Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fjölbreytt útgáfa hjá Máli og menningu Thor Vilhjálmsson Helgi Ingólfsson Georges Perec Peter Hoegh Réttsælis á bókahjólinu LJÓÐABÆKUR, skáldsögur, barna- og unglingabækur, ævisögur og fræðibækur af ýmsu tagi eru meðal útgáfubóka Máls og menningar í ár og má þá ekki gleyma tölvu- og hljóðútgáfu sem fer vaxandi hjá útgáfunni. Þrjár ljóðabækur komu út í vor hjá Máli og menningu: Ljós til að mála nóttina eftir Óskar Árna Óskarsson, Spegill undir íjögur augu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og Blánótt — Ljóð Listahátíðar. Á næstunni koma eftir- taldar ljóðabækur: Valsar úr síðustu sigl- ingu eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Indíána- sumar eftir Gyrði Elíasson, Þrítengt eftir Geirlaug Magnússon, ljóðasafn eftir Árna Ibsen og Ljóð 1980-81, fyrstu þijár ljóðabækur Einars Más Guðmundssonar í einni bók. Mál og menning gerir að þessu sinni til- raun með ritröð ungra höfunda, en það eru fyrstu skáldsögur ungra höfunda í sérstök- um óspariklæddum flokki. Þrír höfundar ríða á vaðið. Snákabani er fyrsta skáldsaga Kristjáns B. Jónassonar. Gerður Kristný og Andri Snær Magnason hafa áður sent frá sér ljóðabækur, en nú er komið að skáld- sagnagerðinni hjá þeim, ný skádsaga Gerð- ar nefnist Regnbogi í póstinum og Andri býður upp á Engar smá sögur. íslandsförin er ný skáldsaga eftir Guð- mund Andra Thorsson. Böðvar Guðmunds- son er höfundur skáldsögunnar Lífsins tré sem er sjálfstætt framhald Vesturfarasög- unnar Híbýla vindanna. Einar Kárason er með smásagnasafn og Elísabet Jökulsdóttir Fiskisögur, eins konar örsögur. Ný skáld- saga kemur eftir Hallgrím Helgason. Helgi Ingólfsson, sem áður hefur verið á Rómar- slóðum í skáldsögum sínum, sækir nú efni í nútímann í Reykjavík og nágrenni með gamansamri skáldsögu, Andsælis á auðnu- hjólinu. Andvarp márans Tvær skáldsögur eftir Danann Peter Hoeg koma út hjá Máli og menningu á ár- inu báðar í þýðingu Eyglóar Guðmundsdótt- ur. Hugsanlega hæfir er komin út, en Kon- an og apinn, nýjasta skáldsaga Hoegs frá í vor, væntanleg. Jakob forlagasinni og meistari hans eftir Denis Diderot er „ein frægasta skáldsaga Frakka fyrr og síðar“ að sögn þýðandans Friðriks Rafnssonar. Hinsta andvarp mánans er nýjasta bók Salmans Rushdies, _kom á frummálinu í fyrra, þýðandi er Árni Óskarsson. Tvær syrtlur eru nýkomnar: Hlutirnir, víðkunn skáldsaga eftir Frakkann Georges Perec i þýðingu Péturs Gunnarssonar og Lambið og aðrar sögur eftir Spánveijann José Jim- énez Lozano þýdd af Jóni Thoroddsen og Kristínu Jónsdóttur. Skáldsaga Carol Shi- elds „Stone diaries" (íslenskur titill ófund- inn) er eins konar „ættarsaga" frá Kanada. Bodil Wamberg er höfundur skáldsögunnar Hamingjan er huliðsrún sem Björn Th. Björnsson hefur þýtt. Fley og fagrar árar kallar Thor Vilhjálms- son minningar sínar sem eru framhald bókarinnar Raddir í garðinum sem kom út 1992. Annar rithöfundur, Agnar Þórðarson, hefur skrifað endurminningar sínar og nefn- ir þær í tímans vagni. Bjöm Th. Björnsson er höfundur 12 ís- lendingaþátta frá Danmörku, Úr plógfari Geíjunar nefnir hann verkið. Dóra S. Bjarnason skrifar reynslu- og baráttusögu móður og fatlaðs drengs og kallar hana Undir huiiðshjálmi. ísland — Framandi land er eftir Sumarliða ísleifsson og hefur hann safnað saman lýsingum útlendinga á land- inu. í Þjóðsögum Jóns Múla Ámasonar seg- ir höfundurinn sögur af sjálfum sér og öðr- um. Össur Skarphéðinsson greinir frá Stór- urriðanum í Þingvallavatni í samnefndri bók. Árni Bjömsson hefur endumýjað og bætt við miklu efni í bók sína Merkisdagar á mannsævinni svo að úr verður verk sam- bærilegt við Sögu daganna eftir hann. Jör- undur Svavarsson og Pálmi Dungal era höfundar verksins Leyndardómar undir- djúpanna við ísland, en í því fjalla þeir um lífríkið á hafsbotni og landgrunni. Margar ljósmyndir prýða bókina. Bósa saga er væntanleg í útgáfu Sverris Tómassonar með myndum eftir Tryggva Ólafsson. Stefán Steinsson þýðir Gilgames kviðu. Helgi Hálfdanarson tekur saman dæmi um orðsnilld Shakespeares sem líta má á meðal annars sem ábendingar fyrir ræðumenn; Veröldin er leiksvið er heiti úr- valsins. íslensk bókmenntasaga, þriðja bindi, sem Halldór Guðmundsson ritstýrir, er á útgáfuskrá. Meðal handbóka eru bók um einhverfu, ritlingurinn Books on Iceland og Villtir matsveppir á íslandi. Bókin ís- lenski hesturinn. Litir og litbrigði er eftir Friðþjóf Þorkelsson og Sigurð A. Magnús- son. Treasures of Icelandic verse er safn ljóða á íslensku og ensku með ljósmyndum eftir Láras Karl Ingason. Ámi Siguijónsson valdi ljóðin sem era frá miðri síðustu öld til samtímans. Ut kemur Ensk-ensk orðabók með ís- lenskri orðskýringu. Háskólaútgáfan Heimskringla hefur gefið út læknisfræðileg- ar orðabækur og eðlisfræðiorðasafn. Hjá sama forlagi kemur Að hugsa á íslensku eftir Þorstein Gylfason. Fyrr á árinu kom tölvuútgáfan íslend- ingasögur: orðstöðulykill og texti með hand- bók; margmiðlunardiskurinn Jarðfræði eftir Sigurð Davíðsson er að koma út, einnig Ensk-íslensk/íslensk-ensk tölvuorðabók í samvinnu við Aidamót og Dönsk-íslensk tölvuorðabók. Af hljóðútgáfu er það að frétta að út kemur geisladiskurinn Vetrarferðin eftir Schubert með Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingimundarsyni. Ljóð við undirleik er geisladiskur með ljóðum Bubba Mort- hens. íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðar- son er gefinn út í samvinnu við Hjóðbóka- klúbbinn. Halló! Er einhver þarna? Margar bama- og unglingabækur koma út hjá Máli og menningu, allt frá tusku- og baðbókum fyrir yngstu börnin til ungl- ingasögunnar Eg sakna þín sem er marg- verðlaunuð bók eftir Norðmanninn Peter Pohl þýdd af Sigrúnu Árnadóttur. Meðal bóka fyrir ung börn eru Tommi gistir hjá ömmu eftir Kristiina Louhi, Vor í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren og Fríið hennar Freyju eftir Önnu Cynthia Leplar. Ragnheiður Gestsdóttir endursegir og myndskreytir Hlina kóngsson. ísafold fer í síld eftir Gísla J. Ástþórsson verður endurútgefin með nýjum myndum. Guðmundur Páll Ólafsson ritar fræðibókina Hraunið. Sólveig Traustadóttir er höfundur bókarinnar Himinninn litar hafið blátt sem er framhald bókar hennar Himinninn er allsstaðar. Jólasögur af Frans er ný bók eftir rómaðan þýskan höfund, Christine Nöstlinger. Ungfrú Nóra er eftir hollensk- an verðlaunahöfund Annie M.G. Schmiedt. Halló! Er einhver þarna? er splunkuný saga með heimspekilegum vangaveltum eftir Jostein Gaarder, höfund Veraldar Soffíu, og kemur bókin út samtímis í mörgum lönd- um. Gunnhildur Hrólfsdóttir er höfundur sög- unnar Hér á reiki. Úlfar Harri Elíasson, 23 ára háskólanemi, sendir frá sér ævintýri, Sól yfir Dimmubjörgum. Þórarinn Eldjárn hefur gert nýja þýðingu á Lísu í Undra- landi eftir Lewis Carroll. Ketilbjörn kaldi — öðra nafni Eiríkur er eftir Rose Lagercr- antz. Tvær bækur koma eftir Roald Dahl: Danni — heimsmeistari og Jakob og risa- ferskjan. Fyrir unglinga er sagan Nýr heimur eft- ir Gillian Cross, Blæjan eftir Inger Bratt- ström og fyrrnefnd saga, Ég sakna þín eft- ir Peter Pohl. Saga eftir Þorstein Marelsson hefur fengið vinnutitilinn Ég get svarið það. Skáldsaga fyrir unglinga eftir Þórð Helgason er enn án titils. Leikum leikrit geymir óbirt leikrit eftir 12 íslenska höf- unda. Prakkarasaga er táknmálsbók fyrir heymarlaus börn. Þegar pabbi dó er endurútgefin bók eftir Guðrúnu Öldu Harðardóttur með nýjum myndum. Litli prinsinn eftir Saint-Exupéry verður gefinn út á ný með litmyndum. Fleiri endurútgefnar bækur fyrir böm og unglinga koma út hjá Máli og menningu og sama er að segja um bækur fyrir fullorðna. Guðjón Ketilsson hefur opnað sýningu í Norræna húsinu Engar u-beygjur GUÐJÓN Ketilsson myndlistar- maður hefur opnað sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu — tréskúlptúram sem engin leið er að flokka undir neins konar ■ - afturhvarf til eldri gilda í myndlist- inni, svo sem Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur segir í sýningar- skrá. Og áfram heldur hann: „Form- hyggja og prímitífismi módernism- ans eins og þau birtast í tréskúlp- túram Siguijóns Ólafssonar, höfða augljóslega ekki til hans [Guð- jóns]. Og þótt verk Guðjóns séu gerð af miklum hagleik, hefur hann takmarkaðan áhuga á alþýð- legri hagleikssmíð. Til að komast nær merkingu þessara tréskúlp- ■ túra verður áhorfandinn í rauninni að brynja sig gegn hagleik þeirra, sterkri formrænni nánd þeirra og áþreifanleikanum sem spinnst af gælum listamannsins við yfirborð. Geri hann það, verður honum von- andi ljóst hve sterkum rótum skúlptúrar Guðjóns standa í jarð- . vegi íslenskrar konseptlistar." Guðjón Ketilsson var síðast á ferð í Gerðubergi fyrir tveimur áram. Kveðst hann að hluta til taka nýjan pól í hæðina nú, þótt sýningin í Norræna húsinu sé á vissan hátt beint framhald af þreifingunum sem þá voru í gangi. „Ég var búinn að vinna mikið í mjúkum formum og langaði til spreyta mig á andstæðunni — sjónrænt eru verkin á þessari sýn- ingu því mörg hver harður arki- tektúr. Skilin era þó aldrei skörp — verkin skarast með margvísleg- um hætti — enda er vinnuaðferðin óbreytt." Að sögn Aðalsteins á hrein og tær hlutgerving rýmisins sér stað í skúlptúrum Guðjóns. Nefnir hann samstæðurnar, Hús VI og Kufung og Hannstykkið og Húnstykkið, sérstaklega í því samhengi. „Áhrif þeirra stafa ekki af því hve skil- merkilega þau láta uppi inntak sitt, heldur þvert á móti, vegna þess hve einarðlega þau forðast að láta hanka sig á ákveðnu inn- taki. Það er ekki fyrr en áhorfand- Morgunblaðið/Golli SKÚLPTÚRAR Guðjóns Ketilssonar standa sterkum rótum í jarðvegi íslenskrar konseptlistar, ef marka má orð Aðalsteins Ingólfssonar Iistfræðings. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 29. september. inn er búinn að útiloka alla mögu- leika að merking þeirra rennur upp fyrir honum.“ Ólíkir heimar Guðjón hlaut sex mánaða starfsdvöl í Sveaborg í Finnlandi á liðnu ári og er stór hluti verk- anna á sýningunni unnin þar. Ber hann þessu listvæna eylandi, skammt frá Helsinki, vel söguna. Það sameini ólíka heima. „Það er þægilegt og gott að dveljast í Sveaborg. Þar er næðið mikið en samt stutt í borgarlífíð og Hels- inki er ákaflega skemmtileg borg.“ Helsti kosturinn við starfsdvöl að þessu tagi er, að mati Guðjóns, sá að listamaðurinn fær tíma og næði til að vera út af fyrir sig. Brauðstritið er ekki lengur í brennidepli enda þarf hann ekki að hugsa um neitt annað en vinn- una frá morgni til kvölds. „Síðan hefur það vitaskuld alltaf góð áhrif á listamenn að skoða sig um. Myndlistarlífíð í Helsinki og Svea- borg er sérstaklega öflugt og margar góðar sýningar í gangi hveiju sinni. Þá er skúlptúrhefðin mjög sterk í Finnlandi og það var virkilega gaman að sjá þessa miklu verkmenn, Finna, en þeir vinna til að mynda mikið í tré.“ Guðjón hyggst halda ótrauður áfram á sömu braut. Hann gerir sér hugmyndir og skipuleggur sýn- ingar jafnan langt fram í tímann og kveðst því vera farinn að huga að öðrum hlutum. Munu þeir vera í líkum dúr eða eins og listamaður- inn orðar það sjálfur: „Það verða engar u-beygjur hjá mér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.