Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓAKIM PÁLSSON + Jóakim Pálsson fæddist í Hnífs- dal hinn 20. júní 1915. Hann lést á Fj órðungssjúkra- húsinu á ísafirði 8. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá kap- eliunni i Hnifsdal 14. september. Vart var hægt að hugsa sér ólíkari menn en okkur Jóakim, "" hann óheflað náttúru- bam, sem lært hafði allt sem þurfti að læra í skóla lífs- ins, að mestu með harðri baráttu til sjós, en ég vemdað borgarbarn, sem lært hafði af bókinni eftir for- skrift skólakerfisins og aldrei til sjós farið. Þrátt fyrir þennan aug- ljósa mun og allmikinn aldursmun tókust engu að síður með okkur góð kynni sem leiddu til vináttu sem ég hef alla tíð metið mikils. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þijátíu ámm er Jóakim var skip- stjóri á ms. Guðrúnu Guðleifsdótt- ur. Strax þá sá ég að þar fór stór- brotinn maður. Hann lá ekki á skoð- unum sínum og kom þeim á fram- " færi með slíku orðavali og fasi að óhjákvæmilegt var að hlusta. Þegar Jóakim hætti til sjós jukust sam- skipti okkar og má segja að upp frá því höfum við hist i flestum ferðum hans til Reykjavíkur og í öllum ferðum mínum vestur. Oft mæltum við okkur mót yfir hádegis- verði og skröfuðum þá saman um lífið og tilveruna en þó alltaf mest um útgerðina og aflabrögðin. Jóak- im fræddi mig um lífið fyrir vestan og sagði mér frá harðri baráttu íorfeðra sinna og ýmissa samferða- manna. Margar sögur sagði hann mér af því hvað hafið hafði gefið og líka af því sem það hafði tekið. Ekki er erfitt að skilja að fólk, sem lifað hefur sumt af því sem hann lýsti, sjái hlutina í öðru ljósi en fólk- ið sem eyðir starfsævi sinni innan veggja skrifstofanna. Jóakim var einstaklega trygg- lyndur og mikill vinur vina sinna. Hann var einlægur og sagði manni skoðanir sínar umbúðalaust. Ef honum fannst við í Tryggingamið- GARÐS J APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiöslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek stöðinni vera að gera einhveija vitleysu sagði hann mér það hreint út en ef honum líkaði vel það sem gert var lét hann okkur líka njóta þess. En nú er hádegis- fundum okkar lokið í bili. Ég vil fyrir hönd Tryggingamiðstöðvar- innar þakka Jóakim fyrir alla þá velvild og þann stuðning sem hann sýndi félaginu. Allt starfsfólkið mun minnast Jóakims Páls- sonar sem einstaks manns og sakna þess að sjá hann ekki oftar í Aðal- strætinu. Við vottum Sigríði, bömum og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úð og kveðjum Jóakim Pálsson með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Gunnar Felixson. Þrátt fyrir veikindi Jóakims vinar míns Pálssonar kom andlátsfregn hans óvænt og var þungbær. Hann hafði búið við góða heilsu þar til fyrir fáum dögum þegar hann varð fyrir áfalli sem leiddi hann til dauða. Vinátta okkar hafði staðið í ára- tugi. Hún hófst þegar við vorum herbergisfélagar í Japan árið 1972 þeirra erinda að kaupa skuttogara. Þrátt fyrir aldursmun þá urðum við góðir vinir og sú vinátta hélst alla tíð síðan. Það brúaði allan aldurs- mun að Jóakim var alltaf ungur í anda, kappsamur og framsýnn. Þó að vík væri milli vina, þar sem starfsvettvangur Jóakims var fyrir vestan en ég búsettur í Vestmanna- eyjum, þá breytti það ekki vináttu okkar og við töluðum saman nánast í hverri viku og spurðum frétta og spjölluðum um menn og málefni. Jóakim var fæddur á sumardegi 20. júní árið 1915 og lifði langa og starfssama ævi. Hann var vest- firskur kappi sem sótti sjóinn um áratugi og þegar hann kom í land árið 1967 gerðist hann fram- kvæmdastjóri hjá Miðfelli hf. sem gerði út aflaskipið Pál Pálsson, en á því skipi hafði hann lengi verið skipstjóri ejns _og á Guðrúnu Guð- leifsdóttur ÍS. Árið 1970 tók Jóakim einnig að sér að vera framkvæmda- stjóri við Mjölvinnsluna hf. og gegndi þessum ábyrgðarmiklu störfum fram á síðasta ár. Einnig var Jóakim einn af stofnendum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Hann sat í stjórn félagsins frá upp- hafi og var lengst stjórnarformað- ur. Hann lét af þeim störfum á síð- asta ári. í öllum störfum sínum var Jóak- im farsæll. Hann var framsýnn og tók mið af breyttum aðstæðum þeg- ar kvótakerfið hélt innreið sína. Þar skildi hann öðrum betur tákn tím- anna og skilar því góðu búi þegar hann leggur frá sér ferðastafinn eftir gifturíkan starfsferil. Ég votta Sigríði, sambýliskonu Jóakims, og öllum ástvinum hans innilega samúð. Jóakim var sannarlega einn af Islands hrafnistumönnum sem af LEGSTEiNAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfói 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 dugnaði og harðfylgi hafa lagt grunn að því samfélagi sem við byggjum. í honum bjó sumarið með bjartsýni og krafti og nú þegar hauströkkrið er yfir okkur kveð ég minn góða vin og bið Drottin sem stýrir stjamaher og stjórnar veröld- inni að leiða Jóakim í höfn á friðar- landi. Magnús Kristinsson, Vestmannaeyjum. í dag, laugardaginn 14. septem- ber, verður vinur minn Jóakim Páls- son borinn til grafar í Hnífsdal. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 15 árum enda þótt ég hefði lengi vitað hver Jóakim var, því allir þeir sem höfðu séð og eða heyrt til Jóakims mundu eftir honum. Eins og lenska var fór Jóakim ungur að sækja sjó- inn og keypti _sér fljótlega bát í félagi við aðra. Ávöxtur af því sam- starfi sést í dag á fyrirtækjunum í Hnífsdal, Miðfelli hf., Hraðfrysti- húsinu Hnífsdal hf. og Mjölvinnsl- unni hf. Fram undir 1970 var Jóa- kim farsæll skipstjóri og góður afla- maður en eftir að hann kom í land sá hann um rekstur Miðfells og Mjölvinnslunnar hf. ásamt því að vera stjórnarformaður Hraðfrysti- hússins. Að öðru leyti ætla ég ekki að riíja upp lífshlaup hans, það munu aðrir gera sem betur þekkja til. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum Félag eigenda japanskra skuttogara og myndaðist fljótt góð vinátta milli okkar sem ekki hefur borið skugga á. Jóakim var hreinskiptinn, heiðar- legur og vissi vel hvað hann vildi, menn vissu vel hvar þeir höfðu hann. Hann var náttúrubam, sem mótaðist af harðri lífsbaráttu til sjós og lands. Hann var fastur fyr- ir, barðist fyrir sínum skoðunum til hins ýtrasta og þótt hann yrði und- ir þegar ákvörðun var tekin, sem var örugglega sjaldan, fylgdi hann meirihlutanum óskiptur. Þetta fannst mér lýsa hans félagsþroska vel. Þau skipti sem hann kom hingað austur í heimsókn, fór ekki framhjá okkur hve bamelskur hann var, enda er hann minnisstæður börnum okkar. Jóakim gat umgengist bæði stóra og smáa og talaði alltaf tæpi- tunguiaust og ekkert kynslóðabil var til hjá honum. Jóakim minn, nú í þessu lífi heyri ég ekki framar skemmtilegu frá- sagnirnar þínar og glettnislegi hlát- urinn er hljóðnaður. Ég þakka þér fyrir góð kynni þann tíma sem við höfum þekkst. Við hjónin sendum innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda, en vitum jafnframt að minningin um góðan sambýlis- mann, föður, afa og langafa mun ylja ykkur um ókomin ár. Eiríkur Ólafsson. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Jóakims Pálssonar. Kynni okkar Jóakims hófust í ársbyijun 1965 er ég tók að mér bókhald fyrir nýstofnað útgerðarfé- lag, Miðfell hf. í Hnífsdal. Fram- kvæmdastjóri þess var Ingimar Finnbjörnsson en Jóakim var stjóm- arformaður félagsins og skipstjóri á nýju 260 tonna skipi, Guðrúnu Guðleifsdóttur, sem bar nafn móður hans. iimmmmmí & I I I 5 I • o Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til ld.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 9 I | I | S &immmmm& Jóakim hafði stundað sjó- mennsku frá unglingsárum, fyrst með föður sínum, Páli Pálssyni, skipstjóra og útgerðarbónda í Hnífsdal, síðan verið útgerðarmað- ur og skipstjóri á eigin bátum. Jóak- im lét af skipstjórn og sjómennsku í lok vetrarvertíðar 1968 og tók þá við útgerð Miðfells hf. og 1969 og 1970 við útgerð mb. Ásgeirs Krist- jáns. í ársbyijun 1970 tók hann við framkvæmdastjóm í Mjölvinnslunni hf. sem var nýstofnuð, í sameign Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og íshúsfélags ísfirðinga hf. Miðfelli og Mjölvinnslunni stýrði hann til ársins 1995 er hann lét af störfum 80 ára gamall. Jóakim, ásamt Ingi- mari Finnbjörnssyni, var aðalhvata- maður að stofnun Hraðfrystihúss- ins í Hnífsdal árið 1941. Jóakim var í stjórn þar frá stofnun og stjórnarformaður frá 1951-1994. Undirritaður var ráðinn að tilhlutan Jóakims til starfa við Hraðfrysti- húsið hf. árið 1973 og fram- kvæmdastjóri frá 1977. í öll þessi ár var ég nánasti samstarfsmaður Jóakims. Árið 1972 lét Miðfell hf., undir stjórn Jóakims, smíða skut- togarann Pál Pálsson í Japan. Jóak- im var dugmikill og framsýnn at- hafnamaður, hann sat ekki fastur við skriftir, en fylgdist mjög vel með öllu sem gerðist í kringum hann og alveg sérstaklega með afla- brögðum. Hann mætti snemma á skrifstofuna og spurði hvort komið væri fax frá togaranum með afla síðasta sólarhring. Jóakim átti gott með að umgang- ast fólk enda ljóst að þar fór for- ingi. Hann var traustur í viðskipt: um, greiddi reikninga strax. í mannfagnaði var hann hrókur alls fagnaðar. Jóakim var sterkbyggður maður og heilsuhraustur, ef undan- skilin eru smááföll sem hann jafn- aði sig fljótt af. í júní sl. á 81. af- mælisdegi ók hann á jeppanum frá Reykjavík yfir Kjöl. Á eftir sagðist hann vera búinn að ferðast og sjá nóg. Miðvikudaginn fyrir viku fór hann á sjúkráhúsið vegna veikinda, en var að hressast aftur, en fékk nýtt áfall og andaðist þar sunnu- dagskvöldið 8. þ.m. Hann vissi að hverju stefndi og var vel sáttur við það. Að leiðarlokum þakka ég Jóak- im langt og ánægjulegt samstarf og vináttu. Við Þórleif sendum Sig- ríði Sigurgeirsdóttur, sambýliskonu hans, börnum hans og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Konráð Jakobsson. Upp í hugann kemur vorveður á ísafirði, ys og þys við höfnina. Allir eru að búa skip sín á síldveið- ar fyrir norðan land, allt norður að Jan Mayen. Niður á bryggju rennur rauð Toyota og stoppar við Guðrúnu Guðleifsdóttur, skipið sem ég var búinn að ráða mig á sem vélstjóri á sumarvertíðinni 1968. Maðurinn sem stígur út úr Toyotunni hafði verið að sækja varahluti sem komu með fluginu að sunnan. Hann er þéttur á velli og svipsterkur og virðist nokkuð strangur á svipinn en þó virðist votta fyrir stríðnisglotti. Þessi maður var Jóakim Pálsson. Ilann átti eftir að verða vinnuveitandi minn næstu árin. Það var erfitt fyrir ung hjón að hefja búskap þá eins og nú en sérlega erfitt að flytj- ast til Isafjarðar þar sem við vorum ekki vön að dveljast langdvölum utan heimahaganna. Þá var gott að eiga góða menn að eins og Jóak- im. Hann þekkti alla og naut alls staðar trausts og allir vildu allt fyrir hann gera. Hann útvegaði okkur húsnæði í Mjallargötunni og þegar kom að því að konuna vant- aði vinnu talaði hann við vini sína í Rækjunni og hún gat byijað strax. Samband okkar hjónanna við Jóakim var ávallt byggt á vin- semd og virðingu og aldrei man ég eftir að okkur yrði sundurorða þó við töluðum stundum hátt og skýrt. Þá var það bara til að betur heyrðist. Eftir að við fluttum suður urðu samverustundirnar stopular, en alltaf var jafn gaman að hitta Jóakim og hann gleymdi aldrei að biðja mig að færa góða kveðju sína til fjölskyldu minnar. Þegar ég átti stuttan stans á Vestfjörðum í sum- ar fannst mér nauðsynlegt að hitta hann. Þá fannst mér eins og hann kveddi mig sérstaklega vel að þessu sinni og þakkaði mér fyrir allt gamalt og gott og bað fyrir góðar kveðjur til Ellu og Svövu. Hann hefur eflaust grunað að við hefðum hist í síðasta sinn í þessum heimi. Við þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri í lífinu til að kynnast slík- um manni. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Ingólfur og Elín. Þeir hverfa einn á eftir öðrum af sjónarsviðinu, athafnamennirnir sem höfðu forystu í atvinnuupp- byggingu í Hnífsdal á síðari hluta þessarar aldar. Einn þeirra kvaddi þennan heim sl. sunnudag, Jóakim Pálsson, skipstjóri. Hann tók ungur að árum sjálfstætt að hasla sér völl á sviði sjávarútvegs. Eftir því sem árin liðu jukust umsvif Jóakims í atvinnulífi heima- byggðar sinnar. Hann hvarf frá skipstjórn árið 1967 og gerðist at- kvæðamikill í rekstri þeirra fyrir- tækja í Hnífsdal sem hann átti að- ild að, ýmist sem stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri togaraút- gerðar, frystihúsareksturs og mjöl- vinnslu. Oll stjórnunarstörf fórust honum og samstarfsmönnum hans svo vel úr hendi, að eftir er tekið og öll eru fyrirtækin talin með best reknu fyrirtækjum á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað. Eins og farsælum skipstjóra hefur honum og öðrum, sem að stjórnun þeirra hafa komið, tekist að stýra rekstrin- um svo vel í gegnum brim og boða síðustu áratuga, að með eindæmum þykir. Jóakim hlýtur að hafa litið yfir farinn veg fullur stolts og ánægju, enda var á þessu ári haft eftir hon- um, að nú ætti hann aðeins tvennu ólokið, þ.e. að aka yfir Kjöl og heim- sækja vin sinn úti í Svefneyjum á Breiðafirði. Hann lauk hvoru tveggja. Hann ferðaðist mikið seinni árin, bæði innanlands og er- lendis. Eins og áður segir hefur forsjálni ætíð gætt í rekstri þeirra fyrirtækja sem Jóakim Pálsson tók þátt í. Svo er að sjá sem það hafi einnig átt við þegar að kynslóðaskiptum kom. Hafa nú afkomendur hans og náins samstarfsmanns í áratugi, Jóakims Hjartarsonar, tekið við forystu í rekstri fyrirtækjanna sem eru einn af burðarásum atvinnulífs við Djúp. Er ekki annað að sjá, en þar hafi sem fyrr tekist vel til og að vel sé fyrir forystuhlutverkum séð. Jóakim Pálsson var mikill mann- kostamaður. Vinur vina sinna, með afbrigðum hjálpfús og lagði mörg- um framfara- og menningarmálum heimabyggðar sinnar verðugt lið. Hann var svipmikill á velli og í öll- um háttum svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Hann var á mannamótum hrókur alls fagnað- ar og gestrisinn með afbrigðum. Þeir voru ófáir brottfluttu Vestfirð- ingarnir, sem fengu frá honum sendingu af þjóðlegum vestfirskum mat til hátíðabrigða í desember. Bárust þær sendingar víða um land, og skiptu jafnvel hundruðum kílóa. Hann var margfróður um liðna tíð og kunni frá mörgu að segja frá viðburðaríkri ævi. Hann var næmur á hinar skoplegu hliðar tilverunnar. Ekki síst var fróðlegt og skemmti- legt að hlusta á sögur af því þegar hann þurfti í atvinnurekstrinum að takast á við „kerfið“, sem honum fannst alla tið leggja lamandi hönd á athafnaþrá hans. Oft er vík milli vina. Þótt fundum okkar bæri ekki títt saman eftir að ég fluttist á brott frá Hnífsdal, hélst vinátta, sem tókst með okkur á unglingsárum mínum, órofin. Fyrir það skal nú þakkað að leiðar- lokum. Sigríði, ættingjum og stór- um frændgarði sendi ég og fjöl- skylda mín einlægar samúðarkveðj- ur. Þorvarður Alfonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.