Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D t*$uuH*Mfr STOFNAÐ 1913 210. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS írak Perry leitar stuðnings Dubai.Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær í ferð til landanna við Persaflóa. Megintil- gangur fararinnar er að reyna að tryggja stuðning leiðtoga arabaríkja við aðgerðir Bandaríkjamanna, ef til stríðsátaka við íraka kemur og treysta stoðir bandalags þess gegn Saddam Hussein íraksforseta, sem Bandaríkjamenn hafa farið fyrir. Eldflaugaárásir Bandaríkjamanna á írak í liðinni viku hlutu ekki víðtæk- an stuðning og orsökuðu ósætti með- al bandamannanna úr Persaflóastríð- inu. írakar lýstu því yfír í fyrrakvöld, að þeir myndu hætta árásum á flug- vélar Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra, en Clinton Bandaríkja- forseti ákvað að senda samt 5.000 manna herstyrk til Kúveits. í gær fréttist af liðsflutningum öryggissveita íraksstjórnar inn á griðasvæði Kúrda í Norður-írak, og kann það að benda til að Saddam Hussein hyggist ekki enn láta af því að ögra Bandaríkjamönnum. Perry mun einbeita sér að viðræð- um við leiðtoga Kúveits og Sádí-Arab- íu, en stuðningur þessara ríkja við aðgerðir Bandaríkjamanna á svæðinu hefur lykilþýðingu. Arabískir ráðamenn á þingi banda- lags arabaríkja, sem nú stendur yfir í Kaíró, gáfu í gær út yfirlýsingu, þar sem þeir hvetja til að málsaðilar í deilunni milli íraks og Bandaríkjanna hafi taumhald á sér. Auk þess hvetja þeir til að fullveldisréttur og landa- mæri íraks verði virt. Reuter AL-SAHAF, utanríkisráð- herra íraks, á þingi bandalags arabaríkja í Kaíró. Það hvatti í gær til aðnienn sýndu still- ingu í íraksdeilunni. Reuter SERBNESKIR kjósendur bíða þess við kjörstað í Pale að fá að greiða atkvæði í kosningunum í gær. Bill Clinton birt- ir sjúkrasögu Tilgangurinn að þagga niður gagnrýni úr herbúðum mótframbjóðandans Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lét í gær birta upplýsingar um heilsu sína til að sýna að hann væri hraustur og ætti ekki við neinn heilsuvanda að stríða. Tilgangurinn með því að birta skýrslurnar var að þagga niður háværa gagnrýni Bobs Dole, forsetaframbjóðanda repúblik- ana, sem hefur birt allar sínar skýrslur og spurt hvað Clinton hafi að fela. Dole lét sér þessar upplýsingar ekki nægja og sagði að Clinton ætti að fara í skoðun hjá óháðum lækni til að fullvissa bandarísku þjóðina um að allt væri með felldu. í þeim gögnum, sem forseta- embættið lét af hendi, kom fram að Clinton hefði farið í alnæmis- próf árið 1990 vegna sjúkra- tryggingar og hefði niðurstaðan verið neikvæð. Heyrir ekki hátíðnihljóð í fjögurra síðna yfirliti Connie Mariano, læknis forsetans, sagði að í sjúkrasögu Clintons kæmu ekki fyrir „sykursýki, berklar, kynsjúkdómar, krabbamein, hjartaáfall eða hjartasjúkdóm- ar". í gögnunum sagði að Clinton þjáðist af árstíðabundnu of- næmi, hæsi, brjóstsviða og verk í mjóbaki. Það eina, sem ekki hafði áður komið fram, var að hann heyrði ekki hátíðnihljóð. Hann ætti þó ekki í neinum vandræðum með að hlusta á mælt mál. Ibúar Bosníu ganga að kjðrborðinu í fyrstu kosningunum eftir lok stríðsins Lítil bjartsýni á að kosning- arnar geti afstýrt skiptingu Sanjjevo. Reuter. ÍBÚAR Bosníu gengu í gær að kjór- borðinu og sögðu erlendir umsjón- armenn kosninganna að allir vegir milli svæða þjóðabrotanna hefðu verið opnir, en brögð voru að því í gærmorgun, að andstæðingar þess, að flóttamenn fengju að kjósa í sinni gömlu heimabyggð, lokuðu leiðum milli svæða. Sveitir Atlantshafsbandalagsins í Bosníu áttu að tryggja öryggi á leiðum á 19 stöðum milli svæða mismunandi þjóðarbrota í Bosníu til þess að flóttamenn úr röðum múslima og Króata gætu kosið. Jeff Fischer, sem sér um kosn- ingarnar af hálfu Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagði blaðamönnum í Sarajevo að serbneska lögreglan hefði neitað að opna leiðina til Prijedor í norð- vesturhluta Bosníu. Fulltrúum al- þjóðlegu friðargæzlusveitanna í Bosníu, IFOR, tókst að semja við lögreglustjórann á svæðinu um að Serbarnir virtu sáttmála, sem lög- regluyfirvöld á staðnum höfðu und- irritað. Fischer sagði að Serbar hefðu líka stöðvað sjö áætlunarbifreiðar með múslimska flóttamenn á leið frá Kladanj til Vlasenica í austur- hluta Bosníu en einnig hefði tekizt að leysa þann vanda. Friðargæzlusveitirnar þurftu að dreifa um 2000 manna þyrpingu, sem lét ófriðlega utan við kjörstaði í einu úthverfa Sarajevo. Var þar um að ræða kjósendur, sem misstu þolinmæðina eftir langa bið eftir að fá að kjósa og spörkuðu inn hurðum og brutu rúður. Ekki hafði frétzt af alvarlegri átökum um miðj- an dag í gær, en óttazt var að kom- ið gæti til blóðsúthellinga þegar fyrrverandi keppinautar gengju til kosninga á stöðum, sem þeir áður börðust um. Kjörstaðir eru 4.000, eða helm- ingi fleiri en eftirlitsmenn. 60.000 friðargæzluliðar eiga að gæta þess að allt fari friðsamlega fram. Á kjörskrá í Bosníu eru tæplega þrjár milljónir manna, en af þeim eru 1,7 milljónir, sem ýmist hafa hrakizt frá heimilum sínum innanlands eða eru flóttamenn erlendis. Fjöldi flóttamanna neytti kosn- ingaréttar síns í gærmorgun, en í þeirra röðum varð þó ekki vart bjartsýni á að kosningarnar mundu eiga þátt í að koma í veg fyrir að Bosnía liðaðist í sundur. Margir vonuðu hins vegar að kosningarnar tryggðu að þeir gætu brátt farið heim. Umdeildar kosningar Ýmsir héldu því fram að fresta ætti kosningunum, en Bandaríkja- menn fóru fremstir í flokki þeirra, sem sögðu að ekki væri um annað að ræða en að halda þær, framtíðar Bosníu vegna. Richard Holbrooke, bandaríski erindrekinn, sem eignaður hefur verið heiðurinn af Dayton-friðar- samkomulaginu, fer fyrir banda- rískri eftirlitsnefnd með kosningun- um. Hann sagði að kosningarnar mundu greiða götuna fyrir næsta skref í friðarátt, að koma á heildar- stjórnkerfi fyrir Bosníu. „Dayton-samkomulagið gerir ekki ráð fyrir aðskilnaði," sagði Holbrooke. Ekki eru allir sammála honum um það og stjórnmálamenn úr röð- um bæði Króata og Serba hafa gert aðskilnað landsvæða að lykil- atriði í kosningabaráttunni. Eins og bölsýnn flóttamaður, sem beið eftir að komast í kjörklefann orðaði það: „Það kjósa allir sína fjölskyldu." FARALDUR NÆSTU ALDAR IMIKILLISOKN BYGGT UR LÖGBERGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.