Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts. Morgunblaðið/Ásdís IMIKILLISOKN VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Guðni Þórðarson fæddist á Akranesi árið 1939. Hann er tæknifræðingur að mennt, lærði í Danmörku. Hann stofn- aði fyrirtækið Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971 og var stjórnarformaður þess fyrstu 23 árin og hefur verið framkvæmdastjóri þess undanfarin tíu ár. Guðni er kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur og eiga þau þijár dætur. ÚR framleiðslusal Borgarplasts. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur BORGARPLAST hf. er til húsa að Sefgörðum 3 á Seltjarnarnesi. Árla, sl. miðvikudagsmorgun, gekk blaðamaður Morgunblaðsins um húsakynni og lóð Borgarplasts. Þar innan dyra eru stórir vinnusalir þar sem stórar vélar móta hinar ýmsu plastvörur sem fyrirtækið sel- ur, innanlands sem utan og á lóðinni fyrir utan eru framleiðsluvörurnar geymdar þar til þær eru sóttar ýmist af stórum bílum eða þær eru settar í gáma og fluttar sjóleiðis á áfanga- staði. Að sögn Guðna Þórðarsonar framkvæmdastjóra er fyrirtækið um þessar mundir að stækka húsnæði sitt á Seltjarnarnesi sem þá verður um 2000 fermetrar að stærð, áuk þess á fyrirtækið 2000 fermetra hús í Borgarnesi þar sem Borgarplast framleiðir frauðplastkassa sem not- aðir eru m.a. til útflutnings á fiski flugleiðis. Um 170% aukning hefur orðið í útflutningi á vörum Borgar- plasts, einkum fiskikerum, á fyrstu átta mánuðum þessa árs. „Við vorum sjö félagar sem ákváð- um að stofna plastfyrirtæki árið 1971. Enginn okkar hafði komið nálægt plastframleiðslu en eigi að síður festum við kaup á gamalli plast- verksmiðju frá Neskaupstað og kom- um henni í gang uppi í Borgarnesi," segir Guðni. „Við byijuðum á að framleiða einangrunarplast og byggðum svo fljótlega mikið hús í Borgamesi. Það hús eigum við enn og framleiðum í hluta þess frauð- plastkassa, en leigjum hinn hluta hússins öðrum fyrirtækjum." Hófu nýja framleiðslu árið 1983 Starfsemi sína hér á höfuðborgar- svæðinu hóf Borgarplast árið 1983 í Kópavogi. „Þá var markaðurinn fyrir einangrunarplast að hrynja og við sáum að við þyrftum að hefja framleiðslu á nýjum vörum og undir- bjuggum það í nokkur ár,“ segir Guðni. „í oh'ukreppunni árin 1973 og 1974 gekk fyrirtækið mjög vel, við náðum í hráefni þegar aðrir gátu það ekki. Einangrunarplast er fram- leitt í gufu, við hitann þenjast út þrítugfalt smákúlur úr plasti og fylla mótin sem plastið er steypt í. Við aðra plastframleiðslu er hráefnið, sem er duft, brætt í sérstökum mót- um við mikinn hita. Við framleiðsl- una er bætt í duftið litarefnum, hin ýmsu fyrirtæki sem kaupa af okkur t.d. plastker og fleira vilja hafa sér- stakan lit fyrir sitt fyrirtæki. Fiski- keramarkaðurinn hér á íslandi er sennilega einn sá stærsti í heimi, við seljum um 60 prósent af þeim fiski- kerum sem hér eru notuð. Ending slíkra kera er talinn vera um sex ár.“ Mikil aukning í útflutningi Borgarplast selur talsvert til út- landa af framleiðslu sinni og mikil aukning hefur orðið í útflutningnum á þessu ári. „Alls hefur verið flutt út fyrir 75 milljón krónur á fyrstu átta mánuðum þessa árs, sem er 170% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Búist er við að samkvæmt endurskoðuðum áætlunum nemi út- flutningurinn alls á þessu ári um 140 milljónum króna, þegar tekið hefur verið tillit til fyrirliggjandi pantana." Að sögn Guðna var útflutningur ekki„ tekinn alvarlega" fyrr árið 1991. „Síðan þá hefur útflutningur okkar stöðugt verið að aukast og við stefnum á enn meiri útflutning á næstunni,“ segir Guðni. „Okkar aðal- markaður er í Evrópu, einkum á Bretlandseyjum, en einstaka sala er um allan heim, svo sem í Argentínu og Indlandi, svo eitthvað sé nefnt. Verðið er misjafnt, besta verðið fáum við í Svíþjóð og Hollandi eins og er. Utflutningurinn er kostnaðarsamur en borgar sig í ýmsu tilliti, ekki síst er heppilegt að með aukinni fram- leiðslu er hægt að keyra verksmiðj- una einni vakt lengur, það þýðir meiri framleiðslu á sama fasta kostn- að. Undanfarin ár hefur verksmiðjan verið keyrð allan sólarhringinn. Fimm starfsmenn Borgarplasts starfa við framleiðslu í Borgamesi en um 30 í verksmiðjunni á Seltjarn- arnesi. Starfsmenn hér eru á vöktum og vinna viku á hverri vakt í einu. Okkur hefur haldist vel á fólki hér. Við framleiðsluna sjálfa vinna verka- menn og iðnaðarmenn en við sölu og markaðssetningu vinna tækni- menntaðir menn og fólk með góða málakunnáttu, menntað í viðskipta- og útflutningsfræðum. Síðasta hálfa árið hefur verið unnið að þjálfun nýrra starfsmanna sem eiga að sjá um að koma afurðunum inn á er- lenda markaði. Það þarf vel menntað og þjálfað fólk með góða tungumála- kunnáttu til þess að annast útflutn- ingsmálin. Ný vél þrefaldar afkastagetu Þann 20. september nk. tekur Borgarplast formlega í notkun eina staerstu og öflugustu hverfisteypuvél í E’vrópu og jafnvel utan Bandaríkj- anna. Búnaðurinn þrefaldar núver- andi framleiðslugetu fyrirtækisins og gerir það að einu því öflugasta í Evrópu og um leið hinu afkasta- mesta á íslandi. Búnaðinum er ætlað að framleiða m.a. fyrir útflutning á endurvinnanlegum kerum og eru þau ætluð til notkunar á kjöt og matvæla- markaði í Evrópu og víðar. Slík ker þurfa að vera öll úr sama efninu svo hægt sé að endurvinna þau, ekki má blanda saman fleiri efnum eins og gert er við aðra plastframleiðslu. Þessi vöruþróun er gerð í samvinnu við Slagteriemes Förskninginstitut, sem er rannsóknarstofa danska kjöt- iðnaðarins. Hluti tæknivinnunnar fyrir framleiðslu þess konar kera var leyst árið 1988, en markaðurinn var þá ekki tilbúinn. Árið 1994 var aftur tekið til hendinni og var eftir það unnið að undirbúningi fyrir þessa framleiðslu sem nú er að komast í fullan gang. Hafa vinninginn á innanlandsmarkaði Helsti keppninautur Borgarplasts á innanlandsmarkaði er Sæplast, þar hefur Borgarplast þó vinninginn með um 60% markaðshlutdeild, en þessu hefur verið á annan veg farið í út- flutningi, þar hefur Sæplast haft vinninginn. Erlend fyrirtæki keppa líka á þessum markaði, ekki síst norsk fyrirtæki, sem fá að því er virðist fjárstuðning til sinnar fram- leiðslu, öðruvísi gæti þau ekki haft sína framleiðslu eins ódýra og raun ber vitni. „Hin nýja hverfísteypuvél á að breyta stefnunni hjá okkur í útflutningsmálum," segir Guðni. „Eins og fyrr greindi hefur útflutn- ingur Borgarplasts vaxið mikið á þessu ári. Helstu framleiðsluvörur Borgarplasts eru fískiker, ýmsar vör- ur sem tengjast fráveitulögnum, svo sem rotþrær, olíuskiijur og fleira. Einnig línubalar, baujur og belgir, sem og frauðplastkassarnir áður nefndu, svo eitthvað sé talið. Einnig framleiddi Borgarplast tengibrunna fyrir lagningu ljósleiðara sem settir voru niður með vissu millibili hring- inn í kringum landið og eru notaðir til að taka slakann af rörunum sem ljósleiðarinn er lagður í þannig að hægt sé að gera við hann á tiltölu- lega einfaldan hátt. Nýja vélin verður ekki aðeins notuð til þess að fram- leiða endurvinnanleg ker heldur vafalaust aðrar og nýjar vörur einn- ig, fyrir innanlands sem utanlands- markað." Afkoman er allgóð Afkoma Borgarplasts hefur verið allgóð undanfarin ár. „Það var að vísu þrengingartímabil um 1990 hjá okkur eins og fleirum," segir Guðni. „Við notuðum það tímabil til þess að koma á hjá okkur gæðakerfí. Fyrirtækið er gæðavottað sam- kvæmt gæðastaðlinum ÍST ICO 9001, sem er alþjóðlegur gæðastað- all. Þetta annast fyrirtæki sem heitir Vottun og vottorð okkar er númer 2. Slíkt fyrirkomulag sem þetta er lykillinn að útflutningi. Það hefur mikið að segja þegar hægt er að sýna fram á það erlendis að fram- leiðslan fari fram undir viðurkenndu gæðaeftirliti. Þegar við fórum að skoða þetta árið 1990 var þetta nán- ast óþekkt hér á landi. Við ákváðum um áramót 1990-91 að láta verða af þessu og þá réðum við mann sem kom þessu kerfi á fyrir okkur og fengum ráðgjöf utan úr bæ. Það hefur skilað sér í því m.a. að ef fínnst hjá okkur gölluð vara er hægt að rekja feril hennar. Undir stöðugu eftirliti Við erum undir stöðugu eftirliti, það kemur hér maður tvisvar á ári og fer í gegnum okkar mál, hann gefur okkur orð í eyra ef við stöndum okkur ekki. Við fengum vottun árið 1993 og vorum fímmta fyrirtækið sem kom á slíku kerfi og fyrsta iðn- fyrirtækið. Það tekur langan tíma og koma svona gæðaeftirliti á í fyrir- tæki og er mikið mál, það fylgir þessu t.d. talsverð skriffinnska. En fyrirtæki sem versla við okkur geta líka verið viss um að þau fái ekki lakari vöru næst þegar þau panta hjá okkur, heldur jafngóða eða betri. Það er hættulegt að setja vöru á markaðinn áður en hún er fullkom- lega þróuð. Við leiddumst út í að setja ker á markaðinn árið 1983 sem ekki reyndust eins vel og skyldi. Fyrir það máttum við blæða löngu eftir að búið var að Iaga framleiðsl- una og gera hana mjög góða. Það var ekki fyrr en árið 1993, þegar við fengum gæðavottunina, að við náðum fyrir fullt og fast að reka af okkur slyðruorðið." Borgarplast starfaði um árabil í Kópavogi en flutti rekstur sinn á Seltjarnarnes þegar þröngt var orðið um fyrirtækið í Kópavogi. „Við keyptum þetta hús ekki síst vegna þess hve gott rými var í kringum það og nú höfum við fengið úthlutað meira landi. Við þurfum gott pláss utandyra," segir Guðni. Hann segir að drifkrafturinn í fyrirtækinu sé fyrst og fremst vöruþróun. „Við höf- um alla tíð hannað okkar vörur sjálf- ir og við höfum gæðakerfið ICO 9001 af því að við höfum alla þætti málsins í okkar höndum, frá því að við fáum hugmynd að vöru þar til hún er komin í framleiðslu. Þegar við hófum þennan rekstur í Kópavogi árið 1983 voru nánast engin framleiðslumót til, en við hönn- uðum þau og hófum framleiðslu á nýjum vörum. Vöruþróunin gekk svo hratt að við hönnuðum og settum á markað nýjar vörur að meðaltali á þriggja mánaða fresti í nokkur ár á eftir. Það var sannarlega handa- gangur í öskjunni þá. Islenskur iðnaður getur aldrei orð- ið fjöldaframleiðsluiðnaður. Þetta fyrirtæki hér er t.d. mjög sérhæft og svo er um flest þau fyrirtæki sem stunda útflutning. Sannleikurinn er sá að betra er að gera fáa hluti vel og reyna að vinna markað á gæðun- um, heldur en að framleiða mikið á kostnað gæðanna. íslensk fyrirtæki hafa staðið sig ágætlega hvað vöru- gæði snertir. Við hjá Borgarplasti höfum lagt áherslu á gæðin og reyndin hefur orðið sú að við missum yfírleitt ekki viðskiptavini okkar. Með tilkomu hinnar nýju hverfísteypuvélar horf- um við björtum augum til framtíðar. Við ætlum að hefja mikla sókn inn á nýja markaði og erum bjartsýnir á að vel muni til takast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.