Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 30. AGUST 1996
IDAG
Arnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. I dag,
ö\/föstudaginn 30. ág-
úst, er áttræð Anna Lísa
Hjaltested, Hlunnavogi 9,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar var Þórarinn B.
Pétursson, en hann lést 12.
desember 1993.
BRIDS
Umsjón Guömumlur l’áll
Arnarson
„EKKI datt mér í hug að
þú ynnir slemmu, makker.
Þú hefur átt góð spil.“ Norð-
ur hafði, þrátt fyrir bóknám-
ið, slæma samvisku vegna
hækkunnar sinnar í ljóra
spaða. Makker hans var full-
ur skilnings: „Já, ég átti
ágæt spil.“
Austur gefur; AV á
hættu. Norður
♦ Á10976
¥ D5
♦ D872
♦ 94
Vestur
♦ 3
¥ G972
♦ G10963
♦ G105
Austur
♦ K
¥ K863
♦ K54
♦ KD7672
Suður
♦ DG8542
¥ Á104
♦ Á
♦ Á83
Vestur Norður Austur Suður
- - 1 lauf 1 spaði
Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
„Ég meinti ijóra spaða
bara sem hindrun," hélt
norður áfram, en hann hafði
nýlega iesið þykka bók um
lögmálið mikla um heildar-
fjölda slaga - TNT (Total
Number of Tricks). í bókinni
stóð að það ætti að hækka
lit makkers í tvo með þrílit,
þijá með fjórlit og fjóra með
fimmlit. „Tíu tromp - tíu
slagir, ekki satt?“ Norður gat
ekki hætt.
„Þetta var allt í lagi,“
sagði suður, enda ánægður
að loknu vel unnu verki.
Sjálfur hafði hann lesið aðra
bók, þar sem einhvers staðar
sagði að „góðir samningar
væru fyrir slæma spilara“.
Hann hafði drepið strax á
laufás, tekið tígulás, fellt
trompkónginn og stungið
tígul. Síðan hafði hann spilað
blindum tvívegis inn á tromp,
annars vegar til að trompa
niður tígulkónginn og hins
vegar til að henda laufi niður
í tíguldrottningu. í þeirri
stöðu spilaði hann laufi:
Norður ♦ 76 ¥ D5 ♦ - ♦ 9
Vestur Austur
♦ - ♦ -
¥ G97 ¥ K8
♦ - 11)111 ♦ -
* 105 + KD6
Suður
♦ D
¥ Á104
♦ -
* 8
Apstur varðist vel þegar
hann lét makker sinn taka
slaginn á lauftíu, en það
kom að engu haldi. Vestur
spilaði litlu hjarta, en sagn-
hafi hleypti yfir á tíuna og
veiddi kónginn.
ry rvÁRA afmæli. Á morgun laugardaginn 31. ágúst er
I \/ sjötug Ólöf R. Guðmundsdóttir, frá Streiti i
Breiðdal. Eiginmaður hennar er Ágúst G. Breiðdal, frá
Krossi, Skarðströnd, Dalasýslu verður sjötugur 24. októ-
ber nk. í tilefni afmælanna taka þau á móti ættingjum
og vinum í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, á morgun, laug-
ardaginn 31. ágúst kl. 18.
^AÁRA afmæli. í dag,
I V/föstudaginn 30. ág-
úst, er sjötug Áslaug Sig-
urðardóttir, Snorrabraut
56, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Sveinbjörn
Bjarnason, fyrrverandi
aðalvarðstjóri lögregl-
unnar í Reykjavík. Þau
eru að heiman.
pf /\ÁRA afmæli. Mánu-
t/vfdaginn 2. september
nk. verður fimmtugur
Björn Ingi Gíslason, hár-
skerameistari, Grashaga
17, Selfossi. Eiginkona
hans er Hólmfríður Kjart-
ansdóttir. Þau hjónin taka
á móti gestum í Hótel Sel-
fossi á morgun laugardag-
inn 31. ágúst frá kl. 20-23.
Farsi
„ T/é/na, er mannkjnssögubó&n,
'eg féfck cÁ Ícínc."
HÖGNIHREKKVÍSI
sem
STJÖRNUSPA
cftir I'rances Ðrakc
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Hæverska og vönduð
vinnubrögð afla þér vin-
sælda og virðingar.
Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu óhóflega ýtni í sam- skiptum við aðra í dag og reyndu að taka tillit til óska þinna nánustu. Njóttu kvöldsins heima.
Naut (20. apríl - 20. maí) Taktu enga skyndiákvörðun varðandi fjármálin í dag sem þú gætir séð eftir síðar. Óvænt skemmtun bíður þín í kvöld.
Tvíburar (21. maí- 20.júní) Í&j Þér tekst að leysa smávanda- mál, sem upp kemur í vinn- unni í dag, og ástvinir íhuga að skreppa í helgarferð sam- an.
Krabbi (21. júní - 22. júlí) >«$8 Þótt ekki blási byrlega í upp- hafi nærð þú góðum árangri í vinnunni í dag og hlýtur viðurkenningu fyrir. Hvíldu þig í kvöld.
Ljón (23. júlt - 22. ágúst) (gfi Þér berst óvænt heimboð frá vini, sem þú hefur ekki séð lengi, og þú ættir að þiggja það með þökkum. Þið eigið margt vantalað.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú þarft að leysa gamalt ágreiningsmál sem þú taldir vera gleymt og grafið. Ást- vinum stendur til boða róm- antískt ferðalag.
Vog (23. sept. - 22. október) i$& Þér tekst að ljúka skyldu- störfunum snemma og þú nýtur óvæntra frístunda síð- degis. Varastu deilur við ást- vin þegar kvöldar.
Sporódreki (23.okt.-21.nóvember) Með lagni tekst þér að inn- heimta gamla skuld í dag og þú ættir að halda upp á það með þvi að bjóða ástvini út í kvöld.
Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Þér líkar það illa þegar vinur fer að skipta sér af þínum einkamálum sem koma hon- um ekkert við. Góðar fréttir berast í kvöld.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að vinna betur úr hugmyndum þínum varðandi vinnuna og ættir að leita aðstoðar starfsfélaga. Góð samvinna skilar árangri.
Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þótt ekki séu allir þér fylli- lega sammála ná hugmyndir þínar fram að ganga í dag. Ástvinur þarfnast sérstakrar umhyggju í kvöld.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur mikið að gera og vinnudagurinn verður lang- ur. En þér tekst það sem þú ætlaðir þér og getur slakað á í kvöld.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Sjöundt hlminn