Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/9-14/9. ► EIGENDUR saltfisk- verksmiðjunnar La Bac- aladera á Spáni hafa gert samning við norska fyrir- tækið Troms Fisk um sölu á öllum hlutabréfum i verk- smiðjunni. Áður hafði verið gengið frá bindandi sö- lusamningi við SÍF. SÍF hefur hafið málaferli til að fá sölu verksmiðjunnar til norska fyrirtækisins hnekkt. ► BRESKI vátryggjandinn Ibex Motor Syndicate at Lloyd’s hefur hiotið ieyfi til að selja bifreiðatrygg- ingar hér á landi. Alþjóðleg miðlun hf. annast sölu trygginga til félagsmanna Félags íslenskra bifreiða- eigenda og er ráðgert að sala hefjist innan fárra vikna. Iðgjöld lækka um u.þ.b. 25%. ►METHAGNAÐUR varð af rekstri íslenskra sjáv- arafurða og dótturfyrir- tækja fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins eða 201 milljón króna eftir skatta. Hagnaðurinn er tvöfalt meiri en hagnaðurinn allt árið í fyrra. ► SPRENGJUSÉRFRÆÐ- INGAR Landhelgisgæsl- unnar sökktu dauðum hval með því að sprengja hann í loft upp fyrir utan Keilis- nes i vikunni. Þótt aðferðin hafi reynst snyrtileg og fyótleg hefur ekki verið ákveðið hvort henni verði beitt aftur. ►HORFUR eru á að erfið- ara verði að manna lausar stöður lækna á landsbyggð- inni en undanfarin ár. Áhyggjur beinast einkum að 6 til 7 byggðarlögum. Heilsugæslulæknar komnir til starfa HEILSUGÆSLULÆKNAR sneru aft- ur til starfa eftir að náðst hafði sam- komulag við ríkið um launakjör. Kjara- samningur ríkis og heilsugæslulækna kveður á um svipaða launahækkun og ríkið hefur samið um við aðra hópa. Fjármálaráðherra og heilbrigðisráð- herra gáfu út yfirlýsingu um að kjara- nefnd myndi taka við launamálum heil- sugæslulækna eftir áramót. Strútarækt í athugun ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR Suð- uriands hefur til athugunar að hafm verði strútarækt hér á landi. Undirbúningsfé- lag verður væntanlega stofnað á næst- unni. Strútar vega 125 til 190 kg og eru 1,80 til 2,40 m á hæð. Alls verpa fuglam- ir um 50 eggjum frá febrúar til nóvem- ber. Um 90% allra eggja klekjast út og eru lífslíkur unganna góðar. Blásið er úr þeim eggjum sem ekki ná að klekjast út og eru þau seld sem skrautmunir. Fjaðrimar em notaðar í tískuvömr. Hver fugl gefur því til viðbótar af sér 50 til 70 kg af rauðu kjöti með lágt fituinni- hald og 13 til 15 ferfet af mjúku skinni. 12,5% tap í frystingu ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að botn- fískvinnslan sé rekin með um 8,5% tapi. Verst er staðan í frystingu. Þar er tap um 12,5% af tekjum. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, telur að tvær orsakir liggi að baki þessarar slæmu stöðu. Annars vegar innlendar kostnaðarhækkanir og hins vegar lækkandi afurðaverð. Töluverður viðskiptahalli UPPLÝSINGAR um inn- og útflutning það sem af er þessu ári benda til þess að viðskiptahalli á þessu og næsta ári verði töluverður og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Stór hluti af viðskiptahallanum stafar af framkvæmdum við stækkun álvers í Straumsvík en einnig hefur al- mennur innflutningur og innflutningur á fjárfestingarvömm aukist umtalsvert. Irakar segjast hættir ögrunum ÍRASKA byltingarráðið lýsti því yfir á föstudagskvöld, að árásum á flugvélar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra yrði hætt þá á miðnætti. Bragð- ust Bandaríkjamenn við með því að segja yfirlýsinguna uppörvandi en kváðust mundu dæma Saddam Hus- sein, forseta íraks, eftir verkum hans en ekki orðum. Heldur hernaðarupp- bygging Bandaríkjamanna í Miðaust- urlöndum áfram og komu átta Stealth- flugvélar, sem ekki sjást á ratsjám, til Kúveit á föstudag og ákveðið var að senda þangað 5000 manna herlið. Þá er flugmóðurskipið Enterprise væntan- legt inn í Persaflóa í dag þar sem flug- móðurskipið Carl Vinson er fyrir. Hátt- settur embættismaður I Kúveit sagði í fyrrakvöld, að yfirlýsing íraka um að hætta árásum á flugvéiar bandamanna væri ekki nóg. Yrðu þeir einnig að við- urkenna flugbannssvæði Sameinuðu þjóðanna yfir landinu. Kosið um fram- tíð Bosníu KOSNINGAR fóru fram í Bosníu í gær og geta þær skorið úr um hvort þjóðarbrotin í landinu muni búa þar saman eða ríkið liðast í sundur. Tæp- lega þijár milljónir manna voru á kjörskrá og þar af 1,7 milljónir, sem hafa ýmist flosnað upp frá heimilum sínum innanlands eða eru flóttamenn í 55 ríkjum. Richard Holbrooke, höf- undur Dayton-samkomulagsins, sagði í Sarajevo I fyrradag, að rétt hefði verið að halda kosningamar nú þótt vitað væri, að framkvæmdinni yrði í mörgu áfátt. Aðrir óttast, að kosningarnar muni verða til að kynda enn á ný undir hatrinu á milli þjóð- arbrotanna enda muni meginflokkar þeirra skipta fylginu á milli sín eftir hreinum þjóðernislínum. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur þegið boð Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, um aðstoð tveggja þýskra hjartasér- fræðinga en rússneskir læknar munu ákveða 27.-29. þ.m. hvenær gerð verður aðgerð á Jeltsín vegna kransæðastíflu. Búist er við, að forsetinn feli öðrum völd sin að hluta meðan hann verður frá og líklegast, að Víktor Tsjemomyrdín forsætis- ráðherra verði fyrir valinu. ►UMBERTO Bossi, leið- togi Norðursambandsins á Ítalíu, hóf í fyrradag þriggja daga göngu með- fram Pófljóti ásamt stuðn- ingsmönnum sínum og á henni að ljúka við Adría- haf. Ætlar hann síðan að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á Norður-Ítalíu, sem hann kallar Padaníu. Sam- kvæmt skoðanakönnunum em 86% ítala andvíg skipt- ingu ríkisins og þátttakan í göngunni á föstudag benti ekki til mikils stuðning við hana ►NOKKUÐ heitt hefur verið kolunum i deilu Kína, Tævans og Japans um Diaoyu-eyjar en Japanir neyddu Kínveija til að láta þær af hendi árið 1895. Gera öll ríkin tiikall til þeirra og meðal annars hafa nokkrar þúsundir Hong Kong-búa skorað á Kínverja að senda þangað herskip eins og Japanir hafa gert. FRETTIR Siðanefnd veitir ekki ámiimingu vegna ágreinings tveggja presta Oljósar reglur um starfs- vettvang og sóknarmörk SIÐANEFND Prestafélags íslands veitir ekki formlega áminningu vegna ágreinings sr. Torfa Hjalta- líns Stefánssonar og sr. Jóns Helga Þórarinssonar enda megi að hluta rekja ágreininginn til óljósra reglna um starfsvettvang og sóknarmörk presta. I svari við fyrirspurn sr. Torfa kemur fram að siðanefnd sjái varla aðra leið til lausnar á vandan- um en að breyta fyrirkomulagi aukaverkagreiðslna. Siðanefnd barst athugasemd frá sr. Torfa, sóknarpresti í Möðru- vallaprestakalli, í framhaldi af því að sr. Jón Helgi gifti tvö sóknar- börn í Möðruvallasókn fyrir utan Möðruvallakirkju í sumar. Sr. Jón Helgi kærði hins vegar framkomu sr. Torfa og ummæli hans um sig á opinberum vettvangi. Siðanefnd telur að sr. Jóni Helga hafi skilyrðislaust borið að hafa samband við sr. Torfa og veita hon- um upplýsingar um fyrirhugað brúðkaup, t.d. að það gæti orðið utan dyra. Þó svo sr. Jón Helgi hafi talið fullvíst að hann fengi neitun hafi hann átt að láta reyna á erindið. Með neitun hefði sr. Jón Helgi getað snúið sér til prófasts eða biskups. Siðanefnd telur ekki fullreynt að sr. Torfi hefði neitað um aðgang að kirkjunni hefði hann vitað að brúðkaupið færi fram með þeim hætti sem varð. Hins vegar er álit nefndarinnar að sr. Torfa sé ekki stætt á að neita alfarið um kirkjuna. „Nefndin telur þau svör hans að hann sé á móti en hvorki neiti né játi, jafn- gildi neitun. Ekki dugi fyrir sóknar- prest að hafa með þeim hætti káp- una á báðum öxlum,“ segir í álits- gerð siðanefndar og tekið er fram að eðlilegra hefði verið að sr. Torfi hefði fylgt máli sínu eftir á réttum vettvangi á vegum Prestafélags og kirkjustjórnar en að láta ekki sverfa til stáls í tiltekinni athöfn. Verulegur vandi á höndum í svari við fyrirspurn sr. Torfa um starfsvettvang sóknarpresta kemur fram að siðanefnd lítur svo á að meginreglan skuli vera sú að sóknarprestur annist prestþjónustu fyrir sóknarbörn sín. Sé brugðið út af meginreglunni telur siðanefnd eðlilegt að haft sé samráð um þjón- ustu við sóknarprest. Á hinn bóginn tekur siðanefnd fram að með vax- andi frelsi í þjóðfélaginu sé svo komið að enginn sóknarmörk séu virt í höfuðborginni og prestar starfi sjálfstætt á fijálsum markaði. Ný- lega hafi farið að bera á svipaðri þróun utan höfuðborgarsvæðisins. Siðanefnd telur að verulegur vandi sé á höndum og varla sé um annan kost að ræða en að breyta fyrirkomulagi aukaverkagreiðslna. Herra ísland krýndur á Hótel íslandi Þetta gekk vonum framar „ÞETTA gekk vonum framar og ég er að sjálfsögðu ánægður með úrslitin," sagði Þór Jósefsson, nýkrýndur Herra ísland, í sam- tali við Morgunblaðið. Þór er 23 ára gamall. Hann sagði að komið hefði verið að máli við sig og hann beðinn um að taka þátt í keppninni. „Ég sló bara til,“ sagði Þór. Þór er rekstrarsljóri hjá Pizza- höllinni en kveðst vera lítið fyrir flatbökur sjálfur. Hann segist ekki hafa tekið þátt í slíkri keppni áður. „Nema þegar ég tók þátt í keppni í Seljaskóla fyrir mörgum árum og þá vann ég,“ sagði Þór. Hann sagði að sigurinn í keppn- inni veitti sér þátttökurétt í keppn- inni Herra Evrópa í Kaupmanna- höfn. „Það getur allt gerst þar. Þangað koma allir helstu stjórar í módelsamtökum. Sá sem vinnur Herra Evrópu er kominn með framtíðarstarf sem módel. Ég hef áhuga á því, þess vegna tók ég þátt í keppninni," sagði Þór. - Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÝKRÝNDUR Herra ísland, Þór Jósefsson, ásamt unnustu sinni, Elínu Hrönn Jónasdóttur. Umhverfisráðherra heimsækir Slóvakíu GUÐMUNDUR Bjamason um- hverfisráðherra fer í þriggja daga opinbera heimsókn til Slóvakíu í dag, sunnudag. Þar verður hann m.a. viðstaddur vígslu nýrrar hita- veitu í borginni Galanta, sem er afrakstur samvinnu íslendinga og Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar. Á síðasta ári sótti umhverfisráð- herra Slóvakíu, Jozef Zlocha, ís- land heim og kynnti sér sérstak- lega nýtingu íslendinga á jarðhita, m.a. með heimsóknum í orkuverin á Nesjavöllum og Svartsengi. Zloc- ha bauð þá umhverfisráðherra í opinbera heimsókn til Slóvakíu og var ákveðið að taka því boði nú, þegar árangurinn af samvinnu þjóðanna hefur borið áþreifanlegan ávöxt. Hitaveitan í Galanta mun færa heimamönnum ódýra heimafengna orku og hún mun draga verulega úr mengun. Það er Virkir-Orkint sem hannað hefur hitaveituna í Galanta í samvinnu við slóvakískt fyrirtæki og þá hefur Hitaveita Reykjavíkur lagt fram hlutafé í hitaveituna og heitið henni rekstr- arráðgjöf. Fjármagn til verkefnisins kom einnig frá Norræna fjárfest- ingarbankanum (NIB) og Norræna umhverfísíjármögnunarsjóðnum (NEFCO). Ræðismannsskrifstofa opnuð Umhverfisráðherra mun einnig heimsækja vatnsorkuver, sorp- og vatnshreinsistöð i heimsókn sinni, auk þess að eiga viðræður við Zloc- ha og embættismenn á sviði um- hverfis- og orkumála í Slóvakíu. Þá verður hann viðstaddur opnun ræðismannsskrifstofu íslands í höf- uðborg landsins, Bratislava. Með ráðherra í för verða eigin- kona hans, Vigdís Gunnarsdóttir, Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri og Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Fagridalur Enda- stakkstut- an vegar BÍLVELTA varð i Fagradal milli Egilsstaða og Reyðar- fjarðar í gærmorgun. Piltur og stúlka voni í bílnum og sofnaði pilturinn undir stýri með þeim afleiðingum að bíll- inn fór út af veginum og endastakkst. Að sögn lögreglu á Egils- stöðum voru þau ekki mikið slösuð en engu að síður var ákveðið að senda þau suður á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Bæði ökumaður og farþegi voru spenntir í bílbelti og tel- ur lögreglan að það hafi kom- ið í veg fyrir að verr færi. Bíllinn er talinn gjörónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.