Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jeltsín kallar fram tvenns konar tilfinningar Rússa Elskaður leiðtogi og fyrirlitinn Heilsa Jeltsíns og fyrirhuguð aðgerð síðar í mánuðinum hafa verið tilefni til vangaveltna um framtíð Rússlands. Margir spyrja sig nú hvort Rússum sé betur borgið með Jeltsín eða án hans. I þessari grein svarar rússnesk- ur borgari þessari spumingu. Borís Jeltsín talar við kjósendur úr röðum hermanna í kosningabaráttunni í sumar. UM MIÐJA síðustu viku gaf kona ein í Kákasus sig fram og kvaðst reiðubúin til að gefa Borís Jeltsín Rússlandsforseta hjarta sitt ef það mætti verða til þess að hann gæti haldið áfram að knýja fram umbætur í lýðræðisátt í Rússlandi. Jeltsín vekur ekki svo mikla hrifningu í hjarta allra Rússa. Annars vegar er litið á hann sem manninn, sem bauð kommúnistum byrginn og hratt valdaránstilraun harðlínumanna 1991, og hins vegar þann, sem ber ábyrgð á spilling- unni, glæpunum og fátæktinni, sem fyrirfínnst í Rússlandi um þessar mundir. Nú hefur heilsu Jeltsíns hrakað og á næstunni fer hann undir hníf hjartaskurðlækna. Aleksei ízjúmov, hagfræðingur og stjórnmálaskýrandi, skrifar í tímaritið Newsweek að Jeltsín hafi sigrað í margri orrustu, en sú erfið- asta gæti verið framundan: „Það er ekki víst að hann lifi af. Það er ekki að undra að aðgerðin hafi vak- ið spurningar um arftaka; það má nánast heyra hina pólitísku stétt við útreikninga sína. En þessar slæmu fréttir eru okkur, venjuleg- um Rússum, einstakt tilefni til að velta fyrir okkur hvað okkur fínnst í raun um leiðtoga okkar.“ Krefjast mikils af leiðtogum ízjumov bendir á það leiðtogar Rússlands hafí aldrei bara verið stjórnmálamenn í þeirra augum. „Allt frá dögum keisaranna höf- um við látið sem leiðtogar okkar væru gæddir yfirnáttúrulegum kröftum og dyggðum og ætlast til þess að þeir hegðuðu sér í samræmi við það,“ skrifar hagfræðingurinn, sem um þessar mundir er gistipróf- essor við Louisville-háskóla í Bandaríkjunum. „Þeir, sem stóðust prófíð, voru dáðir; þeir, sem féllu, fyrirlitnir. Ólíkt flestum Vestur- landabúum hafa Rússar litið menn- ina í forystu mjög persónulegum augum. Flestir hötuðu Nikulás II., Lenín og Stalín voru dýrkaðir sem hálfguðir þegar þeir voru lífs, Brez- hnev var hæddur og Gorbatsjov fyrirlitinn. Jeltsín er sérstakt tilfelli vegna þess að hann er fyrsti leið- togi landsins, sem er kjörinn lýð- ræðislega. Engu að síður líta flestir Rússar hann sömu augum, hann er ekki aðeins þeirra kjörni fulltrúi, heldur bjargvættur þjóðarinnar sendur af himnum ofan.“ Izjúmov segir að þessi afstaða Rússa geri að verkum að mikið sé lagt upp úr hinum mannlegu þátt- um. Hugrekki skipti miklu máli og sama eigi við um hógværð, þraut- seigju og skeytingarleysi um efnis- leg gæði. Einnig vegi limaburður, rödd, líkamsburður og augnaráð leiðtogans þungt. Jeltsín stenst mikilmennisprófið „Borís Jeltsín stenst mikilmenn- isprófíð með glæsibrag," segir Izj- úmov. „Hann er mikill um sig eins og björn og hefur stingandi augna- ráð og þetta gerir hann hvort tveggja að sannri rússneskri hetju. Þijóska hans er annáluð og mörg okkar telja meira að segja ruddaleg- an stíl hans og drykkjuskap bera styrkleika vitni fremur en veikleika. Þrátt fyrir alla þá spillingu, sem hefur grafið um sig í embættistíð hans, getur enginn sakað hann um að nota mikil völd sín til að skara eld að eigin köku.“ Höfundur segir að Jeltsín hafi bæði verið elskaður og hataður í gegnum tíðina. Hann hafí verið elskaður þegar hann reis einn upp gegn valdakerfi kommúnista. „Ég man enn eftir því þegar ég missti röddina af að hrópa á útifund- um hans í Moskvu seint á_ níunda áratugnum," skrifar hann. „Ást okk- ar á honum varð enn meiri þegar hann einn síns liðs kom í veg fyrir samsæri kommúnista í ágúst 1991. Þá hefðu sannir Rússar sannlega verið reiðubúnir að láta lifið fyrir hann. En þær stundir hafa einnig runnið upp, sem við vorum reiðubú- in að drepa hann. Við fyrirlítum hann fyrir hin hræðilegu mistök, sem hann hefur gert í Tsjetsjníju. Við fyrirlítum hann vegna skugga- hliða umbótanna, sem hann hratt af stað, en hafði ekki stjóm á: taum- lausra glæpa og spillingar, atvinnu- leysis, verðbólgu, gráðugra forstjóra og kúgara heima í héraði. Á tímum byltingarkenndra og sársaukafullra breytinga erum við fljót að kenna honum um alla okkar ógæfu.“ Eftir stendur virðing Izjúmov kemst að þeirri niður- stöðu að kostir og gallar Jeltsíns vegi hveijir upp á móti öðrum og eftir standi virðing fyrir forsetan- um, sem hafi gefíð Rússum frelsi. Hann segir að Alexander Lebed, sem hefur átt skjótan fram í rúss- neskum stjórmálum eftir gengi hans í forsetakosningunum í sumar, sé helsta vonin, en hann vanti hins vegar nauðsynlega reynslu og stuðn- ing til að valda embættinu enn um sinn. Því sé svarið við spumingunni hvort Rússar hagnist meira á því að Jeltsín segi af sér vegna heilsu- brests eða sitji áfram á einn veg: „Einu gildir hversu brýnt er fyrir Rússland að hreinsa til í stjóm- arháttum og hraða umbótum á næstu ámm . . . Jeltsín forseti getur verið kjölfesta þótt hann sé hijáður af sjúkdómum. Hann er hoid af holdi rússnesku þjóðarinnar. Hann hefur gert sín mistök, en hann hefur af hugrekki leitt okkur gegn- um hina erfíðustu tíma. Hann hefur axlað gífurlegar byrðar og fengið að gjalda fyrir það. í dag er hann hramur og þjáður, en Rússar þurfa á því að halda að hann haldi áfram. í lok þessa mánaðar, þegar hann lætur leggja sig á skurðborðið mun ég ásamt mörgum öðrum Rússum biðja fyrir því að hann hafí það af.“ Losað um stífluna AF ÖLLU, sem hent getur heilsu manna, er heilablóðfall eitt af því sem skelfir menn mest. Handleggurinn missir skyndilega mátt, menn missa málið og helmingur líkamans verður magnlaus. Ekki er langt síðan læknar gátu lítið annað gert en fylgjast með þessum sjúklingum, sem ýmist náðu sér að einhveiju eða öllu leyti, eða hlutu varanlega lömun. Svo komust vísindamenn að því að segaleysandi lyf sem kallast TPA og hefur verið notað í meðferð á kransæðasjúkdómum, hefði einnig áhrif á heilablóðfall. Rannsóknir hafa staðið yfir beggja vegna Atlantshafsins undanfarin ár á lyfinu og hafa niðurstöður evrópskra lækna verið þær að töluverð áhætta fylgi notkun lyfsins. Niðurstöður bandarískra lækna hafa hins vegar verið mun jákvæðari og hafa bandarísku hjartaverndarsamtökin nú gefið út leiðbeiningar til lækna um notkun lyfsins sem ættu að draga mjög úr áhætt- unni, að því er segir í nýjasta hefti Time. í fjögur skipti af hveijum fímm er orsök heilablóðfalls blóðtappi sem stöðvar flæði um æðar og kemur í veg fyrir að súrefnisríkt blóð berist til heilans. Taugafrumur deyja og þar með er líkaminn sviptur mörgum þeim skipunum sem hann þarf til að starfa. TPA getur breytt þessu með því að leysa blóðtapp- ann upp svo að eðlilegt blóðflæði komist á að nýju áður en heilinn skaðast varanlega. Dr. Cathy Helgason, prófessor í taugalækn- ingum við háskólann í Illinois, segir verkun TPA vera fyrsta merkið sem sést hafi um að hafa megi áhrif á heilablóðfall. Helgason var ein þeirra sem sömdu leiðbeiningar hjarta- verndarsamtakanna og segir hún nú ljóst að áralangar rannsóknir séu að skila árangri. Ef marka má yfirlýsingar sjúklinga sem hlot- ið hafa því sem næst fullan bata eftir að hafa fengið lyfið, er hér um sannkallað töfralyf að ræða. En máiið er hreint ekki svo einfalt, og TPA getur valdið meiri skaða en hefði sjúkl- ingurinn enga meðferð fengið, segir Helga- son. Lyfið kunni að vera töfralyf í augum þeirra sem hljóta nærri fullan bata eftir að hafa tekið það, en það komi ekki öllum til góða. Eins og nafnið bendir til, tengist Cathy Helgason Islandi. Hún bjó hér á landi í fímmt- án ár og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands árið 1978. Og langafi hennar var ís- lendingur. Eins og fram kemur í leiðbeiningunum til bandarískra lækna er lykillinn að árangurs- ríkrí meðferð tvíþættur. Læknar verða í fyrsta lagi að gera rannsóknir á sjúklingnum, m.a. tölvusneiðmyndatöku, til að kanna hvort full- víst sé að blóðtappi sé orsök heilablóðfallsins en ekki blæðing. í slíkum tilfellum getur blóð- tappi komið sér vel því hann dregur úr blóð- missi. Í öðra lagi verður að vera víst að ekki Rannsóknir á segalos- andi lyfjum, sem notuð hafa verið við krans- æðasjúkdómum, gefa góðar vonir um að draga megi úr skaða sem heilablóðfall veldur séu liðnar meira en þijár klukkustundir frá því að sjúklingurinn fékk heilablóðfall. Sé lið- inn lengri tími er hættan á því að blæði inn á heilann orðin of mikil, að mati bandarísku læknanna. Grétar Guðmundsson, sérfræðingur í tauga- lækningum, segir að í rannsóknum evrópsku læknanna hafí verið miðað við að sjúklingur fengi lyfið allt að sex tímum eftir að hann fengi heilablóðfallið, og að það kunni að ein- hveiju leyti að skýra muninn á niðurstöðum bandarísku og evrópsku læknanna. Cathy Helgason nefnir einnig að í bandarísku rann- sókninni hafi verið sett önnur skilyrði fyrir því hvaða rannsóknir voru framkvæmdar á sjúklingum, t.d. tölvusneiðmyndir, svo og um blóðþrýsting. Grétar og Cathy Helgason benda á að það sé ekki hættulaust að nota lyfið, jafnvel þó að um blóðtappa sé að ræða og sjúklingur komist í tíma til læknis. Grétar segir að séu æðar veikar fyrir, kunni það að valda blæðing- um í heila þegar blóðflæði komist skyndilega á að nýju. Gerist það, sé í raun farið úr ösk- unni í eldinn og því þurfi að gera sjúklingum og ættingjum þeirra ljóst hvaða hætta fylgi notkun segaleysandi lyfs. Gangi TPA-með- ferðin hins vegar slysalaust, og oftast gerir hún það, ná þeir sjúklingar í flestum tilfellum mun meiri betri bata en hinir. Helgason segir að rannsóknir haldi áfram á TPA og öðrum lyfjum. Ekki sé nógu mikið vitað um hvers vegna segaleysandi lyf komi sumum vel og öðrum ekki. Þá sé samhliða unnið að rannsóknum á lyfjum sem geti kom- ið í veg fyrir að frumur skaðist við súrefniss- kortinn sem heilablóðfall veldur. Ekki reynd hér á landi Áður hafa verið reynd önnur segaleysandi lyf á sjúklingum með heilablóðfall en Grétar segir að notkun þeirra hafi ekki skilað góðum árangri. Því sé áfram leitað að efnum sem geti leyst upp blóðtappa í heila, t.d. með rann- sóknum á blóðsugum, leðurblökum og snák- um, sem gefi frá sér efni sem komi í veg fyr- ir storknun. Engin segalosandi lyf, hvorki TPA né önn- ur, hafa að sögn Grétars, verið notuð við með- ferð sjúklinga með heilablóðfall hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.