Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga 0 BÚNADARBANKI (SLANDS Mem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Heilsugæslulæknar boða til landsfundar eftir viðræðuslit Óvissa með neyðar- þjónustu á næstunni RÍKISSÁTTASASEMJARI sleit við- ræðum milli samninganefndar ríkis- ins (SNR) og samninganefndar Læknafélags Islands (LI) síðdegis í gær þar sem frekari sáttaumleitanir voru þýðingarlausar, að sögn hans. Er kjaradeilan nú í föstum hnút og alger óvissa um framhaldið. „Það er ófyrirséð hvaða áhrif þessi atburður hefur,“ sagði Kristján Er- lendsson í heilbrigðisráðuneytinu, aðspurður um skipulag neyðarþjón- ustunnar í gær. Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður samninganefndar LÍ, sagðist ekki sjá að læknar færu út í héruðin á meðan ekki væru við- unandi samningar. Hefur verið ákveðið að boða heim- ilislækna til landsfundar eftir helgina til að ræða stöðuna. Forsvarsmenn lækna segjast hafa krafist ieiðréttingar fastra launa, m.a. með því að fella akslurskostnað inn í föst laun, sem myndu hækka í 145-158 þús. kr. á mánuði eftir því hvar viðkomandi læknir starfar á landinu. Talsmenn samninganefndar ríkis- ins meta kröfur lækna til 26-40% hækkunar heildarlauna að greiðslum frá Tryggingastofnun frátöldum. í dag séu heildarlaun einstakra hópa heilsugæslulækna frá 118-208 þús. kr. og þegar greiðslum frá Trygg- ingastofnun sé bætt við séu þau frá 171-380 þús. kr. á mánuði. Gunnar Björnsson, formaður SNR, segir að auk þess megi finna dæmi um ein- staklinga sem fái laun allt upp í rúm 550 þús. á mánuði. ■ Kjaradeila í sjálfheldu/4 Blöndulón stækkað STARFSMENN verktakafyrir- tækisins Valar hf. eru komnir vel á veg með hækkun Blöndustíflu og stækkun yfirfalls miðlunarlóns Blönduvirkjunar. Stíflan er orðin hæsta stífla landsins og yfirborð Blöndulóns hefur hækkað svo á meðan á framkvæmdum hefur staðið að það er komið yfir það mark sem áður hefur náðst. Við það hefur lónið breitt úr sér og fært í kaf heldur meira svæði af Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheið- um en fyrir stækkun. Við fram- kvæmdirnar eykst orkuvinnslu- geta Blönduvirkjunar um 160 gígawattstundir á ári. Myndin var tekin er Gunnar Haraldsson verk- fræðingur vann við mælingar. Á bak við hann sést lengsti veggur landsins, 400 metra langur. ■ Unnið í kapp við vatnið/26 Ovænt úrslit í 1. deild ÓVÆNT úrslit urðu í 1. deild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi þegar íslands- og bikar- meistarar Akraness töpuðu þremur stigum gegn Breiða- bliki, 0:1 á Akranesi, en Blik- arnir eru í neðsta sæti deildar- innar. Fylkir sem einnig er í fallhættu gerði 1:1 jafntefli gegn KR í Frostaskjóli. Skaga- menn hafa nú eins stigs for- ystu á KR. Önnur úrslit urðu þau að Keflavík vann Val 2:1, Leiftur vann Stjömuna 3:2 og ÍBV vann Grindavík 2:1. ■ Heilladísirnar/Cl Stöð 3 riftir samning- um við myndlykla- framleiðanda Nýir mynd- lyklar eru væntan- legir í nóvember ÍSLENSKA sjónvarpið hf., sem rekur m.a. Stöð 3, hefur rift samn- ingum við bandaríska myndlykla- framleiðandann Veltech og hyggst höfða mál gegn fyrirtækinu fyrir vanefndir. Samhliða þessu hafa nýir myndlyklar frá evrópsku fyrir- tæki verið valdir og er stefnt að . 4tvl' að hægt verði að rugla dagskrá stöðvarinnar í byrjun nóvember. Ástæða þess að umræddum samningi hefur verið rift er að Veltech hefur enn ekki tekist að leysa tæknileg vandamál sem fylgdu aðlögun myndlyklakerfis fyrirtækisins að evrópsku sjón- varpi. Ljóst er að ruglun á dagskrá Stöðvar 3 mun dragast vegna þessa, en stöðin hefur nú sent út efni í opinni dagskrá allt frá fyrsta útsendingardegi þann 24. nóvem- ber sl. Að sögn Gunnars Hansson- ar, stjórnarformanns Islenska sjón- varpsins, er framleiðandi evrópsku myndlyklanna hins vegar tilbúinn tíl að ganga frá bindandi samningi sem kveði á um að hægt verði að hefja ruglun á dagskrá Stöðvar 3 í byijun nóvember. Stefnt að 300 milljóna hlutafjáraukningu Gunnar segir að jafnframt sé stefnt að því að hefja útsendingar þáttasölusjónvarps, eða „Pay-per- view“ eins og það útleggst á ensku, í byijun desember. Hann segir þessar tafir hins veg- ar hafa valdið Stöð 3 töluverðu fjár- ' - hagstjóni og sé nú unnið að því að auka hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna, en upphaflegt hlutafé var 250 milljónir króna að nafnvirði. Segir hann að hluti nú- verandi hluthafa muni auka hlut sinn, en einnig sé unnið að því að fá nýja hluthafa inn í fyrirtækið. ■ Áhersla lögð/6 Morgunblaðið/Ásdís Eftirlitsstofnun EFTA segir alla landsbyggðina mega njóta byggðaaðstoðar ESA setur þak á byggðastyrki til fyrirtækja EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur fallizt á tillögur ís- lenzkra stjórnvalda um það hvaða landsvæði á íslandi megi njóta byggðastyrkja frá stjórnvöldum. Samkvæmt korti, sem ESA hefur gefið út og gildir næstu fimm ár, má veita byggðastyrki til fyrirtækja á öllu landinu nema í sveitarfé- lögunum átta, sem teljast til höfuð- borgarsvæðisins. Stofnunin ákvað jafnframt, með úrskurði í fyrradag, þak á styrki til fyrirtækja, sem er um 36% af fjárfestingarkostnaði fyrir skatta. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins vildi ESÁ upp- haflega hafa þakið lægra. í fréttatilkynningu frá ESA segir að á svæðunum, sem uppfylla skil- yrði um byggðaaðstoð, búi 40,8% Islendinga. Þetta eigi við um öll kjördæmi nema Reykjavík og þau átta sveitarfélög í Reykjaneskjör- dæmi, sem teljist til höfuðborgar- svæðisins. ESA segir að svæðin, sem um ræðir, teljist uppfylla skilyrði greinar 61(3)(c) í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og viðmiðunarreglur stofnunarinnar um ríkisstyrki. Samkvæmt þessum reglum geta svæði, þar sem tekjur á mann eru lágar eða atvinnuleysi mikið, miðað við landsmeðaltal, fengið byggðastyrki. Sama á við um svæði, þar sem íbúar á hvern ferkílómetra eru færri en 12,5. ESA segir íslenzku landsbyggðina uppfylla síðastnefnda skilyrðið, þar sem íbúar séu aðeins 1,1 á ferkíió- metra. Fólksfækkun, einhæft efnahagslíf og slæmt veður Stofnunin hefur einnig tekið tillit til annarra þátta. „Einkum hefur hún viðurkennt að ýmsir lýðfræði- legir, efnahagslegir og staðfræði- legir þættir eigi við, til dæmis óhag- stæð mannfjöldaþróun í héruðun- um, viðkvæmt og einhæft efna- hagslíf, sem er mjög háð landbún- aði og fiskveiðum, miklar fjarlægð- ir í landinu og til evrópskra mark- aða, ásamt einkar óblíðu veðurfari," segir í tilkynningu ESA. Samkvæmt ákvörðun stofnunar- innar er sett þak á byggðastyrki, sem fyrirtæki mega njóta. Eftir að tillit hefur verið tekið til tekjuskatts er þakið 17% af kostnaði við fjárfest- ingu í verkefnum, sem heimilt er að styrkja samkvæmt reglum ESA. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, samsvarar sá stuðningur um 26% af fjárfestingar- kostnaði fyrir skatt. Fyrirtæki, sem falla undir skilgreiningu Evrópu- sambandsins á litlum og meðalstór- um fyrirtækjum, mega fá 10% niður- greiðslu aukalega á fjárfestingar- kostnaði sínum fyrir skatt. Langflest fyrirtæki á landsbyggðinni falla und- ir þessa skilgreiningu. Heildarstyrk- ur opinberra aðila til íjárfestingar í byggðaverkefnum má því nema allt að 36% samkvæmt úrskurði ESA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.