Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 JAPANSKAR SKYLMINGAR KENDO Skylmingar í hlííðarbúningi þar sem einlæg ástund er sett ofar keppni. Göfiig og krefjandi iþrótt sem eflir líkama og hug. Kennari: Ingólfur Björgvinsson 3.Dan IAIDO List japanska sverðsins, felst í einstaklingsbundnum æfingum á fyridram ákveðnum hreyfimynstrum (kata) sem eru afrakstur þrotlausrar viðleitni samuraianna til fullkomnunar á liðnum öldum Kennari: Tryggvi Sigurðsson 4.Dan MEISHINKAN DOJO Upplýsingar í símum 555 27 25 og 587 «<48 eftir kl.18. MORGUNBLAÐIÐ Langar þig í mest spennandi skólann í bmiumi CH Langar þig að vita hvar latnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru 1 dag og hversu öruggt meint sam- band við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla? DLangar þig að vita hvað eru afturgöngur, líkamningar, alfar, huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar, ærsladraugar eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan? D°g 'angar Þ*g að setjast í skemmtilegan og svo sannarlega spennandi skóla 1 glaðværum og jákvæðum hópi nemenda eitt kvöld í viku eða eitt Iaugardagseftirmiðdegi í viku, þar sem farið er ítarlega 1' máli og myndum sem og í námsefni yfir allt sem lýtur að framhaldslífi okkar jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum í dag fyrir hófleg skólagjöld? -Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með oldcur og hundruðum ánægðra nemenda sl. fjögur misseri. Þrir- byrjunarbekkir hejja brátt nám í Sálarrannsóknum 1 nú á haustönn '96. Skráning stendur yfir. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er i dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknar- skólans alla daga vikunnar kl. 14-19. Sálarrannsóknarskólinn - mest spennandi skólinn í bænum - Vegmúia 2, sími 561 9015 og 588 6050, T I L Frá 16. september höfum við opið frá kl. 9-17 Skandia LAUGAVEGI 170 • S(MI 540 50 BO • FAX 540 50 81 hvarf öll. Við sigldum með Goða- fossi frá Kaupmannahöfn og kom- um til íslands 5. desember 1938.“ Læknirinn fór í Bretavinnuna Til íslands komu þau ríkisfangs- laus. Var ekki aðkoman erfið? „Það hefði getað orðið erfitt, en Islendingarnir vinir okkar voru svo hjálpsamir. Það beið okkar íbúð, ef ég man rétt þá áttu Skúli Þorsteinsson og Anna Sigurðar- dóttir þessa kjaliaraíbúð á Vífils- götunni. Anna var ein af þeim sem hafði verið barnapía mín í Berlín. Eg man líka eftir Þórarni Jóns- syni tónskáldi, sem mjög oft bauðst til að passa mig á kvöldin, því þá gat hann ótruflaður spilað á píanóið okkar. Fleira fólki man ég eftir sem oft hafði komið til okkar, svo serri óperusöngvurun- um Maríu Markan og Pétri Jóns- syni, Halldóri Hansen lækni og fleirum. Við vorum fyrst á Vífils- götunni, fengum svo íbúð á Lind- argötu og loks keyptum við hús, Sólvang, sem hafði verið sum- arbústaður úti á Seltjarnarnesi, þar sem nú heitir Lindarbraut. Eg veit ekki hvernig þau leystu þetta fjárhagslega. Við vorum peningalaus en fundum ekki til þess vegna þess að það var svo vel tekið á móti okkur. Það var aldrei erfitt að vera hér. Mamma kenndi tungumál, síð- ustu árin þýsku í Háskólanum. Pabbi vann stundum sem verka- maður í Bretavinnunni, víst í hitaveituskurðum. Hann hafði ekki lækningaleyfi og fékk það ekki fyrr en rétt áður en við fór- um. Sjálfur var ég sendur í sveit tvö fyrstu sumrin eins og aðrir bæjarkrakkar. Var á Grímsstöðum á Mýrum og Þrastarhóli í Eyja- firði, skammt frá Möðruvöllum, og seinna vann ég við gerð hita- veitugeymanna í Öskjuhlíðinni. Okkur leið vel hérna og vorum þakklát fyrir að vera hér. Það var betra en að vera í fangelsi í Þýska- landi. Sérstaklega var þetta mér til góðs. Ég var á þeim aldri að ég hefði sjálfsagt verið tekinn í herinn í lok stríðsins og sendur til vígstöðvanna. Ég veit ekki af hveiju pabbi fékk ekki leyfí til að stunda lækn- ingar hér, hvort það er rétt að læknarnir hafi staðið á móti því, en ég veit að læknar vísuðu samt oft fólki til hans. Hann talaði ekki íslensku og átti erfitt með að læra tungumál. Það var erfitt fyrir hann. Hann fékk ekki leyfið fyrr en við höfðum verið hér í hálft sjöunda ár. Hver kom því loksins í gegn að hann fékk leyfi til að stunda hér almennar lækningar með sérstökum lögum 11. desem- ber 1944 veit ég ekki. En næstum sama dag barst leyfið til að kom- ast til Bandaríkjanna.“ Þá var úr vöndu að ráða, en það varð úr að þau færu vestur um haf. „Ég man vel eftir þessu. Ég held að það hafi aðallega verið mín vegna, þau töldu að það yrði betra fyrir mig að komast til náms þar. Ég hafði lokið gagnfræða- prófi frá Ingimarsskólanum og byrjaði í Verslunarskólanum. Ég hafði hug á að fara einhvern tíma í rafmagnsverkfræði. Hafði unnið hjá Rafveitu Hafnarfjarðar í rúmt ár og Ieist vel á það. Við vorum alltaf í biðstöðu. Þegar ég hugsa um það eftir á, var þetta ekki rétt ákvörðun fyrir þau. Þeim leið ekki vel í Bandaríkjunum. Þau áttu að vera hér kyrr. Þau voru ríkisfangslaus, það tók 10 ár að fá íslenskan ríkis- borgararétt. Ekkert land var til- greint á bráðabirgðapassa þeirra. Pabbi þurfti að byija aftur að reyna að fá lækningaleyfi þar og það gekk hægt með enskuna. Þeg- ar hann hafði loks tekið tilskilið læknispróf var hann orðinn 67 ára gamall. Hann gerist þá ráðgefandi sérfræðingur við Kingsbridge Home for the Ages og Professi- onal Hospital í Yonkers, auk fleiri starfa. 1947 ákvað hann að fara til Islands til að athuga með að taka aftur upp þráðinn hér, en þó hann kæmi gekk það ekki vegna tungumálsins. Mamma reyndi ekki að fá læknisleyfi í Bandaríkjunum. Hún vann í verksmiðju og kenndi í menntaskóla og einkaskóla, þeim sama sem ég fór í fyrst eftir að við komum. Þar hitti ég konu mína, Helenu. Þrettán árum seinna hitti ég hana aftur fyrir hreina tilviljun, þá ekkju með dótt- ur, og við giftum okkur. Og eign- uðumst son saman, Karl Einar. - Finnst honum hann eiga ræt- ur á íslandi? „Já, í mörg ár eftir að við flutt- ÖRLðt BLANDAfiRAR FJÖLSKYLDU DR. KARL M. Kroner, tauga- læknirinn sem flúði til íslands undan nasistum. um til Bandaríkjanna hélt ég að ég mundi koma aftur til íslands. Það var það mikill íslendingur í mér að ég hélt að til þess mundi koma fyrr eða síðar. En svo varð ekki, því ég fékk starf þar. Ég hefí kennt verkfræði í 30 ár í University of Massachusettes. Hafði áður verið við háskólann í Maine og New York University. En er núna hættur fyrir 8 árum, kominn yfir sjötugt." Ríkisfangslaus til Vesturheims „Eg man vel eftir því þegar við fórum með Fjallfossi 5. apríl 1945. Þá voru þrír dagar til stríðs- loka í Evrópu. Ég hefi skrifað þá sögu fyrir afkomendur mína. Is- lendingar voru þá búnir að missa flest stærri farþegaskip sín. M.a. það sem við áttum fyrst að fara með. Eimskip sá þá til þess að skipin sem eftir voru gætu tekið nokkra farþega, rýmdu til svo að urðu 6 pláss fyrir farþega á Fjall- fossi, þar af vorum við þrjú.“ Á farþegalistanum sem hann hefur útvegað sér má sjá að við nöfn þeirra þar sem er skráð þjóðerni stendur „none“, hjá hinum stend- ur íslendingar. „Við fórum í skipalest til ír- lands, 8 skip saman. Tveimur klukkustundum eftir að við fórum af stað skaut kafbátur á skipið á undan okkur í skipalestinni og sökkti því. Við sigldum í sveig fram hjá því sökkvandi og áfram. Við komum til Belfast. Þar tók við stærri skipalest með 120 skip- um. Stríðið var búið, en allir vissu að kafbátarnir mundu ekki vita það vegna bannsins við að hafa samband. En af því að við vorum minnsta skipið og hægfara var ákveðið að skipalestin biði ekki eftir okkur. Við sáum hvert skip- ið af öðru sigla fram úr okkur og við vorum skilin eftir ein. Við þurftum að stoppa í Halifax til að taka kol og sigldum síðan gegnum Cape Cod Canal í Banda- ríkjunum. Þar heyrðum við að kvöldið áður hefði þýskur kafbát- ur sökkt skipi þar rétt fyrir utan. Þó hálfur mánuður væri síðan stríðinu lauk höfðu kafbátsmenn ekki frétt það. Við vorum 25 daga á leiðinni." Karl faðir hans dó 1954 og Irm- gard móðir hans 1973. Þau höfðu bæði óskað eftir að aska þeirra yrði jarðsett á íslandi. „Rétt áður en mamina dó komu 30-40 íslend- ingar saman og sendu henni í átt- ræðisafmælisgjöf stóra bók, teikn- ingar Mayers úr Gaimards-leið- angrinum 1836 og með árituðum nöfnum þeirra allra. Þetta var nokkrum vikum áður en hún dó. Henni þótti afskaplega vænt um það.“ Klaus segir að þau hafí alltaf verið mjög velkomin á fslandi. Þegar breski herinn kom var í fyrstu óvíst hveijir þar voru á ferð. Sumir Þjóðveijar í Reykjavík voru hræddir um að þýski herinn væri að koma. Þau áttu marga vini í þeirra hópi, því þýska fólkið hafði oft samkomur á heimili einhvers þeirra. „Faðir minn óttaðist ekkert þegar Bretar komu eins og sumir aðrir sem höfðu komið undir svip- uðum kringumstæðum, því hann vissi að við vorum á svarta listan- um hjá þýska ræðismanninum Gerlach og þangað mundu Bretar fara fyrst.“ Heimsækir lifandi og látna Hann nefnir vini sem hann hefur haldið sambandi við. Skólabróðir hans úr gagnfræða- skólanum, Jón Sigurjónsson, fylgdi honum í viðtalið. Þeir lásu saman, Jón hjálpaði honum með stærðfræðina og hann hjálpaði Jóni með þýskuna. Marga fleiri nefnir hann hér og fyrir norðan. „Við höfum komið hingað oft, að meðallagi fimmta hvert ár, en það er aldrei tími til að hitta alla. Á vormisseri 1979 vann ég hér við Háskóla íslands í leyfi frá há- skólanum mínum og þá kom fjöl- skyldan með. Sonur minn og stjúpdóttir hafa komið með okkur oftar. Það sem mér finnst merkileg- ast hér er hve vegirnir eru orðnir góðir, maður getur ferðast svo miklu hraðar núna. Ég var ein- mitt í gær fyrir norðan. Allt fólk- ið sem ég var hjá í sveitinni er látið og búin seld. Á Mörðuvöllum þekkti ég Eggert Davíðsson og Ásrúnu, dóttur Þórhalls á Þrast- arhóli. Þau eru dáin, en þau áttu þrjár dætur, Sólveigu, Kristínu og Þórhöllu. Hjá okkur í Banda- ríkjunum höfum við haft nokkra íslenska krakka og Þórhalla er ein af þeim. Fyrir norðan kom ég í Möðru- vallakirkju. Hún var opin og ég fór inn. Kirkjan er svo falleg og ég var alveg hissa hve vel henni er haldið við. Einu sinni fyrir löngu þegar móðir mín og ég heimsóttum hana tókum við eftir því að gamla Guðbrandarbiblían frá 1594 lá þarna. Okkur fannst hættulegt að hafa svo gamla bók þar. Hvað mundi gerast ef eldur kæmi upp? Svo við ákváðum í Bandaríkjunum að senda kirkj- unni eldtraustan skáp til að geyma hana í. Um daginn sá ég að skápurinn er þarna enn, þó gamla biblían sé þar ekki lengur. Hún er komin í Þjóðarbókhlöðuna. I staðinn er komin litprentun af henni og þá er auðvitað í lagi að hafa hana óvarða. Aftur á móti veit ég ekkert hvað er geymt í læstum skápnum, ef það er þá eitthvað. En mér þótti gaman að sjá þetta. Eitt kom í huga minn fyrir norð- an, að ég var ekki að heimsækja fólk heldur grafir. Margir vinir mínir eru látnir. Það minnti mig á að ég er að verða gamall sjálf- ur,“ voru lokaorð Klaus Erlends Kroner áður en hann ók út á flug- völl og hélt til Bandaríkjanna á eftir konu sinni, sem hafði farið á undan honum af því að hann mátti til með að hitta svo marga vini, lifandi og. látna. i Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.