Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C *v$nn(IaMfe STOFNAÐ 1913 196. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 30. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS J0/\ \ ¦**. ^o 1 ? • 1 ^^P' ^ r M Reuter ísraelar gagnrýndir YASSER ARAFAT, forseti heimastjórnar Palestínumanna (t.h.), og Abdul-Karim al-Kaba- riti, forsætisráðherra Jórdaníu (t.v.), á fréttamannafundi í höf- uðstöðvum Arafats á Vestur- bakkanum í gær. Al-Kabariti gagnrýndi þá ákvörðun ísraela að hefja byggingaframkvæmdir í landnámi gyðinga á Vestur- bakkanum og sagði að slíkt stefndi friðarhorfum í tvísýnu. Bretar tóku í sama streng í gær, en þeir álíta stækkun land- námsins ólöglega. Þá varaði Evr- ópusambandið við því að aukin spenna í Jerúsalem væri ógn við friðarþróun í Mið-Austurlöndum. ¦ Verkfallið/16 Vara við algengri aðferð við slátrun Getur dreift riðusmiti um skrokkinn London. Reuter. TÆKI, sem notuð eru til að deyða sláturgripi, oft eru þau loftdrifín og skjóta pinna inn í höfuð dýranna, geta valdið því, að heilavefur berst út í líkama þeirra. Hefur þetta kom- ið fram við rannsóknir bandarískra dýralækna. Tam Garland og samstarfsmenn hennar við Texas A&M-háskólann segja, að þessi niðurstaða geti þýtt, að fólk geti smitast af Creutzfeldt- Jakob-sjúkdómi, jafnvel þótt reynt sé að girða fyrir það að öðru leyti. „Við fundum heilavef í vinstri og hægri grein lungnaslagæðar í allt að 5% nautgripa eftir slátrun," segja þau í breska læknablaðinu Lancet. „Líklegt er, að príon (eggjahvítu- efni, sem er talið valda kúariðu) sé að finna í öllum skrokki dýra, sem deydd eru með þessum hætti." í Bretlandi og víðar ber að fjar- lægja og eyða þeim hlutum skepn- unnar, sem hugsanlega eru sýktir, en Garland segir, að höggið dreifi heilavef um allan skrokk. Ekki síst vegna þess, að skepnan drepst ekki fyrr en nokkrum mínútum eftir það. Garland kvaðst telja, að einu ör- uggu sláturaðferðirnar væru raf- högg og þær aðferðir, sem múslimar og gyðingar nota, að skera dýrin á háls. Það þykir hins vegar ekki við- eigandi á Vesturlöndum. 143 fórust er rússnesk Tupolev-vél flaug á fjall á Svalbarða Vélina hafði borið töluvert af leið Ósló. Morgunblaðið. Reuter. EKKI er vitað með vissu hvað olli því að Tupolev-þota Vnukoyo-flugfé- lagsins rússneska fórst á Óperufjalli á Svalbarða í gærmorgun. Allir sem um borð voru, 143 manns, létu lífið. Samkvæmt upplýsingum norska blaðsins Aftenposten hafði þotuna borið töluvert af leið, miðað við að- flugsstefnuna að flugvellinum í Longyear-bænum auk þess sem hún var undir lágmarkshæð. Rúmlega helmingur farþeganna voru námaverkamenn frá Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi en að sögn námafélagsins sem þeir unnu hjá, voru sjö börn og fjörutíu konur í hópi farþeganna. Fjórtán manns voru í áhöfn vélarinnar. Þetta er mesta flugslys sem orðið hefur í norsku loftrými. Björgunarstarfi var hætt síðdegis í gær vegna svarta- þoku, hvassviðris og mikilla snjóa. Engin lík hafa verið flutt til byggða en gert er ráð fyrir að hafíst verði handa við það í dag. Þotan, sem kom frá Moskvu, skall á hlíðum Óperufjalls við Aðventudal, 10 km austur af flugvellinum í Longyear-bænum, nokkrum mínút- um fyrir áætlaða lendingu. Sam- kvæmt upplýsingum Aftenposten var þotan 4-5 km norðan við aðflugs- geislann að flugvellinum, ?auk þess sem hún var undir lágmarkshæð í aðflugi. Vélin skall í fjallshlíðinni í um 890 metra hæð. Um tíma var fullyrt að fimm manns hefðu lifað slysið af en norsk- ir embættismenn vísuðu þeim frétt- um á bug síðar um daginn. Farþegalisti ekki enn birtur Farþegalistar höfðu enn ekki verið birtir í gærkvöldi og því var ekki vitað með vissu hvers lenskir allir farþegarnir voru. Námamennirnir og fjölskyldur þeirra voru á leið til vinnu í Barentsburg og Pyramiden, sem eru að mestu leyti byggðar Rússum. Yfir 100 verkamenn biðu þess að vera leystir af og áttu þeir að halda heim með vélinni. Eru íbúar á Sval- barða að vonum slegnir vegna hins hörmuiega slyss, og sendu Haraldur Noregskonungur, Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, og Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti, fjölskyldum þeirra sem fórust samúðarkveðjur. Reuter FLAK Tupolev-þotunnar á Óperufjalli í gær. Myndina tók sýslumaðurinn á Svalbarða, sem var í hópi þeirra fyrstu sem komu á slysstað. Enginn þeirra sem um borð voru lifði slysið af. Afsögn ráðgjafa áfall fyrir Clinton á lokadegi flokksþings demókrata Leyfði vændiskonu að hlera símtöl við forsetann Chicago. Reuter. DICK Morris, sem verið hefur áhrifa- mikill ráðgjafi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, sagði í gær af sér, að því er hermt var í herbúðum forset- ans, eftir að götublaðið Star birti frétt um að hann hefði í heilt ár stað- ið í ástarsambandi við gleðikonu og leyft henni að hlýða á samtöl sín við forsetann í síma. Fréttir um málið komust á kreik aðeins nokkrum klukkustundum áður en Clinton átti að flytja ávarp sitt á flokksþingi demókrata í New York eftir að hafa verið formlega tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins og hefði þetta ekki getað komið sér ver fyrir forsetann. Ræðan, sem Clinton átti að flytja í nótt, var lokaþáttur flokksþingsins, sem hefur verið laust við óvæntar uppákomur til þessa. Tíðindin af Morris leiddu hins vegar til þess að í innsta hring Clintons var ekki ann- að rætt og gafst ekki mikill tími til að leggja lokahönd á ræðuna. I ræðunni hugðist Clinton gera grein fyrir því hvernig hann ætlaði að undirbúa Bandaríkjamenn undir 21. öldina. Uppnefndi Clinton „skrýmslið" Morris hefur verið náinn ráðgjafi Clintons og átt stóran þátt í að skipu- leggja kosningabaráttu hans. Þeir hafa þekkst frá því að Clinton bauð sig fram til ríkisstjóra í Arkansas árið 1978. Þótt Morris hafi sveigst til hægri og farið yfir í herbúðir repú- blikana var hann aftur kominn til liðs við Clinton þegar repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum Bapdaríkjaþings árið 1994. I Star sagði að Morris hefði átt í sambandi við Sherry Rowlands, gleðikonu, sem tæki 14 þúsund krón- ur á tímann, á hóteli í Washington. Blaðið kvaðst hafa bæði ljósmyndir og myndbönd máli sínu til sönnunar. Þar sagði að Morris hefði gortað af pólitískum völdum sínum og leyft henni að hlusta á símtöl við forset- ann. Hann hefði einnig sagt að hann uppnefndi Clinton „skrýmslið" og konu hans, Hillary, „skýstrókinn". í frásögn blaðsins kom fram að Morris hefði leyft Rowlands að lesa ræðuna, sem forsetafrúin flutti í Chicago, fimm dögum áður en hún var flutt. Rowlands hefði haldið dag- bók þar sem ástarsambandinu væri lýst í þaula og greint frá leyndarmál- um, sem Morris hefði sagt henni. Þar á meðal var leyndarmál, sem „aðeins sjö menn í heiminum vissu um", uppgötvunina um að verið gæti að leynst hefði líf á Mars. Viku síðar var tilkynnt að vísbend- ingar um frumstætt líf hefðu fundist á loftsteini, sem féll til jarðar fyrir 13 þúsund árum. IMIÐRI hlíð Operufjalls ligg- ur hluti af flaki þotunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.