. Það er í desember, á því tímabili sem innflutningur þessara vara er tollfrjáls, sam- kvæmt EES-samningnum. í desember síðastliðnum kost- uðu tómatar 125 krónur kílóið og gúrkur 137 krónur. Það hentar garðyrkjubændum auðvitað líka að velja úr þær tvær grænmetistegundir, sem sveiflast mest í verði vegna mismunandi framboðs. Ef litið er á aðrar tegundir, t.d. rauða papriku, sem í síðustu viku var seld út úr búð á u.þ.b. 660 krónur kílóið, þá myndi sama vara, flutt inn án tolla, kosta á bilinu 230-250 krónur. Þessar tölur ættu að nægja til að sýna fram á að saman- burður garðyrkjubænda er villandi og gefur ekki rétta mynd af verðlagi grænmetis hér á landi. Tölurnar, sem þeir taka um verð dagblaða í lausasölu og álykta út frá að Morgunblaðið eigi ekki að kasta steinum úr glerhúsi, eru ekki raunhæfar heldur. Um 94% af upplagi Morgun- blaðsins eru seld í áskrift. Ef áskriftarverð blaðsins er borið saman við áskriftarverð ýmissa helztu blaða á Norðurlöndum, er lítill munur þar á og mörg dagblöð dýrari en Morgunblaðið. Aukinheldur eru dagblöð vara, sem ekki lýtur sömu verðlögmálum og tómatar og gúrk- ur og nýtur heldur ekki tollverndar! Grundvallarspurningin, sem garðyrkjubændur þurfa að svara, er hins vegar þessi: Ef þeir telja sig geta útveg- að íslenzkum neytendum „gæðavöru á góðu verði“ og staðizt samkeppni við innflutta vöru, hvers vegna af- þakka þeir ekki tollverndina, sem ríkisvaldið sér þeim fyrir? Hvers vegna keppa þeir ekki við erlenda framleið- endur á jafnréttisgrundvelli í stað þess að grípa til vafa- samra talnaleikja til að styrkja stöðu sína? STÆKKUN BLÖNDULÓNS Unniðí kapp við vatnið Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun við stækkun Blöndulóns með hækkun Blöndu- stíflu sem er stærsta stífla landsins og stækk- Morgunblaðið/Ásdís un yfirfalls. Vatnshæðin í lóninu er orðin meiri en nokkru sinni áður og meira undir- VALARMENN, Stefán Guðjónsson verkstjóri og Gunnar Haraldsson verkfræðingur á Blöndustíflu. Vatnið í miðlunarlóninu hækkar um 5-10 sentímetra á sólarhring og er nú komið töluvert upp fyrir þá vatnsstöðu sem hæst hefur verið. lendi farið undir vatn. Helgi Bjarnason blaða- maður og Asdís Asgeirsdóttir ljósmyndari komu við á virkjunarsvæðinu. Unnið er að stækkun Blöndustíflu og hækkun yfirfallsins þannig að hámarksvatnsborð miðlunarlónsins getur orðið 4 metrum hærra VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Völur hf. er að ljúka fram- kvæmdum við hækkun og lengingu yfirfalls Blönd- ulóns og hækkun Blöndustíflu lýkur um miðjan október. Um þessar mund- ir vinna átján menn frá fyrirtækinu við verkið auk tveggja frá Landsvirkj- un en um tíma í sumar voru tvöfalt fleiri starfsmenn verktakans á staðn- um. Breytt landslag Blöndustífla er hækkuð um 3,5 metra og yfirfallið um 3,7 metra auk þess sem yfirfallið er lengt úr 270 metrum í 400 metra. Við þetta stækk- ar miðlunarlón Blönduvirkjunar úr 39 í 57 ferkílómetra, að sögn Eysteins Hafberg, staðarverkfræðings Lands- virkjunar. Miðlunarrýmið eykst meira en þessu nemur eða nærri tvöfaldast. Landsvirkjun leggur áherslu á að nýta sumarið sem best til að safna vatni í lónið og er verktakinn því að vinna í kapp við vatnshækkunina sem verið hefur 5-10 sentímetrar á sólar- hring. Lágmarkskeyrsla er á vélum Blönduvirkjunarinnar til þess að spara vatnið og auka vetrarforðann en virkjanirnar á Suðurlandi keyrðar af meira afli. Verkið hefur gengið sam- kvæmt áætlun, að sögn Gunnars Haraldssonar verkfræðings hjá Veli hf., og nú er vatnið komið vel yfir þau mörk sem það hefur hæst farið í áður. Miðlunarlónið nær nú yfír um 50 ferkílómetra af þeim 57 sem það mun leggja undir sig og undanfarnar vikur hefur nokkurt láglendi á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum farið undir vatn, sérstaklega suður úr gamla lón- stæðinu. Landslagið á heiðunum hefur því breyst og fólk sem stoppar á Áfangafelli á leið suður Kjöl sér breyt- inguna vel. Lengsti veggur landsins Hækkun stíflunnar og yfirfallsins er nokkuð vandasamt verk, að sögn Eysteins Hafberg, því unnið er með EYSTEINN Hafberg staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á brúnni út á lokuturn Blöndustíflu. margar efnistegundir. Blöndustíflan er þannig byggð að fyrst er ekið í hana þéttikjarna úr jökulruðningi, utan á hann er settur sandur og möl sem sía, þar utan á er ekið fínu grjóti, þá heldur stærra fláavarnargrjóti og loks er ysta og efsta lagið úr stór- grýti og nefna verkfræðingarnir það ölduvörn. Yfírfallið, sem er lægra en stíflan og hefur það hlutverk að hleypa vatn- inu framhjá stíflunni þegar lónið er orðið fullt, er byggt upp á svipaðan hátt. Inni í yfirfallinu er þó byggður veggur, 400 metra langur, og utan við yfírfallið er skál með stórgrýti, svokölluð flúðavörn, til að drepa ork- una í vatninu sem fer yfir yfirfallið. Eysteinn Hafberg telur að þetta hljóti að vera lengsti veggur á landinu, hann segist allavega ekki vita um þá lengri. Þótt það hækki í lóninu á hveij- um degi vantar enn tæpa tvo metra upp á að vatnið fari þar yfir og löngu i ÓSKAR Guðjónsson raðar grjóti með skóflu beltagröfunnar. GLAÐBEITTUR keyrir Einar Friðriksson grjótið á Búkollu. LIÐSTÝRÐU trukkarnir, sem flytja gijótið I Blöndustíflu og yfir- fallið, eru nefndir Búkollur. Völur keypti þijá slíka vegna fram- kvæmdanna við Blönduvirkjun. Einar Friðriksson bílstjóri sagð- ist ekki hafa hugmynd um ástæð- una fyrir Búkollunafninu, þegar blaðamaður rabbaði við hann á meðan gijótið buldi á skúffunni við hleðslu bilsins. Hann tekur ekki undir það að keyrslan sé ein- manaleg. Segist hlusta mikið á útvarpið og svo hafi bílstjórarnir táknmál til að nota sín í milli þeg- ar þeir mætast. Ekki vill hann fara nánar út í það en spjöld með berum konum virðast hafa þar einhveiju Strákamir hver öðmm hressari hlutverki að gegna. Einar er fjölskyldumaður og segist gjarnan vilja vera meira heima. Stundum sé leiðinlegt að fara að heiman í þessi löngu út- höld. „En þetta er hluti af starfinu og maður verður að lifa með því. Ef manni líður vel í sínu starfi getur maður farið hvert á land sem er. Ég hef prófað ýmislegt, meðal annars farið á sjó, en aldrei liðið eins vel og í þessu starfi enda er ég haldinn mikilli tækjadellu," seg- ir Einar. Þótt vinnudagurinn sé langur á fjöllum er oftast frí á kvöldin. Ein- ar segir að félagsskapurinn sé góður, strákarnir séu hver öðrum hressari. Hann segir að menn horfi á sjónvarpið á kvöldin eða dytti að tækjunum og svo hafi menn stundum skroppið inn á Hveravelli. Gijótinu raðað Óskar Guðjónsson er á flottasta tækinu sem notað er við Blöndu- stíflu, nýrri Caterpillar beltagröfu. Vörubílamir sturta gijótinu hjá gröfunni og Óskar raðar þvi í efsta lagið eftir kúnstarinnar reglum. Hann neitar því að það sé ein- hver sérstök list að raða grjótinu. Segist hafa unnið við þetta í tíu ár, meðal annars við hafnargerðj og þetta komi með reynslunni. „Eg bara hendi þessu frá mér og þetta kemur af sjálfu sér,“ scgir ðskar en viðurkennir svo að auðvitað leggi hann sig fram um að læsa gijótinu sem best saman. ljóst að framkvæmdum verður lokið áður en að því kemur, þó vatnssöfnun- in haldi áfram og lónið fyllist. Allt efnið í hækkun stíflunnar og stækkun yfirfallsins var til á staðnum. Það var unnið þegar Blönduvirkjun var byggð, því þá þegar var gert ráð fyrir stækkun. Kolkustífla var þá byggð í rétta hæð en þaðan er vatnið leitt úr lóninu til virkjunarinnar sem kunnugt er. Verkið sem Völur tók að sér felst því fyrst og fremst í því að keyra efni og raða því á stífluna og yfirfallið, auk þess sem steyptur var veggur í yfirfallið. Við þetta eru not- aðar gröfur og vörubílar. Eysteinn Hafberg vann einnig við byggingu Blönduvirkjunar á sínum tíma og segir hann að þetta verk sé nánast frágangur, borið saman við upprunalega byggingu virlqunarinn- ar. Við þessar framkvæmdir eykst orkugeta Blönduvirkjunar um 160 gígawattstundir á ári. Kostnaður er áætlaður 180 milljónir kr. Ellefu daga úthöld Starfsmenn Valar vinna í ellefu daga úthöldum við virkjunina og fara síðan suður í þriggja daga helgarfrí. Þeir vinna frá sjö til sjö alla daga og stundum lengur ef það stendur á ein- hveiju tæki. Mikil tímapressa var á smiðunum sem byggðu vegginn því það dróst að liægt væri að byija á verkinu og því þurfti að ljúka á tilsett- um tíma svo vatn flæddi ekki að smiðunum. Með mikilli vinnu tókst að ljúka tímanlega við þann áfanga. Stefán Guðjónsson verkstjóri segir að það sé auðvitað þreytandi til lengd- ar að vinna í svona úthöldum og geta ekki verið meira heima hjá sér. En þetta fylgi þessu starfi og hann segir að sem betur fer sé svo vont veður á fjöllum yfir veturinn að ekki sé hægt að vinna að svona verkum nema hálft árið. Starfsmennimir segjast hafa það ágætt í vinnubúðunum. Þar hefur hver maður sitt herbergi. Og ekki horast menn af matnum hjá ráðskon- unum. Uppsagnir í kjölfar taprekstrar hjá frystihúsinu í Ólafsfirði Víðtæk áhrif á allt bæjarfélagið „Þetta er lítill bær, þann- ig að við horfum fram á ástand sem snertir alla í bæjarfélaginu,“ segir Jón Ásgeirsson, vélstjóri, í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar í samtali við Margréti Þóru Þórs- dóttur í gær, Óvissa er meðal fólks um hvað ger- ist á næstu mánuðum og bæjarstjórn Ólafsfjarðar fjallar um málið á mánudag. STJÓRN Hraðfrystihúss Ólafsfjarð- ar tilkynnti starfsfólki sínu, um 60 manns, á fundi í fyrradag að ákveð- ið hefði verið að leggja niður bolfisk- vinnslu á vegum fyrirtækisins frá og með næstu áramótum og um óákveðinn tíma. Fyrirtækið hefur verið burðarás í atvinnulífi bæjarins og hafa uppsagnir starfsfólks því mjög víðtæk áhrif á allt bæjarfélag- ið. Stjórn félagsins vonast þó til þess að þær aðstæður skapist að fyrirhugaðar aðgerðir þurfi ekki að koma til framkvæmda, en verið er að skoða möguleika á að breyta vinnslunni með einhveijum hætti. Ástæða þess að gripið er til svo harkalegra aðgerða er sú að enginn rekstrargrundvöllur er lengur fyrir hendi í hefðbundinni bolfiskvinnslu og sjá forráðamenn fyrirtækisins ekki fram á að bjartara sé framund- an í þeim efnum. Mikið tap hefur verið á rekstri félagsins, það nam rúmum 27 milljónum króna í fyrra og á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hefur fyrirtækið tapað rúmum 26 milljónum. Það er nokkuð meira en 10% af veltu þess og er eigið fé Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar nú nær uppurið. Sæberg hf. í Ólafsfirði á stærstan hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, en það keypti fyrirtækið m.a. af Ólafsfjarðarbæ, Hlutafjársjóði og fleirum fyrir nokkrum árum. Nokkr- um árum áður hafði slæmt gengi í bolfiskvinnslunni leitt til þess að tvö frystihús sem voru á staðnum, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og Magnúsar Gamalíelssonar voru sameinuð í eitt. Sæberg á, og rek- ur, fjóra togara, frystitogarana Mánaberg ÓF-42 og Hvannaberg ÓF 72 og ísfisktogarana Múlaberg ÓF 32 og Sólberg OF 12. Fyrirtæk- ið rekur einnig loðnuverksmiðju og er fyrirhugað að halda þeim rekstri áfram óbreyttum. Þormóður Rammi á Siglufirði keypti í sumar 20% hlut í Sæbergi. Bæjarráð Ólafsfjarðar kemur saman til fundar á mánudaginn og verður þá farið yfir stöðuna. Tíundi hver vinnufær maður án atvinnu „Það segir sig sjálft að þegar 60 starfsmenn missa atvinnu sína hefur það skelfileg áhrif á bæjarfé- lagið,“ segir Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirði. „Þetta eru um 11% af öllum atvinnutækifærum sem fyrir hendi eru í bænum. Ef af verður hefur þetta veruleg áhrif ^ _ Morgunblaðið/Margrél Þóra HÁLFDÁN Kristjánsson, bæjarstjóri. Sigurlaug Gunnar Freyr Olafsdóttir Þormóðsson á bæjarfélagið, enda mun þetta hafa þær afleiðingar að tíundi hver vinnufær maður í bænum verður án atvinnu." Hálfdán segir að Ólafsfirðingar hafi á undanförnum árum reynt að skapa ný atvinnutækifæri en ekki alltaf gengið sem skyldi. „Þessar uppsagnir eru því mikið reiðarslag, sérstaklega þegar horft er til þess að við höfum verið að horfa í hvert einasta atvinnutækifæri sem gefst.“ Hann segir að stjórn félagsins sé að skoða möguleika á breyttri vinnslu í frystihúsinu. „Það eru nokkrir mánuðir til stefnu og þann tíma ætla þeir að nýta til að skoða máiin til hlýtar,“ segir bæjarstjóri og útilokar ekki að Óiafsfjarðarbær gæti komið að því máli ef um yrði að ræða breytt vinnsluform. Á síð- asta ári fóru fram viðræð- ur milli fulltrúa Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar og bæjarins um að bærinn tæki þátt í hlutafjáraukn- ingu félagsins, en ekkert varð af því. „Við gátum auðvitað ekki verið að leggja fram peninga í rekstur sem ekki geng- ur,“ segir Hálfdán. Höfum ekki að neinu öðru að hverfa Sigurlaug Ólafsdóttir hefur starf- að í frystihúsinu í um 20 ár en hún á einnig sæti í stjórn Ólafsfjarðar- deildar Einingar. „Þótt við, fisk- vinnslufólk, séum ýmsu vön, þá verð ég að segja að þessar uppsagnir og fyrirhuguð lokun frystishússins í bænum er virkilega mikið áfall. Þetta virðist því miður vera endan- legt, okkur liefur af og til verið sagt upp störfum, stundum með skömmum fyrirvara en þá höfum við alltaf séð fram á að hefja vinnu aftur síðar,“ segir Sigurlaug. Hún segir konur stóran hluta þess fólks sem starfar í frystihúsinu og það sé alveg ljóst að þær fái ekki aðra vinnu í Ólafs- firði. „Það er langt í frá bjart framundan, við höf- um ekki að neinu öðru að hverfa.“ Starfsfólkið sé því ekki bjartsýnt þessa dagana, en margir þurfi nokkra daga til að átta sig almennilega á stöðunni. „Ég hef starfað hér lengi og mér finnst ein- hvern veginn eins og þetta sé miklu endan- legra en áður og horfi því með skelfingu fram á næsta vetur,“ segir Sigurlaug, en hún og fleiri starfsfélagar hennar voru án atvinnu í hálft ár þegar gengið var frá sameiningu tveggja frystihúsa í Ólafsfirði fyrir 8 árum, Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og hraðfrystihúss Magnúsar Gamalí- elssonar. „Langvarandi atvinnuleysi hefur ekki góð áhrif á fólk, ég geri. mér alveg grein fyrir því að þetta er stóralvarlegt mál,“ segir Sigur- laug. Snertir alla í bæjarfélaginu „Þetta er lítill bær, þannig að við horfum fram á ástand sem snertir alla í bæjarfélaginu,“ segir Jón Ás- geirsson, vélstjóri, en hann hefur starfað í frystihúsinu í yfir 40 ár. „Hér hefur allt byggst upp á útgerð og margar fjölskyldur byggja af- komu sína á frystihús- inu.“ Jón nefnir einnig að umsvif, sem skapast hafa kringum starfsemi frysti- hússins minnki, m.a. í kringum landanir og vinnu sem iðnaðarmenn hafa fengið. „Auðvitað heldur maður í vonina eins lengi og hægt er, vonar að eitt- hvað komi til sem breyti þessu,“ segir Jón. Sagt upp daginn sem hann byijaði Gunnar Freyr Þormóðsson er ungur Ólafsfirðingur sem hóf sinn fyrsta vinnudag hjá Hraðfrystihúsi Ölafsfjarðar sama dag og starfsfólki var sagt upp störfum og tilkynnt um fyrirhugaða lokun frystihússins um áramót. „Ég var bara rétt að byija þegar aíit er búið. Manni líður ekkert vel, ég ætlaði að vinna í frystihúsinu í vetur og eins lengi og hægt væri, þannig að þetta er mjög leiðinlegt og mörgum líður illa út af þessu,“ segir Gunnar Freyr. Eigið fé Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar nær uppurið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.