Morgunblaðið - 15.09.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 15.09.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 29 MEÐFYLGJANDI mynd af tveimur konum, sem höfðu gert sér skýli við hruninn bæ sinn að Gljúfurholti í Ölfusi birtist nýlega í Morgunblaðinu með grein um Suðurlandsskjálftana fyrir 100 árum. Myndin var merkt Sigfúsi Eymundssyni, eins og fleiri myndir af hrundum bæjum. Eftir birtingu myndarinnar hringdi piltur og upp- lýsti hveijar þessar konur eru. Það eru mæðgunar Þuríður Sigurðar- dóttir nær á myndinni og Sigríður Grímsdóttir sú sem er fjær. Hann leitaði staðfestingar hjá Óskari Magnússyni á Eyrarbakka og kom þá upp að ljósmyndarinn sem tók myndirnar af þeim mæðgum var Daníe! Daníelsson, gerður út af örkinni af Sigfúsi Eymundssyni til að mynda afleiðingar hamfaranna. Var þetta ef til vill fyrsta ferð fréttaljósmyndara hér á landi? Upplýsti Óskar að Þuríður hafi átt fjögur börn með manni sínum, Grími Magnússyni: 1. Sigríði, þá sem er á myndinni, og var eiginkona Jóhanns V. Daní- elssonar. Þeirra afkomendur eru um hundrað talsins. Tengdadóttir Sig- ríðar, Ragnheiður Ólafdóttir býr á Eyrarbakka. Hún er níræð, á fjölda afkomenda, þar af 4 langa- langömmubörn. 2. Siguijón, sem var faðir þeirra Engilbertsbræðra og þá afi Amíar og Birgittu. 3. Dagbjörtu, sem var móðir Guð- mundar Helga Guðmundssonar fyrrum bæjarfulltrúa í Reykjavík. Hann var afí Sophiu Hansen, sem flestir kannast við. 4. Guðmundur, en meðal afkom- enda hans er m.a. Árni Kópsson, sem var einn af frumhetjunum í torfæruakstrinum. „Jarðvistarsaga Jóhanns V. Daníelssonar", eiginmanns Sigríðar sem er þama á myndinni, var síðar skrifuð af bróðursyni hans, Guð- mundi Daníelssyni rithöfundi, undir nafninu Krappur Dans. Notaði hann og stílfærði handrit sem Jói Vaff, eins og hann var kallaður, hafði látið Arna Óla hafa pg komst í hans hendur eftir lát Árna. Þar er auðvitað sagt frá jarðskjálftunum, sem dundu yfir Gljúfurholt 26. ág- úst 1896 og afleiðingum þeirra, hvernig heimafólk tjaldaði yfir hálf- KONURNAR OG UÓS- MYNDARINN DANÍEL Daníels- son, fyrsti íslenski fréttaljósmyndar- inn, sem lagði Iíf og limi í hættu til að ná myndum af voðaatburðum. hrunin húsin með brekánum og af komu ljósmyndarans Daníels Daní- elssonar. Segir Jóhann að þær myndir hafi birst í dönsku blaði. Honum segist svo frá: Fréttaljósmyndarinn kemur „Ljósmyndir þessar tók Daníel Daníelsson, ljósmyndari, sem þá vann hjá Eymundsson ljósmyndara í Reykjavík. Mér er minnisstæð sú ferð Daníels, þegar hann kom aust- ur í Ölfus að taka þessar myndir rétt eftir jarðskjálftana. Einn vegg- ur hlaðinn úr snyddu stóð jarð- skjálftana af sér. Það var vestur- veggur Gljúfurholtsbaðstofunnar. Undir þessum vegg reistum við okkur skúr, með grind úr timbri, sem við fóðruðum með teppum og brekánum. Þetta skýli höfðum við ungu hjónin og tengdaforeldrar mínir fyrir svefnhús fram á haust meðan verið var að endurreisa bað- stofuna og önnur bæjarhús. Það var svo viku eftir jarðskjálftana, að við vorum vakin upp klukkan þijú að nóttu í „tjaldbúðinni" okkar. Þar var kominn Daníel ljósmyndari með tvo hesta til reiðar og fylgdarmann með sér. Báðir voru mjög illa til reika. Þeir voru blautir frá hvirfli til ilja og þar eftir forugir, varla sá í þá fyrir leir og leðju, og ekki voru hestarnir þeirra betur verkaðir. Þegar búið var að færa Daníel og fylgdarsvein hans úr vosklæðun- um, lána þeim þurr og hrein föt, gefa þeim nýlagað kaffi og búa um þá undir hlýrri sæng, þá fóru þeir að segja okkur ferðasöguna af næturreið sinni og háska. Þeir höfðu lent út í Arnarbælisforir og verið að bijótast þar um í fulla þijá klukkutíma meðan dimmast var, aðallega í kviksyndiskeldu, sem var á milli sjálfra Foranna og heima- engjanna. Þetta var botnlaust dýki, og við sem kunnug vorum á þessum slóðum undruðumst stórlega. Var með öllu óskiljanlegt að þeir skyldu komast upp úr þessum leðjusvelg, en ekki sogast á kaf í hann og^' bera beinin.“ Hver var þá þessi fyrsti frétta- ljósmyndari, sem lagði líf og limi í hættu til að ná myndum af voðaatburðum? Hann var mágur Sigfúsar Eymundssonar og þeir mágar fóru ljósmyndaferðir austur í sveitir 1884 og 1886 og tóku margar myndir í Reykjavík. í bók með ljósmyndum Sigfúsar Ey- mundssonar skrifar Þór Magnús- son m.a.:„Sigfús Eymundsson var mjög mikilvirkur ljósmyndari, einkum framan af, en síðar sneri hann sér meira að öðrum störfum og lét Daníel mág sinn um rekstur ljósmyndastofunnar. Daníel hafð\ lært ljósmyndun hjá Sigfúsi og síð- " ar einnig í Skotlandi og vann lengi á myndastofunni. Myndir Sigfúsar, bæði mannamyndir og útimyndir, eru geysimargar og ýmsar þeirra merktar honum, en hins vegar er oft vafamál hverjar þeirra Daníel hefur raunverulega tekið. Má gera ráð fyrir að nýrri myndirnar allar eða flestallar séu teknar af Daní- el, en hins vegar er oft erfitt að tímasetja þær.“ Eftir jarðskjálftana 1896 fór Daníel austur í Ölfus og Flóa og tók fáeinar myndir af hrundum bæjum. Og nú höfum við frásögnina af því er hann tók myndina hér að ofan. Hún og nokkrar aðrar virðast vera einu ljósmyndirnar af þessum hamförum. Daníel hætti ljósmynd- un 1909 og gerðist bóndi. Betrunarhússins eru (5USA\U\\cÍUir Mandsmeistarinn í vaxtarrækt, og löggildur einkaþjálfari ISSA. Upplýsingar í síma 565 8898 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.