Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekið á atta hross EKIÐ var á átta hross í fjór- um óhöppum í Norðurárdal og við Héraðsvatnabrú á fimmtudag og föstudag. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki voru hrossin sem lifðu af slysin öll aflífuð. Skemmd- ir urðu töluverðar á bílunum. í fyrra óhappinu í fyrra- dag, sem varð í Norðurárdal, var ekið á eitt hross en tvö í seinna skiptið á svipuðum slóðum. Bílarnir skemmdust mikið í báðum tilvikum en engin slys urðu á mönnum. A föstudagskvöld var ekið á fjögur hross í Norðurárdal, og varð að aflífa þau öll, og eitt við Héraðsvatnabrú. Að sögn lögreglu er afrétt- ur á þessum slóðum. Ekki er ljóst á þessari stundu hver ber fjártjón af skaða, jafnt á hrossum og bílum, sem varð í þessum óhöppum. Félagsmiðstöð í Rimaskóla KRAKKARNIR í Rimaskóla gáfu hjátrúnni langt nef þegar þeir opnuðu félagsmiðstöð í skólanum sínum á f östudaginn var, sem bar upp á þrettánda dag mánaðarins að þessu sinni. í tilefni dagsins kom Skari Skrípó í heimsókn og gestir fengu heitt kakó og kex. Félags- miðstöðin er fyrir 8-10. bekk. Sigríður Jóhannsdóttir veitir henni forstöðu. Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir æskilegt að hráefniskostnaður sé um 50% Reynt að lækka kostnað um 10% í úrskurðarnefnd ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir mögulegt að látið verði á það reyna í úrskurðamefnd hvort ekki megi lækka hlutfall hráefnisverðs af kostnaði niður í 50%. Fram kom á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva á föstudag að hlutfall hráefn- is í heildarkostnaði vegna útgerðar og vinnslu væri 60%. Aðspurður af hveiju fiskvinnslu- stöðvar kaupi hráefni svo háu verði á sama tíma og tap er á rekstrinum segir Arnar að skortur á hráefni og fast verð í beinum viðskiptum með afla geri annað ekki kleift. „Það er skortur á hráefni á fiskmörkuðum sem veldur því að sveiflan niður með lækkandi afurðaverði verður ekki nægjanleg og, í annan stað, að það verð sem þótti sanngjarnt í beinum viðskiptum er of fast þegar afurðaverðið lækkar. Síðan er ekki alltaf tekið nægilegt mið af því sem hefur verið að gerast þegar úrskurð- arnefnd ákvarðar verð,“ segir Arn- ar. Lækkun um þijá milljarða Hann segir ennfremur að hlutfall hráefnisverðs af kostnaði sé æski- legra um 50%. „Það er mögulegt að menn láti reyna á það í úrskurð- arnefnd að fá fram lækkun á hráefn- isverði vegna lækkandi afurðaverðs. Nefndin hefur úrskurðað óbreytt verð eða hærra til þessa og nú má segja að komið sé að þessu. Útflutn- ingsverð í botnfiskvinnslu, sem nú er rekin með tapi, er rúmir 50 millj- arðar að rækju meðtalinni. Ef hrá- efnishlutfall liggur í 60% eru það 30 milljarðar og ef hlutfall hráefnis- verðs lækkar um 10% vegur það 3 milljarða. Þetta þýðir auðvitað að tekjur útgerðar lækka en kostnaður er þá að sama skapi minni vegna lægri hlutar til sjómanna og þar sem von er á verulegri aflaaukningu geta skipin bætt sér það upp að nokkru leyti,“ segir hann. Útgerð og fiskvinnsla eru á sömu hendi í 61% fyrirtækja og segir Arnar að samið sé um hráefnisverð þar sem svo háttar til. Ef það tak- ist ekki komi til kasta úrskurðar- nefndar. „Það er algengara, þegar útgerð er rekin sér, að hún selji á fiskmarkaði en það er líka töluvert mikið um það að hún semji við fisk- vinnslustöðvar. Svo má auðvitað líka segja það að þótt útgerð og fisk- vinnsla séu á sömu hendi hefur það mjög færst í vöxt að fiskur frá þeim fari um markað. Sérstaklega ef upp hefur komið ágreiningur og ég held KARLMAÐUR var skorinn í andlit með flösku á homi Laugavegar og Skúlagötu um íjögurleytið aðfaranótt laugardagsins. Það var sambýliskona mannsins sem verknaðinn vann. Að sögn lögreglu gerðist atburð- að verði framhald á þeirri þróun,“ segir hann. Amar segir jafnframt að meðaltal sýni að útgerð í heild sinni sé rekin „rétt yfir núlli“. „Ég hygg að eins og staðan er í dag standi þau fýrir- tæki sem em eingöngu í útgerð bet- ur og þegar horft er tii þess hvaða fyrirtæki hafa komið best út úr þessu á undanförnum ámm em það stóm fyrirtækin sem em með mjög fjöl- þættan rekstur," segir hann loks. urinn úti á götu skammt frá lög- reglustöðinni á Hverfisgötu. Konan beitti brotinni flösku. Lögreglan telur að konan hafi fengið sam- viskubit, því hún fór skömmu seinna á eftir manninum á slysadeild. Skorinn í andlit með flösku Hlutafélagsstofnun undirbúin á Egilsstöðum Fyrirhuguð framleiðsla á sótthreinsibúnaði Egilsstöðum. Morgunblaðið. FYRIRHUGUÐ er stofnun hlutafélags á Egils- stöðum um framleiðslu og sölu á sótthreinsibún- aði fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði. Búnaðurinn er ætlaður til gerileyðingar þar sem notuð eru umhverfísvæn efni sem brotna niður í vinnslu- salnum á skömmum tíma í kjölfar notkunar. Atvinnumálaráð Egilsstaða hefur staðið fyr- ir kaupum á hugmynd, þróunarvinnu, rann- sóknum og framleiðslurétti á þessum búnaði frá Danmörku. Að sögn Sveins Jónssonar for- manns ráðsins hefur tækið verið í þróun í dönskum matvælaiðnaði í tvö og hálft ár, í mjólkur- og kjötiðnaði og í sláturhúsum við erfíðustu skilyrði með mjög góðum árangri. Sá árangur er studdur rannsóknum þar til hæfra stofnana í Danmörku. Tækið hefur nú verið prófað í fyrsta skipti í fískvinnslu og því komið inn á nýtt svið. Árangurinn vonum framar í framhaldi af kaupunum hefur Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins í samstarfí við at- vinnumálaráð Egilsstaða gert rannsókn á notagildi og virkni búnaðarins í flökunarsal Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að koma í ljós og sýna þær árangur, sem er vonum framar. Gerlatala fellur í brot af því sem annars væri með hefð- bundnum aðferðum. Gildir það ekki hvað síst um staði þar sem erfitt er að koma við hefð- bundnum aðferðum t.d. vegna þrengsla. Talið er að tilkoma þessarar tækni auki enn á ör- yggi í framleiðslu matvæla. Tækið er búið tölvuskráningu á vinnsluferli og fellur því að nútíma kröfum gæðaeftirlitskerfa. Tækið og niðurstöður rannsókna Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins verða kynnt á Sjávarútvegssýn- ingunni í Laugardalshöll 18. - 21. september, í sýningarbás Hönnunar og ráðgjafar ehf. Faraldur næstu aldar ►Tíðni heilabilana og minnissjúk- dóma eykst með hækkandi aldri. Þörf er fyrir aukin úrræði fyrir sjúklinga. /10 LosaA um stífluna ►Rannsóknir gefa vonir um að lyf við kransæðasjúkdómum geti dregið úr skaða af völdum heila- blóðfalla. /12 Örlög blandaðrar fjölskyldu ►Klaus Erlendur Kroner bjó hér með foreldrum sínum á stríðsárun- um. Faðir hans var landflótta gyð- ingur. /14 Heyrnarleysi þarf ekki að laga ►Rætt við Berglindi Stefánsdótt- ur, um stöðu heyrnarlausra, að- búnað þeirra og möguleika í ís- lensku þjóðfélagi. /18 Tebændur í Þingeyjarsýslu ►Á Sandi II í Aðaldal er fram- leittte úr íslenskumjurtum. /20 í mikilli sókn ►í Viðskipti/atvinnulíf er fjallað um Borgarplast sem er 25 ára um þessar mundir. /22 B ► 1-28 Byggt úr Lögbergi ►Dómhús Hæstaréttar er klætt eiri, gabbrói og grágrýti sem tekið var úr Lögbergi. /1 og 14-15 Ekki óös manns æði ►Saga Selár í Vopnafirði sannar að hægt er að bæta veiðiár og auka fiskgengd. /4 Hrafninn erfloginn ►Með stóðhestinum Hrafni frá Holtsmúla er fallinn í valinn fremsti stóðhestur íslenskrar hrossaræktar á okkar dögum. /8 FERÐALÖG ► 1-4 Kúba ►Ferðamannastraumurtil Kúbu hefur aukist í seinni tíð, meðal annars frá íslandi. /2-3 Mannlíf i spéspegli ►Erlend ferðabók dregur upp skoplega mynd af íslendingum. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 Árangursrík tæknisamvinna ►SINTRA er nýr fjölnotabíll sem tæknimenn GM og Opel hönnuðu í sameiningu. /2 Suzuki Baleno með aldrifi ►Suzuki kynnir nú nýjan vel útbú- inn skutbíl með aldrifi. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 38 Leiðari 26 ídag 38 Helgispjall 26 Fólk í fréttum 40 Reykjavíkurbréf 26 Bfð/dans 42 Skoðun 28 Útvarp/sjónvarp 48 Minningar 30 Dagbók/veður 51 Myndasögvr 36 Gárur 6b Bréf til blaðsins 36 Mannlifsstr. 6b Brids 38 Dægurtónl. lOb Stjörnuspá 38 Kvikmyndir 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.