Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 37
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ný lækningastofa
Sannleikanum
hagrætt
Frá Samtökunum Lífsvog:
VEGNA athugasemdar frá land-
lækni sem birtist í Morgunblaðinu
þann 14. ágúst sl. þar sem vegið er
að Guðmundi Karli Snæbjörnssyni á
ómaklegan hátt, að mati íbúa í um-
ræddu bæjarfélagi, vilja Samtökin
Lífsvog koma á framfæri athuga-
semdum íbúa á staðnum um málið,
er hafa borist Lífsvog. Þar er vakin
athygli á því að íbúar í umræddu
bæjarfélagi þekki vel til þessa máls,
og óski eftir því að eftirfarandi stað-
reyndir komi fram.
1. í fjögur ár starfaði Guðmundur
Karl hér og hafði Landlæknisemb-
ættið allan þann tíma vitneskju um
áfengissýki starfsbróður hans. Ég
og fjöldi annarra hér vitum að þrátt
fyrir ítrekaðar kvartanir aðhafðist
Landlæknisembættið ekkert í mál-
inu. Einnig er okkur fullkunnugt um
hversu ítrekað Guðmundur Karl
reyndi að koma sjúkum starfsbróður
sínum í áfengismeðferð en án árang-
urs. Til viðbótar þurfti Guðmundur
Karl að leggja á sig margfalda vinnu
við að taka vaktir sem starfsbróðir
■hans var ekki fær um að sinna sökum
sjúkleika síns.“
2. í svargrein Landlæknis er
sannleikanum hagrætt á villandi hátt
landlækni í hag. Samanber svar land-
læknis í 2. lið um að landlæknir hafi
kallað hinn áfengissjúka lækni úr
starfi og hann gengist undir meðferð.
Við íbúar hér vitum um aðdrag-
anda þess að viðkomandi var lagður
inn á sjúkrahús. Aðdragandinn var
sá, að litlu mátti muna að voðaat-
burður gerðist hér af hans völdum.
Öllum er kunnugt um að það voru
löggæslumenn bæjarins sem urðu að
grípa til sinna ráða og síðan færa
viðkomandi á sjúkrahús. Landlækn-
isembættið kom þar hvergi nærri og
kallaði manninn ekki úr starfí þrátt
fyrir atburði þessa. Umræddur lækn-
ir hóf síðan störf að nýju að lokinni
stuttri dvöl á sjúkrahúsi. Vert er að
taka fram að fyrrgreint gerist rúmu
ári eftir að Guðmundur Karl sendir
skriflega tilkynningu til landlæknis
um vímuefnavandamál umrædds
læknis, en hann var þá hættur störf-
um hér og farinn til Svíþjóðar, er
þessir atburðir gerast.
Við erum mörg hér í bæjarfélaginu
er vitum staðreyndir málsins, þar
sem segja má að neyðarástand hafi
ríkt þegar verst var. Sannleiksgildi
staðhæfinga þessara má því stað-
festa á ýmsan hátt, meðal annars
urðu þessir atburðir tilefni blaða-
frétta og skrifa um ástandið hér.“
3. Varðandi 4. lið í svari land-
læknis, segir íbúi þau ósannindi. Það
bárust kvartanir til landlæknis vegna
aðgerðaleysis þeirra. Þessar kvartan-
ir bárust meðal annars frá heilbrigð-
isstarfsfólki hér á staðnum. Einnig
kemur 5. liður í svari landlæknis mér
og fleirum spánskt fyrir sjónir og
sýnist sem verið sé að reyna að klóra
yfir sannleikann á sömu nótum og
ofangreind svör sýna.“
4. í kjölfar svargreinar landlækn-
is í Morgunblaðinu var haft samband
við Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlækni, þar sem landlæknir var í
sumarfríi erlendis frá og með 11.
ágúst. Sem íbúi þessa staðar blö-
skraði mér við að lesa svör landlækn-
is. Reyndi því að ræða þessi svör við
Matthías aðstoðarlandlækni. Hann
brást hinn versti við og skellti síman-
um á. Orðbragð hans er ekki til að
hafa eftir og ekki sæmandi opinber-
um starfsmanni. Það að erindi mitt
ylli honum slíku uppnámi kom mér
á óvart. Réttlætiskennd minni var
misboðið, og sá ég mig til þess knú-
inn að koma upplýsingum um málið
á framfæri."
5. Vil ég fyrir hönd margra þakka
Guðmundi Karli Snæbjömssyni
lækni fyrir drengskap og samvisku-
semi í starfi sínu hér. Vann hann
starf sitt af dug samanber þau fjöl-
mörgu björgunarstörf sem hann hef-
ur giftusamlega innt af hendi við
erfiðar og hættulegar aðstæður.
Það þarf mikið hugrekki og þor
til þess að horfast í augu við sann-
leikann og í framhaldi af því sýna
sanna umhyggju. Eiginleika þessa
þarf í ríkum mæli þegar við er að
etja hinn illvíga marghöfða þurs
áfengissýkinnar og afleiðingar hans,
ekki síst á þetta við þegar hann hef-
ur tekið sér sæti ofarlega í þjóðfé-
lagsstiganum."
Samtökin Lífsvog koma hér með
á framfæri upplýsingum íbúa í bæj-
arfélagi því er Guðmundur Karl Snæ-
björnsson starfaði í, áður en hann
hóf störf í Svíþjóð. Bæjarbúar treysta
sér ekki til þess að birta nöfn sín í
þessu tilviki af ótta við álíka afleið-
ingar og Guðmundur Karl rakti ítar-
lega í greinum sínum í Morgunblað-
inu, þ.e. að hlutaðeigandi verði
flæmdir burt úr bæjarfélaginu.
Lífsvog hefur haldið þeirri skoðun
hátt á lofti að hér skorti mjög á að
virku eftirliti sé sinnt sem sjtyldi,
gagnvart læknum og heilbrigðis-
starfsfólki, er einhverra hluta vegna
eru ekki starfi sínu til sóma.
Hlutverk Landlæknisembættisins
er að sinna slíku eftirliti og ber að
standa sig samkvæmt Iögum þar að
lútandi, geri embættið það hins veg-
ar ekki sem skyldi, hlýtur ráðherra
að þurfa að taka slíkt til endurskoð-
unar. Sparnaður sannleikans í þess-
um efnum mun því fyrr eða seinna
ferðast heim til föðurhúsanna. Emb-
ætti landlæknis, líkt og önnur opin-
ber embætti, hlýtur að þurfa að að-
laga starfshætti sína að kröfum nú-
tímans, ekki hvað síst ætti gildi þjón-
ustulundar við borgarana að vera í
hávegum haft á þessum vettvangi.
Á þessu sviði jafnt sem öðrum
þarf að breyta um og bæta, og því
fyrr því betra.
F.H. SAMTAKANNA LÍFSVOGAR,
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR.
Höfum opnað lækningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3.
Tfmapantanir eru teknar daglega frá kl. 9—17,
í síma 563 1055.
Hildur Harðardóttir, læknir. Sérgrein: Kvenlækningar. Karl Ólafsson, læknir. Sérgrein: Kvenlækningar og krabbameinslækningar kvenna.
Kvöld- og helgarnámskeið.
Upplýsingar í síma 554 4637 eða
í náttúruvöruversluninni Yggdrasil,
Kárastíg 1, Rvík., sími 562 4082.
Hildur Guðmundsdóttir.
r
Topptilboð
Öklaskór úr rúskinni
Teg: LA BASH ,
Litur: Svartur #|
Stærðir: 31-40
Líka
barnastærðir
2.495,-
Verð kr.
Ath: Einníg til öklaskór úr striga
P ó s t s e n d u m s a m d æ g u r s
l)ppskórinn 'oppskórinn
■ Veltusundi við Ingólfstorg
Sími 552 1212.
Austurstræti 20
Sími 552 2727.
*
Ford Escort Ghia '97
Það er
notalegt
að vera
vel búinn!
Ghia er heitið á lúxusútgáfu
Ford Escort. Hann stendur
vissulega undir nafni þar setn liann
er órúlega vel búinn eins og sést
á búnaðarlýsingunni hér til hliðar.
Þrátt fyrir þennan ríkulega búnað
er Escort Chia á verði sem stenst
hvaða samanburð sem er.
Esœrt Ghia er fáanlegur með
tvciniurvélarsfaerðum, 1,4 og 1,6
Iítra, baeði 5 gíra og sjálfskiptur.
Það er sannarlega notalcgt að
aka um á vel búnum Ford Escort
Ghia.
Hafðu stunband við sölumcnn
okkar og reynsluaktu einum strax!
Vökvastýri
Rafknúnar rúöur
að framan
Fjarstýrö
Höfuðpúöar samiæsing
framan og aftan
Upphituð framruða
aðeins hjá Ford!
Utvarp og geislaspiiari
með þjófovörn
Viðarlíki é mæíaborðí
Ltknarbolgur \ styri
Upphttoöír og
rafknúntr hítöars.pegiar
Bein fjóí/nnspýtlng
- fyrir alla!
Ford Escort Ghia '97 kostar frá:
1.438.000 kr.
Fyrstir koma
fyrstir fá...
...kaupauka!
BRIMB0RG
FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010
I
»
I
i
f
t