Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKINN POLI- TÍSKUR STUÐN- INGUR AÐ hefur verið ljóst í all- mörg ár, að meirihluti al- mennings í landinu er fylgjandi því, að útgerðin greiði gjald fyr- ir afnot af auðlindinni, fiskimið- unum, sem eru sameign þjóðar- innar, og að þetta gjald renni í sameiginlegan sjóð. Þessi al- mannavilji hefur hins vegar ekki endurspeglast í stefnu og við- horfi stjórnmálamanna nema að takmörkuðu leyti. Nú er hins vegar engin spurning um að breyting er að verða á. A undanförnum mánuðum og misserum hefur það vakið at- hygli, að einstakir þingmenn Framsóknarflokksins hafa gengið fram fyrir skjöldu, gert athugasemdir og lýst skoðunum á núverandi stöðu mála, sem sýna að viðhorf innan Fram- sóknarflokksins eru að breytast. Þetta á t.d. við um þingmenn á borð við Guðna Ágústsson og Hjálmar Árnason. Þessi nýju viðhorf í Framsóknarflokknum eru afar mikilvæg vegna þess, að Framsóknarflokkurinn var lengi sá flokkur, þar sem mestur einhugur ríkti um óbreytt kerfi. Afstaða Alþýðuflokksins hef- ur lengi verið skýr og þingmenn Þjóðvaka hafa tekið af skarið. Nú þegar þingmenn þessara tveggja flokka hafa gengið sam- an í einn þingflokk er ljóst að þar er á ferð ellefu manna þing- flokkur með einhuga afstöðu til þess að taka beri upp gjald fyr- ir réttinn til að nýta fiskimiðin. Afstaða Kvennalistans hefur einnig verið að skýrast og verð- ur að líta svo á að skipa megi Kvennalistanum í hóp þeirra, sem hlynntir eru einhvers konar gjaldi vegna afnota af fiskimið- unum. Alþýðubandalagið hefur lengi haldið að sér höndum og hefur ekki verið tilbúið til þess að taka afstöðu með þeim, sem hlynntir hafa verið veiðileyfagjaldi. Þessi afstaða Alþýðubandalagsins hefur vakið furðu margra en endurspeglar sennilega sterk tengsl flokksins frá gamalli tíð við sérhagsmuni í sjávarútvegi. Á seinni árum hefur hins vegar mátt merkja breytta afstöðu. Að undanförnu hefur verið haldið uppi nokkrum umræðum um þetta mál í Vikublaðinu, málgagni Alþýðubandalagsins. Af þeim umræðum er ljóst, að grundvallarbreyting er að verða á afstöðu þess flokks. Framund- an er miðstjórnarfundur Al- þýðubandalagsins, þar sem sér- staklega verður fjallað um sjáv- arútvegsmál. Starfandi hefur verið starfshópur innan flokks- ins frá síðasta landsfundi, sem hefur fjallað um kvótakerfið og IfTÍ? ÆTTUM ltlUaVIÐ ekki að rækta arf okkar betur en gert hefur verið? Grafa hann úr gleymsku og veita honum inní samtíð okkar og hugsun se_m mikilvægu, endurskapandi afli? Ég held skóla- yfirvöld ættu að velta því fyrir sér. Það er heillandi viðfangsefni að grafast fyrir um uppruna íslenzks skáldskapar, þróun hans og end- urnýjunarhæfni. Sveinbjöm Egils- son vann mörg afrek, en þýðandi Hómers vissi hvað okkur er mikil- vægt að geta leitað í fornan skáld- skap og kynnt okkur það kerfí sem arfur okkar er vaxinn úr. Lexicon poeticum er semsagt enginn tilviij- un. Safnið er ómetanleg uppsprettu nýrra hugmynda. En kenningar og heiti verða ekki endurvakin sem nýtt kerfí I skáldskap okkar. Það var reynt eftir kristnitöku en tókst ekki, enda sækja kenningar styrk sinn í hugmyndaheim heiðindóms og heiðinna goðsagna. Þótt margt sé harla fagurt og eftirminnilegt í þessum heiðna menningararfi vík- inganna verður það ekki endurvakið með okkur í upphaflegri mynd. Það getur einungis orðið aflgjafí nýrra hugmynda, nýs galdurs. Það verður aldrei endurtekning gamalla töfra. Andrúm verður ekki endurtekið, ekki heldur andrúm þessa gamla seiðs, þóað hann sé öðrum þræði upphaf ljóðlistar. Töfraþulan sækir hljómfall sitt í reglubundna hrynj- andi hjartsláttarins. Af því ættum við að draga ályktanir um uppruna ljóðlistar. Hún er komin úr kvik- unni sjálfri. Einsog tónlist. Einsog allt sem ber manninum vitni og skiptir máli. Það á rætur í hjartslætti jarðarinnar sjálfrar, hrynjandi hennar, taktbundinni þögn al- heimsins, þessari hljómlist þagnar- innar sem bregður fyrir í sinfóníum Beethovens, já einkum þar; þessari hrynjandi sem er í okkur sjálfum einsog aldan sem hreyfíst í kyrru, þögulu hafí. Hafíð þarf ekki augu eða eyru til að kynnast þessari hreyfíngu. Það er hreyfíngin sjálf. Á sama hátt og Beethoven. Hann er sjálf tónlistin. Og hjarta hans slær í takt við þann eina hjartslátt sem er upphaf alls og endir. Þögn- ina miklu sem fylgir trumbuslættin- um. "I HVERGI eru tromman JLtf I «og trumbuslátturinn eins mikilvæg og í Boleró Ravels. Þar er mögnuð hrynjandin í senn eftirvænting og endurtekning. Áleitin vísbending um að fjarlægðin nálgast. Við heyrum þetta einnig hjá Hándel. -I r O í FRAMHALDI AF ÞVÍ XOÖ*sem áður segir og við nánari athugun er mér nær að halda að Robert Bly hafi ekki verið að tala um norskan víking frá tólftu öld, Björn Ásbjörnsson, heldur Björn breiðvíkingakappa Asbrands- son og ástir þeirra Þuríðar einsog frá þeim er sagt í Eyrbyggju. Þau Bjarni og Þuríður, sem var systir Snorra goða, en gift Þóroddi skatt- kaupanda, voru á dögum um kristnitöku. Erindið sem Bly vitnaði HELGI spjall eignarhald auðlindarinnar. í samtali við Vikublaðið fyrir skömmu sagði Jóhann Ársæls- son, fyrrverandi alþingismaður og formaður starfshópsins m.a.: „Eg vil að Alþýðubandalagið segi það hreint út hvort það ætlar sér að tryggja þjóðareign- ina á auðlindinni. Ef svarið er já þá verður að svara því til með hvaða hætti það verði gert. Mitt svar er að á meðan úthlut- un aflans er endurgjaldslaus sé gjörsamlega ófært að tryggja þennan sameiginlega eignar- rétt. Meðan verið er að afhenda aflann endurgjaldslaust til að- ila, sem geta meðhöndlað hann algjörlega eftir eigin höfði er tómt mál að tala um sameign þjóðarinnar.“ Eftir nokkrar vikur kemur landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins saman til fundar. Á síðustu tveimur landsfundum flokksins hefur skýrt komið í ljós, að sterkur stuðningur er innan flokksins við veiðileyfagjald, þótt jafnljóst sé að þar er enn sem komið er um minnihluta að ræða. Hins vegar er ekki ólík- legt að stuðningur við veiði- leyfagjald sé í raun meiri bæði á landsfundum, innan flokksins og í þingflokki heldur en fram hefur komið þar sem telja má, að margir stuðningsmenn þess- arar hugmyndar hafi haldið að sér höndum sökum þess hve við- kvæmt málið er og umræður um það hafa verið hatrammar á köflum. Nú er mikilvægt, að ítarlegar og málefnalegar umræður fari fram um þetta mál á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og að flokksmenn fái tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til þess. Þetta er ekki sízt mikil- vægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn sjálfan. Eins og mál eru að þró- ast má ætla að veiðileyfagjaldið verði eitt stærsta málið í þing- kosningum, sem fram fara eftir þrjú ár. Hafi Alþingi ekki tekið af skarið fyrir þann tíma munu andmælendur þess eiga undir högg að sækja í næstu alþingis- kosningum. í er augsýnilega gamalt og gæti verið ort á íslandi, þótt tilfínningin fyrir skóginum sé næsta áþreifan- leg. Bæði var skógsælt á Islandi i þá tíð og svo voru þessir karlar sí- fellt í förum og þekktu önnur lönd af nánum kynnum, en ekki afspum einni. Það á einnig við um sturl- ungaaldarmenn sem sögumar skrif- uðu. í Eyrbyggju segir: „Það var eitt sinn, að Bjöm kom til Fróðár, að hann sat á tali við Þuríði, en Þórodd- ur var jafnan vanur inni að sitja, þá er Bjöm var þar, en nú sést hann hvergi. Þuríður mælti: „Hugsa þú svo um ferðir þínar, Bjöm,“ sagði hún, „að eg hygg að Þórodd- ur ætli nú af að ráða hingaðkomur þínar og get eg, að þeir hafi farið á veg fyrir þig, og mun hann ætla, að þér skulið eigi jafnliða finnast." Þá kvað Bjöm vísu þessa: Guls mundum við vilja viðar og báls i miðli, grand fæ’k af stoð stundum strengs, þenna dag lengstan, alls í aptán, þella, eg tegumk sjálfur að drekka opt horfinnar erfi, armlinns, gleði minnar. Falleg og sérstæð vísa. Ástríðan, hljómurinn og myndin fara ekki milli mála: Við mundum vilja að þessi dagur væri sem lengst að líða frá sólarupprás til sólarlags. Stund- um hlýt ég angur af konunni, þvíað í kvöld býst ég sjálfur að drekka erfí oft horfinnar gleði minnar, kona. M REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. september Fjallaferðir HAFA með aukinni jeppaeign orðið sívinsælli með ár- unum og nú fara þúsund- ir ferðamanna, bæði inn- lendir sem erlendir um hálendi landsins. Svo- kallaðir jeppaeigendur hafa stofnað með sér klúbba og fara í flokkum inn á hálendið og má þar m.a. nefna klúbbinn 4x4 og Jeppaklúbb Útivist- ar, sem stofnaður var fyrir rúmu ári. Þeg- ar farið er inn á hálendið bindast menn stundum samtökum og fá kunnugan farar- stjóra til þess að leiða leiðangurinn og nota sérstakar FM-talstöðvar til þess að hann geti lýst því sem fyrir augu ber. Slík- ar ferðir eru í senn skemmtilegar og ógleymanlegar. Menn kynnast landi sínu ogjæra að meta betur sögu þess og eðli. í ágústlok fékk bréfritari að sitja með í_ einni slíkri ferð á vegum Jeppaklúbbs Útivistar, er haldið var inn á Síðumannaaf- rétt og var ekið að Laka og síðan vestur og austur með gígunum miklu, sem ollu einhveijum mestu harðindum og eymd, sem yfir þetta Iand hafa gengið, fyrir rúm- lega 200 árum. Fararstjóri var gjörkunn- ugur fjallamaður, Júlíus Oddsson bóndi í Mörk í Skaftárhreppi. Ferðin tók tvo daga og var hinn fyrri notaður til að skoða gíg- ana vestan við Laka, en hinn síðari gígana fyrir austan fjallið. Síðari daginn var svo komið aftur í byggð rétt austan við Foss á Síðu, við Orrustuhól, sem vegfarendur um þjóðveg nr. 1 þekkja svo gjörla. Það er upplifun að koma að Laka, þessu móbergsfjalli, sem aldrei gaus, heldur var í raun klofið í herðar niður í þessum miklu hamförum, sem ollu því að háaðall Frakk- lands sat og naut blóðrauðs sólarlags, á meðan hann svallaði suður í Versölum undir verndarvæng Loðvíks XVI, án þess að vita að orsakanna var að leita norður á því kalda og þá volaða landi, sem heitir ísland. Þar sat franska hirðin og safnaði glóðum elds að höfði sér með gjálífi á meðan fólk féll úr hor af völdum Skaftár- elda eða Síðuelda eins og eldklerkurinn Jón Steingrímsson kallaði þá. Jón er raun- ar sá, sem við eigum allt að þakka að svo mikið er vitað um þessar ægilegu hamfar- ir, þegar jörðin brann undir fótum Vestur- Skaftfellinga og Móðuharðindin fylgdu á eftir, harðindi, sem snertu líf hvers ein- asta mannsbarns á íslandi, sem þá var uppi. Allt þetta rifjast upp og stendur ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum íslendings, sem fer og skoðar þessar miklu eldsstöðvar og hugsar til þess volaða fólks, sem þá var uppi. Líf þess hlýtur að hafa verið eins og helvíti á jörðu, enda segir Jón Stein- grímsson í frásögnum sínum af jarðeldun- um: „Það verður um alla ævi allra stærsta forundran, að hér skyldi á Síðu nokkurt lifandi hold af komast.“ ÞEGAR HUGSAÐ er til þeirrar miklu óáranar, sem gekk yfír þjóðina 1783 og árin á eftir, verð- ur manni ósjálfrátt hugsað til þess krepputals, sem nú á dögum er haft uppi og bréfritari vill þó síður en svo gera lítið úr. En hvernig myndu stjórnmálamenn samtímans standa að málum, ef slíkar hamfarir náttúrunnar endurtækju sig? Svari hver fyrir sig, en hjómi _er það lík- ast, það krepputal, sem nútíma íslendingar útmála í samanburði við hamfarirnar, sem hófust með miklum dynkjum, jarðskjálft- um og öskufalli hinn 8. júní 1783. Það sem einu sinni hefur gerzt, getur gerzt aftur. Þetta eldgos í Lakagígum er sagt hið mesta hraunrennsli, sem runnið hefur á jörðunni á sögulegum tíma og hafði í för með sér veðrabreytingar um allan heim. Aska féll í Hollandi og Belgíu og jafnvel norður í Dumbshafi, þar sem fiskimenn voru að veiða í stífri norðanátt, féll aska og hnefastór vikursteinn á Seltjarnarnes. Þorvaldur heitinn Thoroddsen jarðfræðing- Það sem einu sinni hefur gerzt, getur aftur gerzt ur áætlaði að hraunin og askan, þ.e.a.s. gosefnin, sem upp hafí komið úr iðrum jarðar í þessu gríðarlega gosi hafi verið 16 rúmkílómetrar. Hafa sumir jarðfræð- ingar jafnvel talið að þar sé ekki ofáætlað. Gosið stóð óslitið fram í október, en síð- an slitrótt fram í febrúar 1784. Þar með var þó ekki öll sagan sögð, því að í kjölfar fylgdi hungur og volæði til lands og sjáv- ar, og hefur þetta tímabil verið kallað Móðuharðindin og eru þau talin standa til ársins 1786. Frá 1783 til 1786 riðu sem sé yfir í óslitinni röð allar þær ógnir, sem íslenzk náttúra á til, eldgos, hafís, jarð- skjálftar, aflaleysi og fjárfellir. í kjölfar fylgdi svo hungur, sjúkdómar og vesöld meðal fólksins. Góð lýsing hamfaranna SÁ MAÐUR ÍS- lenzkur, sem bezt hefur skrifað um Skaftárelda, er án efa Pálmi heitinn Hannesson, náttúrufræðingur og rektor Menntaskólans í Reykjavík í áratugi. Hann lýsir eldunum af mikilli innlifun og dregur lesandann með sér inn í frásögnina, svo að það er rétt eins og Iesandinn hafi kom- izt inn í andrúm þessara hörmungatíma. Hann byggir á frásögnum eldklerksins, sem í lifanda lífi varð að goðsögn fyrir handleiðslu við sóknarbörn sín fyrir rúmum 200 árum. Hann lýsir því, hvernig stórárn- ar þurru, svo að unnt var að ganga þurrum fótum, þar sem áður var hafsjór landa milli. En þurrir árfarvegirnir voru aðeins fyrirboði þess að niður gljúfur þeirra streymdi í kjölfarið önnur ægilegri elfur, hraunelfurin, sem tróðst fram úr glúfrum ánna með gneistaflóði, braki og brestum, eyddi landi og gróðursælum ökrum, eirði engu, sem fyrir varð, hvorki mönnum né skepnum, stórbúum né guðshúsum. Vorið 1784 segir í skýrslum að frá far- dögum árið áður hafi nautgripum í landinu fækkað um 11.000 eða um meira en 50%. 190.000 sauðfjár féllu í þessum harðindum eða rúmlega 80% af því sem fyrir var, 28.000 hross eða um 77% af hrossastofnin- um og loks hafði fólkinu fækkað um 4.000 manns. Á Norðurlandi einu fóru 315 býli í auðn. Er þá ekki tekið tillit til þess skatts sem móðuharðindin, þ.e. næstu tvö ár á eftir, tóku. Eflaust hefur það ekki verið minni tollur en vegna sjálfs jarðelds- ins. Skelfingin ólýsanleg NÚ A DÖGUM vita menn gjörla hvað gerist, þegar eldgos verður, svo mikið hefur þekk- ing manna á náttúrunni aukizt þá öld sem nú er að líða. En Pálmi bendir á, að tak- mörkuð þekking manna á fyrirbærinu hafí verið allt önnur í þá daga. Hann segir: „Nú verður þess að geta, að á 18. öld voru menn næsta fáfróðir um eðli jarðeldsins. Hugðu flestir hann vera annarrar og verri náttúru en venjulegan eld, þannig að hann lifði helzt á gijóti, en varla eða ekki í venjulegu eldsneyti. Kölluðu menn hann því alloft jarðbruna og töldu hraunin vera grjót úr yfirborði jarðar, sem þessi illi eld- ur hefði brennt og brætt, en ekki storkn- aða eldleðju úr iðrum jarðar eins og við gerum nú. Var því ekki nema eðlilegt að margir óttuðust, að þessi magnaði eldur myndi læsa sig i gegnum byggðafjöllin og bræða þau, unz þau steyptust yfir sveitina óforvarandi. Slíkt var voðaleg tilhugsun." Og sagt er frá því er séra Jón Stein- grímsson sóknarprestur á Prestsbakka, gerði ferð sína að Skál til þess að líta eft- ir kirkjunni þar og kanna hraunrennslið, mánudaginn 16. júní 1783. Tók hann þá venjulegt gijót og varpaði því í hálfstork- inn hraunstrauminn. Og viti menn, steinn- inn hvorki bráðnaði né brann. Notaði prest- ur síðan þetta tilefni til að hughreysta sóknarböm sín og sýna því að eldurinn mundi ekki megna að bræða byggðafjöllin. Fræg er orðin eldmessan, þegar hraunið var' rétt í þann mund að eyða kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri. Ljóslifandi frásögn Pálma Hannessonar af henni er hér látin fylgja með. Gefum Pálma orðið: „Og nú komum við aftur til kirkju á Klaustri. Það var 20.júlí 1783, 5. sunnudag eftir trinitat- is. - Útifyrir er ömurlegt að litast um. Jörðin svört og loftið þrungið af svælu, svo að tæplega sér heim að bænum eða hraunhólana handan við ána, og ekki bjart- ara en venjulega í ljósaskiptunum, þó að um hádegi sé og hásumar. Andrúmsloftið er eitrað og óþolandi, svo að við, sem erum óvön því, náum varla andanum og fáum sviða í háls og sárindi fyrir bijóstið. Það lyktar af úldnu þangi, af brennisteini og saltpétri. - Og meðan við erum að athuga þetta, ríður jarðskjálfti að, jörðin gengur í bylgjum, hnausarnir í kirkjuveggnum haggast og leiðin í garðinum lyftast upp. í klukkunum heyrist lágur skjálfandi hljómur. Rambaldirnar riða og kólfarnir slást, þó kemur enginn við klukkustreng- ina, - nema jarðskjálftinn og skruggurn- ar. - En einhvers staðar að, eins og neðan úr jörðunni, heyrist hvinur, dimmur og hvæsandi. Inni í kirkjunni, í útbrotum og á krók- bekk, eins og annars staðar er fullt af fólki, fátæku og mæddu, - fólki, sem er svart í framan, tekið af skorti, örvilnað af andvökum og kvíða, fólki, sem refsi- vöndur herrans hefur gert sterkt í trúnni og safnast nú saman úr hveiju hreysi til þess að kveðja kirkju sína, áður en eldur- inn gleypi hana. Og allt þetta fólk starir á einn stað, - á prófastinn á Prestsbakka, sem stendur í stólnum. Inn um gluggann bregður bjarma af eldinum og reiðarþrum- ur ríða um ijáfrin, svo að ymur í klukkun- um. En séra Jón Steingrímsson talar um órannsakanlega vegu drottins og enda- lausa náð. Og hann biður lengi og innilega um líkn fyrir fólk og fénað, fyrir óðal og ættland. Á engum manni sér ugg eða óþol- inmæði. Allir horfa á prófastinn. Og þegar Jesú nafn er nefnt, hneigjast höfuðin öll í einu, eins og alda fari um kirkjuna. Eftir messu var athugað, hvað hrauninu liði. Kom þá í ljós, að frá því fyrir embætt- ið hafði það ekki þokazt fram um hárs- breidd, og hefur ekki síðan komizt lengra. Og sem merki um að eldurinn væri að slokkna, brauzt vatnið úr Holtsá og Fjarð- ará fram yfír hraunið og í farveg Skaftár. Og mönnum fannst mikil huggun í því að sjá ána verða lifandi og eðlilega, að sjá, að hún var aftur komin heim. Fóru menn nú heimleiðis frá kirkjunni glaðir í huga og vongóðir. Mörgum fannst, að hér hefði kraftaverk gerzt, og þökkuðu það bænhita séra Jóns Steingrímssonar.“ OG ÞAÐ ER 24. ágúst, þegar ferða- langar á vegum Útivistar leggja upp í átt til upphafs þessara miklu náttúruhamfara. Ekið er upp frá Hunkubökkum á Síðu og fyrst eru Fjarðárgljúfrin skoðuð, hrikaleg og fögur í blíðviðrinu. Síðan er haldið áfram inn á hálendið og farið fram hjá eyðibýlinu Heið- arseli. Og áfram er haldið um Hurðarbök að Fagrafossi í Geirlandsá, sem eins og nafnið bendir til er fagur og myndarlegur foss í þessari bergvatnsá, sem fararstjóri okkar Júlíus í Mörk segir heldur vatnslitla miðað við hið venjulega. Ekið er milli Lauf- fells og Kaldbaks, fjalls, sem þrír bændur gengu á í júníbyijun 1783 til þess að at- huga hvað væri á seyði inn á afréttinum. Sáu þeir þá 27 bál teygja sig til himins á stað, sem þeim virtist vera við_ Úlfarsdal og voru tvö bál sýnu mest. Úlfarsdalur er sá staður, þar sem syðsti gígurinn er, en alls eru þeir eitthvað á annað hundrað. í Blágil komu ferðalangarnir um hádeg- isbil og þar var snæddur hádegisverður og gaf þá Júlíus í Mörk öllum að smakka á hráu taðreyktu hangikjöti, sem bragðað- ist listavel. I Blágili er gangnamannakofi, sem jafnvel var ætlunin að gista í, en gæsaskyttur komu í veg fyrir það, höfðu þar hreiðrað um sig. Var síðan ekið að Laka og gengið á gíg þann, er næstur er fjallinu, sem virðist ekki hafa átt neina sök á hamförunum, sakleysislegt móbergs- fjall, sem gaus sitt hvoru megin við. Frá Útivistar- ferðin Morgunblaðið/Björn Rúriksson Lakagígar Lakagígar, útsýni til vesturs. Tjarnargígurinn, eini gígurinn af þeim rúmlega 100 Lakagigum, sem fullur er af vatni. Laka var síðan ekið norðan gígaraðarinnar og í suðvestur, stöðvað við Tjarnargíg, eina Lakagíginn, sem fullur er vatni og þaðan gengið um farveg storknaðrar eld- elfarinnar, í gjá sem hún hefur runnið eftir. Þetta náttúruundur er skemmtilegt að skoða, er á stundum ekki ólíkt Dimmu- borgum eða jafnvel Hljóðaklettum, nema hvað allt er landslagið gróðurminna. Að kvöldi náttuðu menn sig síðan í gangna- mannakofa í Hrossatungum. Sunnudagnn 25. ágúst var síðan ekið frá Hrossatungum og aftur langleiðina að Laka. En áður en komið var að því stæði- lega fjalli var sveigt út af alfaraleið óbyggðanna og ekið upp milli Laka og fjallsins Blængs, kringum hann og skoðað- ir gígarnir norðaustur af Laka, sem gusu síðari hluta gossins. Leikmaður getur ímyndað sér hvað gerzt hefur. Líkt og í Kröflueldum hefur hraunkvikan gengið þarna á milli neðanjarðar og þegar spúð hafði verið eld og eimyiju vestan við Laka • hefur gosið tekið sig upp þarna austan megin fjallsins. Gefur þar að líta sérkenni- legar hraunsveppamyndir, sem sagðar eru einstakar í jarðsögunni og verða ekki séð- ar annars staðar. Hraunmyndanir þessar líkjast sveppum í laginu, en hafa þrýstst upp vegna neðanjarðarþrýstings og mynd- að þessar einstæðu hraunstólpa. Áf Baughálsi sunnan Blængs er fagurt útsýni yfir Laufbalavatn til Miklafells og Kaldbaks enn fjær. Síðan var ekið suður Eldhraun og lauk ferðinni við Orrustuhól rétt austan við býlið Foss á Síðu. Þessi síðari dagleið var sýnu verri yfírferðar en sú er farin var laugardaginn og er áreiðan- lega ekki árennilegt að fara hana nema í fylgd gjörkunnugra. Aðbúnaður á hálendinu EFTIR AÐ HAFA farið þessa ferð, er ástæða til að nefna aðbúnað á Síðu- mannaafrétti. Gangnamannakofar eru þar, sem hýst geta allmarga. Jeppaklúbbur Útivistar, sem fór í þessa för samanstóð af 13 tor- færubifreiðum og voru alls í ferðinni 35 manns. Útivist hafði pantað báða gangna- mannakofanna til gistingar og átti að skipta hópnum milli kofanna í Hrossatung- um og Blágili, en eins og áður sagði höfðu gæsaskyttur hreiðrað um sig í Blágili. Af þeim er mikið ónæði um nætur og því þurfti þessi hópur allur að gista í Hrossa- tungum. Var þá orðið svo þröngt um hóp- inn að hjón sváfu saman í koju, sem var ekki breiðari en 60 til 70 sentímetrar. Á hinn bóginn er það þáttur í því hvað fjalla- ferðir heilla, að þar er engin þægindi að hafa. Ljóst er, að þúsundir manna ferðast nú hvert sumar um þessar slóðir, þar er margt að sjá og fróðlegt. En eins og alltaf og borgarskáldið Tómas Guðmundsson sagði: „landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“, þá er og nauðsynlegt að tengja landið sögunni. Þar sat franska hirðin og safnaði glóðum elds að höfði sér með gjá- lífi á meðan fólk féll úr hor af völd- um Skaftárelda eða Síðuelda eins og eldklerkurinn Jón Steingríms- son kallaði þá. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.