Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 23 FRÉTTIR 60 ár frá strandi „Pourquoi Pas“? Borgarnesi. Morgunblaðið. ÞANN 16. september næstkomandi eru 60 ár liðin frá sjóslysinu undan Straumfirði á Mýrum er franska hafrannsóknarskipið „Pourqoui Pas?“ (Hvers vegna ekki) fórst eft- ir að hafa strandað á skerinu Hnokka í suðvestan fárviðri. „Pourqoui Pas?“ var þriggja mastra seglskip með gufuvél alls um 400 rúmlestir að stærð. Skipið var eign hins heimsfræga vísinda- manns dr. Jean Charcot og smíðað árið 1908 að mestu eftir hans fyrir- sögn. Skipið hafði verið annað heimili Dr. Charcots um 30 ára skeið en hann var 69 ára er skipið fórst. Hann hafði hlotið margvís- legan heiður fyrir rannsóknarstörf og vísindaafrek um borð í þessu skipi. Af 42 manna áhöfn, komst aðeins einn maður lífs af. Fljótlega eftir að skipið fórst var kafað niður að því og ýmsum mun- um bjargað. Þá rak töluvert brak og muni úr skipinu á ljörur. Miklu, af þvi sem fannst, var komið til franskra yfirvalda. Töluvert mun þó vera til af munum á söfnum hérlendis og all nokkrir munir eru hjá einstaklingum. Mikill áhugi Um tíma var ekkert hugað að flakinu. En seinna fór kafarinn Andri heitinn Heiðberg að leita að því og kafaði töluvert niður að því um tíma og fann meðal annars tvö af þremur brotum úr skipsklukk- unni. A seinni tímum hefur borið á miklum áhuga ýmissa Frakka sem lagt hafa leið sína niður að Straum- fírði undir leiðsögn Svans Steinars- sonar frá Borgarnesi sem er ættað- ur frá Straumsfirði og lagði um tíma fyrir sig köfun. Aðspurður kvaðst Svanur sjálfur hafa kafað niður að flakinu og að hann og Kristinn Einarsson frá Akranesi, hafi árið 1984 fundið kompás úr skipinu og hann sé nú á byggðasafninu í Borgarnesi. Kvaðst Svanur hafa verið leið- sögumaður nokkurra hópa, mest Fransmanna, sem hafí viljað skoða flakið. Sá sem oftast hefði komið væri Noel Rousset, sem var áður í franska sjóhernum. Sá náungi væri gagntekinn af öllu er varðaði skipið og sögu þess. Kvaðst Svanur hafa fengið sendar frá honum margar ljósmyndir af skipinu og munum sem í því voru og einnig smíðateikningar skipsins. Veit um muni Kvaðst Svanur vita hvar all nokkrir munir úr skipinu væru nið- urkomnir. Til dæmis væru siglinga- ljósin með kompás í miðjunni og eitt af þremur stýrishjólum skipsins að finna í einkaeign suður með sjó. f votri gröf Svanur sagði að meðal þeirra sem komið hefðu í Straumfjörð væri dótturdóttir dr. Charcot sem hefði fæðst sama ár og skipið fórst. Hafi hún sagt að dr. Charcot hafí frétt af tilvist sinni aðeins nokkrum dögum fyrir slysið. Hefði hún kom- ið til þess að heiðra minningu afa síns og hafí hún viljað að sem minnst væri hreyft við flakinu. Hún hefði sagt að hún liti á flakið sem „vota gröf þeirra sem þarna fór- ust“. Sagði Svanur að hún hefði beðið hann um að halda vörð um flakið og sjá til þess að þar yrði ekki hreyft við neinu. Sagði Svanur að samkvæmt lögum væri flakið eign tryggingarfélags eða fyrrum eiganda skipsins í allt að 100 ár eftir strand en síðan yrði það eign íslenska ríkisins. Hvers vegna? „Hvers vegna ekki?“ En hvers vegna hét skipið „Po- urquoi Pas?“ (Hvers vegna ekki?) Sagan segir að sem unglingur hafí dr. Charcot alltaf viljað verða sjó- maður og þegar foreldrar hans reyndu að talja hann af því spurði hann snöggt: „Pourquoi Pas?“. Aðspurður kvaðst Svanur tölu- vert hafa grúskað í ýmsu er varðar „Pourquoi Pas?“ í gegnum tíðina. Meðal annars hafi hann rekið augun í villu, að hans mati, er hann hafí verið að skoða annars glæsilegan minningarskjöld um slysið sem er í Þórmóðsskersvita undan Mýrum. Því á þessum skildi væri sagt að skipið hefði strandað á Þormóðs- skeri en ekki á Hnokka, eins og það gerði. Kvaðst Svanur ekki enn vita hveijir hefðu staðið fyrir þessum minningarskildi eða af hvetju þessu væri haldið þar fram. Morgunblaðið/Theodór SVANUR Steinarsson sýnir smíðateikningar af skipinu „Pourquoi Pas?“ og ljósmyndir sem hann hefur fengið að gjöf frá Frakklandi. MYND tekin af skipinu þann 25. júlí árið 1908 en þá var það aðeins nokkurra mánaða gamalt. Fyrir miðju skipi stendur dr. Jean Charcot. Sjálfsafgreiðslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum bensínlítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti + 2 kr.* • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Háaleitisbraut • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfeilsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi V *Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda. léttir þér lífid ^ VINSÆL4STI VETRARDVALARSTAÐUR jfi HEIVi I KARIBAHAFSDRAUMAR A SJO LANDI PANTANIR STREYMA INN, SUMAR BROTTFARIR UPPSELDAR! SIGLINGAR CARNIVAL í BOÐIALLT ÁRIÐ,VERÐ FRÁ KR. 79.400 8 d. innif. flug og sigling.Takmarkað pláss, brottfor alla föstudaga. DÓMINIKANA - 5 TOPPSTAÐIR - FEGURSTU STRENDUR HEIMSINS, SANNKÖLLUÐ PARADÍS Á JÖRÐ, HITI 25-28° C. BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA. SNÚÐU VETRI í SÆLUSUMAR ÍHLÝJU OG LITADÝRÐ HITABELTISINS: FERÐASKRIFSTOFAN PANTAÐU NÚNA TIL AÐ GETA VALIÐ! 1^11*11 k A A H Ódýr Thailandsferð 17. okt. -1. nóv. kr. 139.800 EIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.