Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ íslenskt jurtate úr laufi, lyngi og öðrum jurtum, sem notaðar hafa verið til grasalækninga í aldanna rás, er nú framleitt á Sandi II í Aðaldal. Teið er að mestu blandað eftir upp- skriftum séra Björns frá Sauðlauksdal, sem meðal annars segir það lækna kvef og drepa hósta og vera ofáts- og ofdrykkju- bót. Teitur Þorkelsson heimsótti Hólmfríði Bjartmarsdóttur og Sigurð * Olafsson tebændur á Sandi II í Aðaldal og fræddist af þeim um íslenskar lækn- inga- og tejurtir, tínslu þeirra, þurrkun og pökkun. Morfrunblaðið/Kristján Kristjánsson SIGURÐUR Ólafsson og Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi II í Aðaldal nota meðal annars birkilauf í teblöndur sínar. INDLAND, Kína og önnur fjarlæg lönd koma gjarnan fyrst upp í hugann þegar minnst er á te. Fæstir vita þó að á íslandi er framleitt te og að ekki þurfi að leita lengra en í Suður-Þingeyjarsýslu til að hitta fyrir tebændur. Hið íslenska tefé- lag, HÍT, hefur verið starfrækt af ábúendum á Sandi II síðan 1991 og er það líklega eini framleiðand- inn að íslensku tei í heiminum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sig- urður Ólafsson og sonur þeirra Hróbjartur koma öll að fyrirtæk- inu, en Hólmfríður sinnir því lang- mest, eða „leggst í tínslu á sumr- in“, enda Sigurður í annarri vinnu. Allar þær jurtir, lyng og lauf sem þarf í teblöndur félagsins, að fjallagrasinu undanskildu, eru týndar í Aðaldalshrauni. Hugmyndin að teframleiðslunni kom upphaflega frá Byggðastofn- un, sem á sínum tíma auglýsti að þar á bæ lægju fyrir ýmsar hug- myndir að nýsköpun í landbúnaði. Til að byija með var hugmyndin stór í sniðum. Hún fól í sér kaup á sérstakri vél sem gæti hakkað og blandað framleiðsluna og pakk- að henni í tepoka og til að standa undir íjárfestingunni var gert ráð fyrir útflutningi í stórum stíl. Bróð- ir Hólmfríðar, Sigfús Bjartmarsson og frændi þeirra Hólmgrímur Heið- reksson, þróuðu blöndumar og komu framleiðslunni af stað. Heilt sumar dvöldu þeir á Sandi II og lásu bæði gamlar og nýjar bækur um grasalækningar. Þeir tíndu jurtir og smökkuðu mismunandi blöndur þeirra þangað til þeir töldu sig hafa sameinað áhrifamátt jurt- anna og bragðgæði í nokkrar ólíkar teblöndur. Þeir sneru sér síðan að öðru en teblöndumar sem fram- leiddar eru af tefélaginu í dag em enn óbreyttar. Fljótlega var þó tek- in sú ákvörðun að sígandi lukka væri best, enda kostnaðarsamt að markaðssetja nýja vöru á erlendum mörkuðum. í dag er teframleiðslan því aukabúgrein sem gæti þó vaxið upp í að verða að fjölskyldufyrir- tæki. Að framleiða te Þær jurtir sem þarf í teblönd- urnar vaxa flestar í ríkum mæli á BJÖRN Halldórsson frá Sauð- lauksdal (1724-1794) pantaði fyrstur manna útsæðiskartöfl- ur hingað til lands og var upp- hafsmaður nútíma landbúnað- arráðgjafar á íslandi. Hann var einnig höfundur islensk-lat- neskrar orðabókar og tók sam- an fróðleik um íslenskar jurtir sem bjuggu yfir lækninga- mætti eða öðrum nytsömum eiginleikum. Bókin „Grasnyljar, eða gagn það sem hver búandi maður getur haft af þeim ósánum villi- jurtum sem vaxa í landareign hans,“ eftir Björn Halldórsson var skrifuð „handa fáfróðum búendum og griðmönnum á Is- landi“. Eins og titill hennar ber með sér er aðallega talað um hvernig nota megi íslenskar jurtir til fæðu, lækninga og lit- unar, en einnig annarra nota, svo sem til að fæla burt mein- dýr. Tilgangur Björns með Grasnytjurn var í fyrsta lagi að fræða sjómenn á Vestfjörðum, og aðra, sem hvorki höfðu að- stöðu né tóm til matjurtaræktar, um villtar jurtir sem þeir gætu nýtt sér til fjölbreyttara matar- æðis. I öðru lagi vildi hann upp- lýsa almenning um lækninga- mátt íslenskra villijurta, því þótt nokkuð væri til af bókum um Að lifa sæ.ll við grösin græn þau efni voru þær að mestu samdar upp úr þýskum og lat- neskum bókum og margar af nefndum tegundum þar uxu ekki hérlendis. Grasnytjar voru skrifaðar 1781 og var bókin prentuð í Kaupmannahöfn, á kostnað kon- ungs tveimur árum síðar, sem síðan lét dreifa henni ókeypis til sýslumanna og annarra emb- ættismanna á Islandi. Frá þeim átti viska bókarinnar svo að streyma til almúgans. í formála bókarinnar skrifar Björn: „Eg óska heilshugar að lesarinn Iifi sæll, við grösin græn. Og geti þetta mitt ómak orðið honum að gagni, eins og grasnytjar hafa mér orðið, þá gleður það mig alla ævi, þangað til við leggjumst að sofa sætt og vært undir grænni torfu.“ Grasnytjar Björns eru fyrsta íslenska bókin sem var frum- samin um íslenskar jurtir. í henni eru alþýðleg íslensk nöfn heimfærð upp á ýmsar jurtir og í dag má með fullri vissu þekkja um 100 íslenskar jurtir í bókinni. „ Ypparlegt við uppþembingi“ I Grasnytjum má finna lækn- ingar við ýmsum kvillum. Hér verða ekki taldar upp allar meinsemdir sem hrjáðu átjándu aldar menn heldur látið nægja að skoða hvernig Björn lýsir eiginleikum jurtanna sem eru notaðar í teblöndur Hins ís- lenska tefélags. Þar segir Björn til dæmis um blóðberg: „Seyði af þessari jurt sem te brúkað, er gott við hósta, læknar ölsýki þeirra manna, að morgni drukk- ið, sem ofbrúkað höfðu vín að kvöldi." Og einnig: „Læknar sinadrátt, kvef, og uppþembing og harðlífi þeirra manna, sem etið hafa mikið af hörðum mat. Blóðberg, marið og lagt við gagnaugu, eyðir höfuðverk og bætir svefnleysi." Birkilaufið fær svo öllu venjulegri dóm: „Birkilauf, snemma tekið á vori og vel þurrkað við vind, má brúka í staðinn fyrir te og hefur viðlíka verkan." Þegar kemur að fjallagrösum vefst Birni hins vegar ekki tunga um tönn, enda voru þau reglulegur hluti fæðu landsmanna á átjándu öld: „Fæði af þessum grösum hefur haldið við heilsu, hreysti og hamsi manna lengur og betur en flestur annar matur. Að drekka seyði af þessum grösum eins og te er ypparlegt við upp- þembingi og ormum í maga eða þörmum manns." Kvöldte og reyktóbak Um vallhumal segir Björn að hann sé: „Ein besta læknisjurt til að græða sár og að stilla allt blóðlát innvortis og útvortis, einkum seyðið af henni. Hún hreinsar allt blóð brúkuð sem te, læknar innantökur, uppsölu og hlandstemmu.“ I dag er vall- humall kannski betur þekktur fyrir róandi áhrif sín en sem lækning við „hlandstemmu" og er vallhumalsblandan frá Hinu íslenska tefélagi notuð sem kvöldte fyrir vikið. Hland- stemma er þvagtregða á nútíma- máli og samkvæmt bókinni ís- lenskar lækningajurtir eru vall- humall og sortulyng einmitt bólgueyðandi í þvagrás. Að auki slær sortulyngið á blöðrubólgu kvenna. Björn segir um beitilyng: „Vatn af blómstrum þessa lyngs læknar augnaverk og rauð augu, á þau riðið. Til sín tekið læknar það iðrakveisu." og hvönnin á „meðal annars að flýta fæðingu og eftirburði og lækna hjart- slátt. Rótin styrkir maga, eyðir vindi og drepur hósta þegar hún er tuggin." Og að lokum um eini- ber að ef þau séu „búin til og drukkin sem kaffi, hreinsi þau brjóstið, bæti hósta, styrki mag- ann og bijóti stein.“ En það eru ekki bara lækning- ar við kvillum sem er að finna í Grasnytjum. Til dæmis segir um jarðepli, betur þekkt sem kartöflur, að: „allslags jarðepla- blöð megi brúkast sem reyktób- ak.“ Skyldu þeir hafa athugað þetta í Þykkvabænum? Heimildir: Rit Björns Halldórssonar frá Saudlauksdal. Búnaðarfélag íslands, Reylgavík 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.