Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Heymarlausir eiga sér ekki háværa rödd í samfélaginu og njóta ekki að fullu sömu réttinda og heyrandi. En félag þeirra er sterkt, starfsemin öflug og framtíðarmarkmiðin mörg. Súsamia Svavarsdóttir ræddi við Berglindi Stefánsdóttur, kennara, um stöðu heymarlausra, aðbúnað, menntun og möguleika á að vera hluti af íslensku þjóðfélagi. um, sumir heyra örlítið, aðrir ekki neitt. Það má segja að hver og einn hafí sína aðferð.“ Maður heyrir stundum sagt að heyrnarlausir séu mjög einangraðir. Er það satt? „Við skemmtum okkur auðvitað saman og höldum mikið hópinn, og við leitum mikið út fyrir landsteinana á þing og ráðstefnur um okkar mál- efní. En það er vegna þess að það eru svo fáir sem skilja táknmál hér, þótt mér hafi ekki fundist ég sérlega einangruð, nema þegar ég var í myndlistarskólanum." Myndlista- og handíðaskólinn tók við að grunnskólanámi loknu og þar var engin túlkaþjónusta, svo Berg- lind varð alltaf að reyna að lesa af vörum. „Ég náði sambandi við einn og einn og var mjög dugleg til að byrja með. En svo gafst ég upp á því og varð verulega einangruð. Þegar ég horfí á heyrnarlausa í dag, sé ég að þeir eru mjög einangr- aðir frá samfélaginu. Þjónustan við heyrnariausa er svo léleg hér. Ef við tölum bara um forsetakosningamar í vor, þá voru endalausir útvarps- og sjónvarpsþættir um þær, en við áttum engan aðgang að því efni. Ólafur Ragnar hélt einn fund með túlki og Guðrún Agnars fylgdi á eft- ir. Síðan var Pétur Hafstein með texta á einu sjónvarpsviðtali. Annars fór þetta framhjá okkur. Ég veit að Ólafur, Guðrún og Pét- ur voru með túlk á einum fundi hvert, en það er bara pínulítið brot af því sem fram fór. Svo var maður spurð- ur að því hvað maður ætlaði að kjósa! En svo við víkjum okkur aftur að Myndlista- og handíðaskólanum, þá var ég í handmenntakennaradeild í fjögur ár. Ég hafði bara verið í Heyrnleysingjaskólanum og var svo stödd þarna með engan túlk. Þá fór ég fyrst að velta því fyrir mér hvað væri á seyði; hvort sú að- ferð sem við höfðum verið beitt í skól- anum væri röng. Hvort ekki hefði verið rétt að skýra hlutina út fyrir okkur á táknmáli. Fram að þessum tíma hafði ég verið mjög ómeðvituð um annan heim en þann sem ég lifði í.“ Hafði lært að táknmálið væri ekki fullkomið mál „En á þessum tíma kom hingað til lands Brita Bergman. Hún kom frá Svíþjóð og var með fyrirlestur fyrir kennara Heymleysingjaskólans sem voru að læra sérkennslu. Hún hélt fyrirlestur um táknmál - og þá fóru hlutirnir að gerast. Ég hafði lært, þegar ég ólst upp, að táknmál væri ekki fullkomið mál. En auðvitað töluðum við vinkonurnar það okkar á milli, þótt álitið væri að það væri bara pat og bendingar. En nú hélt ég til Svíþjóðar til að læra málið og þá opnaðist mér heill heimur. Auðvitað áttu heyrnarlausir að tala táknmál. Auðvitað áttum við rétt á því að fá málið inn í gegnum augun. Eg var loksins komin á það stig að sjá að heyrnarleysi er ekki eitt- hvað sem á að laga. Við erum ekki veik. Fólk getur lifað jafn góðu lífi og aðrir í samfélaginu, þótt það heyri ekki vel og tali ekki vel. Ég hef verið að kenna menningu og sögu heyrnarlausra. Ég lét nem- endur mína gera könnun meðal heyrnarlausra og það kom í ljós að heyrnarlausir eru almennt ánægðir með lífíð, þótt þeir búi við mismun- andi aðstæður eins og annað fólk. Við þurfum vissulega að stríða við ÞAÐ ERU ekki liðin mörg ár síðan táknmál var bannað. Ekki bara hér, heldur um heim allan. Heyrnarlausum var gert að læra að lesa af vörum og urðu að gera sig skiljanlega á raddmáli, sem gerði þá oftar en ekki öðru vísi og því voru þeir stundum afskrifaðir sem þroskaheftir. En táknmálið dó ekki út, einfald- lega vegna þess að öðruvísi gátu heyrnarlausir ekki haft samskipti sín á milli. Hér á Islandi fjölgar þeim sífellt sem tala táknmál og meiri skiln- ings er farið að gæta á sérþörfum heym- arlausra. Meðal annars eiga þeir rétt á túlki við nám í framhaldsskóla og áhugi á táknmáli er að aukast á öllum skóla- stigum. Berglind Stefáns- dóttir er heyrnarlaus táknmálskennari og kennir menningu og sögu heyrnarlausra við Háskóla íslands. Hún er Reykvíking- ur, ættuð af Snæfells- nesi, hefur lokið kenn- araprófi og árin 1985- 1988 var hún að læra táknmál við háskólann í Stokkhólmi. Þá var í fyrsta sinn kennd mál- fræði táknmáls fyrir heyrnarlausa. Berglind er nú komin heim, starf- ar hjá Samskiptamið- stöð heyrnarlausra, Menntaskólanum við Hamrahlíð og við Há- skóla ísiands. Eins og aðrir heym- arlausir á Íslandi, gekk Berglind í Heyrnleys- ingjaskólann. Það var á tímum Brands Jónsson- ar og var þá raddmáls- aðferðin í algleymingi. „En okkur var ekki bannað að tala tákn- mál,“ segir Berglind, „svo ég lærði málið af skólafélögunum. Þrátt fyrir einnar aldar tákn- málsbann, dó málið aldrei út, því hvar sem tveir heyrnarlausir em samankomnir - þótt það sé á eyðieyju - tala þeir tákn- mál sín á milli. Við notum því táknmál, ásamt svipbrigðum og handahreyfingum. Það er fyndið, að almennt nota Norð- urlandabúar svipbrigði og handa- hreyfingar minna en gert er í suð- rænum löndum. Ég velti því oft fyr- ir mér, hvort það væri ekki auðveld- ara að vera heyrnarlaus í suðrænum löndum, þar sem fólk tjáir sig mun meira með hreyfingum og svipbrigð- um. Norðurlandabúar eru svo stífír. En í sumar fór ég til Frakklands með hóp heyrnarlausra og var þar í viku og það var óskaplega gaman. Ég var að keyra í París og við villt- umst og á öllu gekk. Við stoppuðum til að spyrja heyrandi til vegar, en þeir áttu í miklum erfiðleikum með að gera sig skiljanlega. Ég varð mjög undrandi á því hvað þeir voru í mikl- um vandræðum. Þetta var alveg eins og hér heima. Ég áttaði mig á því að þegar Frakkar tala með höndun- um, er það til áherslu, en ekki vegna þess að þeir séu að segja eitthvað sérstakt með þeim.“ Samskiptaaðferðir heyrnarlausra Grunnskóla sótti Berglind í Heyrn- leysingjaskólanum, utan eitt ár sem hún var í Austurbæjarskóla. „Þetta var tilraun. En þar var engin túlka- þjónusta og ég varð að treysta á varalestur. Samskiptin við heyrandi voru mjög mismunandi." En hver er helsta aðferðin sem heymarlausir nota til að ná sam- bandi við hinn heyrandi heim? „Heyrnarlausir þurfa alltaf að vera að skipta um aðferðir. Sumir hreyfa varimar mjög lítið, aðrir mik- ið. Við lesum af vörum og skrifumst á við heyrandi, ef þeir skilja alls ekki það sem við erum að segja. Svo notum við látbragð og ef fólk skilur mann ekki, reynir maður að benda. Þetta er það sem heyrnarlausir venj- ast á. Það er engin ein aðferð. Heym- arlausir eru líka mjög misjafnir. Sumir geta alls ekkert lesið af vör- ýmsar hindranir, en þetta er glaður hópur sem við eigum að reyna að örva. Það er sérstaða heyrnarlausra að þetta er hópur sem er í svipaðri að- stöðu alls staðar í heiminum. Þeir sem fæðast heyrnarlausir, þurfa ann- að móðurmál en foreldrarnir. Þetta er oft erfítt fyrir foreldrana. Hér eiga þeir íslensku að móðurmáli, en barn- ið þeirra á annað mál.“ Augnsambandið erfiðast „Við megum hins vegar ekki gleyma því að þessi hópur er samt innan íslenskrar menningar. Við vilj- um fara í kirkju á jólum og stunda ann- að sem fólk gerir. En við viljum taka málið inn í gegnum augun. Heyrnarlausir þurfa alltaf að hafa augn- samband og sumum heyrandi finnst það mjög óþægilegt. Þegar ég lét nem- endur mína í háskól- anum gera könnun- ina sem ég var að minnast á, þurftu þeir að nota ýmsar að- ferðir til að ná sam- bandi við heyrnar- lausa. Þegar ég spurði þá hvað hefði verið erfíðast í rann- sókninni, var það að þurfa að vera í augn- sambandi við ókunn- uga manneskju í heil- an klukkutíma. Ég er ekki að segja að við þurfum að vera í stöðugu augnsam- bandi. Við lítum út um glugga og í kring- um okkur, eins og annað fólk. En við höfum augnsamband þegar við tölum sam- an. Annað er að heym- arlausir faðmast allt- af þegar þeir hittast. Hjá okkur er ekkert handaband. En þegar við vorum í Frakk- landi fengum við heyrandi túlk. Hann heilsaði með handa- bandi en þeir heyrnarlausu heilsuðu okkur með faðmlagi og kossi. Þetta er hluti af okkar menningu og heyr- andi fólki finnst þetta mjög undar- legt. Það eru mörg svona atriði og margir siðir í okkar menningu, sem eru frábrugðin samskiptum heyrandi fólks. Ég er enn að læra samskipta- reglur sem viðgangast meðal heyr- andi, vegna þess að ég er alls ekki með þær á hreinu. Mér fínnst þær margar hveijar undarlegar. Þetta höfum við til dæmis rætt mjög mikið í háskólanum; muninn á heyrandi og heyrnarlausum." Þú saknar ekki þess sem þú veist ekki hvað er Þegar Berglind flutti heim til ís- lands, byijaði hún á því að kenna kennurum táknmál við Kennarahá- skólann. Hún hóf einnig kennslu við Háskóla íslands og við Menntaskól- ann í Hamrahlíð, þar sem hún hefur kennt heyrnarlausum hópi um tákn- málið. „Þetta eru samtals fímm áfangar sem boðið er upp á og þarna er fólk sem hefur aldrei lært um málið sitt. Fólk verður mjög undr- andi þegar ég segi frá því. En þetta var skemmtileg vinna. Það voru tutt- ugu og þrír nemendur hjá mér í byij- un, frá 18-50 ára. Allir höfðu sína sögu að segja og voru að vinna við ýmislegt úti í samfélaginu. Það var æði margt og ólíkt sem þetta fólk hafði lent í. Það hafði heldur aldrei fengið að vita neitt um menningu og sögu heyrnarlausra." Nemendurnir sem Berglind talar um áttu því engan aðgang að upplýs- ingum um stöðu sína og réttindi. „Það er fullt af heyrnarlausu fólki í heiminum sem er ekki meðvitað um stöðu sína,“ segir Berglind. „Þetta fólk er að reyna að tala og gera sig skiljanlegt á raddmáli. Meira að segja um alla Evrópu. Við verðum líka mikið vör við það að heyrandi fólki fínnst alveg hræðilegt að við skulum vera heyrnarlaus, en þú saknar ekki þess sem þú veist ekki hvað er. Við - það er ekki sjúkdómu Heymarleysi þarf ekki að laga I I I I t l I i i I I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.