Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 10
. 10 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Hvað er heilabilun eða minnissjúkdómar? Heilabilun er hugtak notað um það ástand þegar truflun verður á heilastarfsemi vegna ýmissa sjúkdóma í miðtaugakerfí. Hér á landi er reiknað með 100-200 nýjum tilfell- um ár hvert og er álag- ið á aðstandendur heilabilaðra gífurlegt, að sögn þeirra sem til þekkja. Þó að úrræð- um hafi fjölgað á und- anfömum árum vantar tilfínnanlega fleiri sambýli og lokaðar deildir, að því er Hild- ur Friðriksdóttir komst að. Auk þess er mjög brýnt að bæta úr ýmiss konar afleys- ingarþjónustu til að létta undir með að- standendum. ENGIN heildarúttekt hefur farið fram á íslandi um tíðni heila- bilunar eða þess sem öðrum orðum nefnist minnissjúk- dómar. Sé miðað við nágrannalöndin má gera ráð fyrir að á íslandi sé fjöldi þeirra sem býr við minnissjúk- dóma af einhveiju tagi nú um 1.500- 3.000 manns, eða 5-10% allra 65 ára og eldri. Minnissjúkdómar eru ald- urstengdir og vex tíðni þeirra eftir því sem aldurinn færist yfir. Stig minnisleysis er þó ótengt aldri. Talið er að um 20% fólks um áttrætt sé með minnissjúkdóma og 40% allra níræðra og eldri. Giskað er á að 100-200 heilabilaðir bætist við á ári hér á landi og er þá miðað við ástand- ið í nágrannalöndum okkar. Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir öldrunarþjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur heldur því fram að heila- bilun verði faraldur 21. aldarinnar. Ef mannfjöldaspá er skoðuð fram til ársins 2030 og miðað við sömu tíðni heilabilunar er áætlað að um alda- mótin verði fjöldi minnissjúklinga orðinn 1.600-3.200 og árið 2030 verði þeir í kringum 3-6 þúsund. Þegar aldurshópurinn sem nú er milli fertugs og fimmtugs er kominn um áttrætt getur því orðið erfitt um vistunarpláss nema mikið verði að gert. Lægri tölurnar miðast við fólk sem þarf verulega aðstoð, hærri talan inniheldur alla sem eru með einkenni um minnistap án þess að raunveru- lega þurfi að vera um heilabilun að ræða. „Það hefur sýnt sig að þó svo fólk sé orðið svolítið gleymið á efri árum þarf það ekki endilega að versna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að þó að um væg einkenni minnis- HEILABILUN er hugtak notað ' um ástand einstaklings þar sem truflun er á heilastarfsemi vegna ýmissa sjúkdóma i miðtaugakerfi. Oftast er um að ræða sjúklinga eldri en 65 ára. Mörgum finnst orðið heilabilun gefa neikvæða skirskotun og því hefur orðið minnissjúkdómar æ oftar skotið upp kollinum. Talið er að allt að 60 mismunandi sjúkdómar geti valdið skertu minni hjá fullorðn- um, þar af eru margir mjög sjald- gæfir en aðrir því algengari. Má þar helst nefna Alzheimer-sjúk- dóminn, sem talinn er orsaka um 50-60% af öllum heilabilunum. Um 207o eru rakin til sjúkdóma í blóð- rás heilans en 20-30% eru rakin til t.d. brenglunar á rennsli mænu- vökva, heilaæxlis, efnaskiptatrufl- ana og annarra tegunda heila- rýrnunar en Alzheimers. Einkenni heilabilunar eru fyrst og fremst minnistap, einkum á nýafstöðnum atburði, erfiðleikar við að átta sig á umhverfi sínu, rökrétt hugsun hverfur, þannig að viðkomandi gleymir notagildi hlutar, t.d. borðáhalda og hættir að geta klætt sig á viðeigandi hátt. Hann finnur ekki rétt nöfn yfir hluti og gleymir nöfnum að- standenda sinna og þekkir jafnvel ekki börn sín eða maka. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika og tilfinningalífi. A byijunarstigi sjúkdómsins gerir einstaklingurinn sér oft grein fyrir einkennum og fyllist því kvíða, þunglyndi eða reiði. Einnig geta bæst við ranghug- myndir, svefnleysi, ofskynjanir og ofsóknarhugmyndir, en oft er hægt að draga úr þessum einkenn- um með lyfjagjöf. Menn vita ekki hver er orsök Alzheimer-sjúkdóms og í raun er ekki hægt að fullyrða að neinn sé haldinn þeim sjúkdómi fyrr en að lokinni krufningu. Líklegt er talið að það sem greint er sem Alzheim- er-sjúkdómur sé í raun afleiðing fleiri en eins sjúkdóms. Á síðustu árum hafa rannsóknir í erfðafræði gefið vísbendingar um að rekja megi sjúkdóminn, eða einhvern hluta hans, til litningagalla. Alzheimer-sjúkdómur er enn sem komið er ólæknanlegur og fer ástand sjúklings alltaf versnandi. Meðganga hans getur verið allt að 20 ár en erlendar rannsóknir gefa vísbendingar um að sjúkling- ar lifi að meðaltali í 6-8 ár. Hins vegar deyr fólk ekki úr heilabilun heldur vegna fylgikvilla. Þess má geta að greiningarað- ferðir verða stöðugt betri, með- ferðarúrræðum fer fjölgandi og fyrstu lyf eru komin á markað sem geta haft áhrif á minnisleysi. í stórum dráttum er hægt að segja að hjá 10-30% Alzheimer-sjúkl- inga seinki inntaka lyfjanna sjúk- dómnum um hálft ár en aukaverk- anir hafa verið þó nokkrar. Menn binda þó vonir við að innan kannski ekki svo langs tíma verði unnt að veita raunverulega hjálp við Alzheimer-sjúkdómi og skyld- um sjúkdómum með nýjum lyfjum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á lífslíkum Alz- heimer- eða minnissjúklinga en hægt er að viðhalda andlegri og líkamlegri getu þeirra lengur en ella með heimilislegu umhverfi og marvissri meðferð. Einstaklingur með heilabilun á byrjunarstigi getur búið heima fyrst um sinn með aðstoð aðstandenda og utan- aðkomandi hjálp, t.d. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar því verð- ur ekki lengur við komið tekur við dagvist. Þegar sjúkdómurinn ágerist og hætta er á að viðkom- andi fari sér að voða verður hann að flytja í verndað umhverfi, sem getur verið stoðbýli, sambýli eða lokuð hjúkrunardeild. Minnis- sjúklingum hentar ekki að búa í stórum einingum heldur eiga litlar einingar betur við. Sambýli og stoðbýli hafa reynst vel en þau eru millistig milli heimilis og stofnunar og fjöldi sjúklinga er yfirleitt 7-8. taps sé að ræða við fyrstu mælingu hafa nokkrir einstaklingar lagast nokkrum árum síðar,“ sagði Jón Snædal öldrunarlæknir. 200 manns á biðlista Þór Halldórsson yfirlæknir öldr- unardeildar Landspítalans og for- maður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins segir að núverandi aðstæður fyrir heilabilaða séu ekki nógu góð- ar, því samkvæmt vistunarmati séu um 200 sjúklingar á biðlista í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili. Af þeim má reikna með að a.m.k. helmingur sé með minnissjúkdóma. Þó að menn hafi lauslegar hug- myndir um hversu víðfeðmur vandi heilabilaðra er á höfuðborgarsvæðinu eru hugmyndir manna um ástandið á landinu öllu enn óljósar. Úti á landi eru nánast hvergi sérstakar deildir fyrir minnissjúka og dveljast þeir því á hjúkrunar- og elliheimilum innan um aðra aldraða. Höfuðborgarsvæðið er ekki undanskilið að þessu leyti þvi þar dvelst fjöldi heilabilaðra einn- ig á almennum deildum. „Ég hef heyrt frá ýmsum hjúkrunarforstjór- um úti á landi sem eru í vandræðum vegna þess að fólk er að týnast. Sjúkl- ingar með heilabilun þurfa að vera á læstri deild „þegar komið er strok í þá“ eins og við segjum," sagði María Jónsdóttir formaður Félags áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimer- sjúklinga (FAAS). Hún leggur þó áherslu á að það sé minnissjúklingum mikils virði að fá að vera í sinni heima- byggð eða þar sem fólkið þeirra er. Þess má vænta að á næsta ári eða þarnæsta verði gerðar úrbætur á upplýsingasöfnun og úrvinnslu, því heilbrigðisráðuneytið hefur beitt sér fyrir rannsóknum í öldrunarfræðum á undanförnum árum, þar sem vist- unarmat hefur meðal annars verið kannað svo og heilsufar og hjúkrun- arþörf íbúa á öldrunarstofnunum. Hafa þessar upplýsingar verið skráð- ar um nokkurt skeið á höfuðborgar- svæðinu en samkvæmt nýiegri reglu- gerð ber stofnunum um allt land að gera slíkt mat. Hlýtur sú skráning að auðvelda yfirsýn og þar með hvaða aðgerða er þörf, ef áhugi er á annað borð fyrir hendi. Áhersla öldrunarþjónustu mun beinast að heilabiluðum Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir yfir- maður öldrunarþjónustu Félagsmála- stofnunar segir greinilegt að fjöldi þeirra sem greinjst með heilabilun fari vaxandi. Hún segir hins vegar að viðmiðunartölur séu mjög á reiki, bæði hér á landi og erlendis. „Ástr- alskur faraldsfræðingur bjó til reikni- líkan og notaðist við 22 rannsóknir víðs vegar úr heiminum. Niðurstaða hans var sú að með hveijum 5 árum eftir að 65 ára aldri er náð tvöfald- ast tíðni þeirra sem greinast með einhverja heilabilun.“ Hún segir blasa við að Félags- máiastofnun verði að nota töluvert fleiri starfsmenn og úrræði til þjón- ustu fyrir heilabilaða á næstunni en gert hefur verið. Á undanfömum sex árum hefur markvisst verið unnið að fræðslu hjá starfsfólki í heimilis- hjálp, en samt segir Sigurbjörg að enn frekari þekkingu þurfi að byggja upp, til dæmis hagnýta fræðslu um hvernig vinna á með minnislausa og hvemig hægt er að aðstoða aðstand- endur þeirra. Dagvistir eru tvær Sigurbjörg segir að af ásettu ráði sé biðlisti inn á dagvistir heilabilaðra ekki hafður of langur vegna þess að framvinda og horfur séu breytilegar. Til skamms tíma var þó tveggja ára biðlisti ekki óalgengur eftir dagvist á Hlíðabæ við Flókagötu en eftir opnun Vitatorgs við Lindargötu fyrr á þessu ári eru nú sex manns á bið- lista. Með opnun Vitatorgs bættust 18 dagvistarpláss við þau 18 sem fyrir voru í Hlíðabæ. Báðar dag- vistirnar eru reknar á daggjöldum frá ríki og skilgreindar sem heilbrigð- isstofnanir. Sigrún Óskarsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur og forstöðumað- ur Hlíðabæjar segir að ekki sé ná- kvæmlega vitað um brýna þörf fyrir dagvist. Þó að sex manns sé ekki há tala á biðlista sé ástandið mjög erfitt hjá þessum sex fjölskyldum. „Það er alla vega Ijóst, að þeir ein- staklingar sem komið hafa inn í minni tíð, undanfarin tvö ár, hafa verið í brýnni þörf og fjölskyldur þeirra líka, því þetta er fjölskyldu- sjúkdómur," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.