Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 31
ASOLFUR
PÁLSSON
+ Ásólfur Pálsson
fæddist í
Reykjavík 10. júní
1915. Hann lést á
Borgarspítalanum
2. september síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Stóra-Núpskir kj u
14. september.
Þar segir í Eglu, að
Haraldur konungur
var beðinn að taka við
„Þórólfi vegsamlega
og gera hann mikinn
mann með yður“. Konungur kvað
svo gera skyldu, „ef mér reynist
Þórólfur jafnvel mannaður sem
hann er sýnum fulldrengilegur".
Ég hefi lengi elt Ásólf frænda
minn þessu ljósi; í það fyrsta að
hann líktist á efri árum föður mín-
um í útliti, og má það mér til vor-
kunnar verða. Hitt, að ekki þynnast
íslendinga ættir þótt nokkuð sé til
Þórólfs frænda okkar. Mannaður
reyndist hann ævina alla, kátur,
léttur, söngvinn og viðræðufijór
með sína góðu konu og barnafjöld
á Ásólfsstaðabúi. Fulldrengilegur,
því hann var velþenkjandi án
hræsni, vildi ávallt vita hið betra
og bar skjöldu fyrir menn og mál-
leysingja, þótt hér sé ekki frekar
rakið nema kanske í þeim léttari
dúr, er endurreisa skyldi Skaft-
holtsrétt fyrir 40 árum og hleðslan
að hruni komin. Vildi hreppsnefndin
ræða, hvort ekki væri ráð að steypa
veggi. Þótti það ódýrara og að kröf-
um tímans. En, spurði Asi, hvar
eiga þá börnin að vera? Og hund-
arnir?
Gamla hraungrýtisréttin var síð-
an endurhlaðin og veggir þriggja
fóta breiðir eins og áður.
Ásólfur líktist föður sínum Páli
í öllu fasi. Um hann var sagt, að
þá var sjón, er hann stóð teinréttur
á hlaði gistihússins með rauðbirkið
hökuskeggið út í vindinn, ræddi við
hvern mann sem höfðingja og höfð-
ingi sjálfur.
Rétt skal drepið á ættir Ásólfs,
amma hans og afi í
föðurætt voru Helga
Jónsdóttir, fædd 1848,
og Stefán Höskulds-
son, fæddur 1840,
bændur á Ásólfsstöð-
um. Hann var fimmti
maður frá Þorvaldi
prófasti Böðvarssyni
frá Holti, fimmti frá
Önnu, systur Jóns
Steingrímssonar kon-
ferensráðs, og fjórði
frá Guðrúnu, systur
Steingríms biskups.
Móðir hans var
Guðný Jónsdóttir, dótt-
ir Jóns bónda á Núpi á Beruljarðar-
strönd og konu hans, Þrúðar
Sveinsdóttur.
Ásólfur tekur við búi af föður
sínum á fardögum árið 1943 og
kvænist Ragnheiði Gestsdóttur frá
Hæli, f. 7.2. 1918. Um hana sagði
hann: Ég ætlaði mér hana alltaf.
Og svo varð. í hamingjusömu lífi
áttu þau börn og buru, fyrst á
Ásólfsstöðum, í Reykjavík um tíma
en síðan á Ásólfsstöðum aftur vel
yfir hálfa öld.
Dvöl þeirra hjóna í Reykjavík
varð að sönnu ekki löng og farin
af nauðsyn. En þau kunnu aldrei
við sig í borginni og fluttust aftur
austur, er heilsa leyfði, kunni og
alrei við það að engin svör gáfust
þegar hann bauð góðan dag í fisk-
búðinni og ekki allir jafnvel mann-
aðir sem áður segir.
Þau hjón bjuggu síðan fyrir
austan við börn og frændgarð,
gesti og gangandi, frið og spekt
frá miðjum aldri. Sorgin hlífði þeim
lengst af, en enginn flýr hana alla.
Hlýtt var ávallt með mágfólki
þeirra á Hæli. Þangað ræktust vin-
ar- og frændsemisböndin, og nú
er yngri kynslóðin þaðan sest að
sumarlangt í túnfætinum þar, sem
fjölskylda Sigurðar stendur báðum
fótum.
Nú er þessi fulldrengilegi frændi
minn genginn. Hann gat þakkað
gott líf og langt, við fyrir að hafa
hann.
Hreggviður Stefánsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
PETREA JÓHANNSDÓTTIR,
Seljahlíð,
áður Gnoðarvogi 38,
lést á Borgarspítalanum þann 14. september.
Útför auglýst síðar.
Þorsteinn Ólason, Doris Ólason,
Kristín Guðjónsdóttir,
PéturÞorsteinsson, Ásdis Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sérfræðingar
t
Elskulegur eiginmaður og faðir okkar,
ISAK SIGURÐSSON
múrarameistari,
Jakaseli 30,
lést að heimili sínu að morgni
13. september.
Gróa Sigurðardóttir,
Brynjar ísaksson,
Elvar fsaksson,
Agnar fsaksson.
í blóniaskreytinguni
við öll tækilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
SKAFTI BENEDIKTSSON
bóndi Hraunkoti,
verður jarðsunginn frá Stafafellskirkju í
Lóni, þriðjudaginn 17. september kl.
14.00.
Blóntaslofa
Friðjinns
Suðuijandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
Skreytingar fyrir öll fílefní.
.....
Sigurlaug Árnadóttir,
Friðrik Friðriksson
og aðrir aðstandendur.
Til höfunda greina
TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun-
blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar
birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli
Morgunblaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifí að jafnaði ekki lengri
greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða
að hámarki 6.000 tölvuslögum.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá
gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á diskl-
ingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka.
Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu.
Ritstj.
t
Eiginkona mín og frænka,
JARÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR,
áður Hólmgarði 39,
Reykjavik,
andaðist á Arnarholti föstudaginn 13. september.
Sveinn Bæringsson,
Reynir Ásmundsson
og aðrir aðstandendur.
t
Systir okkar og mágkona,
KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu 10. september
sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. september kl. 13.30.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Ragna Þ. Kristjánsdóttir,
Sigrún K. Denegan,
Ingveldur Guðmundsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför bróður okkar,
ÓLAFS JÓHANNESSONAR
frá Svínhóli,
Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra.
+
Þökkum alla þá ást, hlýju og vináttu sem
okkur var sýnd við andlát og útför
elskulegs sonar okkar og bróður,
MAGNÚSAR ÖRLYGS LÁRUSSONAR
Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir,
Jónfna Osk Lárusdóttir,
Matthildur Lárusdóttir.
+
Þökkum samúð og hlýhug vegna and-
láts og útfarar móður okkar,
GUÐRÚNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR
frá Siglufirði.
Fyrir hönd aðstandenda
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
Björn Ingvi Sigurbjörnsson,
Kjartan Orn Sigurbjörnsson.
+
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vináttu
við andlát og útför ástkærrar móður okkar, fósturmóður, tengda-
móður, ömmu og tangömmu,
BRYNJU SIGURÐARDÓTTUR,
Eyrarvegi 20,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflækningadeildar á
Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Magnús Stefánsson, Sigríður Jónsdóttir,
Bára Stefánsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Smári Sigurðsson,
Sigríður H. Stefánsdóttir, Tommy Asp,
Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kári í. Guðmann,
Halldóra Stefánsdóttir, Grimur Laxdal,
Gerður Oiofsson, Daði Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.