Morgunblaðið - 15.09.1996, Side 52
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
MGRGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl I
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Yfirgnæfandi líkur taldar á samningum við Columbia um álversbyggingu
Framkvæmdir gætu
hafist í ársbyrjun ’97
YFIRGNÆFANDI líkur eru nú taldar á að samn-
ingar takist milli bandaríska fyrirtækisins Col-
umbia Ventures Corporation og íslenskra stjórn-
valda um byggingu 60 þúsund tonna álvers á
Grundartanga og standa vonir til að fram-
kvæmdir geti hafist þegar í janúar á næsta ári.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins liggja nú þegar fyrir drög að raforku-
samningi sem aðilar telja viðunandi. En legið
*hefur fyrir að heildarsamningarnir um álvers-
bygginguna muni fyrst og fremst ráðast af orku-
samningnum og því er talið ólíklegt að samning-
ar um aðra þætti komi í veg fyrir framkvæmdina.
Stjórn Landsvirkjunar hefur í vikunni fjallað
um niðurstöður fundar sem forstjóri og aðstoðar-
forstjóri Landsvirkjunar áttu í síðustu viku með
stjórnendum Columbia. Þá hefur ríkisstjórninni
verið gerð grein fyrir stöðu málsins og er búið
að setja upp áætlun um næstu skref á samninga-
ferlinum.
10 -11 milljarða fjárfesting
Heildarfjárfesting vegna álvers Columbia
Ventures á Grundartanga, ef af verður, er áætl-
uð um 10-11,5 milljarðar króna og yrði starfs-
mannafjöldi þess um 100.
Um er að ræða 60 þúsund tonna álver sem
samsvarar stækkun álversins í Straumsvík. Al-
verið var keypt í Þýskalandi en hefur verið tek-
ið niður og bíður þess að verða reist á nýjum
stað. Miðað er við að það geti hafið framleiðslu
árið 1998 og er orkuþörfin áætluð 900 gígavatt-
stundir á ári.
Til þess að tryggja orku fyrir álverið, og fyrir-
hugaða stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, þarf Landsvirkjun að ráðast í
töluverðar framkvæmdir og að auki er gert ráð
fyrir að semja við Reykjavíkurborg um raforku
frá Nesjavöllum.
í áætlunum Landsvirkjunar er gert ráð fyrir
að ef af þeim samningum verði geti Nesjavellir
I hafíð raforkuframleiðslu haustið 1988 og
Nesjavellir II í ársbyrjun 1999. Einnig er miðað
við að Kröfluvirkjun verði stækkuð og Sultar-
tangavirkjun komist í gagnið síðla árs 1999.
Heilabilun
Faraldur
næstu aldar
MEÐ VAXANDI lífslíkum og þar
með auknum fjölda aldraðra fer
heilabiluðum eða minnissjúkum
jafnt og þétt fjölgandi. Pálmi V.
Jónsson forstöðulæknir öldr-
unarþjónustu Sjúkrahúss
Reykjavíkur heldur því fram að
heilabilun verði faraldur 21. ald-
arinnar.
Engin heildarúttekt hefur far-
ið fram á íslandi á tíðni heilabil-
unar en sé miðað við nágranna-
löndin má gera ráð fyrir að á
íslandi sé fjöldinn 1.500-3.000
manns.
Ef skoðuð er mannfjöldaspá
fram til ársins 2030 og miðað
við sömu tíðni heilabilunar er
áætlað að um aldamótin verði
fjöldi minnissjúklinga orðinn
1.600-3.200 og árið 2030 verði
þeir í kringum 3-6 þúsund.
■ Faraldur/10-ll
Stóraukinn
útflutningur
Borgarplasts
Ný vél
þrefald-
ar fram-
leiðsluna
BORGARPLAST á Seltjarnamesi
hefur á fyrstu 8 mánuðum þessa
árs flutt út 170% meira af vörum
en það gerði á sama tíma á síð-
asta ári. Aðallega eru flutt út fiski-
^ker, hefðbundin og endurvinnan-
leg, og nemur sá útflutningur 36%
af heildarframleiðslu fyrirtækis-
ins.
Einnig er fyrirtækið að taka í
notkun eina stærstu og öflugustu
hverfisteypuvél í Evrópu. Búnað-
urinn þrefaldar núverandi fram-
leiðslugetu fyrirtækisins.
Borgarplast hefur einnig sterka
stöðu á innanlandsmarkaði því
árið 1991 var markaðshlutdeildin
22% en er nú um 60%. Að sögn
Guðna Þórðarsonar framkvæmda-
stjóra Borgarplasts hefur þessi
árangur náðst fyrst og fremst með
stöðugri vöruþróun og með því að
tekið var upp gæðakerfi. Velta
fyrirtækisins hefur aukist um 30%
frá því á sama tíma í fyrra. Fyrir-
tækið er 25 ára um þessar mundir.
■ í mikilli sókn/22.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Metaðsókn að sjáv-
arútvegssýningu
MIKLAR skemmur hafa verið
reistar fyrir austan Laugardals-
höll vegna sjávarútvegssýningar-
innar sem hefst þar á miðvikudag-
inn. Allt stefnir í metaðsókn að
sýningunni og búist er við 2.500
erlendum gestum.
Um 700 innlend og erlend fyrir-
tæki taka þátt < sýningunni. Öll
hótel og gistiheimili á höfuð-
borgarsvæðinu eru fullbókuð sýn-
ingardagana. Magnús Oddsson
ferðamálastjóri áætlar að gjald-
eyristekjur af útlendingum sem
koma á sýninguna verði á bilinu
3-400 milljónir.
■ Útlit fyrir/Cl
Morgunblaðið/Golli
Blíðuveður
á Húsavík
EINMUNA veðurblíða hefur verið
á Norður- og Austurlandi að und-
anförnu eða Majorkaveður eins
og heimamenn kalla það. Gróður
er venju fremur blómlegur og
berjaspretta góð. Hefur fólk not-
fært sér það óspart. Þá gerist
veður og ekki betra til leita. Húsa-
vík er að flestra mati með falleg-
ustu bæjum á Islandi. Höfnin er
spegilslétt og kvöldbirtan gefur
bænum magnaðan svip.